Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 9
Hversýning eins og hreingerning rœtt við Björgu Porsteinsóóttur, myndlistarmann sem var að opna sýningu \ Gallerí Borg Björg Þorsteinsdóttir mynd- listarmaður opnaði í vikunni 9. einkasýningu sína í Gallerí Borg með 30 krítarmyndum. Björg hefurtekið þátt ífjölda samsýninga hér heima og er- lendis og fengið viðurkenn- ingu fyrir list sína á íslandi, Frakklandi og á Spáni. Verk hennar eru í opinberri eigu víða um heim. Að þessu sinni sýnirBjörg myndirunnars.l. sumar með svartkrít og litkrít. Þegar blaðamaður heimsótti Björgu á vinnustofuna við Laugaveginn í vikunni gat að líta stórar og glaðlegar myndir, sem voru á leiðinni niður í Gallerí Borg, þar sem þær verða komnar upp á veggi þegar þetta birtist. „Litkrítin er ný aðferð fyrir mig, en svartkrítina hef ég haldið mikið upp á allt frá því ég var í námi. Þessi sýning er að ýmsu leyti ólík fyrri sýningum, en þó finn ég ákveðinn skylduleika við pappírsverkin sem voru á sýning- unni á Kjarvalsstöðum. Maður tjáir sig á mismunandi hátt með mismunandi efni.“ Krystallar og drekar „Eru ákveðin mótíf að baki myndum þínum?“ „Það er alltaf ákveðin hug- mynd eða kveikja að baki, þótt útkoman virðist vera abstrakt og erfitt að greina kveikjuna þegar verkið er fullunnið. En grunn- hugmynd verður að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að þróa verkið. Eg vann lengi með krys- talla í ýmsum myndum, en nú eru það drekarnir, - flugdrekarnir - sem hafa verið myndefni mitt. Formið, hreyfingin, litirnir eru ótæmandi uppspretta.“ „Hvað með nátturuna, - hefur hún ekki veitt þér innblástur?“ „Jú, birtan og náttúran er eitt þýðingamesta forðabúr mynd- listarmannsins. Hins vegar sæki ég ekki mikið í jarðlitina. Er- lendis heyri ég þó oft að litasam- setning mín sé mjög íslensk. Ég nota sterka og tæra liti og ákveðin litasamsetning kemur fram aftur og aftur í verkum mínum. Ég held að sérhver einstaklingur hafi meðfæddan litaskala, sem hann sækir aftur og aftur í hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Þennan litaskala er hægt að þroska og rækta á sama hátt og aðra eiginleika.“ Samsvörun og sjólfstœði „Ertu með margar myndir undir í einu, þegar þú ert að vinna?“ „Stundum. Ég legg myndir oft til hliðar og tek þær svo aftur fram eftir nokkurn tíma. Þá bæti ég kannski við þær. Stundum eyðileggur maður myndir með því að hætta ekki við þær á réttu augnabliki.“ „Hvað gerirðu þá, - byrjarðu aftur á sömu myndinni?“ „Þegar ég vinn með krít og pappír, geri ég það sjaldnast. Mynd verður aldrei alveg eins tvisvar - þetta er allt einhver þró- un. Ég finn ákveðna samsvörun í þeim myndum sem ég vinn á hverjum tíma, en um leið er hver og ein sjálfstæð, hefur eigið líf og lögmál.“ Vinnustofa Bjargar er mjög rúmgóð og birta á báða vegu, en af Laugaveginum heyrist umferð- argnýr og bílflaut. Ég spyr hvort það sé ekki truflandi að vinna við hávaðann. „Ég er farin að venjast þessu. í rauninni er ágætt að finna fyrir iðandi mannlífi í kringum sig, þegar maður er einn að vinna. Það er verst um helgar þegar mik- ill hávaði er í skellinöðrunum.“ „Er ekkert einmanalegt að hafa enga samstarfsmenn, - mála einn ailan daginn?“ „Jú, en maður verður að vera einn við slíka vinnu. Auðvitað hefur maður alltaf einhvern sam- starfsmann en þörfin fyrir að vera einn er þýðingarmeiri í þessari vinnu en þörfin fyrir félagsskap." Happdrœtti „Hvernig er að iifa af myndlist á Islandi?" „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig. Ég hef undanfarin ár haft aðra vinnu með myndlistinni þangað til í fyrra. Ég sá um Lista- safn Ásgríms Jónssonar, en fékk launalaust ársleyfi og mér hefur gengið allvel að lifa af myndlist- inni þetta ár. Ég ætla því að reyna það annað ár til viðbótar. Það er í rauninni munaður að stunda myndlist á fslandi og algjört happdrætti. Það er ekki nóg að mála, maður verður líka að selja. Efniskostnaðurinn er svo mikill; miklu meiri en fólk almennt gerir sér ljóst. Og þegar að kreppir í þjóðfélaginu, er hætt við að al- menningur neiti sér um „munað“ eins og myndverk.“ „Er ekkert erfitt að skipuleggja tímann þegar maður er sjálfs sín herra og enginn til að reka á eftir?“ „Það gefur manni aðhald að hafa sýningu að stefna að. Hver sýning er nýtt skref, maður rær á ný mið og það fylgir ákveðin spenna hverri nýrri sýningu. Maður fær svörun og viðbrögð við verkefni sem maður hefur verið meira eða minna enn að glíma við og skoða.“ „Skipta viðbrögð við sýningum þínum þig miklu máli?“ „Bæði og. Maður hefur sína eigin dómgreind og hún verður að vera leiðarljósið. En auðvitað á maður vini sem maður tekur mark á. Mínir bestu gagnrýnend- ur eru oft myndlistamenn, sem koma til mín á vinnustofuna og segja mér hvað þeim finnst. Mér finnst líka gaman að fá viðbrögð fólks sem kemur „af götunni" inn á sýningu hjá mér. En það breytir ekki mínu eigin mati. Heldur ekki gagnrýnendur. Það fer ekki hjá því að skoðanir þeirra vega þungt í litlu samfélagi eins og hér. Huglægt mat segir oftast mest um þann sem setur það fram og það er erfitt að segja hvort það er rangt eða rétt.“ Sama menntun og markmið „Finnst þér myndlistargagn- „Gagnrýnendur fjalla á annan hátt um verk kvenna en karla,“ segir Björg Þorsteinsdóttir. rýnendur fjalla öðru vísi um verk kvenna en karla?“ „Já, ég er ekki frá því. Það er einkennilegt því sjálf hef ég ekki fundið þennan mun á kynjunum. Við setjum okkur sömu markmið sem listamenn og göngum í sömu skólana. Konum hefur fjölgað mikið á sviði myndlistar eins og sást best t.d. á sýningunni á Kjarvalsstöð- um. Konur eru ólíkar innbyrðis og tjá sig á mjög mismundandi hátt rétt eins og karlmenn. Fólk túlkar sína eigin mann- gerð, sinn eigin persónuleika í myndlist og það eru gæðin sem skipta máli, ekki kynið. Við vilj- um láta fjalla um okkur sem ein- staklinga, en ekki sem hóp. Okk- ur konum í myndlist finnst gagn- rýnendur hafa meiri tilhneigingu til að blása upp stóra listamenn úr röðum karla. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að flestir mynd- listargagnrýnendur eru karl- menn.“ „Og að lokum, nú þegar þú ert búin að opna þessa sýningu, byrj- ar þú þá á einhverju enn nýju?“ „Það er ekki gott að segja. Hver sýning er eins og hreingern- ing; maður skoðar hvar maður stendur, gerir hreint fyrir sínum dyrum. Endurmetur sjálfan sig og verkin í nálægð gesta og gang- andi. Maður lærir mikið af að sýna og sjá verkin saman á einum stað. Eg hef aldrei sýnt í Gallerí Borg áður, en mér finnst galleríið hæfilega stórt fyrir þessi verk, og mjög vel í sveit sett. Það fer mikil orka í hverja sýn- ingu og oftast verður dálítið spennufall hjá manni fyrst á eftir. En ég hlakka til að takast á við ný verkefni þegar þessi sýning er á enda.“ Og við þökkum Björgu fyrir kaffisopann og spjallið og bíðum eftir að sjá verk hennar uppá vegg við Austurvöllinn. Sýningin í Gallerí Borg var opnuð s.l. fimmtudag, en hún verður opin virka daga frá 12.00 til 18.00 og frá 14.00 til 18.00 um helgar fram til 5 nóvember. ÞS ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 GM □PEL n ISUZU VETRARSKOÐUN -1985 Gildistími 10. okt. - 1. des. 1. Mótorþvottur 2. Viftureim athuguð 3. Hleðsla og rafgeymir mæld 4. Rafgeymasambönd hreinsuð 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensínsíu 9. Mótor- stilling 10. Kælikerfi athugaðH. Frostþol mælt12.Ljós yfirfarin og stillt 13. Rúðuþurrkur athugaðar- settur á frostvari 14. Hemlar reyndir 15. Bifreið smurð og skipt um olíu á vél. VERÐ: (m/söluskatti) 4 cyl. kr. 2.598,- 6 cyl. kr. 3.352,- 8 cyl. kr. 3.882,- INNIFALIÐ I VERÐI: Vinna Kerti Platínur Bensínsía Frostvari fyrir rúðusprautu Bifreið smurð og olía á vél BiLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.