Þjóðviljinn - 17.11.1985, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 17.11.1985, Qupperneq 16
Guðrún Norðdahl afhendir stjórnarformanni Kjarvalsstaða verkið Andi öræf- anna. Kjarvalssafn Tvœr rausnargjafir Á aldarafmæli Kjarvals í októ- ber voru Kjarvalssafni Reykjavíkurborgar gefnar þrjár myndir eftir meistarann. Eyrún Guðmundsdóttir færði safninu tvö málverk: Ofar skýjum og Þingvallabóndinn, og Guðrún Norðdahl afhenti safn- inu dánargjöf systur sinnar Rannveigar, Andi öræfanna. Hallgrímskirkja Vígð á höfuð- borgarafmœlinu fari allt að óskum Málefni Hallgrímskirkju komu eðlilega til umræðu á síðasta Kirkjuþingi. Hermann Þor- steinsson, einn Kirkjuþings- manna, hefurávalltveriðmik- illáhugamaðurum kirkjubygginguna. Blaða- manni datt í huga að leggja fyrir Hermann nokkrar spurn- ingar um aðdraganda bygg- ingarinnar, hvar hún væri á vegi stödd nú, fjárframlög, hvenær búast megi við að byggingunni verði lokið o.fl. Þó að ekki hafi allir verið, né séu, á einu máli um réttmæti þess að ráðast í byggingu þessa húss þá má ætla, að ýmsum þyki nokkurfróðleikur fólginn í svörum Hermanns Þorsteinssonar, og því eru þaufest héráblað. - Hverjir áttu hugmyndina að byggingu Hallgrímskirkju? - „Arið 1914 voru 300 ár liðin frá fæðingu Hallgríms Péturs- sonar. Þá sendi biskup íslands, Þórhallur Bjarnason, öllum prestum landsins bréf og mælir svo fyrir, að sr. Hallgríms verði minnst við guðsþjónustu í öllum kirkjum landsins tiltekinn sunnu- dag, sem og var gert. Þar með var til þess mælst, að samskot verði hafín til byggingar veglegrar kir- kju í HÖFUÐSTAÐ LANDS- INS og verði hún nefnd Hallgrím- skirkja. Var Skólavörðuhæð fljótt nefnd sem tilvalinn staður handa þessari kirkju. Þetta fékk góðar undirtektir og samskot hófust...”. Svo segir í grein í Vísi 10/2 1964 eftir Á.Th. (Ástríði Thorarens- en). í grein þessarar ágætu, ný- látnu merkiskonu, - ömmu og al- nöfnu eiginkonu Davíðs Odds- sonar borgarstjóra - er ýmsan íróðleik að finna um framhalds- umræðuna um kirkjuna á Skóla- vörðuhæð. Líklegt er að hug- myndin um Hallgrímskirkju hafí einmitt orðið til 1913-1914. Þró- unarsagan var svo rakin í máli og myndum á sögusýningu í Hall- grímskirkju, forkirkjunni, vorið 1984. Stefnt á afmœlisárið - Prófessor Guðjón Samúels- son, húsameistari ríkisins, teiknaði kirkjuna. Um þetta við- fangsefni skrifaði hann: „Ég hefi lagt vinnu í þetta verk eins og ég hefí framast getað, unnið að teikningum árum saman (1937- 1942), og langar til að hún verði með bestu verkum frá minni hendi, er ég hefí gert...”. - Hvenœr hófst byggingin? - Hafist var handa 15. des. 1945 kl. 10 árdegis, á sömu stundu og borgaryfirvöld afhentu kirkjulóðina, en í stríði hafði staðið um það allt frá árinu 1942. - Eru áætlanir um hvenœr byggingunni verði lokið? - Markvisst er nú stefnt að því að fullgera og vígja kirkjuna eigi síðar en 27. okt. á 312. ártíð séra Hallgríms Péturssonar og á 200. afmælisári Reykjavíkurborgar, i ■ 1 ■«, ■'LpM 11 T M; } ! 11 l|llí V 11 pL 1 'Œ IU 1 Hiyrjl 1 Gjöf Eyrúnar Guðmundsdóttur, Ofar skýjum og Þingvallabóndinn. 1986, ef til þess fást nægir fjár- munir, sem nokkur fyrirheit hafa verið gefin um af stjórnendum ríkis og borgar. Samþykktin frá 1926 - Var ekki reiknað með því í upphafi að byggingin tœki mörg ár? - Á sóknarfundi í Reykjavík- ursöfnuði 5. des. 1926 - en þá var aðeins einn þjóðkirkjusöfnuður í Reykjavík - var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Að unnið verði að því að koma upp nýrri kirkju með sæti fyrir 1200 manns, ætti sú kirkja að standa í Austurbænum, á Skólvörðuhæð. Kirkjan verði fullgerð fyrir fyrirhugaða Alþing- ishátíð 1930...” Ekki varð það. Árið 1940 samþykkti Alþingi lög um skiptingu Reykjavíkur í prestaköll. I greinargerð mennta- málanefndar með lagafrumvarp- inu segir: „... en stór kirkja á Skólavörðuhæð verði reist hið fyrsta, og gangi hún fyrir öllu...”. Það, sem eftir er -Hvað erþað einkum, sem eftir er að gera? - Hljóðeinangra kirkjuskipið að innan með sérstöku tilliti til hljómburðar og fullvinna alla innri fleti þessa stóra kirkjusalar - hvelfingar, súlur, er bera hvelf- ingarnar uppi, kórinn og útvegg- ina, ganga frá hita- og loftræsti- kerfum, raflýsingu allri og leggja steinhellur gólfsins, sem með kórnum er samtals 844 fermetrar. Síðan það, sem kirkjuhúsið er fyrst og fremst byggt utan um: altari, skírnarlaug og prédikun- arstól. Loks 12-15 hundruð sæti fyrir söfnuðinn og síðast en ekki síst: orgel kirkjunnar. - Með hverjum hœtti hefur fjármagnið fengist? - Hlutföllin hafa lengst af verið þessi: 60% frjáls framlög vina kirkjunnar og 40% frá ríki og borg. í árslok 1983 var bygging- arkostnaðurinn samtals frá 1945 kr. 9.979.817 - (ekki fram- reiknað). - Hvernig horfir með orgel- sjóðinn? - Vel - vonandi. Söfnunin stendur yfir og inn eru komnar kr. 1,5 milj., en betur má ef duga skal. í orgelsjóði var fyrir um ein milj. kr. - Fyrir Kirkjuþingi liggur til- laga frá biskupi um byggingu Hallgrímskirkju. Hvaðfelurhún í sér og hvernig var hún afgreidd? - Tillagan felur í sér þakkir til allra þeirra „sem hafa sýnt áhuga og fórnfýsi við byggingu þessa þjóðarhelgidóms” og sérstakar þakkir til þeirra á Alþingi, sem þar hafa talað og tala nú fyrir fjárframlagi 1986 til byggingar kirkjunnar og fyrir sérstöku framlagi til litskreytingar hennar. Tillagan var samþykkt með viðauka-þakkarorðum fyrir fjár- stuðning til kirkjubyggingarinnar frá borgarsjóði. -mhg 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.