Þjóðviljinn - 07.11.1985, Blaðsíða 14
ÍÞRÓTTIR
Úrslit leikja í Evrópumótunum í knattspyrnu í gærkvöldi.
Si'ðari leikir 2. umferðar, samanlögð úrslit í svigum.
Evrópukeppni meistaraliða:
Ahardeen (Skotlandi)-Servette (Sviss)..................................1-0 (1-0)
Austria Wien (Austurriki)-Bayern Munchen (V.Þýsk.).....................3-3 (5-7)
Fenerbache(Tyrklandi)-Gautaborg(Svíþjóð)...............................2-1 (2-5)
Juventus ((talíu)-Verona (Italíu)......................................2-0 (2-0)
L-'ithi (Finnlandi)-Zenit Leningrad (Sovétríkjunum)....................3-1 (4-3)
Omonia Nicosia (Kýpur)-Anderlecht (Belgíu).............................1-3 (1-4)
Porto (Portúgal)-Barcelona (Spáni).....................................3-1 (3-3)
Sieaua (Rúmeníu)-Honved (Ungverjalandi)................................4-1 (4-2)
Evrópukeppni bikarhafa:
AIK (Svíþjóð)-Dukla Prag (Tékkoslóvakíu)...............................2-2 (2-3)
AtleticoMadrid(Spáni)-BangorCity(Wales)................................1-0 (3-0)
Dynamo Dresden (A.Þýskalandi)-HIK (Finnlandi)..........................7-2 (7-3)
DynamoKlev(Sovétríkjunum)-Craiova(Rúmeniu).............................3-0 (5-2)
Fram ((slandi)-Rapid Wien (Austum'ki)..................................2-1 (2-4)
Galatasaray(Tyrklandi)-BayerUerdlngen(V.Þýsk.).........................1-1 (1-3)
Rauða Stjarnan (Júgóslavíu)-Lyngby (Danmörku)............................frestað;
Sampdoria((talíu)-Benfica(Portúgal)....................................1-0 (1-2)
UEFA-bikarinn:
Atletico Bilbao (Spáni)-Liege (Belgíu).................................3-1 (4-1)
Bohemians (Tékkoslóvikau)-Köln (V. Þýskalandi).........................2-4 (2-8)
Dnjepr(Sovétn'kjunum)-PSVEindhoven(Hollandi)...........................1-0 (3-2)
FC Briigge (Belgíu)-Spartak Moskva (Sovétríkjunum).....................1-3 (1-4)
Ha|dukSplit(Júgóslavíu)-Torino(ltalíu).................................3-1 (4-2)
Inter Mllano (Italíu)-Linz (Austurriki)................................4-0 (4-1)
Legia (Póllandi)-Videoton (Ungverjalandi)..............................1-1 (2-1)
Lokomotiv Leipzig (A.Þýskal.)-AC Milano (Italíu).......................3-1 (3-3)
Mönchengladbach (V.Þýskal.)-Sparta (Hollandi)..........................5-1 (6-2)
Nantes (Frakklandi)-Partizan Belgrad (Júgóslavíu)......................4-0 (5-1)
Neuchatel (Sviss)-Lokomotiv Sofia (Búlgaríu)...........................0-0 (1 -1)
Odessa (Sovétríkjunum)-Real Madrid (Spáni).............................0-0 (1-2)
Osasuna Pamplona (Spáni)-Waregem (Belgíu)..............................2-1 (2-3)
Sportlng Lissabon (Portúgal)-Dinamo Tirana (Albaníu)...................1 -0 (1 -0)
St. Mirren(Skotlandi)-Hammarby(Svíþjóð)................................1-2 (4-5)
Vardar Skopje (Júgóslavíu)-Dundee Utd. (Skotlandi).....................1-1 (1-3)
E vróp uleikirnir
Juventus vann
Halíusiaginn
Evrópumeistarar Juventus höfðu
betur gegn Ítalíumeisturum Verona
þegar samlandar mættust fyrir lukt-
um dyrum í Torino í gær. Juventus
var að taka út refsingu fyrír sinn þátt í
harmleiknum í Brússel sl. vor en það
virtist engin áhrif hafa á liðið að fá
engna stuðning sinna áhorfenda. Ju-
ventus vann 2-0, mjög örugglega, og
leikur því í 8-liða úrslitum Evrópu-
keppni meistaraliða. Michel Platini
skoraði úr umdeildir vítaspyrnu á 19.
minútu og Aldo Serena innsiglaði sig-
urínn á 50. mínútu.
Frank McDougali kom Aberdeen í
8-liða úrslit með því að skora eina
markið gegn Servette frá Sviss. Lathi
frá Finnlandi vann frækinn sigur á
nágrönnunum frá Leningrad í Sovét-
ríkjunum, 3-1, eftir framlengingu.
Það voru ein óvæntustu úrslit gær-
kvöldsins. Bayern Múnchen komst í
mikla hættu gegn Austria í Vín en
náði 3-3 jafntefli eftir æsispennandi
lokamínútur. Bayern vann 7-5
samanlagt.
Benfica slapp í gegnum stærstu
viðureignina í Evrópukeppni bikar-
hafa þrátt fyrir 1-0 gegn Sampdoria á
Ítalíu. Portúgalska liðið vann 2-1
samanlagt. Austur-Evrópuliðin Dy-
namo Dresden, Dynamo Kiev og
Dukla Prag komust nokkuð
sannfærandi í gegn en mótspyrna
Knattspyrna
Njáíf
þjálfar
Einherja
Njáll Eiðsson hefur verið ráð-
inn þjálfari 2. deildarliðs Ein-
herja frá Vopnafirði fyrir næsta
sumar.
Njáll er í hópi þekktari knatt-
spymumanna landsins. Hann lék
með KA síðustu tvö keppnis-
tímabilin en lék áður með Val,
Þrótti Neskaupstað og KA. Hann
hefur leikið þrjá landsleiki fyrir
íslands hönd, m.a. HM-leikinn
gegn Walesbúum í Cardiff fyrir
rúmu ári.
Njáll Eiðsson er 27 ára gamall
og leikur að sjáifsögðu með liði
Einherja samhliða þjálfuninni.
Hann kannast vel við sig á
Austurlandinu, er frá Borgarfirði
eystra og hóf knattspyrnuferil
sinn á Eskifirði auk þess að leika í
Neskaupstað um skeið.
- VS.
Bangor City frá Wales gegn Atletico í
Madrid kom mest á óvart. Atletico
var spáð risasigri en varð að láta 1-0
duga.
Hammarby frá Svíþjóð vann eitt
mesta afrekið í UEFA-bikarnum
með því að vinna St. Mirren 2-1 í
Skotlandi. Skotarnir voru yfir þar til
þrjár mínútur voru til leiksloka að
Hakan Ivarsson og Michael Anders-
son skoruðu tvívegis fyrir Hammarby
og tryggðu liðinu 5-4 sigur samanlagt.
Nantes, mótherjar Vals í 1. umferð,
sýndu styrk sinn með því að mala
Partizan Belgrad 4-0. Amisse skoraði
2 mörk og Burruchaga og Bracigliano
eitt hvor. Sandro Altobelli skoraði 3
mörk fyrir Inter Milano og Liam Bra-
dy eitt í 4-0 sigri á Linz frá Austurríki.
AC Milano slapp hinsvegar naumlega
gegn Lokomotiv í A.Þýskalandi og
þriðja ítalska liðið í keppninni, Tor-
ino, féll fyrir Hajduk Split.
- VS/Reuter.
Knattspyrna
McGhee
til Celtic
Glasgow Celtic keypti í gær skoska
landsliðsmiSherjann Mark McGhee
frá Hamburger Sportverein fyrir 200
þúsund pund. McGhee hefur veriS
meS eindæmum óheppinn þau tæpu
tvö ár sem hann hefur leikiS í Vestur-
Þýskalandi.
- VS/Reuter
Pétur Ormslev í sannkölluðu dauðafæri á 12. mínútu leiksins gegn Rapid. Markið galopið - en hann skaut yfir. Mynd:
E.ÓI.
Fram-Rapid
„Sýnir stöðu ís-
lenskrar knattspymu“
Fram betra og gat verið komið í 3-0 eftir 18 mínútur.
Fyrsti sigurleikur íslensks liðs Í2. umferð
„þaS sýnir stöSu íslenskrar knatt-
spyrnu í dag aS maSur skuli geta leyft
sér aS vera svekktur eftir 2-1 sigur á
Rapid Wien, úrslitaliSinu i Evrópu-
keppni bikarhafa sl. vor. Austurríkis-
mennirnir sluppu vel meS þessi úrslit,
þeir skoruSu ódýrt mark og fengu
engin færi“, sagði Guðmundur Torfa-
son eftir sigur Fram á Rapid á
Laugardalsvellinum í gærdag.
Þrátt fyrir leiktímann mættu um
tvö þúsund áhorfendur á völlinn í gær
og þeir sáu Framara standa sig frá-
bærlega gegn hinu sterka austurríska
Iiði. Eftir 18 mínútur hefði staðan
hæglega getað verið orðin 3-0. Á 5.
Kraftakeppnin
Jón Páll
sterkastur
Jón Páll Sigmarsson sigraði ör-
ugglega í keppninni um titilinn
,ýSterkasti maður íslands“ sem
fram fór í Laugardalshöllinni í
fyrrakvöld. ’ Hann keppir því í
Portúgal um miðjan þennan mán-
uð um titilinn „Sterkasti maður
heims“ en Jón Páll er handhafi
hans eins og kunnugt er. Hann
hafði hinsvegar lýst því yfir að ef
hann næði ekki að sigra í keppn-
inni hér heima hefði hann ekkert
til Portúgal að gera.
Hjalti Árnason varð annar í
keppninni í fyrrakvöld og Magn-
ús Ver Magnússon þriðji. Hinir
þrír keppendumir sem komust í
aðalkeppnina náðu ekki að ljúka
þrautunum. Guðni Sigurjónsson
handleggsbrotnaði, Baldur Borg-
þórsson ofkeyrði sig í byrjun
keppninnar og Torfi Ólafsson
tognaði.
Keppt var í sekkjahleðslu, bíla-
drætti, rafgeymalyftu og sjó-
manni og auk þess var Húsafells-
hellunni frægu lyft. f>á voru talin
með stig úr undankeppninni sl.
sunnudag þegar keppendur
drógu Scania-tmkk. - VS.
mín. átti Ómar Torfason glæsisend-
ingu innfyrir vörn Rapid á Pétur
Ormslev. Hann átti í erfiðleikum með
að ná boltanum fyrir tærnar á sér og
var þá kominn nálægt markmannin-
um og skaut f hann. „Hann lokaði
markinu en ég hefði átt að vippa yfir
hann“, sagði Pétur. Á 12. mín. sendi
Guðmundur Steinsson frábæra send-
ingu frá vinstri og á markteignum við
fjærstöng var Pétur aleinn en skaut
viðstöðulaust yfir opið mark. ,J»að
var enginn maður nálægt og markið
galopið - það var hrikalegt að skora
ekki þarna“, sagði Pétur.
En á 18. mínútu tók Fram foryst-
una, reglulega sanngjarnt. Guð-
mundur Torfason sendi fyrir frá
hægri, boltinn fór í jörðina og spýttist
framhjá Guðmundi Steinssyni og
Konsel markverði sem renndi sér á
móti. Á miðjum markteig var Krist-
inn Jónsson og skallaði í autt markið,
1-0. „Ég átti ekki von á að fá boltann
en annars var ekki hægt annað en að
skora úr þessari stöðu“, sagði Krist-
inn.
Heldur dofnaði yfir leiknum eftir
markið. Liðin sóttu til skiptis og
helstu hættunni afstýrði Friðrik Frið-
riksson markvörður þegar hann
„rennitæklaði" Kranjcar rétt utan
vítateigs á 43. mín.
Seinni hálfleikur var jafn og nokk-
uð þófkenndur. Rapid bætti við varn-
armanni fyrir sóknarmann og tafði
við öll möguleg tækifæri. Úr skyndi-
sókn komst Pacult í dauðafæri á 63.
mín. en skaut framhjá. Hann jafnaði
síðan á 67. mín., 1-1, þegar Friðrik
missti af langri sendingu innfyrir vörn
Fram. Boltinn fór framhjá honum og
Pacult skoráði auðveldlega. „Ég fór á
fullri ferð á móti boltanum, leit af
honum eitt andartak og það var nóg.
Ég rann og boltinn skrúfaðist framhjá
mér“, sagði Friðrik um þetta slysa-
mark. Friðrik bætti þetta upp á 71.
mín. þegar hann hálfvarði skot frá
Haliovic og elti síðan boltann uppi og
náði honum á marklínunni.
Sigurmarkið kom tveimur mínút-
um fyrir leikslok. Fallegt spil Fram
tætti vöm Rapid í sundur - Ormarr
Örlygsson lék inní vítateiginn þar sem
honum var bmgðið. ,JEg ætlaði að
skjóta en varnarmaðurinn fór fyrst i
lappirnar á mér og hrínti síðan á
bakið þannig að ég missti jafnvægið",
sagði Ormarr. Úr vítaspyrnunni
skoraði Guðmundur Torfason af ör-
yggi, 2-1. Annar sigur íslensks liðs á
atvinnuliði í Evrópukeppni á þessu
hausti var staðreynd. „Hughreyst-
ing“, sagði Guðmundur um markið,
„við áttum að vinna stærri sigur“.
Framliðið stóð sig mjög vel í heild -
mun betur en hægt var að vonast eftir
með einhverri sanngirni. Sigurviljinn
var fyrir hendi og þá er stórt skref
stigið. Guðmundur Torfason, Ómar,
Viðar, Pétur, Friðrik og Sverrir Ein-
arsson léku allir mjög vel og aðrir
stóðu þeim ekki langt að baki. Ásgeir
Eh'asson þjálfari kom inná og lék síð-
ustu 8 mínútumar. „Þetta var kveðju-
leikurinn minn og það var sætt að
sigra þetta lið. Við hefðum getað leitt
3-0 í hálfleik án sérstakrar heppni -
það var gaman að sjá að það er hægt
að leika sóknarleik með góðum ár-
angrí gegn svona sterku liði - það þarf
ekki alltaf að liggja i vörn til þcss“,
sagði Ásgeir.
Framarar slógu botninn í fengsæla
knattspymuvertíð með sigrinum í
gær. Þeir urðu fyrstir íslenskra liða til
að vinna leik í 2. umferð Evrópu-
keppni og mega vera stoltir yfir því.
Ekki síst þar sem sigurinn var fyllilega
verðskuldaður og í minnsta lagi. Rap-
id Wien vann 4-2 samanlagt - miðað
við frammistöðu Fram í Vín og síðan
á Laugardalsvellinum í gær má þetta
sterka lið hrósa happi yfir þeirri
markatölu.
- VS.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 7. nóvember 1985