Þjóðviljinn - 17.11.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 17.11.1985, Side 12
„Mikið starf óunnið í fyrirbyggjandi læknisþjónustu á Islandi", segir Gísli. Heilsugœslustöð enn ó pappírnum Spjallað við Gísia G. Auðunsson lœkni sem er nýkominn til Húsavíkur affur eftir framhaldsnám í Kanada rekja má upphaf heilsugæsl- ustöðvar á Húsavík aftur til ársins 1966. Fram að þeim tíma hafði bæði læknishéraðinu og sjúkrahúsinu á Húsavík verið gegnt af einum lækni og var Daníel Daníelsson síðastur með báðar stöðurnar. Hann fór út til framhaldsnáms 1966. Þá voru ráðnir læknarnir Ingimar S. Hjálmarsson og Gísli G. Auðunsson til Húsavíkur. Árið 1970 tók nýja sjúkrahúsið á Húsavík til starfa og jafnframt var þá komið á stofn „Heilbrigð- ismiðstöðinni á Húsavík“, sem fékk inni á fyrstu hæð sjúkrahúss- ins og þjónaði Húsavíkur-, Breiðumýrar- og Kópaskershér- uðum. Þá strax var rekin þar sams konar starfsemi og nú er á heilsugæslustöðvum. Þegar nú- verandi lög um heilbrigðisþjón- ustu gengu í gildi um áramótin ’73 til ’74 varð Heilbrigðismiðstöðin á Húsavík að Heilsugæslustöð- inni á Húsavík. Hún hefur verið starfrækt í sama húsnæðinu allan tímann og í nánum tengslum við Sjúkrahúsið á Húsavík. Gísli G. Auðunsson er nýkom- inn aftur til Húsavíkur, en hann hefur verið í framhaldsnámi und- anfarin 2 ár í Kanada í heimilis- lækningum. „Töluverður blæbrigðamunur er á veikindum fólks hér, borið saman við það sem ég kynntist ytra, enda eru hér ekki stórborg- arvandamál. Flest af því sem við fáum til okkar hér á heilsugæsl- ustöðina eru sem betur fer ekki alvarleg, a.m.k. ekki lífshættuleg veikindi. Eigi að síður valda þessi minniháttar mannamein oftast eins miklum kvíða, þjáningum og vinnutapi og alvarlegir sjúkdóm- ar. Þessi vandamál þarfnast því ekki síður athygli og umönnu- nnar ef viðkomandi einstaklingi á að líða vel og haldast starfhæfur," sagði Gísli aðspurður þegar blað- amaður var sestur inn á þrönga stofuna hjá honum. „Ég hef sérstakan áhuga á fyrirbyggjandi starfi og að heilsu- vernd eða fyrirbyggjandi læknis- þjónusta á íslandi verði endur- skipulögð og lögð á hana ríkari áhersla. Allt fyrirbyggjandi starf heimiislækna er sett skör lægra en svokölluð hefðbundin læknis- þjónusta, þar sem læknum er ekki greitt sérstaklega fyrir fyrir- byggjandi starf. Þetta finnst mér hæðin heilbrigðispólitík. Við þurfum að líta á þessi mál frá nýj- um sjónarhóli. Fyrir 10 árum kom út í Kanada bók sem byggir á tölfræðilegum rannsóknum á þeim sjúkdómum sem valda mestu ævidagatapi. Til að skýra þetta vil ég nefna að maður, sem deyr tvítugur úr bílslysi tapar 55 árum af eðlilegri ævilengd, miðað við núverandi lífslíkur. Maður, sem hins vegar deyr sextugur úr krabbameini, tapar einungis 15 árum. Með því að leggja þetta mat til grundvallar, en ekki úr hvaða sjúkdómi flestir deyja, þá kom eftirfarandi í ljós: Mestu ævidagatapi valda bílslys. í öðru sæti urðu hjartasjúkdómar, í þriðja sæti öll önnur slys (önnur en bílslys), í fjórða sæti lungna- sjúkdómar, þar með talinn lungnakrabbi. Og í fimmta sæti en þó mun neðar en hinir fjórir, sjálfsmorð. Þessi skýrsla bregður nýju ljósi á heilbrigðismál, því að í langflestum tilvikum hafa þessir dauðdagar með mannlega hegð- an að gera. Hún sýnir okkur að ef við ætlum að vinna einhverja um- talsverða sigra í heilbrigðismál- um á næstunni þá útheimtir það að breyta mannlegri hegðan, hvorki meira né minna. Það þarf því að leggja miklu meiri áherslu á fyrirbyggjandi fræðslustarf. Á íslandi er mikið starf óunnið á þessu sviði, enda bílslys óhugn- anlega tíð hér. Lungnasjúkdóm- ar og hjartasjúkdómar eiga líka að verulegu leyti rætur að rekja til mannlegrar hegðunar og þá einkum reykinga. Eg hef enga trú á að hátæknilæknisfræði muni skila árangri á þessum sviðum á næstunni, en einhverra hluta vegna rennur nánast allt fjár- magnið í þann þátt heilbrigðis- þjónustunnar í dag.“ „Hvernig er aðstaðan hér á Heilsugæslustöðinni?“ „Við sitjum mjög þröngt eins og sjá má, miðað við þær kröfur sem gerðar eru. Við erum hér 5 heilsugæslulæknar og til að koma okkur fyrir hefur orðið að ýta öðrum starfsmönnum og annarri starfsemi til hliðar. Vonandi verður hægt að sinna því betur þegar, - eða á ég að segja ef, - nýja heilsugæslustöðin verður tekin í notkun. Langt er síðan hún var hönnuð, en ennþá er hún aðeins til á pappírnum. Mér er það satt að segja óskiljanlegt hvers vegna heilbrigðisyfirvöld hafa alltaf getað ýtt þeirri fram- kvæmd til hliðar, þar sem heita má að búið sé að byggja þetta alls staðar upp utan stærsta þéttbýlis- ins. Ég er satt að segja orðinn ansi þreyttur á biðinni,“ sagði Gísli að lokum. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1985 ekk „Ég er Stríð og söngur er bók um sex íslensk skáld sem Matthías Viðar Sæmundsson bókmenntafræðingur tekur saman. Skáldin sem segja frá eru Guðrún Helgadóttir, Matthías Johannessen, Indriði G. Þor- steinsson, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Thor Vilhjálmsson og Þorsteinn frá Hamri. „Forlagið" gefur út. í bókinni rekja skáldin sex þá reynslu sem þeim er minnistæðust úr lífi sínu og haft hefurdýpst áhrif á þroska þeirra og lífsviðhorf. Þau rekja minningar úr uppvexti sínum en öll eiga þau sameiginlegt að vera af þeirri kynslóð íslendinga sem fædd er milli stríða. Þau tóku út þroska sinn í þann mund sem íslenskt þjóðfélag var að brjóta af sér bönd einangrunar og ganga í darraðardans heimstyrjaldarinnar síðari. Sum þeirra greina ítarlega frá dýrmætum mótunarárum erlendis, önnur segja tæpitungulaust frá lífi listamanna á íslandi í skugga kalda stríðs- ins á sjötta áratugnum. Þar er margt látið fjúka sem ekki hefur áður borist eyrum fjöldans. Öll lýsa skáldin sex afstöðu sinni til lífs og dauða, trúar, ástar og listar og leitast við að rekja leið sína til skáldskapar. Stríð og söngur bregður upp meitluðum myndum af þeim manneskjum sem leynast bak við skáldskapinn og segir sögu litríkra listamanna á umbrotatím- um. Ég er ekki glaðlyndur að eðlis- fari. Sem drengur var ég á varð- bergi, hægur og ákaflega feim- inn. Ég átti og hef alltaf átt erfitt með að tala um sársauka minn. Menn halda að ég tali mikið. Menn halda að ég sé fugl á hendi. Valtýr Stefánsson sagði eitt sinn við mig: Matthías minn. Þú verð- ur annað hvort að hætta blaða- mennsku eða venja þig af feimni. Ég vaidi síðari kostinn því hvað lætur maður sig ekki hafa. En ég er fæddur feiminn og hef aldrei talað um minn innri mann nema í kvæðum. Og þar er hann milli skelja. Þegar leið að lokum kreppunnar féll skuggi yfir um- hverfi mitt. Þá var drengurinn níu og tíu ára gamall. Ég sé hann nú- orðið sem fjarlæga minningu, en ég man að sársaukinn var mikill. Himinn hans hrundi. Þannig var að foreldrar mínir báru ekki gæfu til að vera saman um skeið og faðir minn fluttist að heiman. Það var mikið áfall því þá var slíkt litið öðrum augum en nú. Seinna lagaðist allt, faðir minn kom heim og foreldar mínir áttu saman fallegt og eftirminni- legt haust. Ég fór mikið einförum meðan á þesu stóð því ég þurfti að hugsa inn í mig og tala við forsjónina. Orti líka reiðinnar ósköp. Ég er í engum vafa um að þetta skeið hefur vakið í mér skáldið, enda eðlilegt að menn leiti til skáldskapar í kreppu. Ég hélt dauðahaldi í móður mína, en um líkt leyti varð hún mjög veik. Eitt sinn þegar ég var að leik uppi á Túngötu var ég sóttur til að kveðjahana. Þá hélt égað égværi orðinn eistæðingur. En hún náði sér. Mér þótti líka mjög vænt um föður minn. Samt var hann stærsti hluti þessa sársauka sem mér var bakaður. Hann vissi það og sagði að ég skildi þetta þegar ég yrði fullorðinn. Einhvern veg- inn hef ég aldrei gleymt þessum orðum og ávallt reynt að láta þau ekki verða að veruleika. Lífið hefur hins vegar gert þær kröfur til mín að ég skil. Núorðið. Ég undi oft hag mínum í Selsvörinni þar sem ég leitaði mér skjóls á milli skelja einsog segir í Morgni í maí. Myndin er annars tvíræð því hún getur líka átt við fiskinn sem ver sig með skel fyrir krossfiskinum. Árang- urslaust. Það var mikið talað um halastjörnu og heimsendi á þess- um tíma. Einhverju sinni sátum við krakkarnir undir nýbyggðum húsvegg á Hávallagötunni. Við töldum að þar gætum við kannski lifað af. Mig hefur síðar furðað á þessari minningu því um þetta leyti var ég öldungis sáttur við að

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.