Þjóðviljinn - 18.10.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.10.1985, Blaðsíða 19
Sviss Sigurður jafnaði gegn Young Boys Guðmundur lék með Baden sem tapaði Sigurður Grétarsson skoraði mark Luzern sem gerði 1-1 jafn- tefli við Young Boys á heimavelli i svissnesku 1. deildinni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Sigurður fékk góða sendingu innfyrir vörn Young Boys og skoraði frá víta- punkti, jafnaði þá 1-1 á 30. mín- útu. „Við sóttum nær látlaust allan leikinn en þetta lið er skipað reyndum leikmönnum og hélt öðru stiginu. Við erum í þriðja sæti en það er ekki raunhæft að UEFA England verður með Parf að hlíta ströngum skilmálum Framkvæmdanefnd UEFA, Ellert B. Schram og félagar, á- kváðu í gær að enska landsliðið í knattspyrnu skyldi fá að taka þátt í næstu Evrópukeppni landsliða, 1986-88. Englendingar þurfa þó að hlíta ströngum reglum varðandi þá sem fylgja liðinu í leiki erlendis og mega greinilega búast við keppnisbanni ef misbrestur verð- ur á að þeim verði framfylgt. Ekkert var rætt um þátttöku enskra félagsliða í Evrópumótun- um og þar er því fyrra bann áfram í gildi - ensku félögin verða ekki með um óákveðinn tíma. Orsökin fyrir öllu þessu er harmleikurinn í Briissel sl. vor þegar skríll sem fylgdi Liverpool olli því að 39 manns létust, flestir fylgismenn ítalska liðsins Juvent- ui. -VS/Reuter stefna á meistaratitilinn, liðið er of reynslulaust til þess þó það sé ekki lakara að getu en hin topp- liðin. Okkur tekst vonandi að verða í einu af fimm efstu sætun- um, jafnvel að ná í UEFA-sæti. Það yrði mikil framför, Luzern varð í 13. sæti af 16 liðum í fyrra,“ sagði Sigurður í spjalli við Þjóð- viljann í gær. Guðmundur Þorbjörnsson lék sinn fyrsta leik með Baden en lið- ið tapaði 2-0 fyrir Lausanne á úti- velli. Guðmundur lék í framlín- unni en fékk lítið til að moða úr þar sem Lausanne sótti allan leikinn. Baden hefur enn ekki fengið stig eftir 10 umferðir í deildinni og markatalan er 3 mörk gegn 39. Staðan: Neuchatel 16 stig, Grasshoppers 14, Luzern 14, Ser- vette 13, Young Boys 13, Aarau 12, Sion 12, Zurich 11, Lausanne 11, Basel 11, Wettingen 10, St.Gallen 9, Chaux-de-Fonds 6, Vevey 4, Grenchen 4 og Baden ekkert stig. -VS Framarar Rapid hingað 6. nóv. Heimaleikur Framara gegn Rapid Wien frá Austurríki í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu fer fram á aðal- leikvanginum í Laugardal miðvikudaginn 6. nóvember og hefst kl. 14.30. Ekki er hægt að hefja hann síðar þar sem birtu verður farið að bregða síðdegis. Fyrri leikur liðanna fer fram á Gerhard Hanappi-Stadion, heimavelli Rapid í Vín, eftir viku, eða miðvikudaginn 23. okt- óber. Hann hefst kl. 18.30 að ís- lenskum tíma og verður lýst beint í útvarpi. OL 1992 Barcelona með yfirburðastöðu! Frakkar of ákafir að auglýsa París Barcelona á Spáni fær Ólym- píuleikana 1992 samkvæmt óopinberri könnun sem gerð var meðal fulltrúa Alþjóða Olympíunefndarinnar í gaer. Eftir eitt ár, 17. október 1986, verður endanlega tilkynnt hvaða borg hljóti hnossið. Barcelona virðist hafa yfir- burðastöðu en sex aðrar borgir hafa sótt um leikana. Það eru Amsterdam (Hollandi), Belgrad (Júgóslavíu), Birmingham (Eng- landi), Brisbane (Ástralíu), Nýja-Delhí (Indlandi) og París (Frakklandi). Barcelona fékk at- kvæði fimm af þeim sjö fulltrúum sem þátt tóku í könnuninni. Samskonar könnun var gerð með vetrarólympíuleikana sem fram fara sama ár. Þar standa Al- bertville (Frakklandi) og Falun (Svíþjóð) best að vígi en Berch- tesgaden (V.Þýskalandi) er skammt undan. Áðrir staðir sem til greina koma eru Anchorage (Alaska), Cortina (Ítalíu), Lille- hammer (Noregi) og Sofia (Búlg- aríu). París hefur sótt harðast allra að fá til sín sumarleikana og var tal- inn líklegasti kandídatinn. Hins- vegar telja menn nú að Frakkarn- ir hafi ofgert í áhuga sínum við að fá leikana til sín og fengið Al- þjóða Ólympíunefndina upp á móti sér. Nefndin situr þessa dag- ana á fundi í Lissabon. Þegar full- trúar hennar mættu þangað ráku þeir upp stór augu því öll borgin var nánast þakin auglýsingum frá París - þar var umsókn Frakk- anna auglýst all rækilega! Því er nú frekar reiknað með að Frakk- ar fái vetrarleikana til Albertville sem sárabætur. -VS/Reuter ÍÞRÓTTIR Handbolti Júlíus með landsliðinu Leikið gegn Lemgo í kvöld Júlíus Jónasson, stórskyttan efnilega úr Val, bættist í lands- liðshópinn sem hélt í gærmorgun í keppnisferð til Vestur- Þýskalands og Sviss. Júlíus er nítjándi maður hóps- ins en áður hafði verið tilkynntur 18 manna hópur og eru engar breytingar þar. Landsliðið mætir Lemgo, liði Sigurðar Sveinssonar í V.Þýska- landi, í kvöld. Á morgun verður leikið við Wanne-Eickel, lið Bjarna Guðmundssonar, og á mánudagskvöldið við Hameln, lið Kristjáns Arasonar. Eftir leikinn við Hameln held- ur liðið beint til Sviss þar sem það tekur þátt í sterku alþjóðlegu móti sem hefst á miðvikudaginn. Þar verður leikið gegn Sviss, Rúmeníu, A.Þýskalandi, Sví- þjóð og 21-árs liði Sviss - fimm leikir á fimm dögum. Landsliðið er síðan væntanlegt heim þriðju- daginn 29. október og eftir það færist keppni á íslandsmótinu í eðlilegt horf á ný. -VS Karate r ----------- Island í gull? Norðurlandamótið í Laugardalshöll á morgun íslenskir áhugamenn um kar- ate eru búnir að bíða lengi eftir því að morgundagurinn, laugardagurinn 19. október, renni upp. I fyrramálið kl. 10 hefst Norðurlandamótið í karate í Laugardalshöllinni, stærsti við- burður í þessari íþróttagrein hér- lendis fyrr og síðar. „Við erum bjartsýnir og gerum Kristfn Einarsdóttir er annar tveggja keppenda íslands í kvenna- flokki á Norðurlandamótinu í karate. Keflavik 17. okt. ÍBK-KR 93-92 (79-79) (35- 39) 7-13, 23-29, 35-39, 49-57, 66-69, 70- 69, 79-77, 79-79,84-84, 89-90, 91 -90, 91-92, 93-92. Stig IBK: Sigurður Ingimundarson 33, Jón Kr. Gíslason 23, Guðjón Skúlason 17, Pótur Jónsson 6, Ólafur Gottskálksson 5, Skarphéðinn Héð- insson 5, Hreinn Þorkelsson 4. Stig KR: Garðar Jóhannsson 27, BirgirMikaelsson 24, Páll Kolbeinsson 17, Þorsteirin Gunnarsson 6, Samúel Guðmundsson 6, Ástþór Ingason 4, Matthías Eiriarsson 4, Birgir Jóhanns- son 2, Guðmundur Björnsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Sigurður V. Halldórsson - góðir. Maður leiksins: Sigurður Ingimund- arson, (BK. okkur vonir um nokkur verð- launasæti, jafnvel gullverðlaun,“ sagði Ævar Þorsteinsson fyrirliði íslenska liðsins. „Það hefur verið æft mjög stíft undanfarið, fram- farirnar eru miklar og við bíðum spenntir eftir því að keppnin hefj- ist.“ ísland hlaut ein bronsverðlaun á síðasta Norðurlandamóti - Atli Erlendsson fékk þau. Ólafur Wallevik landsliðsþjálfari fékk bronsverðlaun á Norðurlanda- mótinu 1982. Mótherjar íslensku keppend- anna eru geysilega öflugir. Svíar urðu í öðru sæti í sveitakeppninni á síðasta heimsmeistaramóti og Norðmenn urðu fimmtu á síðasta Evrópumeistaramóti. Finnar eru einnig mjög sterkir, í liði þeirra Þegar tvær sekúndur voru eftir af framlengdum spennuleik ÍBK og KR í gærkvöldi og staðan var 93:92, IBK í hag, braut Guðjón Skúlason Keflvíkingur á Þorsteini Gunnarssyni undir körfu ÍBK. Þorsteinn fékk tvö vítaskot og því gullið tækifæri til að tryggja KR sigur. En hann hitti ekki úr fyrra skotinu og missti þar með réttinn til að taka það síðara - nýliðar ÍBK stóðu uppi sem óvæntir sig- urvegarar og eru á toppi úrvals- deildarinnar með 3 eins stigs sigra að baki í fjórum leikjum! Leikur liðanna bauð uppá flest það sem vænta má, hraða, fjör, spennu og góð tilþrif leikmanna beggja aðila. KR var yfir frá byrj- un, allt þar til 4 mínútur voru eftir að ÍBK náði forystu, 70:69. Á síðustu sekúndunni jafnaði svo Ástþór Ingason fyrir KR, 79:79, og því var framlengt. Þá skoruðu liðin til skiptis - í lokin skiptust á þeir Guðjón Skúlason og Birgir Mikaelsson og Guðjón hafði bet- ur, Þorsteini tókst ekki að tryggja Vesturbæjarliðinu sigur úr vít- askotunum. eru fjórir núverandi Norður- landameistarar og einn þeirra, Jouko Turunen, hlaut silfurverð- laun á heimsmeistaramótinu 1982. Bæði Svíar og Norðmenn eiga Evrópumeistara í sínum röðum og þeirra keppendur hafa náð langt á heimsmeistaramótum undanfarin ár. Undankeppnin hefst eftir mótssetninguna kl. 10 og stendur til kl. 13.35. Þá er hlé á mótinu sjálfu en sýnd verður íslensk glíma. Það eru félagar úr KR sem sýna nokkur brögð. Kl. 14 hefst svo úrslitakeppnin og stendur til kl. 19. Úrslit í liðakeppninni hefj- ast kl. 16.15 og íslenska karlaliðið mætir því norska kl. 17.20, en keppir um morguninn við Finna og Svía. -VS KR var sterkari aðilinn þegar litið er á leikinn í heild. Liðið sýndi sérstaklega góðan varnar- leik. Birgir var besti maður liðs- ins og Garðar og Páll voru drjúg- ir. Það veikti KR-liðið að missa Pál útaf með 5 villur þegar 5 mín- útur voru eftir af venjulegum leiktíma. Keflvíkingum gekk brösullega gegn sterkri KR-vörninni og reyndu þá frekar fyrir sér í lang- skotunum, með góðum árangri. Sigurður Ingimundarson var sér- staklega iðinn utanvið 3ja stiga línuna og hitti sex sinnum þaðan. Guðjón lék vel og var alltaf á fullu að vanda og þessi ungi fyrir- liði hefur mikla stjórnunarhæfi- leika. Jón Kr. var góður að vanda en Hreinn þjálfari fann sig engan veginn í fyrri hálfleiknum, fór útaf, og kom ekki meira inná. En aðrir stóðu fyrir sínu, breiddin hjá Keflavíkurliðinu virðist meiri en reiknað hafði verið með og það kom best fram í framlenging- unni þegar tveir „bekkmann- anna“, Pétur og Skarphéðinn, fengu að njóta sín. - SÓM/Suðumesjum Úrvalsdeildin Víti í súginn álokasekúndu! IBK vann enn, nú KR með einu stigi Föstudagur 18. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.