Þjóðviljinn - 24.11.1985, Side 11
í fantasíunni
getur kviknað
einhver
annar heimur
Einar Kárason hóf sinn rit-
höfundaferil áriö 1979 þegar
Ijóöabókin Loftræsting kom
út. 1981 kom svo fyrsta skáld-
sagan, Þetta eru asnar Guö-
jón, „hnyttin lýsing á lífi og
hugsunarhætti ungs fólks nú-
tímans... krydduö meö hrá-
slagalegum gálgahúmor”,
svo vitnað sé í bókarkápu.
Tveimur árum síðar kom Þar
sem Djöflaeyjan rís og fyrir
nokkrum vikum Gulleyjan.
Sögusvið þessara bóka er
braggahverfi í Reykjavík á
sjötta og sjöunda áratug
þessararaldar.
Einstaka maður hefur verið að
senda mér tóninn fyrir að hlaupa
aftur í fortíðina, skrifa einhverjar
gamlar sögur og flýja frá vanda-
málum samtímans. Þetta er smit
frá dagblöðunum sem eru orðin
gömul daginn eftir að þau komu
út. Samkvæmt þessu er samtím-
inn bara dagurinn í dag eða árið í
ár. íslenskur samtími er frá
stríðslokum til dagsins í dag.
Mikill blómatími í sögu þjóðar-
innar, hún hefur verið sjálfstæð,
enginn hefur liðið skort og það
hefur verið uppbygging og vei-
ferð. Á þeim tíma skipti Island
um menningarsvæði, frá því að
vera á dansk-evrópsku menning-
arsvæði fyrir stríð yfir í að vera
meira undir amerískum og engils-
axneskum áhrifum. Þaðsamfélag
sem við erum alin upp í og lifum í
er að verða til á þeim árum sem
sagan gerist. Það er náttúrlega
ennþá að verða til, en þessar
stóru breytingar sem verða á ís-
landi eru í gerjun á þessum tíma.
Bæði er þjóðin á hálfgerðu fyller-
íi út af þessari miklu og óvæntu
velgengni, öllum peningunum
sem allt í einu fara að streyma
inn, þessari uppbyggingu, sjálf-
stæði eftir allar myrku aldirnar og
svo er þessi slagur sem stóð yfir út
af þessari menningarbyltingu.
Peningar streyma
Ég get ómögulega séð að það
sé að hlaupa frá vandamálum
samtímans að skoða hvernig
þessar breytingar sem við hrær-
umst í núna, hvernig þær verða á
þessu landi. Annars eru mér
„vandamál samtímans” ekki efst í
huga þegar ég reyni að setja sam-
an svona verk, þó að auðvitað
megi sjá ísögunni vissa symbólík.
Fjölskyldan í sögunni upplifir
allar þessar breytingar mjög
sterkt á sjálfri sér. Hún kemur úr
sérlega mikilli fátækt, kellingin
þetta forn, kallinn blankur launa-
þræll með þessa stóru fjölskyldu
á framfæri á kreppuárunum. Hún
er að missa systkini sín og ætt-
ingja, fólk er að fara úr sjúkdóm-
um í kofanum þar sem þau búa,
þetta sem íslendingar höfðu
þekkt í allar þessar aldir. Þetta
eru blankheit og strit, en svo fer
fjölskyldan á einhvern hátt að
tengjast Ameríku og á sama tíma
fara peningar að streyma inn í til-
veru hennar. Það verða algjör
kynslóðaskipti, þessi vestræna
kynslóð kemur upp, fólk sem er
fætt á stríðsárunum og síðar. Svo
er hin fjölskyldan, Fíu og Tóta, -
henni er stillt upp í fjarlægð. Það
hefði verið auðvelt fyrir mig að
banalísera söguna með því að láta
sem þarna kristallaðist einhver
harmsaga þjóðarinnar, að fjöl-
skyldan tapi áttum og glatist í
þessum skyndilega auð. En saga
Fíu og Tóta hlýtur að draga úr því
að menn geti skilið bókina þann-
ig. Fía heldur fast í allar hinar
klassísku dyggðir, ráðdeildar-
semi og sparnað og hin amerísku
menningaráhrif virðast ekki
heldur snerta þau. Hins vegar
farnast þeim ekkert betur, nema
síður væri.
Sjálfstœtt líf
- Hugsarðu persónur þínar að
einhverju leyti semfulltrúa ákveð-
inna strauma í þjóðlífinu?
Ekki meðvitað, það var ekki
ætlunin. En það má skoða t.d.
spákonuna og Badda sem fulltrúa
ákveðinna strauma. Baddi er
ungi vestræni maðurinn út í gegn
og hún er svona forníslensk kel-
ling að sumu leyti, amman, þótt
hún hrífist af nútímanum og fyrir-
líti fortíðina. En þau eiga að lifa
sjálfstæðu lífi. Það sem mér hefur
alltaf fundist mest hrífandi við
litteratúrinn er það þegar verkin
fara að lifa sjálfstæðu lífi. Við
erum að tal um Gulleyjuna, það
er til bók sem heitir Treasure Is-
land, eftir Stevenson og var þýdd
yfir á íslensku og kölluð Gull-
eyjan. Ég hreífst mjög af þeirri
bók, sérstaklega því hvernig hún
kom til. Stevenson var maður
sem lifði mjög óspennandi lífi,
var sjúklingur alveg frá því hann
var ungur maður. Hann var
bundinn í veikindum, dó rúmlega
fertugur og hafði þá verið sjúkur í
tuttugu og eitthvað ár. Dreymdi
náttúrlega um það að vera
heilbrigður og lifa ævintýralífi
eins og sjálfsagt allir gera sem eru
á einhvern hátt fastir einhvers
staðar. Veröldin verður fyrir
þeim mjög falleg og í fantasíunni
getur kviknað einhver annar
heimur. Sagan um Gulleyjuna
kom þannig til að Stevenson byrj-
aði á því að búa til sögusviðið,
hann var að segja stjúpsyni sínum
þessa sögu, sem gott ef ekki lá
líka veikur. Hann býr til ein-
hverjar týpur, það er Long John
Silver með páfagaukinn, strákur-
inn og svo kemur fjársjóður og
það verður til einhver eyja, kort.
Sagan bara kviknar út úr því sem
hann hefur, hún fer að lifa og úr
þessu verður stórkostleg veröld.
Steinar Sigurjónsson kom inn á
þetta í viðtali, að það væri það
dásamlegasta við litteratúrinn að
hvort sem þú ert að skrifa hann,
ímynda þér hann eða lesa hann,
þá er þetta heimur þar sem allt
getur gerst. Þú getur verið það
sem þú vilt og gert það sem þér
sýnist. Veröldin getur verið stór-
kostleg á hvaða hátt sem maður
vill. Það sem mér finnst sjálfum
skemmtilegast í mínum bókum er
það sem beinlínis kviknaði af
sjálfu sér. Maður hefur ætlað að
lýsa einhverri sitúasjón og vantar
þá kannski aukafólk til að fylla í
stólana, eða einhver aðalpersóna
þarf að segja eitthvað í samtali og
í snarhasti býr maður til auka-
persónu sem hún er að tala við.
Þar með eru slíkar persónur
komnar inn í söguna og deyja svo
ekkert endilega út úr henni aftur,
þótt þær séu búnar að skila sínu
litla upphaflega hlutverki. Þær
halda áfram að lifa í heimi frá-
sagnarinnar og taka jafnvel upp á
furðulegustu hrekkjum.
í þessu samhengi eru það nátt-
úrlega bara lögmál verksins, sög-
unnar, sem skipta máli. Þaðgetur
margt í bókmenntunum verið
mjög áhugavert út frá heimspeki
eða þjóðféiagslegum vanda eða
spurningum, það má nota þær
þegar verið er að skoða eitthvað
annað, en það er aldrei nema
aukafaktor. Það er verkið sjálft
sem máli skiptir. Enda er það nú
yfirleitt svo að þegar menn hafa
ætlað að skrifa hvort sem það
hafa verið ljóð eða prósi til þess
að illústrera einhverja sálfræði-
legá, heimspekilega eða þjóðfé-
lagslega kenningu,-ef bókin nær
því aldrei að vera neitt meira en
einhver skýringarmynd, glæra til
þess að skýra út kenningu, þá
verður hún afskaplega leiðinleg
og hefur ekki meira gildi sem
bókmenntir heldur en útskýring-
arnar á gömlu mjólkurhyrnunum
um það hvernig átti að klippa gat
á hyrnuna, höfðu sem myndlist.
Hún varð bara
að skapast sjálf
Sögur bera það með sér hvort
menn hafa haft einhverja ánægju
af því að segja þær. T.a.m. þeir
sem byrjuðu að skrifa íslending-
asögurnar, það er ekki endilega
víst að þeir hafi ætlað sér að búa
til list, það eru alls konar aðrir
hlutir sem spila inn í, menn ætla
sér að búa til mýtu um sínar ættir
eða eitthvað slíkt. En svo er það
greinilegt, a.m.k. í'bestu íslend-
ingasögunum, að þær kvikna og
fara að lifa í huga þess sem segir
söguna eða skrifar. Þess vegna
verða þessar persónur þeirra
svona eftirminnilegar. Það sem
mér finnst mér hafa lukkast í
Djöflaeyjunni og Gulleyjunni
kemur kannski til af því að mér er
bara farið að þykja vænt um þetta
fólk. Kannski byrjaði þetta sem
hugmynd' um einhverjar týpur
sko, þettásé spennandi týpa þessi
hérna spákona með sitt forna
skap og svo töffarinn sem slær um
sig með einhverjum frösum.
Upphaflega hélt ég að þessar per-
sónur myndu verða alveg dómín-
erandi í bókinni. Hitt fólkið, eins
og Tommi og Grettir, Dollí og
Daníel flugkappi, - ég hafði
minni hugmyndir um það hvernig
fólk þetta mundi verða og kann-
ski hafa þessar persónur orðið
skemmtilegri fyrir vikið vegna
þess að þær hafa fremur farið að
öðlast líf og lit eftir því sem sagan
hefur oltið áfram. Og þegar allt
kom til alls reyndust það vera
persónur eins og spákellingin og
töffarinn, með sterk karakter-
einkenni alveg frá byrjun, sem
urðu erfiðari viðfangs.
Það er nú ein persóna þessi
Hveragerður sem hann giftist,
hann Baddi. Sko ég ætlaði að láta
hann giftast og var meira að segja
búinn að skrifa nokkra kafla þar
sem fram kemur að hann er gift-
ur, en hafði nákvæmlega enga
hugmynd um hvernig persóna
það myndi vera og einhvern veg-
inn varð hún bara að skapast
sjálf. Þegar hún fór að taka á sig
líf og lit þá fannst mér svakalega
gaman að þessu.
- Hún kemur aðeins fyrir í
Djöflaeyjunni...
Jú, það er minnst á hana þar,
en þá hafði ég enga hugmynd um
að hún myndi giftast Badda.
Þessar týpur, Bóní Móróní eða
Jakob Tryggvason og Gerður,
þessi stelpa, koma inn sem auka-
persónur í kafla sem heitir Sum-
mertime blues í Djöflaeyjunni.
Ég hugsaði með mér þegar ég
skellti þeim þarna inn, ég verð að
hafa einhver nöfn, það verða að
koma þarna einhverjar persónur.
En í seinni bókinni er mikið
drama milli þeirra og í sambandi
við tengsl þeirra við Badda, þó
það fari ekki mikið fyrir því.
Þú tekur einhverjar týpur,
lætur þær leggja af stað, jafnvel
bara út úr húsi. Ef að þetta kvikn-
ar kemur út besti litteratúr ver-
aldarinnar eins og Don Kíkóti og
Gulleyjan eftir Stevenson.
Við sjáum þetta
náttúrlega
allt öðruvísi
- Á fyrstu áratugunum eftir
síðari heirnsstyrjöld komu út
mörg skáldverk sem fjölluðu um
bandarísk áhrif og afleiðingar
þeirra, oftast af miklum hita, enda
bœkurnar líka hugsaðar sém inn-
legg í þœr deilursem þá stóðu yfir.
Má búast við því að þín kynslóð sé
yfirvegaðri í skrifum sínum um
þessa tima?
Að minnsta kosti þegar skrifað
er á þennan hátt. Þeir sem voru
að taka fyrir þessa tíma á sinni
tíð, það voru nú aðalleg vinstri-
menn og í þeirra augum átti sér
þarna stað bardagi og þeir töldu
að úrslitin í því stríði myndu
skipta sköpum um tilveru þjóðar-
innar. Amerísku menningaráh-
rifin, - fyrir þeim var þetta spurn-
ing um það hvort þjóðin myndi
endanlega glata öllum sínum
sérkennum eftir þessi meira en
þúsund ár, tala ensku. taka upp
dollarann og verða fylki í Banda-
ríkjunum. Þessi ótti formyrkvaði
hugi höfundanna, firrti þá yfirsýn
yfir sögur sínar. Við sjáum þetta
náttúrlega allt öðruvísi.
Maður nýtur þess að þetta er
ekki slagur sem er að gerast núna
og þar sem öllu máli skiptir hvaða
afstöðu þú tekur. Þetta er að
vissu leyti liðin tíð og maður get-
ur farið að skoða í þessu hvað var
sniðugt, hvað var tragíkómískt,
hvað er sögulegt.
Að sleppa
öryggisnetinu
- Margir af yngri rithöfundum
hafa á síðasta áratug skrifað
mikið út frá sjálfum sér og þeim
tíma sem er að líða. Djöflaeyjan
og Gulleyjan fylgja ekki þeirri
reglu.
-Tomas R. Einarsson
rœðir við Einar Kára-
son rithöfund
Ja, sko þetta hefur verið viss
tendens. En það eru fleiri en ég
sem breyta út af því. Fyrir mér
var það líka þannig; ef menn ætla
sér einhvern karríér í því að segja
sögur, þá verða þeir að taka þetta
skref, annars yrðu tuttugu síð-
ustu bækurnar á ferlinum um
vandamál rithöfundarins í dag-
lega lífinu. Ef menn yfirvinna
ekki þennan komplex að geta
ekki skrifað um neitt nema það
sem þeir hafa sjálfir upplifað, ja
þá verða bókmenntirnar ansi ein-
hæfar. Þó eru til menn sem hafa
gert þetta glæsilega eins og Pro-
ust t.d. sem bara skrifaði um
sjálfan sig, 20-30 binda verk. En
þetta er samt hættulegt.
- Þú hefur ekkert verið hrœdd-
ur við að sleppa haldinu af þínum
eigin upplifunum og kasta þér út í
að semja sögu um eitthvert allt
annað fólk sem hugsar öðruvísi
en þú hefur nokkurn tíma gert?
Sleppa öryggisnetinu?
Jú, j ú, enda var þett m j ög erfitt
til að byrja með. En það verður
ekkert úr því að skapa listir ef
menn eru of uppteknir af því að
gera allt sem snertir þeirra líf að
einhvers konar gjörgæsludeild.
Óttinn við að tapa eða misheppn-
ast hefur nú kyrkt ansi marga
listamenn jafnvel áður en þeir
byrjuðu að gera nokkurn skapað-
an hlut. Það er erfitt að festa
hendur á því hvenær mönnum
heppnast að segja sögu, en þegar
allt kemur til alls þá er ekki hægt
að miða við neitt nema það besta.
íslenskur sagnaritari verður að
miða sig við Heimsljós og Njáls-
sögu. Þeir sem fara að skrifa ís-
lenska sagnalist en ná ekki að
gera það jafnvel og höfundar
þessar bóka, þeim hefur á ein-
hvern hátt mislukkast. En þetta
er náttúrlega stærri skali sko. En
níutíu og níu prósent af þeim sem
fara út í þetta mislukkast á ein-
hvern hátt, þeim tekst ekki það
sem þeir ætla sér. Og ekki bara
fyrir sjálfum sér, heldur líka í
augum heimsins. Þú skrifar fyrir
heiminn, mannkynið, í versta
falli þjóðina. Leggur upp með
eitthvert verk og þar með ertu
búinn að dæma þig tii einhvers
konar örlaga, - það verður ekki
aftursnúið. Efþú gefst upp, þáer
það yfirlýsing um það að þú gast
þetta ekki. Þú ert orðinn fallisti í
lífinu.
- Þá eru 99,99% þeirra sem fást
við listrœna sköpun dæmd til að
vera bitur gamalmcnni af því þau
náðu ekki Heimsljósi?
Þegar menn eru orðnir gamlir
þá eiga þeir náttúrlega að hætta
að hugsa svona.
- Hvað um orð Guðmundar
Böðvarssonar: .. að allt það
sem þú gjörðir, var aldrei nógu
gott og aðrir hefðu gjört það
miklu betur... En viðhlítandi
vœri, þá helst ef hálfverk manns,
var handarvik í þágu lífs og
friðar"?
Ja, hann hefur átt gott með að
hugga sig við það því auðvitað
tókst honum að skapa mjög
merkilegar perlur í sínum ljóð-
um.
Að vera
í þeim pœlingum
- / einni endurminningabók
Jóns Óskars, Kynslóð kalda
stríðsins, Itefur hann þetta eftir
Halldóri Laxness skömmu eftir
að Gerpla kom út: „Annars nær
maður ekki því sem til dœmis
Njáluhöfundur nœr". Fer þá ekki
aðfœkka þeim sem hafa séns?
Ég held að minnsta kosti að
þetta sé mjög skapandi viðhorf til
síns starfs, að ætla ekki að sætta
sig við neitt minna. Ef að Halldór
Laxness hefur haft þann metnað
á sínum rithöfundarferli, sem
mér finnst mjög trúlegt, að skrifa
jafngóða bók og Njálu, þá er það
ein ástæðan fyrir því að honum
heppnaðist jafnvel og raun ber
vitni.
Það eru til dæmi um höfunda
sem hafa verið að skrifa og koll-
egarnir hafa komið til þeirra og
sagt: heyrðu sko þú verður að
lesa Dostojevskí, þú verður að
pæla í þessu og lesa Joyce, Cer-
vantes, Melville eða eitthvað
slíkt, þessa stóru, til að vera ekki í
þessum fingurbrjótum. Og þá
hafa viðkomandi höfundar svar-
að: ja ég er bara ekki í þeim pæl-
ingum. En þeir sem eru ekki í
þeim pælingum að bera sig saman
við Halldór Laxness og Dosto-
jevskí og Hamsun, höfunda ís-
lendingasagna, Faulkner eða
hverja sem er, það eru hreinar
línur - þeir munu kannski geta
einhvern tímann huggað sig við
það að hafa gert handarvik í þágu
lífs og friðar eða hvað það er, en
höfundarferillinn verður tæpast
merkilegur.
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. nóvember 1985
Sunnudagur 24. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11