Þjóðviljinn - 07.11.1985, Blaðsíða 9
HEIMURINN
Eureka
Hátæknisamstarf veruleiki
18 ríki í Vestur-Evrópu sameinast umfriðsamlegt andsvar við stjörnustríði Reagans
Hannover - Ráðherrar frá 18
ríkjum í Vestur-Evrópu komust
í gær að samkomulagi um að
efna til víðtækrar samvinnu á
sviði vísindarannsókna og
tækniþróunar. Samstarf þetta
hefur verið nefnt Eureka og
kom hugmyndin um það frá
frönsku stjórninni sem vildi
skapa mótvægi við rannsóknir
þær sem Reagan forseti
Bandaríkjanna hefur sett í
gang vegna áætlana sinna um
stjörnustríð.
Ríkin 18 sem undirrituðu
samninginn í gær eru öll aðildar-
lönd Efnahagsbandalags Evr-
ópu, 10 að tölu, en auk þeirra
Austurríki, Finnland, Noregur,
Svíþjóð, Portúgal, Spánn, Sviss
og Tyrkland. Á fundinum í
Aðalritarinn Jaruzelski átti að fylgjast með störfum forsætisráðherrans Jaruzelskis og þótt það hefði gengiö í fimm ár sér
hver maður að það gengur ekki til eilífðar.
Pólland
Drekinn skiptir um ham
Varsjá - Wojciech Jaruzelski
sagði í gær lausu embætti for-
sætisráðherra Póllands eftir
að hafa gegnt því í tæp fimm
ár. Við því tekur Zbigniew
Messner, 56 ára gamall hag-
fræðingur. Jaruzelski var í
staðinn skipaður formaður
forsætisnefndar ríkisins og
hann heldur stöðu sinni sem
yfirmaður hersins og aðalritari
flokksins.
Pessar tilfærslur í æðstu stöð-
um áttu sér stað við setningu
pólska þingsins og var sjónvarp-
að frá athöfninni. Talið er að Jar-
uzelski hyggist auka völd forsæt-
isnefndarinnar sem fram til þessa
hefur verið valdalítið skrautapp-
arat. Fyrir honum vék úr for-
mannsstóli Henryk Jablonski
sem gengt hafði embættinu frá
því 1972 en hann undirritaði her-
lögin sem bundu endi á starfsemi
frjálsu verkalýðssamtakanna
Einingar í desember 1981.
Messner hefur átt sæti í fram-
kvæmdanefnd kommúnista-
flokksins síðan 1982 en ári síðar
var hann gerður að aðstoðarfor-
sætisráðherra fyrir tilstuðlan Jar-
uzelskis. Hlutverk hans í stjóm-
inni hefur fram til þessa verið að
bera ábyrgð á efnahagsmálum
landsins og hefur hann þótt mjög
handgenginn Jaruzelski.
Fréttaskýrendur í Póllandi líta
svo á að með því að ganga út úr
ríkisstjórninni sé Jaruzelski að
senda þau skilaboð til banda-
manna sinna í Moskvu og víðar
að nú ríki pólitískur stöðugleiki í
Póllandi og að allt sé í Iagi. Sagt er
að pólska stjómin hafi verið
áhyggjufull vegna hvatningar for-
ystumanna Einingar til almenn-
ings um að hundsa kosningarnar í
landinu í síðasta mánuði en síðan
hafi mönnum létt þegar í Ijós kom
að þeir hlutu ekki hljómgrann.
Heimildarmaður úr röðum
flokksmanna sagði við frétta-
mann Reuters að nú sé gott lag til
að gera breytingar á stjóminni.
Hann bætti því við að hið tvö-
falda hlutverk sem Jaruzelski
gegndi sem forsætisráðherra og
aðalritari flokksins hafi verið
honum erfitt. „Það skapaði á-
kveðin vandamál því það er eitt
af hlutverkum aðalritarans að
fylgjast með störfum forsætisráð-
herransrí- sagði þessi ónafng-
reindi flokksfélagi.
í Gdansk gerðist það að sjö
lögreglumenn réðust inn á heim-
ili Lechs Walesa leiðtoga Eining-
ar og vildu fá hann með sér til
saksóknara þar sem rétta átti í
máli yfirvalda gegn honum. Wa-
lesa er ákærður fyrir rógburð eftir
að hann skýrði vestrænum frétta-
mönnum frá niðurstöðum
könnunar sem félagar úr Einingu
gerðu á kjörsókn í þingkosning-
unum á dögunum. Þeir höfðu
tekið sér stöðu úti fyrir kjörstöð-
um og töldu þá sem mættu og
fengu út mun lægri tölur en yfir-
völd. Opinberar tölur um kjör-
sókn vora 78,8% en niðurstaða
Einingarfélaga var að hún hefði
aðeins verið 66%.
Walesa á yfir höfði sér allt að
tveggja ára fangelsisdóm verði
hann sekur fundinn. Hann hafði
boðað forföll í gær vegna maga-
sárs. Lögreglumenirnir mættu í
gær með lækni og kröfðust þess
að Walesa leyfði honum að skoða
sig. Komst læknirinn að þeirri
niðurstöðu að Walesa væri ekki
fær um að mæta og fór lögreglan
við svo búið.
Hannover í Vestur-Þýskalandi
var ákveðið að hefja þegar undir-
búning að 10
rannsóknarverkefnum en meðal
þeirra era vélmenni til nota í vefj-
ariðnaði, tölvutengingar milli
landa, leysigeislar til nota í járn-
iðnaði og aðferðir við að greina
kynsjúkdóma.
Eins og áður segir vora það
frakkar sem áttu framkvæðið að
þessu samstarfí. Þeir höfðu hafn-
að boði Reagans um aðild að
stjömustríðinu en óttuðust að
ríki Evrópu myndu dragast aftur
úr á sviði hátækniþróunar ef ekki
yrði gripið til einhvers samstarfs.
Bretar og vesturþjóðverjar vora
lengi framan af tregir til samstarfs
og bára því ma. við að Eureka
yrði bara enn eitt skriffinnsku-
báknið, lítið skárra en Efnahags-
bandalagið sem frægt er fyrir
skriffinnsku og seinagang.
Á fundinum í Hannover létu
þessar þjóðir undan þrýstingi
smærri þjóða Evrópu og í
samkomulaginu er gert ráð fyrir
mjög lítilli yfirbyggingu, einungis
fámenn skristofa eða starfshópur
á að stjórna samstarfinu og hafa
umsjón með verkefnunum. Fjár-
magn til rannsóknanna á einkum
að köma frá þeim fyrirtækjum
sem gera þær en einnig er gert ráð
fyrir fjármagni frá ríkisstjórnum
til einstakra verkefna. Öll ríkin
hafa skuldbundið sig til að leggja
fram fé til rannsókna en frakkar
einir hafa þegar látið fé af hendi
rakna. Mitterrand tilkynnti í
sumar að stjórn hans ætlaði að
verja sem svarar fimm miljörðum
króna til Eureka.
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/R EUTER
Chile
Baristá
götunum
Santiago - Verkalýðssamtök
og vinstriflokkar í Chile hafa
efnt til víðtækra mótmælaað-
gerða undanfarna tvo daga.
Mótmælin hafa náð til fjöl-
margra borga og í gær höfðu
50 manns særst og 250 verið
handteknir í átökum við lög-
reglu og her.
Tilefni mótmælanna er hand-
taka sex leiðtoga stjómarand-
stöðunnar og verkalýðssamtaka í
septembermánuði. Þeir hafa ver-
ið í hungurverkfalli undanfarna
viku. í gær gengu aðrir leiðtogar
stjórnarandstöðunnar í farar-
broddi göngu sem stefnt var að
forsetahöllinni Moneda í Santi-
ago en þar hugðust þeir afhenda
bréf til Pinochets herforingja þar
sem þess er krafist að sexmenn-
ingarnir verði þegar í stað látnir
lausir. Óeirðalögregla lokaði göt-
um sem liggja að höllinni og
handtók sjö manns, þar af fjóra
verkalýðsleiðtoga.
í verkamanahverfum Santiago
hlóðu íbúamir götuvirki og
kveiktu í þeim í fyrrakvöld. Víða
heyrðust skothvellir og fjölmarg-
ar sprengjur sprangu. Ein
sprengjan eyðilagði mikilvægar
rafmagnsleiðslur með þeim af-
leiðingum að stórt svæði í mið-
hluta landsins, þám. höfuðborg-
in, myrkvaðist. Skrifstofur
tveggja strætisvagnafélaga vora
brenndar til grunna og stærsta
strætisvagnastöð Santiago
skemmdist mikið þegar eld-
sprengju var varpað að henni.
í gær beitti lögregla háþrýsti-
vatnsdælum til að dreifa mann-
fjölda í miðborg Santiago. Með-
fram helstu umferðargötum
stóðu hermenn gráir fyrir jámum
vörð og vora aðeins 10 metrar
milli þeirra en aðrir óku um í her-
bflum.
í hafnarborginni Valparaiso
sprungu sjö sprengjur í fyrradag
en þar hafa hafnarverkamenn
verið í verkfalli í heila viku.
Júrtsénkó
Olli ástin sinnaskiptum?
Washington - Sovétmaðurinn
Vitalf Júrtsénkó sem hætti við
að gerast landflótta í Banda-
ríkjunum fékk að fara úr landi
eftir fund með starfsmönnum
bandaríska utanríkisráðu-
neytisins í fyrrakvöld. Mál
hans er af flestum talið ósigur
fyrir bandarísku leyniþjónu-
stuna CIA í linnulausum
átökum hennar við útsendara
þeirrar sovésku, KGB, en fæst-
ir telja að það komi til með að
0g þetta líka.
m m
...Efnahagsbandalag Evrópu vinn-
ur nú að því að koma á samræmd-
um hómarkshraða ökutækja á
þjóðvegum Vestur-Evrópu. Mikill
munur er á hámarkshraða eftir
löndum, hann er lægstur 100 km á
hraðbrautum Hollands, í Frakk-
landi er hann 130 km en á vestur-
þýsku „átóbönunum" gildir eng-
Inn hámarkshraði. Ekki þykir ólík-
legt að mælt verði með 100 km
hámarkshraða. Ástæðan er ekki
fyrst og fremst slysahætta heldur
áhyggjur af deyjandi gróðrl I kol-
sýringsþoku meginlandsins...
...Lögreglan í Japan glímir nú við
þá ráðgátu hver llggl á þvl lúalagi
að setja banvænt skordýraeitur út
I drykkjarföng sem eru seld I sjálf-
sölum en 39 tllvik um sllkt hafa
verið kærð og 10 manns hafa látist
af völdum eitursins. Síðast fund-
ust nokkrar mjólkurfernur með
eiturblandinni mjólk I barnaskóla
einum. Sem betur fer hafði englnn
drukkið úr fernum vegna þess að
eitrið lltaði mjólkina græna...
...Yflr 1.600 verkamenn I þremur
olíufyrirtækjum I Indónesíu hafa
verið reknir úr starfi á undanförn-
um mánuði vegna þess að þeir
höfðu á árum áður verið félagar I
stéttarfélagf olíuverkamanna en
það var undir stjórn kommúnista-
fiokksins sem var bannaður fyrir
20 árum...
...15 bændur I sunnanverðri Mex-
Ikó hafa verið yfirheyrðir vegna
morða sem framin voru fyrlr
skömmu á 22 iögregluþjónum I
héraðinu. Talið er að marijúana-
smyglarar eigi sök á morðunum en
þeir ráða lögum og lofum á stóru
landssvæði á þessum slóðum...
hafa áhrif á viðræður þeirra
Reagans og Gorbatsjofs í Genf
síðar í þessum mánuði.
Menn halda áfram að velta því
fyrir sér hvernig beri að skilja
framferði Júrtsénkós og sjón-
varpsstöðin ABC setti fram alveg
nýja skýringu á því í fréttaþætti í
fyrrakvöld. Þar var því haldið
fram, að vísu án þess að heimild-
armanna væri getið, að ástæðan
fyrir því að Júrtsénkó gaf sig CIA
á vald í Róm í sumar hafi verið
ástin.
Að sögn ABC var málinu
þannig háttað að Júrtsénkó hélt
við eiginkonu sovésks sendi-
manns í Kanada. Hann mun hafa
staðið í þeirri trú að með því að
flýja til Bandaríkjanna myndi
honum takast að lokka hana frá
eiginmanni sínum. Konan hafi
hins vegar sett upp á sig snúð og
sagst hvergi fara. Þá á Júrtsénkó
að hafa fengið CIA til að fara
með sig til Kanada á fund kon-
unnar en hún verið jafn afundin.
Það hafi svo farið í skapið á
Júrtsénkó og valdið því að hann
sneri aftur á vit föðurlandsins.
Þeir eru fáir í Bandaríkjunum
sem leggja trúnað á sögu
Júrtsénkós um að honum hafi
verið rænt og haldið nauðugum á
fjórða mánuð. Annar sovéskur
útlagi í Bandaríkjunum, Akadí
Sévtsénkó, sem var varafulltrúi
Sovétríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum fram til 1978 er hann
flúði, sagði í viðtali við frétta-
mann Reuters að hann tryði ekki
á sögu Júrtsénkós því CIA væri
það fullljóst að stofnuninni
myndi aldrei takast að halda slíku
mannráni leyndu og að fyrr eða
síðar myndi hún fá skömm í hatt-
inn fyrir það.
Flestir era þeirrar skoðunar að
Júrtsénkó hafi aldrei yfirgefið
raðir KGB, hann hafi verið send-
ur inn í sendiráðið í Róm, etv. til
að koma höggi á CIA og Banda-
ríkin fyrir leiðtogafundinn. Með
þessu hafi sovétmönnum tekist
að veikja stöðu Reagans sem
hyggst ma. ræða við Gorbatsjof
um mannréttindi.
Þessu til sönnunar benti annar
flóttamaður frá Sovétríkjunum,
Dimitri Simes, sem flúði árið
1973, á að það mætti teljast held-
ur ólíklegt að sovétmenn leyfðu
einhverjum sem þeir treystu ekki
í einu og öllu að halda opinn
blaðamannafund í sendiráðinu í
Washington stuttu eftir að hann
birtist eins og nýfallinn engill.
Bandarískir embættismenn og
stjórnmálamenn sem hafa tjáð
sig um mál Júrtsénkós eru sam-
mála um að þetta sé meiriháttar
áfall fyrir CIA. Demókratinn
Patrick Leahy, varaformaður
þingnefndar sem fjallar um mál-
efni leyniþjónustunnar, sagði að
mál Júrtsénkós hefði sáð efa-
semdum í huga margra þing-
manna um það „hvort svörin sem
við fáum frá CIA séu tæmandi“.
Kvað Leahy ætla að krefjast ítar-
legrar rannsóknar á málinu.
Fimmtudagur 7. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9