Þjóðviljinn - 07.11.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Herþotusýningin Góða veðríð orsökin Varnarmálaskrifstofan óskar eftir skýringumfrá bandaríska hernum. Sverrir Haukur Gunnlaugsson: Hefhlustað á segulböndin. Fullstjórn áfluginu. Óvenjugott veður gafþotunum betra nœðifyriraðflugið. Fleiriþoturálofti en venjulega Heimsókn Rætt um skip og hvali Bandaríski utanríkisráðherrann ístuttum íslandsstans ígœr. Enginn eldsneytisskortur á Keflavíkurvelli. Mótmœli við ráðherrabústaðinn Georgc Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna ræddi stutta stund við Steingrím forsæt- isráðherra og Geir utanríkisráð- herra í ráðherrabústaðnum um hádegi í gær, og snerust viðræður um þrennt, stórveldasamskipti, hvali og skipaflutninga til hersins. Þegar Shultz kom til ráðherra- bústaðarins tóku á móti honum nokkrir tugir manna sem mót- mæltu hernaðarstefnu Banda- ríkjastjómar í Mið-Ameríku, á íslandi og víðar með kröfuspjöld- um og dreifibréfum og skipuðu ráðherranum burt af landinu með „her þinn og mútufé“. Shultz var á leið heim frá Moskvu, og sagði á fundi blaða- manna eftir samræður Við ís- lenska ráðamenn, að það ják- væðasta við samskipti risaveld- anna nú væri að fulltrúar þeirra ræddust við. Utanríkisráðherrann sagði að bandarísk stjómvöld hefðu ákveðið að áfrýja undirréttar- dómnum sem féll í hag banda- ríska skipafélaginu gegn hags- munum Hafskips og Eimskips. Fram kom á blaðamannafund- inum að ráðherramir hefðu rætt um hvalveiðimál. Steingrímur Hermannsson sagði Þjóðviljan- um eftir fundinn að þeir Geir hafðu lagt fyrir Shultz minnisblað í tengslum við dómsmál í Banda- ríkjunum þarsem friðunar- samtök hafa fyrir undirrétti feng- ið fram að bandarísk stjórnvöld eigi að beita Japani refsingum vegna japanskra friðunarbrota. I ferð fyrrverandi viðskipta- ráðherra til Japans átti Pétur Thorsteinsson sendiherra við- ræður við ráðuneytisstjóra þar í landi og vöruðu Japanarnir við því að málið snerti ekki einungis hvalveiðar þarlendra heldur einnig viðskipti þeirra með hval- afurðir og gæti því haft áhrif á hvalkjötssölu íslendinga til Jap- ans. Steingrímur sagði Þjóðviljan- um að í minnisblaðinu hefðu ís- lensku ráðamennimir tjáð bandarískum stjómvölduma að þeir iitu svo á að þetta dómsmál gæti á engan hátt komið við sögu annarra viðskipta en þeirra sem Bandaríkjamenn eiga í. Shultz hét gaumgæfilegri athugun. Shultz fór af landi brott strax eftir fundinn í ráðherrabústaðn- um og mun flugtak hafa gengið fyrir sig þrautalaust. - m. Varnarmálaskrifstofa utanrík- isráðuneytisins hefur óskað eftir því að yfirflugumferðar- stjórinn á Keflavíkurflugvelli rannsaki öll gögn er lúti að flugumferðarstjórn þegar töf varð á brottför flugvélar sovéska utanrfldsráðherrans í sl. viku. Jafnframt hefur verið óskað eftir því að bandaríski herinn láti í té gögn varðandi flug herþotanna sjö umræddan morgun og um- sagnir flugmanna sem tóku þátt í æflngarfluginu. „Þessi gögn em væntanleg nú í vikunni. Við fögnum því að Flugráð hefur óskað eftir því að taka þátt í rannsókn þessa máls og ráðið mun fá öll þau gögn frá okkur sem það æskir eftir“, sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson forstöðumaður Varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins í samtali við Þjóðviljann í gær. Sverrir Haukur, ásamt yfir- manni Bandaríkjahers á íslandi, Skák Helgi gerði jafntefli EfJóhann nœr jöfnu við Agdenstein ídag verður Helgi ólafsson Norður- landameistari Helgi Ólafsson og Simon Agden- stein gerðu jafntefli í síðari skák sinni í 3ja manna mótinu um Norður- landameistaratitilinn í skák i Gjövik í Noregi í gær. Skákin fór í bið en rétt áður hafnaði Norðmaðurinn jafnteflisboði Helga. Hann sá hinsveg- ar ekki ástæðu til að tefla frekar þegar taka átti aftur til við skákina. Helgi hafði hrók, ríddara og peð á móti 4 peðum og hrók. Nú er aðeins ein skák eftir á mót- inu, skák þeirra Jóhanns Hjartar- sonar og Agdenstein og verður hún tefld í dag. Ef Jóhann vinnur eða nær jafntefli þá er Helgi Ólafsson Norður- landameistarí, en ef Norðmaðurinn vinnur hreppir hann titilinn á jöfnum vinningum við Helga vegna fárán- legra reglna sem Norðmenn börðu í gegn. Helgi er nú með 3 vinninga, Agdenstein 2 og Jóhann engan vinn- ing. - S.dór. flugvallarstjóra á Keflavíkurflug- velli og yfirflugumferðarstjóra, hlýddi sl. fimmtudag á segul- bandsupptökur af samskiptum flugstjórnar við flugmenn her- þotanna og sovésku vélarinnar. Hann sagði að ekkert hefði kom- ið fram sem benti til þess að ís- lensku flugumsjónarmennimir hefðu ekki haft stjóm á öllum vélunum. „Það sem gerði aðflug herþot- anna kannski stærra í sniðum en venjulega var að þetta var ó- venjubjartur og góður dagur og þess vegna höfðu flugvélamar betra næði til að undirbúa aðflug- ið. Þetta em nýjar þotur og fyrir- ferðarmeiri og þær vom fleiri á lofti en oftast gerist, fyrst og fremst vegna hagstæðra veður- skilyrða. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að verið væri að stríða Rússum eins og haldið hefur verið fram“, sagði Sverrir. Hann sagði ennfremur að utanríkisráðuneytið myndi á næstunni setja reglur varðandi komu og brottför tiginna gesta hingað til lands til að koma í veg fyrir að atburðurinn eins og á dögunum endurtæki sig. - Ig. Velkomht á landsfund. Félagar úr Alþýðubandalaginu fóru í heimsókn í BUR f gær og buðu fólki á opnun Landsfundar Alþýðubandalgsins sem hefst kl. 17.15 í Austurbæjarbíói í dag. Mynd: E.ÓIason. Herþoturnar Þingmenn krefjast skýrslu Þingmenn úr öllumflokkum nema Sjálfstæðisflokknum vilja skýringar. Skýrslan komi til umrœðu á þingi. Vitnisburður áhorfenda komifram Míu þingmenn úr öllum flokk- um nema Sjálfstæðisflokkn- um hafa óskað eftir skýrslu utan- ríkisráðhcrra til Alþingis um töf á brottför sovéska utanrflrisráð- herrans frá Keflavíkurflugvelli 30. okt. sl. Óska þingmennimir eftir því að ráðherra flytji Alþingi skýrslu um ástæður þess atviks sem olli töfum á brottför ráðherrans. „Nauðsynlegt er að fram komi í skýrslunni vitnisburður þeirra er urðu vottar að atburði þessum, svo ljóst verði hvort sú truflun, sem töfunum olli, var af ásetningi eða ekki“, segir beiðni þing- manna. Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi samein- aðs Alþingis fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna. Þeir þingmenn sem óska eftir skýrslunni em: Kristófer Már Kristinsson, Stefán Benedikts- son, Guðrún Helgadóttir, Kol- brún Jónsdóttir, Ólafur Þ. Þórð- arson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Helgi Seljan, Hjörleifur Guttormsson og Jón Baldvin Hannibalsson. - Ig. Vestmannaeyjar Sex nærbuxum stolið af snúmrn Snúruþjófnaðarfaraldur í Vestmannaeyjum. Húsmœður vakta snúrurnar Snúruþjófnaðarfaraldur hefur gengið yfir í Vestmannaeyjum að undanförnu. Hefur þvotti og fatn- aði sem hengdur hefur verið til viðrunar verið stolið hvað eftir annað. Af einni snúru var m.a. stolið sex karlmannanærbuxum einn daginn og í öðru tilfelli var vönd- uðum jakka stolið. Daginn eftir sá eigandinn konu í jakkanum í bænum og spurði hvað viðkom- andi væri að gera í sínum jakka. Sú sem í jakkanum var sneri uppá sig, fór úr jakkanum og kastaði honum í eigandann með þjósti og labbaði burt. Þessi snúruþjófnaðarfaraldur hefur orðið til þess að fólk þorir varla að hengja þvott sinn út og þeir sem það gera em á vakt með- an tauið er að þorna. - S.dór. Austurland Síldarsöltun að Ijúka Síldin heilfryst ogflökuð Sfldarsöltun er nú að mestu lokið á Austurlandi og flestir bátar hafa veitt upp i kvóta sinn. Að sögn Einars Gíslasonar yfir- matsmanns á Austurlandi hafa sfldveiðarnar gengið injög vel og sfldin hefur verið stór og falleg. Frystihús fyrir austan em nú farin að heilfrysta sfldina á Jap- ansmarkað og Evrópumarkað og nokkuð hefur verið um að sfldar- flök hafi verið send á Englands- markað. - gg- Borgin Grjót frá Portúgal Sigurjón spyr í borgarráði: Hvað kostar þettaoghvertók ákvörðunina? Sigurjón Pétursson hefur lagt fram bókaða fyrirspurn i borg- arráði þar sem hann óskar eftir upplýsingum um innflutning borgarinnar á grjóti frá Portúgal vegna endurbóta á Laugavegin- um, Spurt er um kostnað vegna þessa innflutnings á grjóti og einnig hvaða aðilar í borgarkerf- inu hafi tekið ákvörðun um þenn- an innflutning. „Mér finnst það skjóta ansi skökku við þegar farið er að flytja inn grjót til gatnaframkvæmda. Þetta er fyrir neðan allar götu- hellur“, sagði Sigurjón í samtali við Þjóðviljann. - lg. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.