Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 17
„Þú hefur
sigrað
fyrir oss
alla“
Þrjátíu ársíðon Halldór Loxness
hlout bókmenntoverðloun
Nóbels
Þaö var fyrir þrjátíu árum,
fimmtudaginn 27. október 1955,
aö ritari Sænsku akademíunnar
tilkynnti fréttamönnum að Hall-
dór Laxness hefði fengið bók-
menntaverðlaun Nóbels „fyrir lit-
auðug epísk verk, sem hafa
endurnýjað íslenska sagnalist,"
eins og komist var að orði. Hall-
dór var þá staddur í Gautaborg á
heimili Peters Hallberg og hafði
ærinn starfa næstu daga af því
að svara spurningum frétta-
manna. En hann var á leið heim -
kom til Reykjavíkur með Gullfossi
þann fjórða nóvember og var þá
margmenni niðri á höfn að taka á
móti honum - stóðu Bandalag ís-
lenskra listamanna og Alþýðu-
samband íslands fyrir þeim mót-
tökum.
í sjöunda
himni
Það þarf ekki lengi að fletta
blöðum frá þeim tíma til að sjá að
menn eru í sjöunda himni yfir tíð-
indunum, eða kannski þeim átt-
unda. Þjóðviljinn hrópaði um
það á forsíðu að tíðindin væru
„stórsigur fyrir íslenskar nútíma-
bókmenntir, menningu þjóðar-
innar og sjálfstæðisbaráttu."
Tómas Guðmundsson og Gunnar
Gunnarsson, Guðmundur Hag-
alín og Davíð Stefánsson sendu
árnaðaróskir. Guðmundur skáld
Böðvarsson taldi að loksins væri
það böl bætt að Snorri Sturluson
var veginn. Ólafur Jóhann Sig-
urðsson kvaðst lengi hafa vitað
að Halldór ætti Nóbelsverðlaun
skilin, en hann hefði talið líklegt
að Akademían sænska gengi
fram hjá honum eins og mörgum
öðrum góðum mönnum - væri
það fagnaðarefni að hún hefði
tekið upp betri sið. Hann vonaði
að Halldór gerði eitthvað
skynsamlegt við verðlaunin -
keypti sér til dæmis veiðistöng!
Einar Olgeirsson fagnaði því,
að nú vissi allur heimur að ísland
væri annað og meira en amrísk
herstöð og svo því að nú gæti öll
þjóðin sameinast um „að meta til
fulls sitt mesta skáld“.
Kristinn E. Andrésson heilsaði
á Halldór með því að hann hefði
átt köllunina miklu og metið
skylduna við ísland ofar öllu og
„þú hefur reist landið og þjóðina
við með verkum þínum og for-
dæmi þínu.“ Hannibal Valdim-
arsson forseti ASÍ þakkaði Hall-
dóri fyrir að gera íslenska alþýðu-
manninn og íslensku alþýðuícon-
una ódauðleg í verkum sínum í
velkomanda minni. Við sama
tækifæri (þegar Gullfoss lagði að
bryggju 4. nóvember) sagði for-
maður Bandalags íslenskra lista-
manna, Jón Leifs: „Þú hefur sigr-
að fyrir oss alla - einnig þá sem á
eftir koma og fara sömu leið.“
Og Eggert Stefánsson söngvari
sagði í smágrein hér í Þjóðviljan-
um:
„í dag eru allir íslendingar
„nóbel.“ Þeir finna sig göfuga -
þú hefur slegið þá til riddara með
sigri þínum - þeir finna sig allir
riddara í dag.“
Fordómum
rutt úr vegi
Úr fórum Magnúsar Kjartans-
sonar er til úrklippusafn úr
Norðurlandablöðum með frétt-
um, greinum og viðtölum sem
birtust fyrstu dagana eftir að Ak-
ademían hafði fellt sinn úrskurð.
Þessar úrklippur eru úr mörg-
um ólíkum blöðum og er ekki
annað að sjá en að allir séu harla
glaðir yfir niðurstöðunni. Eins
þótt sumir blaðamenn séu
eitthvað ringlaðir yfir því að þessi
íslenski „kommúnisti" hafi feng-
ið verðlaunin og haldi jafnvel að
hann hafi fengið Stalínverð-
launin. Þann misskilning þarf
Halldór oft að leiðrétta þessa
daga (hið sanna var að hann fékk
bókmenntaverðlaun Heimsfrið-
arráðsins á þingi þess í Vínarborg
tveim árum fyrr).
Það voru ekki síst sænskir kol-
legar Halldórs sem voru glaðir:
Moa Martinson, Karl"Vennberg,
Arthur Lundkvist, Olof Lager-
cranz og fleiri.
Þeir komu sumir inn á pólitísk-
ar hliðar þessa máls með þeim
hætti, að þeim hefur bersýnilega
fundist að Akademían sænska
hefði til þessa verið mjög íhalds-
söm í vali sínu og varkár. Það
ágæta skáld Karl Vennberg lýsti
mikilli ánægju sinni yfir verð-
laununum og tiltók tvær ástæður:
Hann væri glaður Halldórs vegna
og vegna þess að veiting til hans
sýndi, að miklir fordómar væru á
undanhaldi- nú ykjust líkur á því
að skáld eins og Pablo Neruda
fengju Nóbelsverðlaunin. Arthur
Lundkvist, sem síðar var kosinn í
Akademíuna og átti sinn þátt í
því að byltingarsinninn Neruda
fengi Nóbelsverðlaun tekur í
sama streng: Eftir leiðinlegt
undanhald fyrir skömmu eins og
Francois Mauriac og Winston
Churchill (sem skömmu áður
höfðu fengið bókmenntaverð-
laun Nóbels) þá eru þessi tíðindi
„gjöf til róttækra manna um allan
heim“.
Nánari skýring á þessu öllu
kemur fram í grein sem Erwin
Leiser skrifaði í Morgontidning-
en um Halldór Laxness og Aka-
demíuna sænsku. Hann sagði á
þá leið að akademían hefði til
þessa ekki reynt að móta stefnu,
ekki haft áræðni til að „hylla
djarfan og nýskapandi höfund
sem enn er um deildur eða ekki
nægilegur gaumur gefinn.“ Hún
hefði látið stjórnast af viðhorfum
sem ríktu utan veggja hennar og
Auður og Halldór Laxness á Nóbelshátíð 1955: Þjóðarsamstaðan var enn í deiglunni.
ekki þorað að hafa áhrif á þróun-
ina.
En nú væri kannski brotið
blað.
Verðlaun og
heimspólitík
Það var jafnvel farið að tengja
þessa verðlaunaveitingu til ís-
Íensks vinstrimanns við Genfar-
fund leiðtoga stórveldanna fyrr á
árinu - en á þeim fundi þótti
mönnum sem stigið væri merki-
legt skref í þá átt að eyða grimmu
andrúmslofti kalda stríðsins.
Fyrrnefndur Leiser var m.a. á
þeim buxum, að hin huglitla Ak-
ademía „teldi sér nú óhætt að
loka augum fyrir róttækni Lax-
ness, sem áður hafi hindrað þá
ákvörðun sem nú hefur verið
tekin“ - einmitt vegna vinahóta
milli austurs og vesturs.
New York Herald Tribune taldi
líka, að sænska akademían hefði
yfirunnið „óbeit sína á vinstri-
hneigðum Mr. Laxness,“ aðeins
vegna batnandi andrúmslofts
milli stórvelda. Franska blaðið
Le Monde fagnaði því fyrir sitt
leyti, að verðlaun til Halldórs
Laxness þýddu, að „rofin er víta-
hringur sem hefur útilokað fram-
sækna rithöfunda" frá Nóbels-
verðlaunum. í sömu grein er tal-
ið, að þeir í akademíunni sem
höfðu mest hugann við „þíðu“ í
samskiptum stórvelda, hafi viljað
finna einhvern sovéskan eða kín-
verskan rithöfund heldur en
Halldór Laxness!
Ýmislegt er undarlegt í þessum
skrifum. Og skal skýrt tekið fram
að það er sjaldgæft að menn efist
um ágæti Halldórs Laxness sem
rithöfundar og útskýri tíðindin
barasta með breytingum á pólit-
ísku andrúmslofti. Engu að síður
er líklegt að þær komi nokkuð við
sögu. Anders Österling, ritari
Akademíunnar, játaði það
reyndar beinlínis í útvarpserindi
um verðlaunin, að viss „andúð“ á
Halldóri hefði verið uppi í Aka-
demíunni af pólitískum ástæðum.
Hann sagði þá:
„Samúð Laxness með marx-
isma hefur í mörgum greinum
leitt til þess, að hann hefur kosið
sér úrelt (anakrónísk) sjónarmið,
sem hafa skekkt dýptina í verkum
hans, og hafa leitt til langra um-
ræðna í Akademíunni um verk
hans.“
Þetta er reyndar merkasti vitn-
isburður (hér er tilvitnunin tekin
úr grein eftir Hans Kirk í Land og
Folk 20. okt. 1955). Hún minnir á
það, að þar var unnið gegn Nó-
belsverðlaunum til Halldórs á
þeim forsendum að hann væri of
róttækur.
Ekki
allir með
Auður Laxness vitnar reyndar
í bókinni „Á Gljúfrasteini“ til
bréfs sem hún fékk frá Halldóri í
maí 1955. Þar hefur hann spurt,
að Akademían sé að ræða um
verðlaunaveitingu til hans „en
unnið væri sterklega á móti mér
af Islands hálfu á stjórnmála-
grundvelli, og litlar líkur á því að
ég fengi nóbelsverðlaun nema ég
breytti um afstöðu í pólitík.“
Vitanlega væri fróðlegt að fá
nánari heimildir um þetta sér-
stæða framlag íslenskra
stjórnmálamanna og diplómata
til að koma í veg fyrir bók-
menntafrægð íslendingi til
handa. Ekki munu þau gögn að-
gengileg, ef að líkum lætur. En
við skulum ekki fara í grafgötur
um það, að það fögnuðu ekki allir
fslendingar þeim tíðindum sem
spurðust út um heiminn fyrir rétt-
um þrjátíu árum. Þeir höfðu vilj-
að heyra aðrar fréttir. Ef til vill
þær að Gunnar Gunnarsson fengi
verðlaunin (Berlingske Tidende
sagði reyndar að „við hér í Dan-
mörku“ vildum gjarna), eða þá
að þeim yrði skipt milli hans og
Halldórs (Guðmundar Hagalín
og Helgi Hjörvar, þáverandi for-
maður Rithöfundafélagsins og
fleiri ýja að þeim möguleika á
þessum dögum í blöðum).
Og það má taka eftir öðru.
Þegar Gullfoss flutti Halldór
Laxness heim þann fjórða nóv-
ember, tóku Bandalag lista-
manna og Alþýðusambandið á
móti honum og þúsundir manna
komu niður á höfn til að taka á
móti skáldi sínu. En eins og segir
frá í frásögn Þjóðviljans af þess-
ari móttökuathöfn: „Hins vegar
skörtuðu opinberir aðilar, forseti
Islands, ríkisstjórnin og bæjar-
stjórn Reykjavíkur með fjarveru
sinni.“
Meiri var reisnin nú ekki. Og er
þetta nokkuð í anda frásagnar
sænsks diplómata sem vann á fs-
landi um þessar mundir (í Dagens
Nyheter): Hann hefur dirfst að
minnast á Sölku Völku í fínu sam-
kvæmi í Reykjavík - og menn
setti hljóða af skelfingu!
Það má vel vera rétt að Nóbels-
verðlaunin hafi átt mikinn þátt í
að skapa þjóðarsamstöðu um
Halldór Laxness. En sú samstaða
var svo sannarlega ekki til orðin
þegar hann steig á land hér í
plássinu eftir mikla frægðarför í
vetrarbyrjun fyrir réttum þrjátíu
árum. Óg sagði þá meðal annars:
„Um leið og ég þakka alþýðu
íslands sem heiðrar mig á þessum
morgni, vil ég gera að mínum
orðum orð skáldsins sem sent
hafði ástmey sinni ljóð: Þakka þú
mér eigi fyrir þessi ljóð; það varst
þú sem gafst mér þau öll...“
Sunnudagur 27. október 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17