Þjóðviljinn - 09.10.1985, Síða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1985, Síða 6
Þýska bókasafnið sýnir Götter der Pest eftir Rainer Werner Fassbinder, fimmtudaginn 10. okt. 1985, kl. 20.30. Margarethe von Trotta, sem leikur í myndinni, verður viðstödd sýninguna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Goethe-lnstitut Þýska bókasafnið Tryggagötu 26 f getrmíha VINNINGAR! 7 leikvika - leikir 5. október 1985 Vinningsröð: 12X-21 1-1X2-112 1. vinningur: 12 réttir, kr. 155.940.- 43975(4/11) 104919(6/11) 104933(6/11) 104951(6/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 5.569.- 2176 36228+ 50377 101993 104932 104955 úr 6. v. 3473 36766+ 54909+ 102765 104935 48891(2/11) 88400+ 15806 39146+ 88869 104920104949 104923(2/11) 15852 50123 100084 104921 104950 Kærufrestur er til 28. október 1985 kl. 12.00 á hádegl. Framhaldsaðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður haldinn 10. október kl. 20.30 að Hverfisqötu 105. Dagskrá fundarins verður: 1. Kosning stjórnar félagsins. 2. Undirbúningur vegna 50 ára afmælis Þjóðviljans 1985. 3. Lög að skipulagsskrá félaqsins. 4. Önnur mál. Útgáfufélag Þjóðviljans Árshátíð félagsins Ísland-DDR verður haldin fimmtudaginn 10. október að Hótel Esju og hefst kl. 20.30. Ásadans. Músikprógram: Flytjendur eru listamenn sem verið hafa á sumar- námskeiðum í músíkháskóla Franz List í Weimar. Spurningakeppni. Hljómsveitin Nátthrafnar leikur fyrir dansi til kl. 01.00. Og ekki má gleyma tombólunni okkar landsfrægu. Allir velkomnir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Björgúlfur Sigurðsson Stóragerði 7 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11 októ- ber kl. 13.30. Ingibjörg Þorleifsdóttir Sigurður Björgúlfsson Elísabet Pétursdóttir Telma Sigurðardóttir Ásta Thorstensen söngkennari Sigtúni 37 verður jarðsungin frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 10. október kl. 13.30. Gunnar Reynir Sveinsson Sigríður Helga Gunnarsdóttir Ingunn Ásta Gunnarsdóttir Halldór Laxness Auður Laxness Helga Laxness Ásta Thorstensen MANNLÍF Þorvarður Brynjólfsson, heilsugœslulœknir „Heilsugæslan á ekki að borga sig“ Heilsugœslustöðin íÁrhœ ersú lang stœrsta en heimild fœstekki til að ráðafleiri lœkna „Skref afturábak að festa gamla kerfið í sessi og svelta heilsugæsluna á sama tíma“, sagði Þorvarður Brynjólfsson læknir í Árbæ. Ljósm.: E.ÓI. „Ég tel það sé út í hött að gera einkarekstur úr heilsugæsluþjón- ustu. Það gæti aldrei gengið hér á íslandi“, sagði Þorvarður Brynj- ólfsson, heilsugæslulæknir i Ár- bæjarhverfi. „Heilsugæslan á ekki að borga sig heldur á hið opinbera að kosta hana. Menn geta ekki látið sjúklingana sjálfa borga lyfjakostnað og sjúkra- húskostnað. Ef ætlunin er hins vegar að fara sömu leið og með einkaskólann og leggja þúsund krónu nefskatt á alla og setja svo forskeytið einka- fyrir framan, þá er það auðvitað enginn einka- rekstur! Ég tala nú ekki um ef hið opinbera á að borga allt eftir sem áður“. „Fyrir mér eru engin form hei- lög, ef þjónustan yrði betri og ódýrari fyrir vikið“, sagði Þor- varður. „Hins vegar eins og bar- átta okkar fyrir nauðsynlegustu úrbótum hefur gengið, þá fæ ég ekki séð hvernig einkareksturinn yrði ódýrari nema þjónustan versni". Starfssvæði Árbæjarstöðvar- innar hefur þanist út undanfarin ár með nýrri byggð í Ártúnsholti og Selási og stöðin þjónar einnig Grafarvogi þar tii heilsugæslu- stöð rís þar. „Það eru ekki allir á þessu svæði sem vita af því að þeir eiga rétt á þjónustu hér“, sagði Þorvarður. „Hér eru skráðir 3.500 manns 17 ára og eldri og aðeins 2 læknar. Þetta er fjöl- mennasta stöðin en þrátt fyrir ítr- ekaðar beiðnir í 3 ár hefur ekki enn fengist heimild fyrir þriðju stöðunni. M.a. þess vegna hætt- um við um tíma að taka nýtt fólk en féllum svo frá því af því okkur fannst það ekki rétt. Það er ekki aðeins fólk úr hverfinu sem leitar hingað, heldur einnig gamlir Ár- bæingar sem hafa flutt niður í bæ. Þeir slíta ekki tengslin þó þeir flytji úr hverfinu“. „Ég hef alltaf talið heilsugæslu- kerfið skárra en gamla númera- kerfið", sagði Þorvarður, „og ég er mjög óhress yfir því að um leið og því er frestað að leggja gamla kerfið niður þá fást ekki nýjar stöður á heilsugæslustöðvarnar sem fyrir eru. Á sama tíma eru menn að setja sig niður sem heimilislæknar samkvæmt gamla kerfinu og það tel ég skref afturá- bak því það þótti ekki reynast vel.“ - Eru Reykvíkingar verr settir varðandi heilsugæslu en fólk úti á landsbyggðinni? „Þeir eru betur settir en t.d. Vopnfirðingar. En almennt eru þeir að mörgu leyti verr settir. Það er alltof mikill fjöldi á hvern lækni, jafnvel allt að 4 þúsund manns og það hlýtur að vera mjög erfitt að komast til manns með þann fjölda og fá viðtal eða vitjun. Hins vegar er mikið af sérfræð- ingum hér í Reykjavík og auðvelt að komast til þeirra marga. Nú þarf ekki lengur tilvísun frá heim- ilislækni og það finnst okkur mörgum reyndar verra, þannig að ef á heildina er litið, eru Reykvíkingar ekki svo illa settir í heilsugæslu". -ÁI Skúli Johnsen, borgarlœknir „Gamla kerfiö blómsbar“ 5 nýir heimilislœknar á þessu ári en engin ný staða fyrir heilsugœslulœkna. 17.000 Reykvíkingar án heimilislœknis „Eftir að gerður var nýr samn- ingur við heimilislækna sl. vor virðast menn fúsari en áður til að vinna fyrir sjúkrasamlagið“, sagði Skúli Johnsen, borgar- læknir. „Það hafa bæst við einir 5 nýir heimilislæknar á þessu ári, en áður var nær engin endurnýj- un í þeim hópi. Á sama tíma fást en gin ný stöðugildi í heilsugæsl- ustöðvarnar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til ráðuneytisins. Stöðv- arnar eru byggðar fyrir flciri lækna en þar starfa. Þar stendur allt tilhúið en tómt og á meðan blómstrar gamla kerfið sem átti að leggjast af 1984“. Skúli sagði að samkvæmt nýrri skiptingu borgarinnar í heilsu- gæsluhverfi ættu að vera 14 heilsugæslustöðvar í Reykjavík. Þær eru nú aðeins 5. Sú fyrsta var opnuð í Árbæ 1977, önnur í Asp- arfelli 1978, sú þriðja í Fossvogi 1980, sú fjórða fyrir Vesturbæ- inga á Seltjarnarnesi 1981 og sú fimmta í Heilsuverndarstöðinni 1982. „Það er búið að sækja um starfsleyfi fyrir heilsugæslustöð- inni í Drápuhlíð og hún á að vera tilbúin fyrir árslok“, sagði Skúli. „Næsta stöð verur fyrir Breiðholt III við Hraunberg, og við von- umst til að hægt verði að grafa fyrir henni í haust. Þá standa von- ir til að nýbygging borgarinnar á horni Vesturgötu og Garðastræt- is rísi fljótlega en þar er gert ráð fyrir heilsugæslustöð fyrir gamla Vesturbæinn og þjónustuíbúðum fyrir aldraða". Skúli sagði að 1. september sl. hefðu 17 þúsund manns verið án heimilislæknis í Reykjavík. Þar eru nú starfandi 27 heimilislækn- ar. Þeir eru flestir með um og yfir 2000 manns hver sem er mun meira en talið er æskilegt til að tryggja góða þjónustu. „Það sér hver maður að læknir með 2500 einstaklinga á skrá kemst ekki yfir að veita þá þjón- ustu sem nauðsynleg er“, sagði Skúli. „í nýja samningnum er hvatt til þess að sjúklingarnir verði ekki fleiri en 1750 á hvern lækni en það er mín hugmynd og reyndar flestra sem vinna að þessum málum að þeir þyrftu að vera 1500 og helst aldrei fleiri en 1700. Ef miðað er við 1700 manns ættu heimilislæknar að vera um 50 talsins í Reykjavík, en þeir eru 27 og á heilsugæslustöðvunum eru 11,5 stöðugildi. Það vantar því mikið á að þetta sé full- mannað". Þá benti Skúli á að margir læknar sem hafa stundað heimil- islækningar í Reykjavík fara að hætta störfum, en af þessum 27 eru 3 yfir sjötugt og 4 milli 65 ára og sjötugs. „Þó nýir menn komi til þá er það mikið til endurnýjun en ekki viðbót". - Ertu fylgjandi því að rekstur heilsugæsiunnar í Drápuhlíð verði boðinn út? „Ég get ekki séð að það þurfi að vera lakara starf þó það verði gert. Hins vegar er nauðsynlegt að fyrir því sé fullkomin stoð í lögum og það þarf auðvitað að liggja fyrir. Það atriði er nú til umsagnar í heilbrigðisráðun- eytinu“. - En verður gamla heimilis- læknakerfið lagt niður um ára- mót eða verður því frestað eins og undanfarin 2 ár? „Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en lögin taki gildi og gamla kerfið verði afnumið. Það eru komnar fram tillögur um tiltekn- ar breytingar en ég veit ekki til þess að það hafi verið ákveðið neitt í því efni. Meðan svo er hlýt ég þó að búast við að lögin taki gildi um áramót og miða mína vinnu við það“. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.