Þjóðviljinn - 18.10.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.10.1985, Blaðsíða 18
HEIMURINN HM-einvígið Jafntefli Nýjung Karpovs dugði ekki Moskvu - Jafntefli varð í 17. ein- vígisskák þeirra Karpovs og Kasparovs i Tsjaíkofskí-sainum í Moskvu í gær. Kasparov var með hvítt og heimsmeistarinn svaraði með nimzo-indverskri vörn. Skákin tefldist eins og 13. einvíg- isskákin þar til Karpov bryddaði upp á nýjung í 9. leik. Kom þetta áskorandanum greinilega á óvart því hann hugsaði sig um í þrjú kortér. Nýjungin nægði þó heims- meistaranum ekki til vinnings því eftir 29 leiki urðu þeir ásáttir um að slíta taflinu. Staðan eftir 17 skákir er því sú að Kasparov hef- ur 9 vinninga á móti 8 vinningum heimsmeistarans. Hvítt: Kasparov Svart: Karpov. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Re4 7. Bd2 Bxc3 8. b2xc3 0-0 9. 0-0 RaS 10. dxc5 Dc7 11. Rd4 Rxd2 12. Dxd2 Rxc4 13. Dg5 f6 14. Df4 Re5 15. Rb3 Hb8 16. Dd4 b6 17. f4 RÍ7 18. Hfdl Hd8 19. c4 Bb7 20. Bxb7 Hxb7 21. cxb6 Hxb6 22. c5 Hc6 23. Hacl d5 24. cxd6 Hdxd6 25. De3 Hxdl-I- 26. Hxdl g6 27. Hcl Hxcl+ 28. Dxcl Db6 29. Dc5 jafntefli. Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJOÐVIUINN 81333 Suður-Afríka Laugardaginn 19. okt. kl. 14, mun Aron Mnisi flytja erindi og svara fyrirspurnum um S-Afríku í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut. Undirbúningsnefndin. ÆSKULÝÐSFYIKINGIN Leikhópur ÆFAB Opið hús í kvöid! f kvöld, föstudaginn 18. október verður opið hús í Rauða risinu að Hverfis- götu 105 og hefst dagskrá kl. 20.00. Gestir kvöldsins verða þau Þorsteinn Gunnarsson leikari og Guðrún Hólmgeirsdóttir söngkona. Margt fleira á dagskrá. Allir velkomnir. - ÆFAB Kaffihús 21. október Hverfisgötu 105. Miðameríka Torfi Hjartarson ræðir þróunina í Nicaragua eftir byltingu og sýnir myndir. Hólmfríður Garðarsdóttir segir frá tveggja og hálfs árs dvöl sinni í Costa Rica. Tónlist, pólitík, myndefni. Húsið opnað kl. 14.00. Láttu sjá þig. - ÆFR Skuldakreppa Rómönsku Ameríku Fundur nk. miðvikudag, 23. október. ( Rómönsku Ameríku er 23. október helgaður baráttunni gegn efnahags- skipan alþjóðlegs bankaveldis og kröfunni um að neita að greiða erlendar skuldir. Afborgun af vöxtum einum saman er að ganga af efnahag þessara þjóða dauðum. Því boða Vináttufélag íslands og Kúbu (VÍK), El Salvardor- nefndin og utanríkismálanefnd Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins til fundar um þetta efni miðvikudaglnn 23. október kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Þar flytur Gylfi Páll Hersir erindi um skuldakreppu Rómöpsku Amer- íku, en auk þess verður sagt frá ástandi mála á Kúbu og í El Salvador. Þá verður flutt kúbönsk tónlist og boðið upp á kaffi og kökur. VÍK El Salvadornefndin Utanríkismálanefnd ÆFAB Fjallað er um kæru stjórnar Nicaragua í Haag; Auðu stólarnir fremst á myndinni voru ætlaðir Bandaríkjamönnum, en þeir mæta ekki. Alþjóðadómstóllinn í Haag Tvöfalt siðgæði Ríki snúa sér til Alþjóðadómstólsins þegar þau telja sér það hagstœtt - annars hunsa þau hann Eitt sinn voru miklar vonir bundnar við alþjóðadómstói- inn í Haag og enn eru ríki að reyna að nota hann eða nota ekki. Til dæmis vilja Bandarík- in ekki, að dómstóllinn fjalli um ákæru frá Nicaragua sér á hendur - og eru þó ekki mörg ár síðan Bandaríkjamenn stefndu stjórnvöldum í íran fyrir þennan sama dómstól vegna gíslatöku í bandaríska sendiráðinu í Teheran. Þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Civiletti, sneri sér þá til alþjóðadómara í Haag með áminningu um að „hér er um mannslíf að ræða, við komum til ykkar í neyð og fullir beiskju". Ekki alls fyrir löngu hafði sendi- herra Nicaragua í Hollandi uppi svipaða ræðu í Haag: „Hugsið til þeirra manna sem myrtir hafa verið, pyntaðir eða hafðir á brott, um þennan átakanlega mannlega harmleik“. í fyrra dæminu létu íranir sig vanta og í því seinna voru engir fulltrúar frá Bandaríkjunum mættir. Kæra frá Nicaragua Sendiherra Nicaragua segir, að um 3000 manns hafi verið myrt, 6500 hafi verið misþyrmt og um 150 þúsundir hafi verið hraktar frá heimilum sínum og skólar og brýr og önnur mannvirki hafi ver- ið eyðilögð. Hér hafi verið að verki leiguhermenn andstæðinga Sandinistastjórnarinnar, sem Bandaríkin hafi safnað saman og styrkt með peningum og vopn- um. En Bandaríkjamenn, sem vildu draga klerkaveldið í íran til ábyrgðar í Haag fyrir nokkrum árum, yppta nú öxlum. Þegar í fyrra var því lýst yfir, að dóm- stóllinn í Haag færi ekki með lög- sögu í málum sem varða öryggi Bandaríkjanna. Og séu Banda- ríkjamenn þá aðeins reiðubúnir að viðurkenna umboð dómstóls- ins, að þar sé farið með lögfræði- leg vandamál og þau sem lúta að verslunarviðskiptum. Það er svo sem ekki einsdæmi, að Bandaríkjamenn og íranir vilji ekki viðurkenna alþjóða- dómstólinn í Haag. Frakkar hafa neitað að láta dómstólinn fjalla um tilraunir sínar með kjarn- orkuvopn á Kyrrahafi. Suður- Afríka hefur neitað að viður- kenna úrskurði dómsins um Namibíu, landssvæði sem það nki fékk umboðsstjórn yfir frá Þjóðabandalaginu að lokinni fyr- ri heimsstyrjöld. Enn eitt dæmi: Marokkó hefur neitað að láta dómstólinn fjalla um Vestur- Shara, sem áður var spönsk ný- lenda og Marokkó hefur slegið eign sinni á: á því landi hefur ver- ið barist síðan undir fánum sjálf- stæðishreyfingarinnar Polisario. Innan kerfis S.Þ. Sannleikurinn er sá, að af þeim 160 ríkjum sem nú eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum eru það aðeins 44 sem hafa lýst sig reiðu- búin til að leggja alþjóðlegar deilur fyrir dómstólinn í Haag. Og sannleikurinn er sá, enda þótt mál hafi verið lagt fyrir dómstó- linn, að ekkert það vald er til sem tryggir að farið sé eftir úrskurði hans í málum. Það er að vísu hægt að bera upp kvörtun um slíka hluti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. En oftast nær hlýtur svo að fara, að málið deyi þar, vegna þess að eitt af stórveldun- um fimm getur vísað, málinu á bug með neitunarvaldi sínu. Og fá ríki eru svo aum, að þau geti ekki falið sig á bak við einhvern sem slíkt neitunarvald hefur. Þess vegna mun máli Nicarag- uamanna eytt - einnig þótt þeir hafi hinar bestu röksemdir og dómur falli þeim í vil. Bandaríkin munu beita neitunarvaldi - og loks er eins og ekkert hafi gerst. Nema þó það, að í því erfiða áróðursstríði, sem minni máttar ríki eiga í, getur dómstóllinn haft vissa þýðingu til að vekja athygli á málsstað. Brot úr sögu Sögu alþjóðadómstólsins má rekja til friðarráðstefnu sem haldin var í Haag árið 1899 og þótt undarlegt megi virðast var Nikulas Rússakeisari einhver helsti frumkvöðull hennar. Þá var samþykkt að koma á stofnun, sem átti að leysa úr deilum á al- þjóðlegum vettvangi. Allir voru hrifnir. Bandaríski miljónmærin- gurinn Carnegie lagði fram stórfé til að byggja yfir hugmyndina. Svisslendingar byggðu turn með dómsklukku sem var nákvæmari en aðrar. Þrjú hundruð japansk- ar stúlkur sátu í sex ár yfir þeim silkiútsaumi sem salina prýddi. Alþjóðadómarar fluttu svo inn í húsakynnin seint í ágúst 1913. Ári síðar braust út heimsstyrjöld- in fyrri og má nærri geta að dóm- stóllinn hafði þá ekki erindi sem erfiði. Eftir þá styrjöld reyndi þjóðabandalagið að hressa Al- þjóðadómstólinn við og þegar heimsstyrjöldin síðari braust út var dómstóllinn fluttur til Genfar í Sviss. Þegar svo efnt var til Samein- uðu þjóðanna á þingi í San Fran- sisco árið 1945 var um leið ákveð- ið að hressa upp á Alþjóða- dómstólinn og gera hann að ein- um þeirra hornsteina undir sam- ræmingarþjónustu SÞ sem mestu skipti. Af þessu hefur ekki orðið. Dómararnir fimmtán (sem stofn- anir S.Þ. kjósa reyndar) hafa síð- an 1945 fellt fjörutíu og sex úr- skurði. Blaðið Spiegel, sem hér er stuðst við, segir að í um það bil hclmingi mála hafi þau ríki sem dómur féll á vísað frá sér umboði dómstólsins. Og sú saga gerist enn. í framhaldi af máli því sem Nic- aragua nú rekur fýrir alþjóða- dómstólnum hefur hollenskur þjóðréttarfræðingur, Pieter de Waart, komist svo að orði: „Bandaríkin grafa nú undan dómstólnum. Svo virðist sem þau telji hann nytsamlegan þegar það er þeim í hag. Svo mæla þau gegn dómstólnum þegar hann þjónar ekki þeirra hagsmunum". ÁB tók saman. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.