Þjóðviljinn - 24.11.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1985, Síða 3
Flutningur er okkar fag EIMSKIP Simi 27100 ■f. Ingólfur öm Amarson með bókverk. Ljósm. E.ÓI. Norrœna myndlistarbandalagið 40 ára Bókverk og listaverka- bœkur í Noirœna húsinu ISLB4SKAR VÖRUR Á ERLENDAN yfiARKAÐ (slensk þjóö byggir lífsviðurværi sitt á útflutningi. Ekki aðeins á afla fiskiskipanna, heldur einnig á útflutningi annars konar afla - afrakstri verkmenningar alls þjóðfélagsins - allt frá heimaprjón- uðum lopapeysum til háþróaðs stóriðjuvarnings. Við hjá Eimskip vitum að ekkert svið íslensks atvinnulífs er óháð útflutningi. í áratugi höfum við lagt okkurfram við að þjóna atvinnuveg- unum sem best, með því að fylgjast náið með framförum og tileinka okkur jákvæðar nýjungar í flutningum. Nú flytur Eimskip íslenskan afla um allan heim - niðursuðuvörur til Sovétríkjanna, freðfisktil Bandaríkj- anna, lopavörur til Evrópuhafna, skreið til Afríku, stóriðjuafurðir til Bretlands - ög svona mætti lengi telja. Sérþekking og reynsla Eimskips í flutningum nýtist öllum greinum íslensks atvinnulífs. Jónína Guðnadóttir, leirlistamaður, Knut Ödegaard forstjóri Norræna hússins, Guðrún Magnúsdóttir bókavörður og Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður og form. (slandsdeildar Norræna myndlistarbandalagsins. Þau eru að bera saman bækur sínar, Knut með sýningarskrá að samísku sýningunni í kjallara hússins, Valgerður og Guðrún með skrár um sýningarnar í anddyrinu og í bókasafninu. Ljósm. Sig. landi mikilvæg og komið okk- ur á blað í hinum alþjóðlega heimi myndlistarinnarsagði Valgerður Bergsdóttur, en hún erformaður íslands- deildar Norræna Myndlistar- bandalagsins, sem nú á40 áraafmæli. íslandsdeildin starfar undir Samb. ísl. myndlistarmanna, en í dag verður opnuð sýning í Nor- ræna húsinu í tilefni af afmælinu. Sýningin er tvíþætt, annars vegar verða sýnd bókverk íslenskra listamanna, en segja má að Diet- er Roth hafi á sínum tíma innleitt þessa „listgrein“ í íslenska mynd- list. Aðrir sem sýna bókverk eru m.a. Kristján Guðmundsson, Daði Kristbjörnsson, Helgi Friðjónsson, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Ingólfur Örn Árnason, sem hefur haft veg og vanda af uppsetningunni. Þá verða sýndar listaverka- bækur og sýningaskrár frá Norðurlöndunum á bókasafninu en Guðrún Magnúsdóttir, bóka- vörður valdi bækurnar. Á mánu- dagskvöldið munu Aðalsteinn Ingólfsson og Gunnar Harðarson flytja fyrirlestra í tengslum við sýninguna í anddyrinu. Sýningarnar í Norræna húsinu verða opnar til sunnudagsins 8. desember. Sett hefur verið upp samsýning norrænna myndlistarmanna í Stokkhólmi í tilefni af afmælinu og eru verk tveggja íslenskra myndlistarmanna á sýningunni. Þeir eru Jóhannes Kjarval og Jón Gunnar Árnason. Þessi sýning hefur fengið mjög góðar við- tökur. Hún er sett upp í Nation- almuseum í Stokkhólmi, þar sem Norræna myndlistarbandalagið var stofnað fyrir 40 árum. Meðal annarra sýninga sem íslendingar taka þátt í um þessar mundir er sýningin „Byggingarlist-mynd- list“ og eru Magnús Skúlason arkitekt og Magnús Tómasson, myndlistarmaður þar fulltrúar ís- lands. Sýningin kemur væntan- lega til fslands árið 1986. -þs „Þátttaka íslendinga í Nor- ræna myndlistarbandalaginu hefur skipt miklu máli fyrir ís- lenska myndlistarmenn, en þessi samvinna hófst 8. nóv- ember 1945. Fyrstu þrjá ára- tugina var höfuðáherslan lögð á að koma upp stórum sam- sýningum norrænna mynd- listarmanna og sýna þær í höfuðborgum Norðurland- anna. Eftir að Sveaborg var reist hefur starfsemin aðal- lega verið fólgin í ráðstefnum og ýmiss konarsérsýningum. Öll þessi samvinna hefur ver- ið myndlistarmönnum á ís-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.