Þjóðviljinn - 15.10.1985, Síða 5
imzm,
imsm 1
vtms>i i
SJMfiSU r
$^N?NK&y
Tí®STUW
WORÆOj I
Wj*
ite, |
Verkalýðshreyfingin
sem lagði sjálfa sig niður
[ dag langar mig að segja sögu frá fjar-
lægu landi. Sögu sem er eins ótrúleg og
sannar sögur geta einar orðið.
Á Eldlandi, syðst í Suður-Ameríku,
búa rúmlega 200 þúsund manns. Atvinnu-
hættir voru frumstæður landbúnaður og
fískveiðar fram á þessa öld. Pá hlut landið
skyndilega hernaðarlegt mikilvægi, og
bandaríkamenn hófu þar mikil hernaðar-
umsvif, sem hafa haldist fram á þennan
dag og valdið töluverðu innstreymi fjár-
magns og tækniþekkingar til landsins.
Petta innstreymi og gjöful fiskimið við
landið hafa orðið lyftistöng iðnþróunar,
en almennt má segja að í landinu blandist
miklar andstæður. Landsmenn eru að
hluta til harðgerir veiðimenn, en að hluta
til stimamjúkir beiningamenn við dyr hins
erlenda hers, og á milli þessara andstæðna
hefur þróast sundurleitur kapítalismi,
frumstæður um sumt en háþróaður að
öðru leyti.
Háþróaður
kapítalismi
Verkalýðsstéttin tók að skipuleggja sig
snemma á öldinni, og í því spennuástandi
sem fylgdi hernaðarframkvæmdum
stríðsáranna tryggði hún sér kaupmátt til
jafns við stéttarbræðurna í nágrannalönd-
unum. Pau lönd eru Suðurvegur, Finn-
mörk og Gotaríki, en þar er einhver há-
þróaðasti kapítalismi veraldar, en jafn-
framt öflugri verkalýðshreyfing en gerist
annars staðar og lífskjör betri. Þar hafði
mikill samtakamáttur verkalýðsstéttar-
innar knúið borgarastéttina til málamiðl-
unar. Gróðasköpunin var tryggð með
vinnufriði og stuðningi ríkis og verkalýðs-
hreyfíngar við vélvæðingu og vinnuhag-
ræðingu. Á móti voru verkalýðnum veitt
þau bestu lífskjör sem þekkjast í veröld-
inni, aukinheldur sæmilega jöfn innan
stéttarinnar. Verkalýðsforystan hafði því
að bakhjarli stóra og samstæða verka-
lýðsstétt, með langa reynslu um gildi sam-
takamáttar síns. Verkalýðsforystan hlóð
enn fremur undir veldi sitt með öflugum
stofnunum: lífeyrissjóðum, verkalýðsbú-
stöðum, byggingafélögum, verkfallssjóð-
um og þátttöku í nánast öllum meiri háttar
stofnunum og framkvæmdum í samfé-
laginu.
Verkalýðshreyfing nágrannalandanna
hafði því bæði mikinn samtakamátt og
mikið stofnanaveldi að baki þegar hún
settist að samningaborði við vinnu-
veitendur, enda sótti hún yfirleitt á og lét
aldrei mikið undan.
Öðru vísi var þetta á Eldlandi. Þar varð
verkalýðshreyfingin hvorki að jafn sam-
stæðri heild, né forystan að jafn miklu
stofnanaveldi. Verkalýðnum tókst hins
vegar sjálfum að halda uppi kaupmætti
sínum með verkföllum og skærum, oftast
hverí sínu horni, en þó sameinaðist stéttin
yfirleitt þegar mikið reið á.
Stéttaandstæðingurinn hefur löngum
verið slunginn. Þegar átök höfðu knúið
hann til undanhalds hvað eftir annað,
fann hann upp á nýjum leiðum til að rétta
hlut sinn. Einkum beitti hann verðhækk-
unum, en þá fann verkalýðshreyfingin
upp þann mlotleik að verðtryggja launin.
Mótherjinn sætti næsta lagi og lét ríkis-
valdið afnema verðtrygginguna, og smám
saman fóru átökin að snúast meira og
meira um ríkisvaldið. Með tilvísun til
þeirrar samstöðu sem verkalýðsstéttin
hafði sýnt á undanförnum áratugum, gat
verkalýðsforystan sest að samningum við
atvinnurekendur og stjórnmálamenn og
samið um það hvernig þjóðarkakan skyldi
bökuð og henni skipt.
í meðbyr 8. áratugarins skiluðu þessi
vinnubrögð verkalýðnum stöðugum
kjarabótum. Forystan varð harla ánægð
og vildi festa þau í sessi og þar með gera
sjálfa sig að sams konar stofnun og verka-
lýðsforysta nágrannalandanna hafði lengi
verið. Var fyrirmyndin reyndar sótt þang-
að. En eldlenska verkalýðsforystan
gleymdi því að hún byggði ekki á sams
konar valdi. í fyrsta lagi sat hún ekki á
jafn traustu og valdamiklu neti stofnana,
ekki enn. í öðru lagi, og það er aðalat-
riðið, hafði hún ekki umboð frá sterkri og
samstiga verkalýðshreyfingu.
Sérhyggja
ráðandi
Máttur sérhverrar launþegahreyfingar
felst í því að hún semur um kaup fyrir
allan þorra starfandi manna, tryggir sér-
hverjum hóp innan sinna vébanda
kauptaxta, sem unnið er eftir, og gætir
þess að munur milli taxta sé í samræmi við
menntun, ábyrgð o.þ.h. Þetta mistókst
eldlenskri verkalýðsforystu. í byrjun 9.
áratugarins fékk hún á sig holskeflu efna-
hagskreppu og afturhalds, og samdi þá
um nokkurra ára skeið um kauptaxta,
sem voru svo lágir að fjölmargir sterkir
hópar innan stéttarinnar gátu tryggt sér
skárri kjör, með sérsamningum hópa og
einstaklinga. Brátt sáu launmenn sér al-
mennt lítinn hag í að reyna að tosa
kauptöxtum upp. Hins vegar reyndi hver
sem hann best gat að tryggja sér yfirborg-
anir og aukagreiðslur. Sérhyggjan varð
alls ráðandi meðal launþega.
Að vísu sátu stórir hópar verkafólks og
opinberra starfsmanna eftir og urðu að
þiggja laun samkvæmt lágum töxtum.
Þeir stóðu hins vegar svo höllum fæti að
þeir höfðu t.d. tæpast efni á að fara í
verkföll. Einstaka hópar reyndu það þó,
en mætti sameinuðum stéttarandstæðingi
og ríkisvaldi, en verkalýðsforystan atyrti
þá fyrir að fara í verkfall í stað þess að
sætta sig við þessa fínu kauptaxta sem hún
hafði samið um fyrir þá. Láglaunahóparn-
ir töpuðu.
Það þýddi ekki einu sinni að æsa til
almennra verkfalla til að koma launatöxt-
unum í eitthvert raunhæft form. Þess
hafði aldrei verið gætt að fylla verkfalls-
sjóði, og jafnframt hafði verkalýðsforyst-
an tekið ábyrgð á húsnæðispólitík, sem
gerði stóran hluta verkalýðs háðan því að
standa í skilum með afborganir húsnæðis-
lána, svo að hann mátti ekki við neinum
tekjumissi.
Niðurstaðan varð því sú að stöðugt seig
á ógæfuhliðina fyrir láglaunafólk, en aðrir
reyndu að bjarga sér eftir bestu getu.
Verkalýðsforystan byggði því ekki á
neinu valdi samstöðunnar í máttlausum
tilraunum sínum til að bæta og jafna kjör
umbrjóðenda sinna. Hún fann fyrir van-
mætti sínum, en viðbrögðin urðu þau að
reyna að efla sjálfa sig sem stofnun. Hún
hálfmóðgaðist ef einhver hópur verka-
fólks sýndi sjálfstætt frumkvæði til kjara-
baráttu, en stóð sjálf í árangurslausum
viðræðum við ríkisvaldið um húsnæðis-
mál, skattamál og aðra slíka málaflokka,
þar sem vænta mátti skrifræðislausna sem
styrkt gætu verkalýðsforystuna sem stofn-
un.
Ný
baráttuhreyfing
Um þessar mundir, um miðjan 9. ára-
tuginn, varð æ stærri hluta verkalýðs það
hvort tveggja ljóst, að verkalýðsforystan
gæti ekki tryggt kjarabætur, og að sér-
hyggjan væri einstaklingunum skamm-
góður vermir. Menn tóku að stinga saman
nefjum á vinnustöðum og innan einstakra
starfsgreina og setja fram kröfur. Sum
verkalýðsfélög og sérsambönd tóku undir
kröfurnar, en annars staðar háðu menn
baráttuna í trássi við verkalýðsforystuna.
Hin nýja baráttuhreyfing hlaut nafnið
Samstaða, og breiddist hún út á síðari
hluta 9. áratugsins. Kjarna hennar var að
finna hjá láglaunahópum, bæði í einka-
geira og hjá ríki, en hreyfingin breiddist
smám saman út til allrar stéttarinnar,
enda opnuðust augu manna fyrir nauðsyn
þess að launataxtar réðu kjörum manna,
en ekki einkapot hvers og eins. Tóku nú
launataxtar að hækka, og smám saman
gat verkafólk hætt að vinna yfirvinnu.
Forysta gömlu verklýðshreyfingarinnar
var hins vegar búin að girða sig svo vel af í
stofnanaveldi sínu, að hún hélt áfram að
vera til, á meðan verkafólk flykktist um
Samstöðu. Smám saman hættu þó við-
semjendurnir að tala við gömlu forystuna,
og hún varð líka að fara að segja upp
starfsfólki sínu, af því að félagsgjöldin
hættu að streyma inn. Loks hættu gömlu
leiðtogarnir að nenna að hittast til að lofa
og prísa hver annan, þar til svo var komið
að forseti sambandsins var einn eftir á
rúmgóðum skrifstofum sínum og ráfaði
þar á milli kontóra og hæða, en horfði af
og til þreytulega út um gluggann og spurði
sjálfan sig hvað hefði eiginlega gerst.
Smoke Bay, Eldlandi
haustið 1990
Gestur Guðmundsson.
GLÖGGT ER
GESTS AUGAÐ
Gestur Guðmundsson skrifar
Þriðjudagur 15. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5