Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 4
Það var sungið á fundinum, en hvar eru nýju lögin? (Mynd: E.ÓI.) Kvennafrí Við erum tíu ára í dag ífjarveru blaðakvenna varkarlkyns blaðamaður sendurá vettvang til að mœla stemmninguna á kvennafrídaginn Þegar blaðamaður fór út í lífið á morgni kvennaf rídags varð það fyrst fyrir að fara í banka til að stoppa streymi gulu miðanna. í Alþýðubankanum sá ég fyrstu merki þess að konur voru óvenju- fáar á vinnumarkaði því í af- greiðslusalnum voru nokkrir karl- ar við vinnu, engar konur og sá sem tók við innlegginu var að- stoðarbankastjórinn, Ólafur Ott- ósson. Hann sagði að konur væru tveir þriöju hlutar starfsliðs- ins og því mætti hann nú bregða sér í gjaldkerastúkuna þar sem hann hefði ekki komið Í12 ár. Allt gekk þó slysalaust og blaðamað- ur hélt áfram niður Laugaveginn. Mér sýndist svona önnur hver verslun vera opin og í einni sögðust afgreiðslukonurnar ætla að vinna til hádegis en mæta á fundinn kl. 14. Upp úr kl. 13 var ég aftur kom- inn í miðbæinn og leit inn á Hressó þar sem konur höfðu greinilega tekið völdin. Staður- inn var þéttsetinn konum og eftir að hafa kannað staðhætti brá ég mér á karlaklósettið til að sinna frumþörfunum. Sem ég stóð þar í afar viðkvæmri stellingu yfir pissuskálinni ruddist inn hópur kvenna viðhafandi þau orð að það hlyti að vera í lagi að fara þarna inn, það væru hvort eð er svo fáir karlar á staðnum. Ég fékk vægt sjokk og hugsaði sem svo að ekkert væri konunum heil- agt þennan dag, við fengjum ekki einu sinni að halda í helgustu vé karlmennskunnar í þjóðfélaginu. Svo hófst fundurinn og kon- urnar fylltu torgið og göngugöt- una og Bankastrætið upp að Bris- tol og lóðina kringum Stjórnar- ráðið en fáir voru í Lækjargötu enda heyrðist þar ekkert í hátöl- urunum. Undir ræðunum og söngnum var spáð í fjöldann, ein- hver vitnaði í lögregluna og sagði að fundarmenn væru á bilinu 15- 20 þúsund. Þótti fólki með ólík- indum að hægt væri að endurtaka leikinn frá 1975. Samt var eins og talsvert vant- - Það eru orðin tólf ár síðan ég hef staðið í gjaldkerastúkunni, sagði Ólafur Ottósson aðstoðarbankastjóri Alþýðubankans þegar blaðamaður var að redda tékkheftinu á morgni kvennafrídags. (Mynd: E.ÖI.) Eins og ávallt gerist á fjölmennum fundum vilja börnin taka á rás og stundum þarf að auglýsa eftir foreldrum og jafnvel ömmum úr Mosfellssveit af ræðupall- inum. Hér er kynnirinn, Guðríður Elíasdóttir varaforseti ASl, að koma honum Óla til skila og vörður laganna fylgist með því að allt fari það nú rétt og vel fram. aði á stemmninguna sem þá ríkti. Mörgum fannst eins og það væri eitthvert tómahljóð, eins og eldurinn brynni ekki jafnheitt á konum nú og fyrir áratug. Samt sýna skýrslur að lítið hefur miðað í raun þótt alþingismenn hafi af- greitt heilu bunkana af skjölum sem draga eiga úr misréttinu. Og einu tók ég eftir: það er eins og það hafi ekki orðið til einn einasti söngur á þessum kvennaáratug, það er enn verið að syngja lögin af plötunni Áfram stelpur! sem kom út árið fyrir kvennaár. Nú, en fundinum lauk eftir rúman klukkutíma og þá lá straumurinn upp í nýja húsið hans Jóhannesar norðan í Arnar- hólnum þar sem konur hafa feng- ið lyklavöld og sýna vinnufram- lag sitt. Við dyrnar stóð kös af konum sem sífellt bættist í svo ég gafst upp við að reyna að komast inn. Þarna hitti ég Birnu Þórðar- dóttur og þegar við vorum að byrja að spjalla saman versnaði veðrið skyndilega. Við töluðum um þá heppni sem fylgt hefur konum í veðurfari því veðurblíða ríkti meðan fundurinn stóð. Ég sagði eitthvað á þá leið að veður- guðirnir hlytu að vera á bandi kvenna. - Já, þœr eru það, sagði Birna. Um allan bæ voru kaffihús og barir stútfullir fram undir kvöld og gilti það jafnt um vinsælli staði sem þá „þar sem ekki hefur sést hræða í mörg ár“ eins og einn orðaði það. Um kvöldið tók Hót- el Borg við af kaffihúsunum og var þar dansað fram yfir miðnætti við undirleik Dúkkulísa. Þær sungu m.a. afmælissönginn út- lenda: „Við eigum afmæli í dag, við erum tíu ára í dag.“ Og konur og karlar hristu úr sér kvennaára- tug á dansgólfinu. -ÞH 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.