Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 13
Grænu aparnir í Mið-Afríku, sem taldir eru hafa borið veiruna til manna. Raunar er hlutfall þeirra kvenna sem smitast hafa af alnæmi í Mið-Afríku miklu hærra en annars staðar, þar sem yfir 90% alnæmissjúklinga eru karlmenn. Er það talið stafa af almennu vændi og því að víða í Afríku eru endaþarmssamfarir stundaðar til að komast hjá getnaði. „Hversu smitandi er alnæmi?" „í raun er þetta ekki mjög smit- andi sjúkdómur. Það sést best á því að aðeins ein hjúkrunarkona af öllu því hjúkrunarfólki sem stundað hefur alnæmissjúklinga, hefur smitast svo vitað sé, og það var áður en menn gerðu sér grein fyrir því hvernig sjúkdómurinn smitaðist. Hún stakk sig á nál sem hafði verið notuð til að sprauta alnæmissjúkling. Þaðert.d. alger misskilningur að alnæmissjúkl- inga megi ekki snerta og starfs- fólk í heilbrigðisþjónustu m.a. á Norðurlöndum hefur verið frætt um hvernig meðhöndla skuli al- næmissjúklinga með smithættu í huga, án þess að gengið sé á rétt sjúklingsins til að fá manneskju- lega og alúðlega umönnun.“ Smitun við blóðblöndun „Eins og áður sagði í upphafi þarf veiran að komast í blóðrás- ina til að viðkomandi smitist. Komist sæði manns með veiruna eða blóð í opið sár er viðbúið að viðkomandi taki veiruna. Við endaþarmssamfarir særist slím- húðin iðulega, því þessi líkamsh- luti er jú ekki gerður fyrir slíkt, og því verður smitun greið. Sprautu- og fíkniefnanotkun, vændi og almennt lauslæti eykur auðvitað mjög áhættuna, auk þess sem almennt heilsufar í slík- um hópum er oftast lélegt. Því má þó ekki gleyma að fjöldamargir hommar eru í fastri sambúð og hafa aðeins kynferðislegt sam- neyti við einn aðila og eru því ekki í meiri hættu en hver önnur pör.“ „Nú hafa verið send blóðsýni héðan út til rannsókna vegna hugsanlegrar alnæmissmitunar. Hafa margir reynst vera með mótefni í blóðinu?" „Mótefni hefur mælst hjá nokkrum einstaklingum, en þeg- ar hafa verið send á annað hundr- að sýni. Vonandi er ekki langt í að við getum farið að rannsaka þessi blóðsýni hér heima. Við höfum orðið varir við talsverða hræðslu hér, ekki síst hjá ættingj- um fólks sem það telur vera í hættu. Við hvetjum fólk til að leita til heimilislæknis ef það telur hættu á að það hafi hugsanlega smitast af alnæmi eða ef heilsufar þess er lélegt án finnanlegra skýr- inga. Margir sjúkdómar hafa svipuð einkenni og forstigs- einkenni alnæmis og því er um að gera að láta rannsaka sig til að fá úr slíku skorið." Áhœttuhópar „Sá hópur sem menn eru hræddir um að náist síst í eru menn sem hafa samneyti bæði við konur og karla, eiga fjölskyldur og vilja ekki að það vitnist að þeir hafi mök við karlmenn, t.d. er- lendis. Við vitum ekki hvort þetta er stór hópur, en trúlega er eitthvað um þetta. Við bendum fólki á að þótt það láti rannsaka blóðsýni með alnæmissmitun í huga, þarf það ekki að skýra frá því hvernig það hagar sínu kyn- lífi.“ „Hvernig er helst hægt að kom- ast hjá smiti?“ „Fyrst og fremst með því að forðast kynferðislegt samneyti við ókunnuga, þar sem hætta er á særingu eða blóðblöndun. Notk- un á smokkum minnkar mjög smithættu og reyndar er farið að reyna sérstaka smokka fyrir homma með þetta í huga. Vændi og sprautunotkun auka mjög smitlíkurnar, en vissulega er þar um umfangsmikið félagslegt vandamál að ræða sem læknast ekki með varnarorðum einum. Aðrir hópar sem eru í hættu eru dreyrasjúklingar og blóðþeg- ar almennt, en nú er hvarvetna reynt að rannsaka blóð og við- höfð sérstök meðferð á storku- þætti blóðs til að koma í veg fyrir að veiran berist þannig á milli manna. Nýlega er farið að hita storkuþætti þá sem dreyrasjúk- lingar þurfa á að halda og er talið að það geti komið í veg fyrir smit. Þar sem mótefni mælist ekki fyrr en eftir nokkurn tíma er þýðing- armikið að þeir sem hugsanlega eru smitaðir, gefi ekki blóð. Þetta er nú reynt að tryggja þegar tekið er við blóðgjöfum hér í Blóð- bankanum. Lög og siðfrœði „Hver er lagaleg staða heilbrigðisyfirvalda gagnvart hugsanlegum alnæmissjúklingum hér á landi og gagnkvæmt?“ „Hagsmunir og sjálfsákvörð- unarréttur einstaklingsins og heildarinnar geta vissulega togast á í þessu dæmi. Hér er bæði um lög að ræða og almenna siðfræði. Tillaga liggur fyrir um að alnæmi verði skilgreint í lögum sem kyn- sjúkdómur. Önnur leið hefði ver- ið að skilgreina sjúkdóminn í lögum sem farsótt. Astæðan fyrir því að við óskum eftir að fella sjúkdóminn undir kynsjúkdóma- lög er að erlendis t.d. á Norður- löndunum hefur stundum reynst erfitt að meðhöndla sjúklinga, t.d. fíkniefnaneytendur. Dæmi eru um að þeir neiti að gangast undir meðferð, neiti að taka þátt í varnaraðgerðum gegn frekara smiti og haldi t.d. áfram vændi án þess að hægt sé að koma í veg fyrir það. Að sama skapi skyldar ríkis- valdið sig með lagaákvæðinu til að meðhöndla sjúklinginn hon- um að kostnaðarlausu á besta mögulegan hátt, tryggja honum læknismeðferð og sjúkrahús- rými. Mikilvægt er að allir leggist á eitt til þess að hefta útbreiðslu sjúkdómsins og fylgja þeim ráðum sem heilbrigðisyfirvöld gefa í því skyni. Þannig er einnig hægt að koma í veg fyrir óþarfa hræðslu meðal almennings, sem gæti komið í veg fyrir að sjúk- lingar greinist tímanlega og einn- ig valdið sjúklingum og aðstand- endum þeirra óþægindum og erf- iðleikum.“ -Þs S3ÚKDÓMSFERILL ALNÆMIS 3ÁKVÆÐ BRÁD MÓTEFNA- SMITUN SÝKING MÆLING ÁLNÆMI % LAS ARC I V F0RSTIG ÁN EINKENNA V F0RSTIG MEÐ EINKENNUM 1-2 1-2 VIKUR VIKUR LANGVIMN ALNÆMISSÝKING MÁNUDIR - ÁR LAS: EITLASTÆKKANIR SÉRSTAKLEGA Á HÁLSI 0G í HANDARKRIKUM. ARC (AIDS RELATED C.OMPLEX); L ANGVAR ANDI HIT|, NI DURGANGUR , NÆTURSVITI, ENDURTEKNAR SÝKIMGAR ER SVARA ILLA MED- FERÐ 0C VERULEGT ÞYNGDARTAP. Sunnudagur 27. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Staða forstöðumanns Sundlauga Reykjavíkur í Laugardal er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. janúar 1986. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og íþróttafulltrúi hjá íþrotta- og tómstundaráði Reykjavíkur, Fríkirkju- vegi 11, sími 21769 og 16262. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 5. nóvember 1985. m IAUSAR STÖÐUR HJÁ 111 REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Starfsmaður óskast að Fjölskylduheimili fyrir ung- linga, Búðargerði 9. Um er að ræða vaktavinnu, kvöld nætur og helgar. Reynsla af starfi með unglingum æskileg. Mjög gef- andi og skemtileg vinna. • Starfsmaður í afleysingar. Óregluleg vinna. Upplýsingar veita starfsmenn í síma 81836, eftir kl. 16.00. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 11. nóvember 1985. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: • Verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætl- anagerð fyrir raforkuvirki. • Starfsmann í innheimtustörf (lokunarmann). • Starfsmann í starf gjaldkera og til skrifstofustarfa. Upþlýsingar veitir starfsmannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur í síma 686222. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00. mánudaginn 4. móvember 1985. «gk Auglýsing -J||| frá Fjárveitinga- “““ nefnd Alþingis Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum vegna afgreiðslu fjárlaga 1986 frá 28. okt.-15. nóv. n.k. Beiðnum um viðtöl við nefndina þarf að koma á fram- færi við starfsmann nefndarinnar, Jón R. Pálsson, í síma 1-15-60 eftir hádegi eða skriflega eigi síðar en 9. nóvember n.k. Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum 1986 þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 15. nóvember n.k. ella er óvíst að hægt verði að sinna þeim. Fjárveitinganefnd Alþingis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.