Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 2
A Utideild í Kópavogi Óskar aö ráöa starfsmann í hálfa stöðu. Starfiö er fjölbreytt meö sveigjanlegum vinnutíma, reynsla og eöa menntun tengd unglingastarfi æskileg. Umsóknarfrestur til 12. nóvember nk. Upplýsingar eru veittar á Félagsmálastofnun í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs Til sölu Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiðar: vegna vélamiö- stöðvar Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurhafnar. 1. Volvo vörubifreið 22 tonna árg '1974. 2. Scania vörubifreið 22 tonna árg '1971. 3. Mersedez Benz 609 sendibifreið árg '1974. 4. Mersedez Benz 608 vörubifreiö meö 6 manna húsi árg '1974. 5. V.W. sendibifreið (rúgbrauð), árg '1978. 6. V.W. sendibifreið (rúgbrauð) árg. 1978. 7. Hino vörubifreið m/6 manna húsi árg '1980. 8. Hino vörubifreið m/6 manna húsi árg '1980. 9. Layland vörubifreið m/6 manna húsi árg '1978. Bifreiðarnar verða til sýnis í Porti Vélamiðstöðvar Skúlatúni 1. mánudaginn 4. nóv. og þriðjudaginn 5. nóv. n.k. kl. 08-16. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3. miðvikudaginn 6. nóv. nk. kl. 14. e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 PÓST- SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Verkamenn við lagningu jarðsíma á stór-Reykjavíkursvæðið. Nán- ari upplýsingar ve ða veittar í síma 26000. IÐNSKOUNN I REYKJAVIK Tölvunámskeið í Appleworks fyrir iðnaðarmenn verður haldið í Iðnskólanum í Reykjavík og hefst í nóvember. Námskeiðið er 20 klukkustundir. Kennd verður notkun á Appleworksforritinu sem er: a) ritvinnsla b) gagnagrunnur c) töflureiknir Námskeið I verður miðvikudaga kl. 20:00-22:00 og laugardaga kl. 15:00-17:00. Námskeið II verður þriðjudaga kl. 20:00-22:00 og fimmtudaga kl. 20:00-22:00. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember nk. Upplýsingar og innritun er á skrifstofu skólans, sem er opin kl. 9:30-15:00, sími 26240. Iðnskólinn í Reykjavík FOLKAFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. yUMFERÐAR RÁÐ _________^ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN I Laugardagur 2. nóvember 1985 FRETTIR kjallara Norræna hússins stendur yfir sýning á verkum 42 listamanna Form Island. Sýningin er fyrsta stóra yfir- litssýningin af þesu tagi sem skipulögð er til sýningar erlendis og var sett upp í þremur borgum, í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Færeyjum. Á sýningunni eru alls 200 munir, og hvílir þungamiðja hennar á listiðninni, leirlist, glerlist, gull- og silfursmíði. Sýningin hefur hvarvetna hlotið bestu dóma og góða aðsókn en um helgina eru síðustu forvöð að sjá Form ísland því sýningunni lýkur um helgina. Ljósm. Sig. Skólastarf Gmnnskólar opnir í dag Starfað samkvœmt stundaskrá mánudags íflestum skólum landsins. Tilgangurinn sá að kynna starfnemenda og kennara og aðbúnað allan Idag laugardaginn 2. nóvember fer fram sérstök kynning á því starfi sem unnið er í grunnskólum landsins. Er kynningardagurinn haldinn að frumkvæði Kennara- sambands íslands með stuðningi menntamálaráðuneytisins og er tilgangurinn að kynna skólastarf- ið, starf nemenda og kennara og allan aðbúnað. I flestum grunn- skólum úti á iandi er laugardag- urinn valinn til þess arna svo og í Kvennasmiðju lokað 18. þús gestir AJIs komu um 18 þúsund manns í Kvennasmiðjuna í Seðla- bankanum, sem opin var í viku, frá 24.-31. okt. Er það um helmingi fleira en gert hafði verið ráð fyrir, en þess má geta að um helmingur gesta var á skólaaldri og greiddi því ekki aðgangseyri. Er það mál manna að smiðjan hafi tekist með miklum ágætum og sýnt vel fram- lag kvenna til atvinnulífs þjóðar- innar og menningar. Fram- kvæmdastjóri Kvennasmiðjunn- ar var Ragnheiður Harvey. allmörgum skólum í Reykjavík en nokkrir skólar völdu þann kost að kynna starf sitt mánudaginn 4. nóvember. í þeim skólum sem kynna starf- semina í dag er því kennt sam- kvæmt mánudags stundaskrá en kennsla felld niður í staðinn næsta mánudag. Þess má og geta að Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar að Laugavegi 166 er opin í dag frá kl. 11 til 15 og allir velkomnir þangað. Flestir skólar starfa samkvæmt stundaskrá í Reykjavík í dag. Grunnskólar Kópavogs verða með kynningu á sínu starfi á mánudag. - v vi mu efni, nei takk! MENNTerMATTUR kynningardagur í skólum NÓVEMBER 1985 Merki sem Lionshreyfingin hefur látið útbúa Vímuefnavarnir Ráðstefna á vegum Lion Lionshreyfíngin á íslandi efnir til ráðstefnu í dag um varnir gegn ofnotkun vímuefna í Kirkjuhvoli, Safnaðarheimilinu í Garðabæ. Hefst hún kl. 8.30 en lýkur um kl. 18.00. Fulltrúar frá öllum Lions- klúbbum á landinu sitja ráð- stefnuna og fjalla um málið auk sérfróðra manna er flytja munu erindi. Akureyri Verkfall hjá Einingu? Rœtt um helgina hvort beita á verkfallsvopninu íbónusviðrœðum. Þóra Hjaltadóttir: Höldumfast við kröfu umfastálagfyriralla Það er nokkurs konar biðstaða í samningamálum okkar eins og stendur og það verður rætt á fundi með fískverkunarfólki á sunnudaginn hvort rétt er að beita verkfallsvopninu í deilunni. Við höfum sagt það við fiskverk- endur að við séum ekki til við- ræðu um annað en fast álag fyrir alla, sagði Þóra Hjaltadóttir í samtali við Þjóðviljann í gær, en hún er í samninganefnd Einingar á Akureyri í viðræðum við fisk- verkendur um bónusmál físk- verkunarfólks. Að sögn Þóru gerðu fiskverk- endur Einingu gagntilboð á mið- vikudaginn en því var hafnað. Fiskverkendur frestuðu þá við- ræðum, en næsti samningafundur er boðaður strax eftir helgi. „Þetta er allt í gerjun og við vitum ekki fyrr á sunnudaginn hvort vilji er fyrir því hjá fólkinu að fara út í þrýstiaðgerðir, það verður að ákveða það sjálft. Það vantar stöðugt fólk í fiskvinnsl- una hér fyrir norðan sem annars staðar og fiskverkendur gera sér ljóst að grípa verður til einhverra aðgerða til að fá fólk til starfa," sagði Þóra. Eining krefst þess að greitt verði um 40 króna fast álag til allra sem vinna í fiskvinnslu. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.