Þjóðviljinn - 18.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Viöskiptabann á Suöur-Afríku Stundum má sjá það í hægríblöðum hér á íslandi að lagst er gegn því, beint eða óbeint, að íslendingar taki þátt í því að beita stjórn Suður- Afríku refsiaðgerðum, efnahagslegum eða öðr- um. Það er að vísu sjaldgæft að einhver verði til þess beinlínis að mæla kynþáttakúgun þar í landi bót. En menn reyna þá í staðinn að drepa málinu á dreif með því að segja sem svo: Það er lítið sem ekkert gagn í efnahagslegum refsiað- gerðum. Og þar fyrir utan ríkir óréttlæti og kúg- un í miklu fleiri ríkjum en Suður-Afríku. Geta menn sannað að stjórnin þar sé verri en ýmsar aðrar? Fáránlegur málflutningur það. Það verður reyndar aldrei nógu oft fram tekið, að ekkert ranglæti verður réttlætt með því að vísa til þess að til sé annað ranglæti. Það er líkt því og að neita að rétta sveltandi fólki í tilteknu landi - segjum Súdan - hjálparhönd, á þeirr forsendu að fólk svelti nú víðar en þar. í annan stað skiptir það miklu máli í hinu suður-afríska dæmi að þar er um löghelgun kúgunar að ræða, sem nokk- urn veginn samanlagt samfélag manna hefur skrifað undir að útrýma skuli. í þriðja lagi er til þess að taka, að leiðtogar jafnt pólitískra sam- taka hinna réttlausu eins og ANC, Afríska þjóð- arráðsins, sem og forystumenn mannréttindasamtaka eins og UDF (Samein- uðu lýðræðisfylkingarinnar) og kirkjudeilda hafa allir beðið umheiminn um aðstoð, sem kæmi þá fram í því fyrst og fremst að Suður- Afríka sé beitt refsiaðgerðum. Desmond Tutu biskup, sem hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sem hafnar ofbeldi, hann telur að efnahagslegar þvinganir skipti mestu til að þvinga stjórnvöld í Suður-Afríku til samninga. Hann telur líka, að ef það takist ekki sé meiriháttar blóðbað óumflýjanlegt. Vesturveldin, ekki síst Bandaríkin, geta held- ur ekki látið sem þeim komi málið ekki við. Stjórn Suður-Afríku hefur áður átt við harða andspyrnu að stríða heima fyrir, til dæmis á árunum 1960 og 1976. ( bæði skipti hjálpuðu bandarískir og evrópskir bankar og stórfyrirtæki henni úr klípunni með lánum og fjárfestingum. Þau gerðu þetta í gróðavon náttúrlega - árið 1972 segir þekkt bandarískt tímarit, að Suður- Afríka hafi alltaf verið „gullnáma" fyrir bisness- menn, „eitt af þessum sjaldgæfu og hressandi löndum þar sem ábati er mikill og vandamál fá“. Sama tímarit minnti í leiðinni á hið ódýra vinnu- afl réttlausra blökkumanna sem gerir landið að „gullnámu". Valdamenn í Suður-Afríku vita líka ósköp vel hvaða þýðingu þessi viðskipti og fjárfestingar hafa. Vorster, fyrrum forsætisráðherra Apart- heidstjórnarinnar, hefur sagt að „hver við- skiptasamningur, sérhvert lán, hver ný fjárfest- ing er enn einn múrsteinn í okkar tilveruvegg". Og hörkuleg viðbrögð stjórnvalda þar syðra við þeim næsta takmörkuðu refsiaðgerðum, sem af stað eru farnar, segja og sína sögu af því, að aðgerðir af þessu tagi skipta máli og það ekki litlu. Á þetta er nú minnt þegar ágætar gestur frá ANC, Afríska þjóðarráðinu, gistir ísland og hvet- ur til þess að við gerumst aðilar að viðskiptaL banni, sem er einnig mjög til umræðu þessa daga á öðrum Norðurlöndum. Og svo til að minna á afdráttarlausa fordæmingu Dagsbrún- armanna á aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlut- ans í Suður-Afríku á fundi í fyrradag. Og Dags- brúnarmenn sögðu fleira. Fundur þeirra skoraði „á rétta aðila að þeir gangist fyrir stöðvun á innflutningi á suður-afrískum vörum til landsins. Verði ekki gerðar til þess ráðstafanir fljótlega beinir fundurinn þeim tilmælum til stjórnar Dagsbrúnar að hún samþykki innflutnings- og afgreiðslubann á suður-afrískar vörur í Reykja- víkurhöfn". Dagsbrúnarmenn hafa svarað fyrir sig og er það vel. Nú eru aðrir spurðir: hvort er ekki eftir yðar hlutur? -ÁB KLIPPT OG SKORIÐ Seint á ferð Það er alltaf jafn merkilegt hvað við íslendingar erum seinir að taka við okkur. Þetta gildir jafnt um nýjungar í atvinnulífi sem viðhorf í stjórnmálum. Tökum fiskeldið: fyrir eitthvað tuttugu árum vorum við ekki á ósvipuðu róli og Norðmenn, áhugi á þessari nýju grein lá í landi beggja megin hafs og menn röfluðu sig hása um nauðsyn þess að styrkja blessað fiskeldið. Munurinn var sá, að frændur vorir Norðmenn brettu upp erm- ar og tóku til óspilltra málanna. Stjórnmálamennirnir sáu til þess að fiskeldi fékk réttan stuðning og í dag fá þeir næstum því jafn margar krónur fyrir laxeldið sitt og þeir fá fyrir allan þorskinn. Okkar megin hafsins héldu menn hins vegar áfram að tala og tala, en verkin létu á sér standa. Það er ekki fyrr en fyrst núna sem eitthvað er að gerast í fiskeldi, en það verður þó áð segjast að fyrir- greiðsla hins opinbera er sorglega h'til og skilningur margra enn minni. Jón bóndi Skýrasta dæmið um eintrján- ingsháttinn var fréttin sem við sögðum hér í Þjóðviljanum af Jóni Helgasyni landbúnðarráð- herra. En hann „skilur“ þarfir fiskeldis á íslandi svo vel, að ekki fengust úr ráðuneyti hans pening- ar til að setja í stand kjallarann undir rannsóknastofunni að Keldum, þar sem átti að kanna ástand eldisfiska, til að geta gefið vottorð um sjúkdóma-ástand. Fyrir bragðið var ekki hægt að fullgera sölusamninga, sem þó voru mikils virði, því það var ekki hægt að fá vottorð um að enginn sjúkdómur væri í stofninum. Hið annars ágæta og vel menntaða starfsfólk stofnunarinnar gat ein- ungis gefið vottorð um að selj- andinn hefði beðið um sjúkdóm- avottorð! Únýtur elexír Sama er uppi um frjálshyggj- una. Hér á landi veður kutalið frjálshyggjunnar uppi í Sjálfstæð- isflokknum, og er búið að ná á honum undirtökum. „Skera, skera“ er viðkvæðið, og eftir frægt SUS-þing á Akureyri fyrir skömmu er greinilegt að kné skal kviði fylgja. Það á að brjóta upp menntakerfið og koma á fót einkaskólum, það á að láta heilsugæsluna í hendur einka- rekstursmönnum og trygginga- kerfinu á helst að fleygja út í hafsauga einsog það leggur sig. Þorsteinn Pálsson, sem lengi hefur verið oddviti frjálshyggju- liðsins, er orðinn fjármálaráð- herra til að tryggja nú ábyggilega að það verði rækilegur niður- skurður, og Ragnhildur Helga- dóttir, önnur frjálshyggjufrauk- an, er komin með heilbrigðismál- in. Samhliða eru barðar stríðs- bumbur og engin dul dregin á að niðurskurðurinn er fyrirhugaður. Allt er þetta auðvitað undir merki frjálshyggjunnar, sem unga fólkið og frjálshyggjuupp- Milton Friedman afskrifaður erlendis arnir í Sjálfstæðisflokknum líta á sem eins konar Kínalífselexír. Gengisfall frjálshyggju En þetta fólk fylgist ekki með. Það veit ekki hvað er að gerast úti í hinum stóra heimi. Þar eru allir menn með vit í kolli sem óðast að kasta frj álshyggj uhamnum, rétt einsog þegar gömlu hipparnir klipptu af sér lokkarna og skeggtægjurnar. Frjálshyggjan er nefnilega búin að vera. Þetta kemur ágætlega fram í grein í Newsweek sem birtist síðla sept- ember. Þar er rakið hvernig Sverrir Hermannsson kom engu í verk frjálshyggjan skaust með undra skjótum hraða upp á stjörnuhim- in stjórnmálanna og varð nánast ráðandi afl í bæði Bretlandi og Bandankjunum. Nú er hins veg- ar annar óður kveðinn, að sögn Newsweek, sem hefur eftir Jerry L. Jordan frjálshyggjupostula sem var áður yfirmaður efna- hagsráðgjafa Ronna Reagan: „Við erum dálítið einmana þessa dagana.“ Það er að vonum. Meðal þeirra sem eru búnir að afskrifa frjáls- hyggjuna telur Newsweek upp Viðskiptaráð Bandaríkjanna, fjármálaheiminn í Wall Street, bandaríska þingið og fjölda mikilvægra efnahagsráðgjafa. Eða einsog Arnold X. Mo- skowitz, þekktur hagfræðingur sagði um frjálshyggjupáfana: ,4>eir fengu lykilinn að kóngs- ríkinu og brutu hann“. Sverrir órór Enginn ráðherra var stóla- skiptunum jafn feginn og Sverrir Hermannsson. Eftir öll stóru orðin og allar digurbarkalegu yfirlýsingarnar um hversu dug- legur hann yrði að selja umfram- orkuna blasir það við, að ekkert hefur gerst í iðnaðarráðuneytinu í hans tíð í þeim efnum. Alls ekki neitt. Pólitískt var Sverri tæpast stætt á áframhaldandi veru í sínu gamla ráðuneyti, því eftir allt kjaftbrúkið varð hann að sýna einhvern árangur. En bæði hann og Birgir ísleifur oddviti stóriðj- unefndar eru búnir að fara ver- öldina á enda, og finna hvergi nokkra söluvon. Meira að segja Ríó Tinto Zinc, auðhringurinn sem Sverrir hafði hvað hæst um að myndi tilkippilegur í stóriðju hér á landi er um þessar mundir að svíkja vin sinn. Sverrir er búinn að vera í iðn- aðaráðuneytinu í rösk tvö ár án þess að standa við eitt eða neitt af því sem hann lofaði. Þess vegna var hann orðin órór og þess vegna tók hann ráðherraskiptunum feg- ins hendi. Með tilliti til fyrri afskipta hans af menntamálum vona nú flestir skólamenn að guð gefi hann verði jafn verkalítill í menntamála- ráðuneytinu og hann var í iðnað- arráðuneytinu. -OS DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphóöinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Simvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Ölöf Húnfjörð. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sTmi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.