Þjóðviljinn - 18.10.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 18.10.1985, Side 6
Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Seyöisfjarðarumdæmis (Apótek Austur- lands) er auglýst laust til umsóknar. Verðandi iyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1986. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa borist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 15. nóvember n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. október 1985. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Suðurlands- veg í Mýrdal. Helstu magntölur: Lengd 6,7 km Fylling, fláafleygar og burðarlag 125.000 m3 Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 1986. Útborðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, og Breiðumýri 2, 800 Selfossi, frá og með mánudeginum 21. október 1985. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 hinn 4. nóv. 1985. Vegamálastjóri. BLAÐBERAR ÓSKAST á Vesturgötu og nágrenni. Seltjarnarnes. DiðÐVIUINN Auglýsing Námskeið fyrir loðdýrabændur Búnaðarfélag íslands og Samband íslenskra loðdýra- ræktenda gangast fyrir námskeiðum þar sem leiðbeint verður um flokkun skinna og mat á feldgæð- um loðdýra. Öllum loðdýrabændum er boðin þátttaka. Hvert námskeið stendur í um 4 tíma. Námskeiðin verða haldin á eftirtöldum stöðum og tím- um. Reykjavík: Rannsóknastofnun, 28. okt. kl. 9-13 landbúnaðarins Keldnaholti og “ 14-18 (fyrir Suður- og Vesturland) 29. okt. “ 9-13 og “ 14-18 Höfn í Hornafirði 29. okt. “ 1330 - 19 Egilsstaðir 30. okt. “ 15-19 Valaskjálf 31. okt. “ 9-13 Bíldudalur: 30. okt. “ 13-17 (fyrir Vestfirði) Sauðárkrókur: 31. okt. “ 9-13 (fyrir Norðurland Vestra °g “ 14-18 og Strandasýslu) 1. nóv. “ 9-13 Vopnafjörður: 31. okt. “ 16-20 1. nóv. “ 10-14 Eyjafjörður: Félagsheimilið Hlíðarbæ, Glæsibæjarhr. 2. nóv. “ 9-13 (fyrir Norðurland Eystra) og “ 14-18 3. nóv. “ 9-13 Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til Búnaðarfé- lags íslands sími: 91-19200, eða Sambands ís- lenskra loðdýraræktenda sími: 91-29099 í síðasta lagi 23. október. Kærar þakkir sendum við ykkur öllum sem sýnduð okkur virðingu og vináttu vegna andláts og jarðarfarar Björgúlfs Sigurðssonar Stóragerði 7 Ingibjörg Sigurður Elísabet Thelma ÞJÓÐMÁL Skúli Alexandersson: Nýjar leiðir í atvinnu- uppbygg- ingu „Það er auðvitað fyrst og fremst verið að leysa innan- flokksvanda Sjálfstæðis- flokksins. Að sumu leyti er þetta þó updarleg ráðstöfun: iðnaðarráðherra hefur t.d. ver- ið með yfirlýsingar um að hann eigi eftir þetta og hitt og nú er honum kippt yfir í annað. Þeir munu fá tíma fram að kosning- um til að lofa framkvæmdum í nýjum ráðuneytum en eftir reynslunni munu þeir ekki hafa tíma til að koma neinu í verk“, sagði Skúli Alexanders- son. „Alþýðubandalagið hlýtur að vera í því hlutverki að verja samneysluna og andæfa gegn þeirri stefnu sem er að grafa undan því velferðarþjóðfélagi sem okkur hefur tekist að byggja upp. Auk þess munum við eins og á síðasta þingi benda á nýjar leiðir í félagslegri og atvinnulegri uppbyggingu og hamla gegn frek- ari útþenslu herstöðvarinnar á Skúli Alexandersson: Sjávarútvegurinn hefur staðnað vegna aðgerða- og stefnuleysis stjórnvalda. Hann á þó ótal möguleika til að skila meiri verðmætum og þá verð- um við að nýta. stöðu sjávarútvegsins. Þar verður að fara að grípa til aðgerða ef þessi atvinnuvegur á ekki að bíða slíkan hnekki að ekki verði lengur hægt að bæta þar um. Nú ganga þau boð út að hver grein í sjávarútvegi sé rekin með 4% halla. Þegar Þjóðhagsstofnun viðurkennir slíkt vita allir að staðan er mun verri. Á sumum landssvæðum er um hreinan voða að ræða og hætt við að útgerð og fiskvinnsla stöðvist alveg áður en langur tími líður. Við hljótum því að stefna að því að takast á við stór verkefni á þessu sviði, ekki síst breytta og bætta nýtingu á sjávarafla. Sjávarútvegurinn hef- ur staðnað hjá okkur en hann hefur alla möguleika til að skila meiri verðmætum með bættri stöðu fyrirtækjanna og ekki síst með bættum kjörum, aðbúnaði og menntun fólks sem við hann starfar‘% sagði Skúli Alexanders- son að lokum. landi, í efnahagslífinu og í menn- ingarlífinu.“ „Sjálfur mun ég vitaskuld standa að ýmsum frumvörpum sem við flytjum sameiginlega Al- þýðubandalagsmenn auk þess em ég mun trúlega koma fram með tillögu um nýjar námsleiðir fyrir sjóvinnu- og fiskvinnslufólk. Þá mun ég trúlega huga að endur- flutningi frumvarps um Sements- verksmiðju ríkisins frá síðasta þingi.“ „Eg verð líka með ákveðnar tillögur í sjávarútvegsmálum og mun beita mér gegn því að kvóta- frumvarp sjávarútvegsráðherra verði samþykkt í núverandi mynd. Á hinn bóginn mun þing- flokkurinn sameiginlega leggja fram tillögur um stefnumótun í sjávarútvegsmálum og gagnrýna það stefnuleysi og það aðgerðar- leysi sem núverandi sjávarút- vegsráðherra hefur sýnt“. „Við hljótum að halda uppi vörn og sókn í sambandi við Helgi Seljan: Hef ekki trú á að fjárlagafrumvarpið taki miklum breytingum. Helgi Seljan: Eflum varðstöðu um velferðar- málin „Það er nær óhugsandi ann- að en stjórnin reyni að lafa. Það er orðið sameiginlegt áhugamál beggja formann- anna, Steingríms og Þor- steins", sagði Helgi Seljan. „Ég hef ekki trú á að fjárlaga- frumvarpið taki miklum breytingum nú, enda erfitt um vik fyrir Þorstein þar sem það er komið frá ráðherra Sjálf- stæðisflokksins, enda eru það Sjáffstæðismenn sem fara með eyðslufrekustu ráðuneyt- in. Hann mun því lenda í harka- legum innanflokksátökum með frekari niðurskurði. Hins vegar. hlýtur Þorsteinn að verða að leggja fram sitt eigið fjárlagafrumvarp áður en kos- ið verður og um leið að sýna hvað hann getur í starfi að öðru leyti. Ég hef því trú á að ríkisstjórnin. sitji langt fram á næsta ár.“ „Hvað þingmál Alþýðubanda- lagsins varðar er af mörgu að taka, en fyrst og síðast snúast þau um lífskjör fólksins í landinu. Við skulum líka vona að ríkisstjórnin leggi fram sín mál þannig að hægt verði að takast á við hana hið fyrsta en ekki rétt undir sumar eins og gerðist á síðasta þingi. Rík'isstjórnin mun þó vart koma fram með stefnumarkandi mál al- veg nú á næstunni vegna ráð- herraskiptanna því þó þarna séu miklir atgervismenn á ferð, þurfa þeir væntanlega tíma til að kynna sér stöðu mála í nýjum ráðuneyt- um. Alþýðubandalagið mun í fáum orðum sagt efla varðstöðu sína um velferðarmálin sem nú eru í hættu svo og jafnréttismálin eins og heilbrigðis- og menntamál." „Sjálfur er ég að huga að til- lögu um frekari lausn á málefnum aldraðra, um áfangaskref varð- andi fæðingarorlofið en þar hyggst ég láta reyna á hvort vilji er hjá Framsókn til að jafna það og lengja. Einnig mun ég væntan- lega vekja athygli á þeirri hættu sem landsbyggðin er í vegna þeirrar útboðsstefnu sem nú hef- ur sigrað í verklegum fram- kvæmdum og loks mun ég endur- flytja ýmis mál t.a.m. um sjúkra- og iðjuþjálfun í landinu. Það er ljóst miðað við slysatíðni og at- vinnusjúkdóma í landinu, að ekkert verður þarfara gert í heilsugæslu en að efla sjúkra- og iðjuþjálfun. Ég hef aðallega ver- ið í félags-, heilbrigðis- og trygg- ingamálum og mun áfram reyna að þoka þar hlutum til betri vegar ef unnt er“, sagði Helgi Seljan að lokum. -AI 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.