Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1985, Blaðsíða 3
 nóvember alNGVAR HELGASON HF Rauðíiyerði, simi 33560 Ókeypis Ijósastiliing Eigendur Nissan, Datsun, Subaru, Trabant og Wartburg bila fá ókeypis Ijósastillincju í umboðinu við Melavelli í Rauðagerði til Fóðurráðunautur Samband ísl. Samvinnufélaga óskar að ráða fóðurr- áðunauttil starfa hjá Fóðurvörudeild Búnaðardeildar. Starfið felur m.a. í sér að hafa á hendi ábyrgð á sam- setningi allra fóðurblandna, ráðgjöf til bænda, ásamt nokkurri söiustarfsemi og námskeiðahaldi. Starfið útheimtir talsverð ferðalög við beina ráðgjöf og fundarhöld. Framhaldsmenntun í búfræði eða sérnám í fóðurfræði áskilið. Umsóknarfrestur til 10. nóv. 1985. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er veitir upplýsingar. S SAMBAND ÍSL. SAM VINN UFÉLAGA STARFSMANNAHALD LiNDARGÖTU 9A H| LAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Ritari óskast í unglingadeild fjölskyldudeildar, Tryggvagötu 12. Upplýsingar eru veittar hjá Guðrúnu Kristinsdóttur í síma 25500. Umsóknum ber að skila tii starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð, á sér- stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 11. nóvember 1985. m LAUSAR stöður hjá W REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Forstöðumaður við dagheimilið Laugaborg v/ Leirulæk frá áramótum. • Fóstrur og starfsmenn við dagh./leiks. Rofaborg, nýtt heimili í Árbæ. Fóstrustöður allan daginn, starfsfólksstöður eftir hádegi, skilastöður í 4 tíma seinni part dags. - dagh. Laugaborg v/Leirulæk - dagh./íeiksk. Ösp, Asparfelli 10. - dagh. Hamraborg v/Grænuhlíð. -dagh. Völvuborg v/Völvufell. - leiksk. Holtaborg, Sólheimum 21. - dagh. Suðurborg v/Suðurhóla. - dagh./leiksk! Grandaborg v/Boðagranda. - dagh./leiksk. Hraunborg v/Hraunberg. Einnig vantar fóstrur, þroskaþjálfa eða annað starfsfólk með uppeldislega menntun til þess að sinna börnum með sérþarfir. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og for- stöðumenn viðkomandi heimila. Umsókn ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þarfást, fyrir kl. 16.00 föstu- daginn 15. nóvember 1985. Hlaðvarpinn Hlutabréfasala gengur vel Bergljót Gunnarsdóttir: Hvet konur til að kaupa hlutabréf Það hefur gengið mjög vel að fá konur til að kaupa hlutabréf í Hlaðvarpanum og hefur kvenn- afrídagurinn haft mikið að segja í þeim efnum sagði Bergljót Gunn- arsdóttir hjá Menningarmiðstöð kvenna í Hlaðvarpannum, Vest- urgötu 3. Næsta greiðsla er 5. nóvember að upphæð ein miljón og þrjú hundruð þúsund og hefur safnast fyrir þeirri upphæð. Þetta er þriðja greiðsla af sjö og hvetur Bergljót allar konur til að kaupa hlutabréf. í menningarmiðstöðinni eru konur með leiksýningu í gangi sem heitir Reykjavfkursögur Ástu. Bæði leika kvenmenn og karlmenn í sýningunni sem hefur gengið mjög vel. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Lítið hefur verið í notkun af hús- inu þar sem stór hluti er í útleigu ennþá. Einungis er aðstaða fyrir skrifstofu og leiksýningu eins og er. E.L.H. FREfHR Síldin er komin til Vestmannaeyja. I gærmorgun kom Höfrungur II GK með 130 tonn af síld sem veiddist á Kaldbakss- væðinu. Þjóðviljamenn fóru á stúfana og eftir helgi mun birtast syrpa úr síldarævintýri Eyjaskeggja. Ljósm. E.ÓI. Útvarpsráð Olafur Haukur vrttur Harmað í bókun Útvarpsráðs að minning Ólafs Thors skuli hafa verið svert í leikritinu Galeiðan semfluttvarsl. þriðjudagskvöld Utvarpsráð sendi í gær frá sér bókun þar sem það er harmað að Ríkisútvarpið skuli hafa verið notað til að vanvirða minningu látins manns í útvarjpsleikritinu Galeiðunni eftir Olaf Hauk Símonarson, en það var á dag- skrá ríkisútvarpsins sl. þriðju- dagskvöld. Þar mun ráðið eiga við Ólaf heitinn Thors fyrrum forsætisráðherra en í leikritinu var nafn hans nefnt með óvið- eigandi hætti að mati ráðsins. f bókun útvarpsráðs, sem sam- þykkt var einróma segir m.a.: „Það ber að harma að Ríkisút- varpið skuli hafa verið notað til að vanvirða minningu látins manns og fjalla um nafngreinda persónu með jafn ósæmilegum hætti og þarna var gert. Útvarps- ráð telur nauðsynlegt að stofnun- in biðjist opinberlega afsökunar á þeim mistökum sem þarna áttu sér stað. Brýna verður fyrir starfsmönnum Ríkisútvarpsins að vera ávallt á verði gagnvart slíkum vinnubrögðum. - v. Hafnarfjörður Bæjarfulltmar órolegir Áhugi meðal andstœðinga vínveitingaleyfa í bœjarstjórn að hafa skoðanakönnun um opnun áfengisútsölu á undan nk. bœjarstjórnarkosningum. Skiptar skoðanir um málið Ahugi er meðal nokkurra bæjarfulltrúa í Hafnarfirði á að láta skoðanakönnun um af- stöðu bæjarbúa til opnunar á- fengisútsölu í bænum, fara fram áður en bæjarstjórnarkosningar verða haldnar nk. vor. Slíkar kannanir hafa hingað til ætíð ver- ið látnar fara fram samhliða bæjarstjórnarkosningum. Nokkuð skiptar skoðanir eru um ágæti þessara hugmynda og telja margir óeðlilegt að slíta þessar kosningar í sundur. Þeir bæjarfulltrúar sem lagt hafa til að skoðanakönnun um áfengisút- sölu fari fram á undan bæjar- stjórnarkosningum eru þeir sömu og harðast hafa beitt sér gegn vín- veitingaleyfum til veitingahúsa í bænum. Fjöldi bæjarbúa hefur formlega óskað eftir því að kann- aður verði vilji bæjarbúa til opn- unar áfengisútsölu. Nú hefur dómsmálaráðherra ákveðið eftir mikinn þrýsting meirihluta bæjarstjórnar að úth- luta tveimur nýjum veitingahús- um í bænum takmarkað vín- veitingaleyfi, en stærstan hluta þessa árs hefur hvergi verið hægt að fá keypt vín í Hafnarfirði. -lg- Laugardagur 2. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.