Þjóðviljinn - 27.10.1985, Blaðsíða 7
BSRB
Baráttutœkin þurfa að bíta
Þing BSRB sem lýkur í dag hefur
veriö mikið ólguþing og markar
e.t.v. tímamót í sögu bandalags-
ins. Því má um margt líkja viö
þingið sem haldið var fyrir 25
árum, þegar nýir menn og nýjar
hugmyndir urðu ríkjandi og mót-
uðu stefnuna. Óvissa hefur ríkt
um margt. Menn hafa spurt sig
um framtíð BSRB og tilgang þess
sem tækis í kjarabaráttu. Nýjar
hugmyndir hafa komið upp á yfir-
borðið og nýtt fólk er í málsvari
fyrirnýjarhugmyndir. Konurhafa
sett svip sinn á þingið og deilu-
málinhafaverið áberandi, kenn-
aramálið og endalok verkfallsins
fyrirári síðan. Og ekki erséðfyrir
endann á þeim átökum sem átt
hafa sér stað á milli ólíkra hópa
fólks með ólíkar hugmyndir um
verkalýðsbaráttu.
Óvissuþáttur
Kennarar og hugsanleg út-
ganga þeirra úr bandalaginu réð
miklu um gang mála á þinginu.
Stjórn KÍ og fulltrúaráð hefur
staðið í stappi við stjórn BSRB
um úrslit allsherjaratkvæða-
greiðslu sem fram fór meðal
kennara í vor. BSRB telur að
ekki hafi íengist nægilegur meiri-
hluti fyrir útgöngu, KÍ er á öðru
máli. Lögfróða menn greinir
einnig á um þetta mál. Ljóst var
strax í upphafi þings að stjórn
BSRB myndi freista þess að þing-
ið sem löggjafarvald samtakanna
staðfesti úrskurð hennar um veru
KÍ í BSRB. Það kom og á daginn
að mikill meirihluti þingfulltrúa
var á sama máli og stjórnin.
Hvernig KÍ mun bregðast við
þeim úrskurði skýrist á næstu
dögum eða vikum, en haft er eftir
Valgeiri Gestssyni formanni KÍ
að við þetta muni hann líta svo á,
að KÍ verði áfram í BSRB, að
bandalagið hafi með þessu þving-
að kennara til áframhaldandi
veru. Og talsmenn útgöngu hafa
gefið í skyn að þar með hafi þing-
ið stefnt samstarfi KÍ og BSRB í
voða. Stjórnarfundur KI á mánu-
daginn mun fjalla um málið og
eftir það ætti að verða ljóst hvert
framhald þessa mikla deilumáls
verður.
Fyrirhuguð úrsögn KÍ, út-
ganga fréttamanna útvarps og
flótti tæknimanna úr BSRB
ásamt takmörkuðum árangri
samtakanna í kjarabaráttu hafa
vakið upp ýmsar spurningar um
BSRB sem baráttutæki í verka-
lýðsbaráttu, enda hafa skipulags-
mál þess verið í brennidepli á
þessu þingi. Þorsteinn Óskarsson
símvirki kom strax á fyrsta degi
með tillögu um lagabreytingu
þess efnis að opnaður verði
möguleiki fyrir starfshópa að
mynda með sér starfsgreinafélög
innan BSRB. Tillagan er lögð
fram í þeim tilgangi að sögn Þor-
steins að hindra frekari flótta úr
bandalaginu, einkum tækni-
manna. Upp úr þessu spunnust
fjörugar umræður um skipulags-
mál bandalagsins.
Nýtt BSRB?
Flestir, og þ.á m. sjálfur for-
maðurinn Kristján Thorlacius,
eru sammála um að breytinga sé
þörf á skipulagi BSRB. Menn
greinir meira á um hverju t.d.
þessi tillaga Þorsteins muni í
reynd breyta, sumir segja harla
litlu, aðrir sjá fyrir sér uppstokk-
un og nýtt BSRB. Ljóst er að á
komandi mánuðum mun fara
fram lífleg umræða í hreyfingunni
um hvernig haga ber skipu-
lagsmálum. Víst er að BSRB sem
hreyfing býr yfir geysilegum
krafti eins og berlega kom í ljós í
verkfallinu í fyrrahaust. Spurn-
FRÉTTASKÝRING
ingin er aðeins hvernig hann
verður leystur úr læðingi.
Ögmundur Jónasson sagði í
ræðu á þinginu: „Samtök eru
Svipmynd af þinginu. Ljósm. Sig.
ekki markmið heldur tæki, bar-
áttutæki. Það þarf jafnan að sjá
til þess að það bíti vel.” Ögmund-
ur segir jafnframt: „Það er ekkert
eitt skipulag sem er rétt, verka-
lýðshreyfingin verður sífellt að
laga sig að breyttum aðstæðum
svo hún geti virkjað baráttuand-
ann. Hann hefur verið mestur hjá
konum á síðustu misserum, en
hefur hins vegar ekki verið nýttur
sem skyldi í verkalýðshreyfing-
unni.”
Skipulagsmál eru umfangs-
meiri en svo að þau verði af-
greidd á einu Jpingi. Stefnt er að
aukaþingi í byrjun næsta árs, sem
fjalla mun sérstaklega um skipu-
lag BSRB.
Kraftur í konum
Konur eru í meirihluta í
BSRB. Þær hafa hins vegar ekki
verið áberandi í stjórnum og
nefndum í bandalaginu, a.m.k.
minna en tilefni er til. Þær gerðu
sig þó gildandi í verkfallinu í
fyrrahaust, og það er mál manna
að þær hafi, ásamt hinni svo-
nefndu „grasrót”, stjórnað að-
gerðum og verið leiðandi í barátt-
unni gegn ósvífnu rikisvaldi.
Guðrún Árnadóttir og Sigurveig
Sigurðardóttir voru þar í forystu,
og við upphaf þingsins var rætt
um að fá aðra þeirra til að bjóða
sig fram til annars varaformanns.
Þær höfnuðu því, en yfirtóku þess
í stað kjörnefnd, sem verið hefur
óbreytt að heita má um langan
tíma. Leitað hefur verið með log-
andi ljósi að konu í stöðu annars
varaformanns, en þegar þetta er
skrifað hefur ekkert skýrst í þeim
efnum. Ljóst er þó að mikill og
víðtækur vilji er fyrir því meðal
fulltrúa að kona skipi a.m.k. sæti
fyrsta eða annars varaformanns.
„Krafturinn liggur hjá konum.
Þær eru ekki bara í launabaráttu,
þær eru að berjast fyrir
mannréttindum. Þeim hefur ver-
ið misboðið sem manneskjum,”
sagði viðmælandi Þjóðviljans á
þinginu í vikunni.
Valdabarátta
- nýtt fólk?
Stjórnarkjör fer fram í dag.
Kjörnefnd, sem eins og áður
segir er skipuð konum í meiri-
hluta, hefur átt erfitt um vik. Þar
kemur margt til en stærstan þátt í
því á óvissan um afgreiðslu kenn-
aramálsins. Kennarar hafa einatt
verið áhrifamiklir í BSRB, þeir
hafa átt þrjá fulltrúa í stjórn og
hafa gert ótvírætt tilkall til annars
varaformanns. Stjórnarmenn
hafa ekki viljað taka afstöðu til
þess hvort þeir gefa kost á sér fyrr
en afgreiðslu þess hefur verið
lokið, og ónefndir stjórnarmenn
hafa sagt í viðtali við Þjóðviljann
að þeir hefðu sagt tafarlaust af sér
ef úrskurður stjórnar í kennara-
málinu hefði ekki verið staðfest-
ur á þinginu. Athygli vekur að
Ögmundur Jónasson sem hefur
verið atkvæðamikill í baráttu
samtakanna, ákvað að gefa ekki
kost á sér aftur. Líklegt er að
Kristján Thorlacius muni verða
endurkjörinn formaður, en hann
hefur nú gegnt því embætti í
aldarfjórðung. Albert Kristins-
son og Haraldur Hannesson
munu ætla að kljást um fyrsta
varaformann. Allt var óvíst í gær
um það hverjir hyggja á kjör til
annars varaformanns, í stað Har-
aldar Steinþórssonar. Hvort
kona verður í slagnum eða hvort
ný andlit munu koma fram á sjón-
arsviðið verður ekki upplýst fyrr
en í dag, þegar 33. þinginu lýkur.
-gg
LEIÐARI
Hreyfingin taki afstöðu
í dag lýkur BSRB-þingi sem hefur veriö
sögulegt um marga hluti. Sú gerjun sem oröið
hefur í þjóðfélaginu undanfarin misseri hefur
nokkuö sagt til sín á þinginu. Þar hefur og
komið í Ijós aö fólk er ekki ánægt meö árangur-
inn af baráttu verklýðssamtakanna síöustu
misseri, - og hugsanlegur skilnaöur kennara
viö heildarsamtökin hefur hvílt eins og skuggi
yfir þinginu.
Af þinginu mátti einnig finna þann ilm gras-
rótar sem blómstraði í BSRB verkfallinu í fyrra-
haust og konur á þinginu áttu greinilega mögu-
leika á að komast til verulegra áhrifa. Hins
vegar virtist skorta verulega á aö konur taki aö
sér þau forystuhlutverk í stéttarsamtökunum
sem þeim ber og þær hafa rétt á.
Á BSRB-þinginu kom fram sú hugmynd að
halda áfram umræðu um skipulagsmál og
efna til sérstaks aukaþings í marsmánuði um
þau. Þessar hugmyndir um nýtt skipulag er
meðal þess sem fólk veltir fyrir sér til aö styrkja
þessi heildarsamtök, sem háð hafa marga
hildi að undanförnu, búið við fjandsamlegt
ríkisvald og frjálshyggju sem beinist beinlínis
gegn opinberum starfsmönnum, átt við innri
erfiðleika að etja eftir verkfallið.
Segja má að á þinginu hafi ýmsar hugmynd-
ir verið reifaðar og ákveðnar til að styrkja stöðu
BSRB í náinni framtíð í Ijósi þess sem gerst
hefur síðustu misseri. Þannig var einnig sam-
þykkt á þinginu ályktun um skipan upplýsinga
og fræðslumála sem miðar að meiri virkni fé-
lagsmanna.
Þar eru markmið fræðslu og upplýsinga-
starfs þannig skýrgreind: að koma upplýsing-
um frá stjórn samtakanna og hinum ýmsu
stofnunum þeirra á framfæri við félagsmenn, -
að miðla upplýsingum milli aðildarfélaga og
efla skoðanaskipti innan samtakanna, - að
örva félagsmenn til virkrar þátttöku í félags-
starfi á vettvangi samtaka sinna og þá um leið
að vera þeim hvatning til þátttöku í umræðum
um þjóðmál, - að reka áróður opinberlega fyrir
stefnu samtakanna, - að efla menningarstarf-
semi meðal félagsmanna og koma á framfæri
upplýsingum er varða hagsmuni þeirra.
Þessi dæmi sýna að BSRB hefur fullan hug
á að styrkja innviði sína og stöðu útávið. BSRB
eins og önnur samtök launafólks verða að
hasla sér stærri völl í almennri þjóðmála-
umræðu og taka afstöðu til mála sem skipta
launafólk máli. Og einmitt það sýnist vera nið-
urstaðan á BSRB-þingi, þar sem fjölmargar
ályktanir hafa verið samþykktar um mál sem
varða launafólk; t.d. um skattamál, húsnæðis-
mál og neytendamál.
Þó hrikti víða í BSRB, þar sem mörg ólík
stéttarfélög eiga aðild, fer þó hitt ekki milli
mála, að vilji til samstöðu er mjög mikill. Einnig
útávið. Og BSRB-þingið samþykkti t.d. stuðn-
ingsályktun með flugfreyjum sem fengu yfir
sig gerræðislega lagasetningu meðan á þing-
inu stóð. Það er einnig von allra að BSRB
styrkist og eflist sem baráttutæki og heildar-
stamtök. Ögmundur Jónasson þingfulltrúi á
BSRB-þingi sagði í spjalli við Þjóðviljann:
„Verkalýðshreyfingin þarf ekki bara að kunna
að reikna, hún þarf líka að taka afstöðu, - með
launamanninum og reka harðan áróður fyrir
henni. Síðan þegar á hólminn er komið, má
hún ekki tvístíga, - verkalýðshreyfingin á ekki
að óttast eigin sigur”. -óg
Sunnudagur 27. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7