Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 9
MENNING Gersemar safnarans Sýning á Kjarvalsverkum í eigu Þorvaldar Guðmundssonar Þegar menn ganga um sali Kjarvalsstaða og virða fyrir sér afmælissýningu Jóhannesar S. Kjarvals, verður þeim ljóst hve stór hluti verka hans er jafnan hulinn sjónum almennings. Stór og smá einkasöfn út um allt land skarta verkum hans og varla er sá maður með mönnum sem ekki á eitt eða tvö Kjarvalsverk. Að eiga verk eftir meistara Kjarval hefur löngum verið talið bera vott um trygga stöðu manna í samfélaginu og er þá jafnan átt við málverk, einkum stórar Þing- vallamyndir. Goðsögnin um stöðutáknið er auðvitað ekki í neinu samræmi við markaðsgengi, enda fara ís- lenskar goðsögur sjaldan eftir kauphallatíðindum. Staðreyndin er nefnilega sú, að tiltölulega auðvelt er að ná sér í Kjarvals- verk, enda var listamðaurinn með eindæmum afkastamikill og annaði vel þeirri eftirspurn sem var eftir verkum hans. Þótt ekki eigi allir fslendingar Kjar- valsmálverk, er næsta víst að þeir, sem ekki geta án slíkra verka verið, hafa mikla mögu- leika á að eignast a.m.k. eitt stykki, kunni þeir að bera sig eftir björginni. Það er spurning hvort ekki megi vísitölubinda Kjarval, líkt og sjónvarp eða bifreið. Slíkt gæti e.t.v. hækkað risið á ís- lenskri menningu um nokkur prósentustig. En þótt mörg einkasöfn skarti fínum Kjarvalsverkum, geta fáir státað sig af annarri eins fjöld og Þorvaldur Guðmundsson. Á sýn- ingunni í Háholti í Hafnarfirði, eru hvorki meira né minna en 152 verk, öll í eigu þessa ötula safn- ara. Meðal þessara verka er að finn stærstu mynd Kjarvals, sem hann málaði á veggfóður vinnu- stofu sinnar í Austurstræti á árun- um 1929-36 og kallaði „Lífs- hlaupið”. Þótt Tolli í Sfld og fisk hefði ekkert annað gert en bjarga þessu 17 metra langa verki frá glötun, hefði það nægt til að halda nafni hans á lofti. HAUSTHEIMAR STEFAN SIGURKARLSSON j „Haustheimar" Stefáns Sigur- karlssonar. Kápumynd: Sigur- borg Stefánsdóttir. Ljóð Haustheimar Haustheimar heitir ný Ijóðabók eftir Stefán Sigurkarlsson lyfsala á Akranesi, og er þetta fyrsta bók höfundar. Stefán er fæddur 1930 og hefur verið kennari við Menntaskólann í Reykjavík, lyfjafræðingur og lyfsali í Reykjavík, í Stykkis- hólmi og á Ákranesi. Hörpuútgáfan á Akranesi gef- ur út. Safn Þorvaldar er mikið að vöxtum og ótrúlega fjölþætt. Þar má finna myndir frá öllum tíma- bilum í list Kjarvals. Þó er sýning- in í Háholti ekki tæmandi úttekt á einkasafninu, því myndirnar á HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf Hótel Holti eru enn á sínum stað. Það er reyndar með herkjum að safn Þorvaldar kemst inn í sýn- ingarsalinn í Hafnarfirði. Mynd- irnar sitja alltof þétt á veggjum og skilrúmum, stundum svo að þær kæfa hver aðra. Þetta er mikil synd, því margar þessara mynda krefjast olnbogarýmis og sumar njóta sín alls ekki í svona kraðaki. Helmingi stærri sal hefði þurft undir þetta risastóra einka- safn. Samt sem áður verður að telja þetta framtak Tolla lofsvert, því fáar þessara mynda hafa sést op- inberlega og varpa margar hverj- ar ljósi á ýmis áður hulin atriði í list Kjarvals. Að vísu eru þrjú eða fjögur verk á sýningunni í Há- holti, sem betur hefðu fengið að hanga í friði þar til gengið hefði verið úr skugga um að þau séu ófölsuð. Það er ávallt hið mesta leiðindamál þegar sá kvittur kemst á kreik að málverk séu ekki frá hendi þess sem skrifaður er fyrir þeim. Því er besta ráðið við slíku tilfelli, að ganga ræki- lega úr skugga um að hvergi sé maðkur í mysu, áður en verkin eru höfð til sýnis. HBR % m Wfim Óveðurskráka, olía á krossvið, Ifavandi Vesturgötu f, stmi 17445 HÍHmi ^ÖLUBOÐ LENI Salernispappír 8 rúllur í pk LENI Eldhúsrúllur 4 rúllur í pk Gullkorn 325 gr NORDTEND Sjampó: 200 ml Kremkex Með súkkulaði Hunangskex Kartöfluskrúfur venjulegar með papriku með salti og pipar Sveppasúpa Tómatsúpa é * Appelsínur %jsW Aspassúpa, Grænmetissúpa Tómatsúpa, Sveppasúpa Lauksúpa, Kjúklingasúpa Kjúklingarjómasúpa ...vöruveró í lágmarki s*Mv»«osOtuaoONn n

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.