Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Næstkomandi fimmtudag hefst mikilvægur landsfundur Alþýðubandalagsins. Til hans munu koma hátt á þriðja hundrað sósíalistar allsstaðar af landinu, undirbúningur hef- ur víða verið lengi i gangi, og miklar væntingar eru tengdar fundinum. Á vissan hátt er þessi landsfundur mikilvægari en ýmsir hinna fyrri, því að- stæður, bæði utan flokks og innan, knýja á um að flokkur- inn skilgreini stöðu sína ítar- lega og nái að koma útúr fund- inum sameinaður um beittari stefnu og hnitmiðaðri starfs- áætlun en áður. Eina hjólið Fundurinn verður haldinn við aðstæður sem má segja að mark- ist fyrst og fremst af tveimur meg- inþáttum. Annars vegar er ljóst, að á vettvangi hinna hefðbundnu stjórnmála er flokkurinn enn sem fyrr í rauninni eina skjól vinstri sinnaðs fólks. Hann hefur líka, einn flokka, gert sér grein fyrir þeim mikla vanda sem íslenskt at- vinnulíf er í og hafið stefnumótun sem miðast að nýrri sókn í at- vinnulífinu, þar sem fjármagni er beitt til að byggja upp nýjar Svipmynd frá síðasta landsfundi Alþýðubandalagsins 1983. Þetta er útbreitt - en alrangt - viðhorf. Það er algerlega fráleitt að láta þannig skeika að sköpuðu. Skipulegurflokkur sem temur sér markvissa starfshætti reynir auðvitað að breyta hlutun- um. Hann hannar atburðarás sem miðast að því að koma flokknum og stefnu hans á fram- færi við ungt fólk. Félagi okkar Neil Kinnock og Verkamannaflokkurinn í Bret- landi áttu fyrir nokkru við ná- kvæmlega sama vanda að stríða. Flokkurinn var í lágmarki meðal unga fólksins, meðan Margrét Thatcher hafði hins vegar drjúg- an stokk fylgis á meðal nýrra kjósenda. Verkamannaflokkur- inn sat hins vegar ekki með hend- ur í skauti og röflaði um forsjón- ina. Þess í stað var þriggja manna hóp hrint af stokkunum. Hann samanstóð af ritstjóra unglinga- blaðsins The Face, Paul Weller, frægum poppguð og vinstri gaur í Bretlandi (var í The Jam), ásamt ungum fjölmiðlafræðingi. Þau hönnuðu atburðarás, þar sem tekið var mið af þeirri stað- reynd, að ungt fólk er sá markhópur í þjóðfélaginu sem auðveldast er að nálgast, því það er flest hnappað sarnan í stórar einingar (skóla). Árangurinn? Eftir ár eða svo var Verkamann- í tilefni landsfundar í lýðrœðislegumflokki er nauðsyn á hreinskilnum skoðanaskiptum. Annars bíður ekkert nema stöðnun greinar og til að blása lífi nýrrar tækni í þær gömlu. Sömuleiðis er það ljóst, að jarðvegurinn ætti að vera frjór fyrir markvissa vinstri sókn, því ríkisstjórnin hefur sýnt það og sannað að hún er getulaus og skilningur á því vex sem óðast manna á meðal. Hinar ytri að- stæður eru því þannig, að flokk- urinn ætti að hafa lag til sóknar. Á hinn bóginn er það líka staðreynd, að flokkurinn hefur ekki getað nýtt sér þessar ytri að- stæður sem skyldi, eins og skoð- anakannanir hafa gefið endur- teknar vísbendingar um. Að varpa þeim vísbendingum hugs- unarlaust frá sér er auðvitað frá- leitt. Innan Alþýðubandalagsins hafa líka kviknað efasemdir um stefnu og starfshætti, og ýmsir spyrja sjálfa sig hvort flokkurinn hafi aðlagast nægilega breyttum aðstæðum, hvort hann sé nægi- lega ferskur og móttækilegur fyrir nýjum hugmyndum. Fræg er sú niðurstaða „mæðranefndar” að flokkurinn sé allt í senn: leiðinlegur, staðnaður og ólýð- ræðislegur. Einlægni í þessari umræðu er mikill þungi, - og víðast ntikil einlægni. Hún fer einkum fram á meðal yngra fólks í flokknum, sem Sig- hvatur Björgvinsson kallaði lýð- ræðiskynslóðina í útvarpsum- ræðu á fimmtudaginn, og, einsog kom best í ljós á miðstjórnarf- undinum síðasta, þá einskorðast hún fráleitt við suðvesturhornið eitt. Þetta fólk bindur miklar vonir við að á landsfundinum ná- ist fram viðhorfsbreyting, að menn geri sér þar ljóst að það er brýn nauðsyn á stórbættum vinn- ubrögðum og mjög breyttum stíl og ekki síst á því að stórefla pólit- íska umræðu í flokknum. Ein- ungis þannig er hægt að hvessa stefnuna, og endurnýja hinar hugmyndafræðilegu vopnabirgð- ir en Álþýðubandalagið þarfnast hvors tveggja sárlega um þessar mundir. Það er eins gott að fólk átti sig á því að menn hafa ekki staðið í erfiðri umræðu sem oft reynir mjög á tilfinningar og sál- arþrek nema til þess að fá eitthvað út úr henni. Margt af yngra fólki sem á liðnum árum hefur komið til liðs við Alþýðu- bandalagið bindur því miklar vonir við landsfundinn og menn skulu hafa hugfast að niðurstöður hans munu ráða miklu um hvort það kýs að taka áfram þátt í pólit- ísku starfi. Á landsfundi hafa menn tæki- færi til að sýna vilja til að samein- ast um úrbætur. Frá starfshátta- nefnd sem stofnuð var í kjölfar umræðna á síðasta miðstjórnar- fundi eru þannig komnar fram fjölmargar ábendingar og tillögur um breytta hætti og bætta, sem verða lagðar fyrir landsfundinn. Það eru því allir möguleikar á því að sú umræða sem hefur verið í gangi gjósi fram á landsfundi með jákvæðum krafti og leiði til þess að flokkurinn verði að miklu betra og beittara tæki. Einungis þannig mun líka takast að not- færa þau sóknarfæri sem hin til- tölulega hagstæðu ytri skilyrði bjóða upp á í dag. En þau skilyrði eru þannig að sterkur vinstri flokkur sameinaður um meitlaða, ígrundaða stefnu ætti að geta sótt miklu meiri stuðning til launafólks en Alþýðubanda- lagið nýtur í dg. Markviss vinna Fyrir flokk einsog Alþýðu- bandalagið er það lífsnauðsyn- legt að temja sér markvissari vinnubrögð. Tökum til að mynda dæmi af því hvernig frjálshyggjan hefur vaðið næsta mótspyrnulítið yfir vinstri vænginn: hún er til- tölulega heilsteypt hugmynda- fræði, að vísu grimm og ómannúðleg, en hún byggist á vissri innri lógík og höfðar til furðu margra. Og hún er svo sannarlega árás á næstum því allt sem vinstri sinnar hafa áratugum saman barist fyrir. Enn þann dag í dag hafa svörin gegn henni verið afskaplega máttleysisleg, og ein- mitt vegna veikrar hugmynda- fræðilegrar mótspyrnu hefur hún náð árangri. Hvers vegna tóku vinstri menn ekki betur á henni? Meðal annars vegna þess, að skipuleg umræða um frjáls- hyggjuna og andsvör við henni fór í rauninni hvergi fram. í Al- þýðubandalaginu varð hún aldrei nema í líki skötu af þeirri ein- földu ástæðu að þar er hvergi vettvangur til að taka upp djúpa hugmyndafræðilega umræðu um fyrirbæri einsog frjálshyggjuna, hvað þá önnur pólitísk mál sem þarfnast slíkrar umfjöllunar. Að þessu leyti er ákveðinn galli á flokksbyggingunni, sem hvað eftir annað hefur verið bent á í umræðunni undanfarið innan flokksins. Þessi skipulagsgalli er að mínu viti ástæða þess, hversu lítil pólit- ísk umræða hefur farið fram innan vébanda Alþýðubanda- lagsins og þarrneð hvers vegna jafn lítil hugmyndafræðileg end- urnýjun hefur átt sér þar stað og raun ber vitni. Spurningunni um orsök stöðnunar er þarmeð að vissu marki svarað. Um þetta hygg ég að flestir séu nú orðnir sammála, og á landsfundi munu koma fram tillögur til breytinga, sem einmitt skjóta byttu undir þennan leka. Þannig er umræðan innan flokksins þegar farin að hafa áhrif honum til styrktar. Ungffólk Þegar Alþýðubandalagið kem- ur kátt og hresst af landsfundi bíður þess sömuleiðis verkefni, sem ætti auðvitað að vera komið af stað fyrir löngu: ungt fólk. Því miður er það svo, að vinstri stefna á mjög undir högg að sækja á meðal ungs fólks í landinu. Um það bera vitni amk. tvær skoðanakannanir og ýmis- legt fleira mætti tína til. í umræðu um þetta ber oft á því, að menn yppta öxlum og segja sem svo: vinstri stefna er ekki í tísku, það er í tísku að vilja komast áfram, slá í gegn. Við geturn ekkert gert í málinu. aflokkurinn kominn með meira fylgi meðal ungs fólks en annarra hópa, og meira en nokkru sinni síðan árið 1945. Svona á auðvitað að vinna, ekki einungis til að ná til ungs fólks heldur líka í öðrum málum. Búa til atburðakeðjur, hanna at- burðarás. Þetta eru einfaldlega nútímavinnubrögð sem nútíma- flokkur verður að tileinka sér, sér í lagi ef hann á illa gengt í fjöl- miðla. Það varðar hins vegar miklu að brugðist sé ótt og títt við til að ná til unga fólksins, því í dag blasir sú hætta við að vinstri vængurinn tapi af heilli kynslóð. Hreinskilin umræða Það er nauðsynlegt fyrir alla flokka að einblína stundum svo- litla stund á sjálfa sig og reyna að meta stöðu sína. Umræða eins og sú sem er í gangi í Alþýðubanda- laginu getur ekki annað en skilað nýjum og ferskum hugmyndum, einsog hún hefur raunar þegar gert. Það er ástæðulaust fyrir fólk að óttast hana. Hún er borin fram af heilum hug og miðast einungis að því að gera flokkinn að hvass- ara baráttutæki. Og Alþýðu- bandalagið þarfnast einskis jafn sárlega í dag og ferskra vinda, nýrra hugmynda, nýrra andlita. í lýðræðislegum flokki er nauðsyn á hreinskilnum skoðanaskiptum. Annars bíður ekkert nema stöðnun. Össur Skarphéðinsson Laugardagur 2. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.