Þjóðviljinn - 15.10.1985, Qupperneq 7
Bjarni Skarphéðinsson (t.v.) og Jón Agnar Eggertsson. Góð samvinna. Mynd. Sig.
Borgarfjörður
Verkalýðsfélög
eru í eðli sínu
neytendafélög
Rætt við Jón Agnar Eggertsson, formann
Verkalýðsfélags Borgarness og Bjarna
Skarphéðinsson formann Neytendafélags
Borgarfjarðar um samstarf þessara félaga.
í Borgarnesi er, eins og
víða annars staðar, starfrækt
Neytendafélag í samstarfi við
stéttarfélögin á staðnum. En
það vita það e.t.v. ekki allir að
Neytendafélag Borgarfjarðar
og Verkalýðsfélags Borgar-
ness voru þau félög sem riðu
á vaðið með slíkt samstarf.
Neytendafélag Borgarfjarðar
er nú orðið 7 ára gamalt og
hefur á þessum árum starfað
af miklum krafti.
Það gefur að sjálfsögðu út
Neytendablaðið, auk þess er fé-
lagið með viðtalstíma í hverri
viku þar sem veittar eru upplýs-
ingar um vöru og þjónustu. Síðan
er félagið með neytendakönnun
af og til. Þjóðviljamenn voru ný-
lega á ferð í Borgarnesi og litu þá
við á hinni sameiginlegu skrif-
stofu stéttarfélaganna og
Neytendafélags Borgarfjarðar
sem nefnd er Snorrabúð. Þar
urðu fyrir svörum þeir Bjarni
Skarphéðinsson, rafveitustjóri
og formaður Neytendafélags
Borgarfjarðar og Jón Agnar Egg-
ertsson formaður Verkalýðsfé-
lags Borgarness. Þeir félagar
voru fyrst spurðir að því í hverju
þetta samstarf félaganna fælist.
„Svona á yfirborðinu felst það í
sameiginlgri húsnæðisaðstöðu.
En það er auðvitað meira en það.
Við höfum sameiginlega húsnæð-
isaðstöðu og höfum samvinnu við
gerð verðkannana."
„Já, verkalýðsfélagið hér á
staðnum er afskaplega virkt í
þessu samstarfi og opið fyrir til-
lögum og það er margur hlutur-
inn sem hann Jón Agnar hefur
komið af stað í þessu samstarfi,“
segir Bjarni.
Augljós tengsl
„Tengsl milli verkalýðsfélaga
og neytendafélaga eru auðvitað
svo augljós,“ segir Jón Agnar.
„Kannski má segja að verka-
lýðsfélög séu í eðli sínu neytend-
afélög. Það þýðir auðvitað lítið
að berjast fyrir fleiri krónum í
vasann ef ekki er gott eftirlit með
vörum og þjónustu."
- Hversu lengi hafa félögin ver-
ið í þessu samstarfi?
„Það var í seinni hluta
marsmánaðar 1983 sem sam-
komulag var gert milli þessara fé-
laga,“ segir Jón Agnar. „í þessu
samkomulagi sagði að félögin
stefndu að því að vinna saman að
fræðslumálum fyrir neytendur í
formi námskeiða og fræðslu-
funda, einnig að þau mundu
kanna grundvöllinn fyrir sam-
eiginlegri blaðaútgáfu.
Fundir
Nú, þessi samvinna hefur haft
ýmislegt gott í för með sér. Það
hafa verið haldnir margir opnir
fundir um ýmis mál sem snerta
neytendur og þeir hafa yfirleitt
verið fjölsóttir. í janúar 1982 var
haldið hér í Snorrabúð námskeið
um neytendavernd og verð-
lagsmál, þar voru yfir 30 þátttak-
endur. Þetta sama ár var haldið
námskeið um húsnæðismál og
þar voru einnig einir 30 þátttak-
endur. Á árinu 1983 var haldið
námskeið um opinbera þjónustu,
það námskeið var haldið í sam-
vinnu við MFA.
Og það má kannski segja að
þessi námskeið hafi orðið til þess
að Verkalýðsfélag Borgarness og
Neytendafélag Borgarfjarðar
gerðu síðan með sér fyrrnefnt
samkomulag. Síðan þá höfum við
verið með opna fundi í Hótel
Borgarnesi. Við höfum haldið 3
slíka fundi. Af þeim má nefna
fund um verðlagsmál landbúnað-
arafurða. Þar voru einir 4 eða 5
frummælendur frá aðilum sem
tengjast þessu máli. Nú í fyrra-
haust héldum við fund um
húsnæðismálin, hann var vel sótt-
ur. Þar voru frummælendur þeir
Alexander Stefánsson, Svavar
Gestsson, Sigurður E. Guð-
mundsson og Guðni Jóhannes-
son, það var líflegur fundur,
miklar umræður. 1 mars síð-
astliðnum héldum við enn fund.
Þar var yfirskriftin, Hvernig má
bæta lífskjörin í framtíðinni? Þar
voru frummælendur Steingrímur
Hermannsson, Ásmundur Stef-
ánsson og Ásdís Rafnar sem er
varaformaður Neytendasamtak-
anna.
Félögin tvö stefna að því að
halda tvo slíka sameiginlega
fundi á ári. Þessir fundir hafa ver-
ið fjörlegir og vel sóttir og hafa
vakið athygli fólks hér um slóðir
og áhuga fólks á Neytendafélagi
Borgarfjarðar.
Verð-
kannanir
Svo eru það verðkannanir. Þær
hafa auðvitað vakið athygli og
fólk hér um slóðir bíður alltaf
eftir þeim. Við gerð þessara verð-
kannana höfum við notið aðstoð-
ar frá Verðlagsráði í Reykjavík
og einnig frá Neytendasamtök-
unum þar.
Sem dæmi um það hvernig
verkalýðsfélög og Neytendafélög
vinna saman má geta þess að Al-
þýðusamband Vesturlands hefur
stuðlað að því að það hafa verið
stofnuð Neytendafélög hér á
svæðinu, t.d. á Snæfellsnesi og í
Dölum. Þannig að það hefur ver-
ið hér þó nokkur áhugi fyrir sam-
starfi sem þessu.“
- Og er þetta orðið fjölmennt
félag hér í Borgarfirði?
„Já, ég held að það megi segja
það. Félagsmenn hjá okkur eru
orðnir um 300. En slík félagatala
segir auðvitað ekki allt um „út-
breiðslu" félagsins, ef hægt er að
taka svo til orða. Það sem f.f.
gerir þetta félag sterkt er það
góða samstarf sem er á milli
verkalýðsfélagsins og Neytendaf-
élagsins. Það er auðvitað
ómetanlegt fyrir neytendafélög á
litlum stöðum að geta verið í
svona samstarfi. Það gefur þeim
fótfestu og vekur á þeim athygli,
þau ná til fólks fyrir tilstuðlan
sameiginlegrar skrifstofuaðstöðu
og blaðaútgáfu.“
1H
Þriðjudagur 15. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7