Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.10.1985, Qupperneq 5
g sjá má á aman. Fyrir utan klæðaverksmiðjuna var hópur kvenna sem vann í verksmiðjunni að mála kröfur sínar á borða. Konurnar mótmæltu framgangi stjórnvalda í björgunaraðgerðum. Þær sögðu að mest áhersla væri lögð á að bjarga tækjum og vélabúnaði en ekki sinnt að leita af samstarfsfólki þeirra sem enn var grafið í rústunum. Einnig kröfðust konurnar vinnu. Myndir Ragnar Stefánsson. Þannig var komið fyrir mörgu háhýsinu. Efsti hlutinn hefur hreinlega kastast framaf í aðalskjálftanum sem stóð í heila mínútu. Járnabindingin má sín lítils.þegar múrinn hefur molnað utan af. Myndir Ragnar Stefánsson. Fjölskylda matast úti á götu undir segltjaldi. Stór hópur borgarbúa hefst enn við úti á götum fyrir utan heimili sín sem eru meira og minna ónýt. Fólkið vill ekki yfirgefa eigur sínar og óttast einnig að fá ekki að snúa aftur ef það fer á brott. - Það eru afskaplega mismun- andi tölur nefndar í því sam- bandi. Stjómvöld eru ennþá með tölur fyrir neðan 10 þús. manns, en Rauða kross maður sem ég hafði tal af, sagði að það hefðu örugglega ekki færri en 25 þús. manns farist. Það eru einnig mjög mismunandi tölur um húsnæðis- lausa. Hinar opinberu tölur eru uppá nokkra tugi þúsunda íbúa en almenningur talar um að allt að 150 þús. manns séu húsnæðis- lausir. Hvað með aðbúnað þessa fólks. Er það beinlínis á götunni? - Það var þó nokkuð mikið af fólki á götunni og það var í mjög lélegum tjöldum. Stundum varla meira en plastdúkar sem það breiddi yfir sig. Á þessari viku sem við dvöldum þama urðu sjáanlegar miklar breytingar í þessum efnum og aðbúnaðurinn var að skána mjög víða. Ríkis- stjórnin var með búðir fyrir heim- ilislausa og vildi að fólk kæmi þangað, en fólkið virtist hins veg- ar vilja vera þar sem það hafði búið. Það vill vera í sínum hverf- um áfram, og það virðist óttast að það fái ekki að komast inn í hverfin sín aftur ef það fer í burtu og telur sig þá missa eigur sínar og persónulega hluti, og aðstöðu sem það hafði skapað sér í búset- urétti og leigukjörum. Grœn svœði í staðinn Hvað verður um þessi svœði þar sem eyðileggingin er mest? - Maður heyrði það eftir stjórnvöldum, að þau vildu gera þessi svæði öll að grænum svæð- um. Það er á ýmsan hátt hæpið að byggja upp á þessum stöðum aft- ur en samt em það aðrir sem telja víst að þarna verði byggt braskað og spekúlerað. Hins vegar hljóm- ar þetta mjög vel með grænu svæðin því borgin er alveg yfir- full. Það er eins og hefur áður komið fram, allt á reiki hvað varðar tölfræðilegar upplýsingar um borgina. Borgaryfirvöld telja að þar búi um 17 miljónir manna en Háskólinn segir að samkvæmt síðustu tölum búi þarna 22 milj- ónir og ugglaust sé talan komin upp í 25 miljónir núna. Stjórnin virðist halda öllum tölum niðri. Þið fóruð 5 íslendingar út sam- an. Hvernig móttökur fenguð þið hjá yfirvöldum? - Þær vom mjög góðar. Borg- arstjórnin tók á móti okkur mjög svo höfðinglega og vildi greiða götu okkar á allan hátt. Við fór- um einnig að upptakasvæðinu við Kyrrahafið og vomm þá í fylgd fólks frá byggða- og hafnarmála- stjórn landsins. Lœrðum afskaplega margt Telurþú að þið hafið haft mikið gagn af þessari ferð? - Ég held að þessi ferð hafi ver- ið gagnleg að því leyti að við höf- um lært afskaplega margt varð- andi þau vandamál sem geta komið upp í jarðskjálfta. Ekki bara í Mexíkóborg heldur hér á landi líka, þó skjálftar verði ekki eins stórir hér og þar. í hópnum vom menn með mjög breiða undirstöðu, allt frá almannavömum yfir í bygginga- fræði og arkitektúr. Við munum vinna sameiginlega skýrslu um þessa ferð, fyrir landsnefnd um jarðskjálftavarnir, þarsem helstu niðurstöður okkar athugana verða dregnar saman og líkast til lagðar fram ábendingar varðandi hönnun bygginga athugun á jarð- skjálftahættu og almannavarnar- starf. Það voru að koma til Mexíkó á sama tíma og við vorum þar, hóp- ar sérfræðinga og vísindamanna frá öðrum löndum til að kynna sér aðstæður og ástand mála líkt og við. Reyndar fengum við sér- stakt hrós fyrir að hafa haft arki- tekt með í okkar sendinefnd. Mönnum fannst það einmitt skipta miklu máli. Þú ert sem sagt ánœgður með árangurinn af þessari ferð? - Já, ég vona að árangurinn sýni sig í þessari skýrslu sem við ætlum að taka saman. Ég held að þetta hafi verið ferð sem borgaði sig og ég vona að reynslunni ríka- ri takist okkur að koma saman vitrænum tillögum og að menn fari eftir þeim. Vilja lœra af okkur Stöndum við samt ekki að mörgu leyti betur að vígi hérlendis en Mexíkóbúar varðandi jarð- skjálfta og jarðskjálftavarnir? - Jú, ég held að það hafi komið afskaplega skýrt fram þarna, að almannavarnarkerfið hér er mið- að við þaó sem þar er í mjög góðu ástandi í dag. Þeir þurfa að fara að byggja allt sitt kerfi uppá nýtt og ég hef trú á því að þeir ætli að leita eftir reynslu okkar í þeim efnum. Við erum komnir með töluvert góða reynslu í þeim efn- um og það kom greinilega fram að yfírvöld ytra höfðu mikinn áhuga á að kynnast skipulagi al- mannavarna hérlendis. Hefur þú sjálfur komið áður á vettvang þar sem stór jarðskjálfti hefur orðið? - Nei, það hef ég ekki. Það stærsta sem ég hef komið nálægt áður var Kópaskersskjálftinn. Hvernig horfir það við manni sem hefur þð að lífsstarfi að rann- saka þessa krafta, að standa fram- mi fyrir eyðileggingunni? - Maður hefur að vísu getað ímyndað sér hvemig umhorfs er, en þegar maður var kominn á staðinn og horfði á eyðilegging- una þá var held ég sorglegast að horfa á alla þá persónulegu hluti sem lágu út um allt og minnti mann á að það lá fólk undir rú- stunum. -Ig Sunnudagur 20. október 1985 IÞJÓÐVILJINN SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.