Þjóðviljinn - 20.10.1985, Blaðsíða 9
Afmœli
Dagur Hannesson
eldsmiður
75 ára
Hann var fæddur í Hólum í
Stokkseyrarhreppi, sonur sæmd-
arhjónanna Þórdísar Grímsdótt-
ur frá Giljárkoti í Stokkseyrar-
hreppi og Hannesar Magnús-
sonar frá Baugsstöðum. Það er
því ekki ofmælt þó sagt sé, að þar
um slóðir hafi verið hvað mest
tónlistarlíf á íslandi, á fyrri hluta
þessarar aldar.
Páli ísólfsson mun að sjálf-
sögðu hafa heiðurinn, en þó voru
það ófáir sem héldu uppi tón-
listarlífi og var viðbrugðið hve
söngur og tónlist var vel flutt í
Gaulverjabæjarkirkju á þeim
tíma. Systkinin í Hólum voru
músikölsk og léku 3 þeirra á
hljóðfæri,. systurnar Guðfinna,
vefnaðarkona í Hveragerði, Jóna
búandi í Hólum og Dagur sem
fljótlega reyndi að nýta alla
möguleika til náms á tónlistar-
sviði. Hann naut tilsagnar Elísa-
betar Jónsdóttur frá Grenjaðar-
stað o.fl.
hugljúf tónlist og ég sat sem
heilluð.
Dagur Hannesson hefur verið
vinur mannsins míns í 50 ár, þar
hefur aldrei borið skugga á. Þeir
kynntust í Iðnskólanum og hafa
haldið tryggðarvináttu allar götur
síðan. Dagur verður að heiman á
afmælisdaginn. Við hjónin send-
um honum bestu afmælisóskir og
vonum áð við fáum að heyra fleiri
rómönsur.
Hulda Pétursdóttir
En lífið gekk ekki einvörðungu
út á tónlist á uppvaxtarárum
Dags. Hann varð að sinna öllum
störfum til lands og sjávar. Þá var
róið frá Loftstaðasandi í þess
orðs fyllstu merkingu og komið
að landi í Tungóslendingu. Eins
og allir vita eru lendingarskilyrði
ekki hagstæð á þessum slóðum.
19 ára gamall hóf hann nám í
jámsmíði í Héðni og var Loftur
Þorsteinsson meistari hans, frá-
bær kennari og mannvinur.
Áhugi fyrir tónfræðinni hafði
ekki dofnað og hann reyndi að
afla sér þekkingar eftir mætti,
hann komst í tíma hjá Kristni
Yngvarssyni organista Laugar-
neskirkju.
Þetta var á kreppuárunum og
eftir að hafa lokið járnsmíðanámi
varð hann að þeytast til og frá
eftir vinnu svo sem til Njarðvík-
ur, í Ofnasmiðjuna, á Reykja-
lund og síðast í Tækni. Hann
stofnaði heimili og byggði sér hús
í frístundum eins og þúsundir ís-
lendinga hafa gert síðustu áratug-
ina. Það var því ekki mikill tími til
að iðka og njóta tónlistar. Konu
sína Sigfríði Sigurðardóttur ffá
Flatey á Breiðafirði missti hann
árið 1972 eftir farsæla sambúð.
Sonur þeirra er Sigurður Dags-
son, mikill knattspyrnumaður og
markmaður hjá Val. Kona hans
er Ragnheiður Lárusdóttir, þau
eiga 3 syni.
Nú 21/10 ’85, þegar Dag vin
okkar hjónanna skortir aðeins
fjórðung í öldina, þá skeður það
mikla kraftaverk að hann lýkur 4
ára námi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Hann hefur setið á
skólabekk í fjögur ár með ungu
fólki og verið einn af því. Svona
er lífið dásamlegt. Prófverkefni
hans var Rómansa (fyrir klarinett
og píanó) útsett af Atla Heimi og
flutt á nemendatónleikum 1985
og víðar. Klarinettleikari var Sig-
urður Snorrason. Þetta var
Mœðgur
Um þessar mundir leikur
TinnaGunnlaugsdóttirsama
hlutverk og móöir hennar Her-
dís Þorvaldsdóttir lék á sínum
tíma í íslandsklukku Laxness.
En þær eru ekki einu mæðg-
umar sem hafa leikið sama hlut-
verk. Nú leikur Steinunn Jóhann-
esdóttir sama hlutverk í „Grænu
lyftunni" hjá Revíuleikhúsinu á
Broadway og móðir hennar,
Bjarnfríður Leósdóttir, lék hjá
leikfélaginu á Akranesi á sínum
tíma persónuna Lám. Á mynd-
inni með Bjarnfríði er Baldur Ól-
afsson, en þau kenna bæði í Fjöl-
brautarskólanum á Akranesi. Og
næsta sýning á Grænu lyftunni á
Broadway er á sunnudagskvöldið
kl. 8.30.
SEMA
▲
ITAKTVIÐ
TÍMANN
ISLAND PC er hönnuð fyrir þá
sem vilja góða og fjölhæfa en
ódýra tölvu, ISLAND PC fylgir
PC staðli. Hægt er að velja um
diskettudrif og fasta diska,
10 Mb eða 20 Mb. í grunn-
útgáfu hefur ISLAND PC
256 Kb vinnsluminni.
ISLAND AT er enn kraftmeiri
og fjölhæfari en samt
ódýr. ISLAND AT
fylgir AT staðli, hefur
innbyggðan 20 Mb
fastan disk og tvö
diskettudrif. í grunn-
útgáfu hefur ISLAND
AT 512 Kb vinnslu-
minni.
ISLAND tölvurnar hafa gula
skjái með skýru og góðu letri.
Sjónhorn er stillanlegt.
ISLAND keyrir hinn öfluga
BOS fjölnotendahugbúnað.
BOS hugbúnaður er heilsteypt
kerfi forrita auðvelt og
áreiðanlegt.
ISLAND og BOS vinna vel
saman. ACO hf. býður
BOS hugbúnað fyrir
ISLAND tölvur.
ISLAND - Hér fara
saman gæði og gott
verð.
ACO hf. er söluaðili ISLAND á íslandi og leggur áherslu á góða þjónustu og rekstraröryggi.
Kynntu þér kosti ISLAND PC og AT
ISLAND er afbragð
acohf
Laugavegi 168, 105 Reykjavík.
Sími 27333
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9