Þjóðviljinn - 20.10.1985, Blaðsíða 16
Ll/U QÚY TÁN
sendiherra
Víetnam
umafmœli,
Kampútseu,
bandaríska
hermenn,
endurhœf-
ingarbúðirog
kínverja:Við
erum fjögur
þúsund ára
Þjóð
Luu Quy Tan: hver er á bakvið Pol Pot?
Að hálfu friður, að hálfu stríð
Sendiherra Víetnam féllst Ijúf-
ur á viðtal þegar hann var hér
um daginn að afhenda Vigdísi
trúnaðarskjöl sín. Hann tók á
móti blaðamanni Þjóðviljans á
gististað sínum Hótel Óðins-
véum, og leiddi hann uppá
setustofu, - alúðlegur maður
og ólíkur vestrænum pótintát-
um í viðmóti, ýtir í mann
tveimurfingrum þegarhann
þarf að leggja áherslu á orð
sín, talar lágt, brosir oft og
stundum afar margræðu
brosi: maður með opinber við-
horf frá ríki sem stendur í
ströngu innan og utan landa-
mæra ogáíflóknu
hernaðar- og áróðurstafli.
Sumstaðar í samræðum við
sendimenn frá austurblokkinni
finnst manni að þeir ættu að fara
á einhvers konar almanna-
tengslanámskeið til að gera sér
grein fyrir umheimi viðmælenda
sinna hér vestra og hlífa okkur
við klisjum úr flokksblöðunum
að heiman.
í samtali okkar á Óðinsvéum
var til dæmis spurt um lýðræðis-
lega stjórnarandstöðu í Víetnam
og um rétt gagnrýnna radda.
Heyrast siíkar raddir? Hver er
staða þeirra sem ekki fylgja í einu
og öllu línunni frá Hanoi? Svarið
var of einfalt:
- Nei, við verðum ekki varir
við neina andstöðu. Stefna
stjórnvalda er byggð á vilja þjóð-
arinnar. Áður en meginákvarð-
anir eru teknar eru þær ræddar
lýðræðislega á öllum samfélags-
stigum og þannig er stefna ríkis-
stjórnarinnar mörkuð áliti al-
þýðu. í öllum samfélögum eru
auðvitað andstæður og alltaf ein-
hverjir sem vilja vera á móti, en
hjá okkur er þetta ekki áberandi,
ekki til í neinum mæli.
Hafa menn nokkuð heyrt þetta
áður?
Og við spurningu útaf lausa-
fréttum um nýlega sovéska flota-
stöð eða stöðvar í landinu er svar-
ið:
- Það er engin sovésk flotastöð
í Víetnam. Sovésk skip mega
leggjast þar að landi og fá þar
þjónustu alveg einsog skip ann-
arra þjóða, alveg eins og víðast
annars staðar, en það er engin
flotastöð.
Málin hljóta að vera aðeins
flóknari.
Luu Quy Tan hefur aðsetur í
Stokkhólmi og annast samskipti
heimalands síns við öll Norður-
lönd. Þessi er fyrsta sendiherrast-
aða hans en sjöunda áratuginn
vann hann í víetnömskum sendi-
ráðum í Afríku og í sendiráðinu í
Stokkhólmi 1973-6.
Tvöfalt
afmœli
Við minnumst á tvöfalt hátíð-
arár í Víetnam, 40 ára afmæli
sjálfstæðisyfirlýsingar og tíu ára
afmælis lokasigurs í styrjöldinni,
og hann segir þessi fjörutíu ár
hafa verið viðburðarík í þjóðar-
sögunni: stríðið gegn frönskum
nýlenduherrum vannst 1954 í
Dien Bien Phu, Genfarsamning-
urinn gerður og strax brotinn af
könum, - það stríð vannst svo
1975 og landshlutarnir eru sam-
einaðir árið eftir. Árið 1979
steypa víetnamskir „sjálfboðalið-
ar“ ógnarstjórn rauðu khmer-
anna af stóli í grannríkinu Kam-
pútseu og hafa átt þar í stöðugum
skærum síðan, og sama ár
streymir kínverskur her yfir
landamærin til Víetnam, - hálf
milljón hermanna, segir Tan,
„þriðja stríðið gegn erlendum ár-
ásaröflum, - við búum ennþá við
það ástand að lifa að hálfu í friði,
að hálfu í stríði".
- Sameining suður- og norður-
hlutans hefur gengið snurðulítið,
segir sendiherrann, rekin sam-
eiginleg efnahagsstefna fyrir
báða hluta og við erum nú á fram-
faravegi eftir mikla erfiðleika
1979-1981, landbúnaðarkreppu,
matarskort og eklu á neyslu-
vörum.
Og nú koma tölur um upp-
bygginguna: takmarkið er að ná
hrísgrjónauppskerunni uppí 22
milljón tonn á ári; var 13
milljónir 1981, 17 milljónir 1983
og sennilega 19 milljónir á þessu
ári. Og blaðamanni er gefið fjöl-
rit með fleiri tölum, um fjölgun
svína, nauta og buffalóa, og um
síaukið framstreymi sements og
jáms og kola, rafmagns og
sjúkrarúma og framhaldsskóla-
nema og járnbrauta og hrís-
grjónaakra.
Mannúð eða
heilaþvottur?
Svo vendum við kvæðinu í
kross og tölum um endurhæfing-
arbúðir og ársskýrslu Amnesty
International þarsem Víetnam
fær fjórar blaðsíður af nafn-
greindum samviskuföngum:
prestum, skáldum og búdda-
munkum sem ýmist eru í stofu-
fangelsi, bakvið lás og slá án
réttarhalda eða dæmdir fyrir að
„standa gegn byltingunni og
spilla einingu þjóðarinnar".
Hverju svarar sendiherrann?
Um endurhæfingarbúðirnar:
- Þegar stríðinu lauk spáðu
bandaríkjamenn blóðbaði í Víet-
nam, - þeir höfðu í huga Evrópu
að Hitler öllum. Frammá okkar
daga er verið að refsa stríðs-
glæpamönnum úr styrjöldinni í
Evrópu. Svona er þetta ekki í
Víetnam. Þeir sem unnu með
Sægon-hernum og Sægon-
stjórninni, það voru líka víet-
namar. Þeir geta breytt sjálfum
sér og orðið þarfir þjóðfélags-
þegnar.
Þessvegna voru endurhæfing-
arbúðirnar settar á laggirnar.
Þangað fóru eftir stríðið yfir
milljón manns sem áður gegndu
herþjónustu í her Sægon-stjórn-
arinnar eða öðrum störfum. Að
ári liðnu voru níu af hverjum tíu
komnir útúr búðunum. Þeir sem
þar eru ennþá, það eru stór-
glæpamenn, og mjög fáir. Ef þeir
taka framförum mega þeir fara
heim. Þetta finnst öllum mjög
mannúðleg aðferð, enginn var
tekinn af lífi.
- Það er rekinn gegn okkur
óvæginn áróður og reynt að
stofna til sundrungar meðal þjóð-
arinnar, - og heimsvaldasinnar
styðja ekki endurhæfingarstefnu
okkar. Bandaríkjamenn hafa
viljað taka til sín þá sem eftir sitja
í búðunum, nokkur þúsund
manns, og við höfum svarað: allt í
lagi, ef þið ábyrgist að þetta fólk
vinni ekki gegn Víetnam. Því
neita þeir.
En fyrst þetta eru glœpamenn,
afhverju dœmið þið ekki í málum
þeirra?
- Ef mál þeirra kæmu fyrir
dómstóla þá yrðu þeir samkvæmt
lögum teknir af lífi. Það viljum
við ekki. Við viljum að þeir
endurbæti sig og verði gagnlegir
þjóðfélagsþegnar.
En getaþeir varið sig? Eruðþið
vissir um að allir í búðunum séu
glcepamenn?
- Þeir sem enn eru í búðunum,
það eru yfirmennirnir, foringj-
arnir úr hemum, stjómendur
landshluta, þeir hafa allir framið
alvarlega glæpi. Þetta eru bara yf-
irmennirnir.
Um skýrslu Anmesty Internat-
ional:
- Hvaðan eru þessi nöfn? Við
könnumst ekki við þetta fólk í
Víetnam. Ég hef ekki lesið þessa
skyrslu sem þú ert með, en það er
ekki bara hún, - við fáum fjölda-
mörg bréf... Við finnum ekki
þetta fólk á skrám hjá okkur, og
þessvegna er erfitt að svara.
Mikið meira fæst ekki hjá
sendiherra Víetnam um þessi
mál, nema að hann lítur svo á að
upplýsingar verði allar að líta í
ljósi þeirrar áróðurshryðju sem
land hans verði fyrir, og heimild-
armenn séu ekki allir jafn
traustir.
Viðrœður
um lausn
Grannríkið Kampútsea: hvað
þar? Víetnamar hafa nýlega til-
kynnt að „sjálfboðaliðar" verði
komnir heim fyrir 1990. f samtali
okkar Luu Quy Tan kemur fram
að Víetnamar hafa fækkað í Kam-
pútseuher sínum frá árinu 1982,
og yfirlýsingin nú sé gefin vegna
þess að Kampútseu-Eyjólfur
hressist dag frá degi, landbúnað-
ur og iðnaður séu í bata, og
stjórnin í Pnom Penh geti einnig
státað af umtalsverðum árangri
eigin hers í átökunum við þrí-
skipta skæruliða, þarsem eru liðs-
menn rauðu khmeranna, hægri-
menn og stuðningsmenn Síh-
anúks prins.
- Víetnamskt herlið fer burt úr
Kampútseu þótt engin pólitísk
lausn fáist, segir sendiherrann, -
her Kampútseu verður eftir fimm
ár orðinn nógu öflugur.
Hann segir hinsvegar að Kam-
pútseustjórn sé reiðubúin til að
hefja viðræður um frambúðar-
lausn við andstæðinga sína, að
því tilskildu að rauðu khmerarnir
verði upprættir með öllu. Kosn-
ingar færu þá fram í landinu eftir
brottför víetnamska hersins. Ný-
legar fréttir um að leiðtoginn Pol
Pot hafi dregið sig í hlé breyti hér
engu, hann sé sýnilega hinn raun-
verulegi hugmyndafræðingur
rauðu khmeranna.
- Þessa deilu á að leysa með
viðræðum, og til þess er stjórn
Kampútseu fús. Hún setti áður
það skilyrði fyrir að ræða við Sí-
hanúk og foringja hægrimanna
að þeir ryfu bandalag sitt við
rauðu khmerana. Nú hefur
stjórnin fallið frá þessu skilyrði
og er reiðubúin til viðræðna við
andstæðinga sína þó þeir haldi
enn uppi tengslum við klíku Pol
Pot. Þær viðræður gætu hafist á
morgun ef foringjar andstöðu-
hópanna vildu það.
Og sendiherrann segir þá sögu
til marks um friðarviðleitni
bandamanna sinna að einn af
ráðherrum í Pnom Penh hafi ver-
ið farinn af stað til Evrópu til
leynilegra viðræðna við leiðtoga
andstöðunnar, - en skyndilega
hafi þeim fundi verið aflýst,
væntanlega vegna þes að kínverj-
ar hafa kippt í spottann.
- Helsti vandinn í Kampútseu
er: hver styður Pol Pot? Jafnvel
Síhanúk skilur þetta. Hann sagði
á dögunum í Bangkok: ég veit vel
hver er á bakvið Pol Pot.
Við svörum
aldrei
Shíanúk prins var á íslandi
fyrir nokkrum vikum og Luu Quy
Tan er að sjálfsögðu spurður um
svör við þeim ummælum Síhan-
úks að stjórnin í Hanoi stefni að
yfirráðum í einskonar stórvíet-
nömsku Indókína. Hann er líka
beðinn að svara þeim ásökunum
að víetnamar séu á skipulegan
hátt að setjast að í landamæra-
héruðum Kampútseu.
- Þetta eru mjög undarlegar
ásakanir af hálfu Síhanúks.
Við fáum að heyra þetta aftuur
og aftur, en við svörum aldrei.
Blaðamenn ættu að fara til Kam-
pútseu, til Pnom Penh og útum
sveitirnar, og spyrja fólkið um
víetnama og hjálp þeirra við
kampútseumenn, - svörin yrðu
allt önnur en búast mætti við af
orðum Síhanúks.
- Um víetnama í landamæla-
héruðum Kampútseu er þetta að
segja: Þegar Síhanúk var við völd
í Kampútseu bjó þar um hálf
milljón víetnama, kaupsýslu-
menn, iðnaðarmenn, veitinga-
menn. Undir ógnarstjóm Pol Pot
var þetta fólk drepið eða hrakið
úr landi, til Víetnam. Sumt af
þessu fólki hefur nú snúið aftur til
heimila sinna í Kampútseu, - þar
eru nú um 60 þúsund Víetnamar,
tæpur tíundi hluti þess fjölda sem
þar bjó áður.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Sunnudagur 20. október 1985