Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 1
HEIMURINN MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Vinnuveitendasambandið ósk- aði í gær eftir viðræðum við Dagsbrún um fyrirhugað upp- skipunarbann félagsins á suður- afrískum vörum. VSI telur að uppskipunarbannið sé ólöglegt og að sögn Þórarirts Þórarinssonar lögfræðings VSI er ekki útilokað að til málshöfðunar komi á hend- ur Dagsbrún fyrir vikið. ur, en að sjálfsögðu munum við ekki skerast úr leik, Ég vona að hægt verði að ná samstöðu um þetta,“ sagði Sigurður T. Sig- urðsson varaformaður Hlífar í Hafnarfirði í samtali við blaðið í gær „Ég fagna því mjög að fleiri skuli taka sömu afstöðu og við í andstöðunni gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku, og vona að sem víðtækust samstaða megi nást um þetta hér á landi,“ sagði Þröstur Ólafsson þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hann í gær- -gg Uppskipunarbann VSI hótar Dag ' VSÍtelur að uppskipunarbann ásuðurafrískum vörum sé ólöglegt. Óskareftir viðrœðum við Dagsbrún. Þórarinn Þórarinsson: Enn ekki ákvörðun um lögsókn. Þröstur Ólafsson: Okkar afstaða ekki breyst. Hlífog Eining fara líklega að fordœmi Dagsbrúnar „Við teljum að þessar aðgerðir Dagsbrúnar séu ólöglegar og höf- um því óskað eftir viðræðum um málið. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það innan VSI hvort um lögsókn verður að ræða, en ég tel eðlilegt ef ekki næst samkomulag að dómstólar verði látnir skera úr um þetta,“ sagði Þórarinn í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Okkar afstaða í þessu máli er alveg skýr. Við höfum tekið ákvörðun um að fara út í þessar aðgerðir og boðað þær. Ég hef ekki heyrt nein þau rök sem gætu fengið okkur til að falla frá þessu. Ef VSf vill fara í mál vegna þessa er ekkert við því að gera,“ sagði Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar í gær. Miðstjórn ASÍ samþykkti á fimmtudaginn ályktun þar sem andúð ASÍ á aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku er ítrekuð. Þar eru verkalýðsfélög einnig hvött til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til stuðnings uppskipunar- og útskipunar- banni Dagsbrúnar á suðurafrísk- um vörum, sem taka á gildi um miðjan mánuðinn. „Við höldum fund með verka- mönnum um þetta mál fljótlega eftir helgina og mér þykir það einsýnt að .við munum fara út í svipaðar yfirlýsingar ef þeim er ekki fylgt eftir í verki,“ sagði Jón Helgason formaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar á Akureyri í gær. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um þetta mál hjá okk- Íshokkí Ekki við hæfi stúlkna Strasborg - Franskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að ísknattleikur væri ekki íþrótt sem hæfði stúlkum. Foreldrar 13 ára stúlku sem höfðuðu mál á hendur franska ísknattleikssam- bandinu voru dæmdir til að greiða 5 þúsund króna sekt fyrir að trufla gang réttvísinnar. Stúlkunni hafði verið meinað- ur aðgangur að ísknattleiksfélagi í Strasborg en því vildu foreldr- arnir ekki una, töldu það brot á jafnréttislögum. Dómarinn var þeim ekki sammála og staðfesti rétt ísknattleikssambandsins til að hafna konum. Mörg aðildarfé- lög sambandsins telja þessa reglu stangast á við jafnrétti kynjanna og fara ekki eftir henni. - ÞH/Reuter Hildur og Pétur fá sér kaffisopa þegar úrslitin voru kunn. Þau röktu saman ættir áritað kort með boði í mat á Lækjarbrekku og bleiku slaufuna sem hún er með í sínar og komust í raun um að þau höfðu bæði verið í íslensku í háskólanum hjá barminum. Mynd. Sig. Nirði P. Njarðvík. Á milli þeirra eru verðlaunin sem Pétur hlaut, en Hildur fékk Getraunin Pétur Astvaldsson sigmði Hvers dóttir var Anna á Stóru-Borg? Eg hélt að Hildur myndi vinna, sagði Pétur Ástvaldsson, starfsmaður Orðabókar Há- skólans hógvær, þegar honum var tilkynnt að hann hefði unnið í Getrauninni, sem birt hefur verið í Sunnudagsblaðinu frá því í sumarbyrjun, en er nú á enda. „Nei, það var alveg ljóst að Pétur hefði þetta,“ sagði Hildur Finnsdóttir prófarkalesari,“ en í gríni segist ég hafa látið þetta fara svona til að bjarga hjónaband- inu,“ bætti hún við. „Síðan ljóst var að ég var komin í lokaúrslitin, hefur maðurinn minn tekið á móti stöðugum samúðaróskum frá bláókunnugu fólki.“ Pétur sigraði í lokakeppninni með 14 stigum en Hildur hlaut 8 stig. Þau fá bæði vegleg verðlaun, Pétur hlaut Ritsafn Jóhanns Sig- urjónssonar og kampavínsflösku, en Hildur getur boðið hrjáðum eiginmanni út að borða á Lækjar- bekku. Sjá nánar Getraunina og úrslitin í Sunnu- dagsblaðinu. Byggung A heljarþröminni Framkvœmdir að stöðvast. Öllum iðnaðarmönnum hefur verið sagt upp. Afhending íbúða ísmíðumfrestað. Áfallfyrirfjölda einstaklinga sem keypthafa íbúðirhjá Byggung Byggingaféiag ungra Sjálfstæð- ismanna, Byggung virðist vera að leggja upp laupana og fá margir einstaklingar, sem fest hafa kaup á íbúðum hjá Byggung skell, þar sem ákveðið hefur verið að draga úr öllum framkvæmd- um. Það þýðir að afhending þeirra íbúða sem nú eru í smíðum og þær skipta tugum, mun tefjast um óákveðinn tíma. Aðalverk- taki byggingafélagsins, Gunnar Dagbjartsson hefur sagt upp sín- um starfsmönnum. Ákveðið hef- ur verið að endurskoða þá fram- kvæmdaáætlun, sem gerð hafði verið fyrir næsta ár með það fyrir augum að draga saman seglin. Þeir sem gerst þekkja til halda því fram að Byggung muni hætta starfsemi. Byggung hefur haft þann hátt á að fólk sem keypt hefur íbúðir hjá félaginu, greiðir inná þær á- kveðna upphæð mánaðarlega eða svo meðan á byggingartíma hússins stendur. Nú mun svo komið að Byggung er orðið á eftir hvað varðar framkvæmdir miðað við greiðslur félagsmanna. Þjóðviljinn gerði árangurs- lausar tilraunir í gær til að ná í Þorvald Mawby, sem verið hefur framkvæmdastjóri Byggung, en er hættur, og Jóhann Hafstein núverandi framkvæmdastjóra. Þeir voru báðir á skrifstofu Byg- gung í gær en stúlka á símaborð- inu sagði þá ekki taka síma. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.