Þjóðviljinn - 09.10.1985, Page 7

Þjóðviljinn - 09.10.1985, Page 7
Leikfélag Rcvkjavíkur sýnir: LANDS MINS FÖÐUR. Leikrit og leikstjórn: Kjartan Ragn- arsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Guðrún Erla Geirsdóttir. Dansar: Ólafía Bjarnleifsdóttir. Hernámsárin voru örlagaríkur tími í lífi íslensku þjóöarinnar og ekki undarlegt aö þau freisti höfunda sem efni í skáldverk - og reyndar haf a áður verið skrifuö leikrit um þessi ár, Skjaldhamrar Jón- asarÁrnasonarog Hlaupvídd sex eftir Sigurð Pálsson. En söngleikur Kjartans Ragnars- sonar er viöamesta verk um hernámsárin til þessa og reynir auk þess að fjalla um þau í heild sinni, meö miklu beinusöguleguefni. En Kjartan beinir sjónum okk- ar fyrst og fremst að örlögum tveggja ungmenna, glímukapp- ans Arsæls og stúlkunnar Báru, en líf þeirra byltist um í ölduróti hernámsins. Móðir Báru rekur þvottahús fyrir hermenn, Sæli fer á sjóinn en Bára fellur fyrir heimsmannslegum breskum off- íser og verður ólétt. Þetta var al- geng saga á þessum árum og kem- ur mjög vel fram í verkinu hversu lítinn séns lúðalegir íslenskir sveitalubbar áttu í samkeppninni við þessa flottu útlendinga. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir mör- landann, enda voru íslenskar konur stimplaðar opinberlega sem siðlausar hórur. En Kjartan fjallar ekki einung- is um einkalífið, heldur tekur hann pólitíkina fyrir líka, einkum þá atburði sem leiða til lýðveldis- stofnunarinnar, og í stórbrotnu atriði sem gerist á Þingvöllum 17. júní 1944 dregur hann þræði póli- tíkur og einkalífs saman og leiðir hvort tveggja til lykta. Þetta er fagmannlega gert og varð þetta atriði í einfaldri en snilldarlegri sviðsetningu eitthvað það áhrifa- mesta sem ég hef séð. Sviðið er autt og fremur myrkt, á því miðju er barnavagn með ástandskróga, hópur fólks myndar hálfhring um vagninn og allt út í sal og syngur lag þeirra Jóhannesar úr Kötlum og Þórarins Guðmundssonar. Það rignir á vagninn. Drengur og stúlka tala saman um merkingu Ragnheiður Arn- ardóttir, Aðal- steinn Bergdal og ÁgústGuðmunds- sontakalagiðá Borginni. I baksýn sjást stúlkurnarí eldhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur Hernámsárin orðanna lýðveldi og frelsi. Síðan hittast þau Sæli og Bára og eiga saman grátbroslegt atriði sem endar á því að þau ákveða að gifta sig - þegar þeir eru farnir! Þarna átti leikritið að enda. En því miður heldur Kjartan því áfram og bætir við afskaplega klúðurslegum endahnútum. Það eru að vísu aðrir smíðagallar á verkinu, langdregnir og daufir staðir, einkum allt vesenið kring- um sendistöðina þýsku, og þetta eru reyndar flest hlutir sem hefði verið mjög auðvelt að laga með útstrikunum og lítilsháttar lag- færingum. En hvað um það - þessi sýning er víðast hvar sterk og skemmtileg og hrífandi, og ýmis atriði hennar feiknalega vel sviðsett, þannig að tónlist, hreyf- ing, leikur og sviðsumgerð mynda eina heild - sem sagt fag- mannlegra músikal en ég hef séð hérlendis áður. Hér má nefna atr- iði eins og Undir sænginni, Sjó- mannasönginn og atriðið rnilli Önnu og sjóliðanna. Hér hafa margir lagt hönd á plóginn. Atli Heimir sýnir rétt eina ferðina hver snillingur hann er, semur ljúfa sveiflutónlist sem fellur þétt að tíðarandanum, en lyftir sér einnig á flug og gengur beint til S' 'artans í Sjómannasöngnum. lafía Bjarnleifsdóttir hefur gert dansatriðin afar smekklega og al- veg mátulega mikið. Steinþór Sigurðsson hefur líka gert alveg mátulega mikla leikmynd og Gerla hefur unnið sannkallað þrekvirki í búningagerð - 170 búninga sem allir standast hörð- ustu gagnrýni um nákvæmni. Og allir þessir góðu listamenn kunna lögmál hófstillingarinnar - að minna er meira. Kjartan Ragnarsson hefur stýrt fjölmennu liði sínu af mikilli elju og kunnáttu og lagt þá alúð við smáatriðin sem nauðsynleg er til að gefa sýningu líf. Hann sýnir líka víða hugkvæmni og leikrænt ímyndunarafl. Og leikararnir standa sig af mestu prýði. Af þeim verða mér minnisstæðust Helgi Björnsson og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverkum Sæla og Báru. Helga tekst fullkomlega eðlilega að gera þennan kauða- lega glímukappa sannfærandi og vekja samúð okkar með honum, og Sigrún Edda túlkar mjög fal- lega saklausa einfeldni og þver- móðsku Báru. Samleikur þeirra var fallegur, tilfinningum skilað algerlega væmnislaust. Jón Sigurbjörnsson og Margrét Helga eru traust og skemmtileg sem foreldrar Báru. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ungur nýliði sem fer með hlutverk Önnu, systur Báru. Hún er örugg og sterk á sviðinu og nýtur sín prýðilega í áðurnefndu atriði með sjóliðum, en geldur þess nokkuð að hutverk hennar er klaufalega skrifað á köflum, einkum í næstsíðasta atriðinu. Of langt yrði að telja upp alla þá sem fram koma í sýningunni, en rétt að geta þess að enskan sem töluð var í verkinu var í alla staði óaðfinnanlega flutt og með réttum hreim, og það sama gilti um bjagaða íslensku. Hér voru fremstir í flokki Hallmar Sigurðs- son, sem var afskaplega strokinn og enskur í hlutverki offíserans, og svo Ágúst Guðmundsson sem brilleraði í skemmtilega skrifuðu hlutverki vestur-íslenska blaða- fulltrúans. Var mikill fögnuður að sjá Ágúst aftur á sviði. Söngurinn var yfirleitt framúr- skarandi skemmtilegur og rr;á hér nefna sérstaklega dúett Jóns Sig- urbjörnssonar og Gísla Halldórs- sonar, og svo kvartett að viðbætt- um Guðmundi Ólafssyni og Karli Guðmundssyni. Þá sýndi Ragn- heiður Arnardóttir einstaklega glæsilega túlkun bæði í útliti og rödd í atriðinu á Borginni. Og þannig mætti lengi telja, en megum við ekki eiga von á þess- ari tónlist á plötu? Hún má ekki glatast eins og svo margt sem vel hefur verið gert á fyrri árum - hver mundi ekki feginn vilja eignast söngvana úr t.d. Gísl og Jörundi á plötu? Sverrir Hólmarsson. „ Valkyrjurnar er leikrit á léttari nótum og verður ekki sett upp á hefðbundinn hátt, heldur lesið“, sagði HuldaÓlafsdóttir leikstjóri og höfundur Valkyrj- anna. „Þjóðleikhúsið efnir til þessa leiklesturs og er hann framlag Þjóðleikhússins til Listahátíðar kvenna. Það voru fyrst og fremst aðstæður sem réðu því að verkið verður lesið upp og ekki leikið. Þetta getur orðið byrjun á frekari framhaldi í þessum dúr það er að segja að höfundar geti komið verkum sínum á framfæri á þenn- an hátt“. Leiklesturinn á Val- kyrjunum er fyrsta tilraun Þjóð- leikhússins til að kynna íslenskt verk á þennan hátt en fyrir fjór- um árum gerði Þjóðleikhúsið til- raun í svipuðum dúr. Þá var leiklesið nýtt verk eftir finnska leikritahöfundinn Bengt Ahlfors en leikritið samdi hann hér á landi. Sá leiklestur fór fram á sænsku. Erlendis eru þess mörg dæmi að ný leikrit séu kynnt og þeim komið á framfæri með opin- berum leiklestri. Þjóðleikhúsið Valkyrjur á Litla sviðinu Höfundur Valkyrjanna og leikstjóri leiklestursins Hulda Ólafsdóttir fremst á myndinni. Leikarar, fremri röð: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. í aftari röð: Randver Þorláksson, Kristbjörg Kjeld, Herdís Þorvaldsdóttir, Baldvin Halldórsson og Edda Þórarinsdóttir. Ljósm.: Sig. „Leikritiö Valkyrjurnar er sneið af hversdagsleikanum og gerist í nútímanum á heimili hjóna hér í bæ. Það kemur saumaklúbbur inní myndina og hann leysist upp í óvæntum uppákomum en meira vil ég ekki segja. Leikritið er hugsað sem leikrit í venjulegri uppfærslu þó þessi leið hafi verið farin. Það verða stólar á sviðinu en leikararnir sitja ekki allan tím- ann, þeir hreyfa sig um sviðið en leikmynd verður engin. Þetta er ekki neitt kvennaleikrit þó meiripartur leikaranna séu kon- ur. Það fjallar bara um mannleg samskipti.“ Leiklesturinn fer fram á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 20.30 og annar lestur er á sunnu- dag 13. október kl. 16.00. Leikararnir sem flytja verkið eru Edda Þórarinsdóttir, Rand- ver Þorláksson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Kristbjörg Kjeld, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir og Baldvin Hall- dórsson. - aró. Miðvikudagur 9. október 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.