Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 7
Sigfús Þór Gyrðir Jóhamar Þorri Björk Geirlaugur Sjón Einar Már Steinþór Anton Helgi Fellibylurinn Gloría Grammið sendir frá sér Ijóð fjórtán skálda á tveimur snœldum Linda Bragi Dagur Fjórtán skáld sprengja sér leið úr Ijóðabókunuminnísegulbandstækin: í næstu viku gefur Grammið út snældu með nafninu Fellibylurinn Gloría og í Iok nóvember systursnældu; sjö höf- undar á hvorri og flytja verk sín á fjór- tán vegu, hvert í hérumbil tíu mínútur. Hver maður réð sínum vinnu- brögðum, segja þeir Sjón og Þór Eldon í spjalli við Þjóðviljann um þessa útgáfu, - og flutningurinn er þessvegna persónulegur og mjög fjöl- breyttur: hefðbundinn ljóðlestur, lest- ur studdur tónlist ýmiskonar, radd- beitingartilraunir og textaþensla með tjáningum. Fyrri snælda: Bragi Ólafsson, Dag- ur, Gyrðir Elíasson, Jóhamar, Linda Vilhjálmsdóttir, Sigfús Bjartmarsson, Porri Jóhannsson. Seinni snælda: Anton Helgi Jóns- son, Björk, Einar Már Guðmundsson, Geirlaugur Magnússon, Sjón, Steinþór Stefánsson, Þór Eldon. Þessi skáld og ekki önnur er erfið spurning en óhjákvæmleg. Henni svara þeir Þór og Sjón, helstu umsjón- armenn verksins ásamt Árna Ösk- arssyni og Ása í Gramminu, á þann veg að henni sé ekki hægt að svara. Hinsvegar ráðist samhristingurinn að einhverju leyti af því að á snældunum eigi að vera fólk sem leggur áherslu á að lesa upp og fer nýjar upplestrarleið- ir, hér eiga líka að vera ung skáld sem ekki hafa að marki gefið út bækur, og líka eldri menn sem má líta á sem þátt í einhverskonar neðanjarðarmenningu í ljóðlist. Flokki svo hver fyrir sig. Að auki segja þeir vert athygli að margt af þessu fólki er fætt undir rokkstjörnu: tónlistarmenn á leið úti ljóðlist, höfundarsem dragastaðrokk- tónlist. Nú loksins sé að draga saman með þessum áhugahópum eftir að ljóðiö er búið að vera til á íslandi i 1100 ár og rokkið í tæp þrjátíu. Hugmyndin að útgáfunni fæddist reyndar á rokktónleikum Kukls í Eng- landi. Þór og Sjón: Hér á landi hefur ekki verið lögð áhersla á ljóð sem flutt mál. Það hefur þá aðallega verið þannig að skáld eru dregin bakvið púlt í jakka- fötunum. En með því að flytja textann getur höfundur komið sínu betur til skila. Ljóðið er mússík og rytmi, skylt söngnum, og það jafnast ekkert á við að heyra höfundinn sjálfan lesa, hvernig sem hann gerir það. Leikarar og þj álfaðir framsagnarmenn, - það er öðruvísi. Það er lofað framhaldi á svona út- gáfu ef þessi gengur vel, aðrir hópar eða eitt skáld á snældu; einnig eru uppi hugmyndir um samstarf við skáld og rokkara sem hafa fitjað uppá nýjung- um í sömu átt á Englandi og í Amríku. Upplag er tvisvar þrjúhundruð ein- tök, og með fylgir lítil bók sem í eru þær staðreyndir sem hver höfundur vill láta uppi um sjálfan sig; þar eru einnig sýnishorn af verkum skáldanna fjórtán, oft annað efni en flutt er á snældunum. Fellibylurinn og systir hans enn nafnlaus eru tekin upp í Stúdíó Mjöt og kemur fjöldi upptöku- og tónlistar- manna við þá sögu. Og er nú mál að hlusta. -m Martin Berkofsky. Á nýju plötunni eru fjögur Liszt-verk: Rhapsodie hongroise nr. 12, La Vallée d’Ob- ermann, Légend: St. Frangois de Paule marchant sur les flots, Apr- és une lecture du Dante (Fantasi quasi Sonata). Platan var tekii upp í Þýskalandi. TónLiszt Getur aðeins gerst hér Mjötgefur út Liszt-plötu Berkofskys. Ágóði til tónlistarhússins Martin Berkofsky um tildrög nýrrar hljómplötu sinnar: „Þetta getur aðeins gerst á íslandi.” Og á við þær kringumstæður að hljóðver sem hingaðtil hefur fengist eingöngu við ýmsar gerð- ir af rokki tekur sig til og fær pían- istann til að spila Liszt, vönduð fyrirtæki hlaupa undir bagga við fráganginn, og útúr öllu kemur stórátak í þágu nýja tónlistar- hússins. Það er Stúdíó Mjöt sem stendur að nýju plötunni með Berkofsky, og fyrir utan væntanlega og verðskuldaða metsölu innan- lands teljast vera góðir mögu- leikar að koma henni á erlendan markað, - flytjandinn vel kunnur og tæknifrágangur óaðfinnan- legur -, og gætu sjóðir tónlistar- hússins þá orðið milljónum digr- ari. Þetta er tíunda hljómplata Martins en í fyrsta sinn sem hann leikur Liszt inná vínil. Afhverju Liszt? - Liszt er það tónskáld sem segir mér mest, segir píanistinn í rabbi við Þjóðviljjann, - tónlist hans er alltaf öflugri en ég get leikið hana. Það eru í henni vold- ugar víddir og hún gerir miklar kröfur til túlkandans, - það er alltaf hægt að fá meira og meira útúr henni. Mér líka ekki slétt tónskáld og felld. - Ég er mjög ánægður með þessa plötu. Þetta er það besta sem ég hef gert enn, - og ég er hrifinn af því hvernig hún var til. Magnús (Guðmundsson í Mjöt) kom til mín eftir tónleika og stakk uppá þessu, og við ákváð- um að leggja bara í’ann. Síðan hafa hjálpast að hlýhugur og ör- læti allra sem komu við sögu: þetta getur aðeins gerst á íslandi. Ég er stoltur af þessari plötu, mjög stoltur. Ármann Örn Ármannsson for- maður Samtaka um byggingu tónlistarhúss segir framlag Berk- ofskys og stúdíósins ómetanlegt, - og Martin þann einstakling sem mest hefur lagt til hússins. Þætti Berkofskys í byggingarsögunni er þó síður en svo lokið, næsta haust ætlar hann að halda tónleika Boston í Bandaríkjununt til styrktar tónlistarhúsinu, og hér heima víðsvegar í vetur og vor. - Það er ekki lengur spurning hvort húsið verður reist, segir Ár- mann, - heldur hvenær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.