Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 3
FRETT1R Forval Listi ABR til forvals Engin hækkun til fatlaðra Adda Bára gefur ekki kost á sér íforval. Félagar íABR geta tilnefntfleiri nöfn á listannfram á gamlársdag Kjörnefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefur skilað af sér tillögu að framboðslista til forvals vegna borgarstjórnarkosninga á næsta ári. Hefur nefndin tilnefnt 16 einstaklinga og eru sumir þeirra samkvæmt ábendingum og tillögum félagsmanna. Einn nú- verandi borgarfulltrúi, Adda Bára Sigfúsdóttir gefur ekki kost á sér í efstu sæti framboðslistans að þessu sinni. Margrét Pála Ólafsdóttir ritari kjömefndar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þrátt fyrir að þessar tillögur kjömefndar væm komnar fram, gæfist félögum í ABR enn kostur á að tilnefna á forvalslistann. Fram á hádegi á gamlársdag geta því fimm félagar tekið sig saman um nöfn á listann enda hafi viðkomandi einstkal- ingur samþykkt tilnefninguna. 16-menningarnir á lista kjör- nefndar em þessir: Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifstofumað- ur, Björk Vilhelmsdóttir nemi, Erlingur Viggósson skipasmiður, Gísli Sváfnisson kennari, Guð- mundur Þ. Jónsson borgarfull- trúi, Guðni Jóhannesson verk- fræðingur, Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi, Helga Sigurjóns- dóttir kerfisfræðingur, Jóhannes Gunnarsson formaður Neyt- endasamtakanna, Margrét Ósk- arsdóttir verkakona, Pálmar Halldórsson framkvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands, Sig- urjón Pétursson borgarfulltrúi, Sigurður Einarsson verkamaður, Sigurður G. Tómasson fulltrúi, Tryggvi Þór Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri MFA og Þorbjöm Broddason lektor. Fram á hádegi á gamlársdag geta félagar í ABR sumsé enn til- nefnt á forvalslistann og skal til- nefningum komið til skrifstofu AB að Hverfisgötu 105 eða til kj ömefndarmanna. -v. Efri deild alþingis felldi í gær með eins atkvæðis mun tillögu Helga Seljan og fleiri um að hækka framlag til Framkvæmda- sjóðs fatlaðra á næsta ári úr 80 miljónum í 125. Stjómarliðamir Albert Guðmundsson og Harald- ur Ólafsson sátu hjá við atkvæð- agreiðsluna en aðrir viðstaddir stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn henni. Helgi sagði í framsögu sinni að framlag til sjóðsins væri allt of lágt og eðlilegt væri að framlagið væri hækkað um sömu hlutfalls- tölu og framlagið til Fram- kvæmdasjóðs aldraðra eða um 56%. Meðflutningsmenn Helga vom Karl Steinar Guðnason, Stefán Benediktsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. -ÁI íslenska hljómsveitin Alfadrottning Purcells Tónleikará Akranesi, Selfossi, Keflavík og Reykjavík Á næstu dögum mun íslenska hljómsveitin, undir stjórn Guð- mundar Emilssonar, flytja The Fairy Queen, (Álfadrottninguna), eftir breska tónskáldið Henry Purcell, (1659-1695). Fyrsta verk- ið var flutt í Safnaðarheimilinu á Akranesi í gærkvöldi og síðan þrjú næstu kvöld á sama tíma, í kvöld í Selfosskirkju, miðviku- daginn í Keflavíkurkirkju og fimmtudaginn í Langholtskirkju. Einsöngvarar syngja: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Marta Halldórs- dóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Katrín Sigurðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson og John Speigth. Aðrir söngvarar eru: Sólveig Björling, Elísabet Waage, Guð- björn Guðbjörnsson, Kolbeinn Ketilsson, Ánders Josephsson, Sigurdríf Jónatansdóttir, Iris Erl- ingsdóttir, Elín Sigmarsdóttir, Hildigunnur Haraldsdóttir og Halldór Vilhelmsson. Þá fara þær Helga Ingólfsdóttir, semballeik- ari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari með stór einleikshlu- tverk. Tónleikunum lýkur með fjöldasöng. Sungnir verða jóla- sálmar og kirkjukórar viðkom- andi safnaða leiða sönginn við undirleik hljómsveitarinnar en í Reykjavík Söngsveitin Fflharm- onía. Purcell samdi Álfadrottning- una 32 ára gamall að tilhlutan ensku hirðarinnar, þar sem hann starfaði Iengst af. Hann hefur jafnan verið talinn einn merkasti enskra tónsmiða. Um áramótin heldur íslenska hljómsveitin svo fjölskyldutón- leika með blásarasveit hljóm- sveitarinnar. Flutt verða álfalög og önnur létt tónverk. Tónleikar þessir verða: í Selfosskirkju 27. des. kl. 15.00, í safnaðarheimi- linu á Akranesi þann 29. kl. 15.30, í Keflavíkurkirkju þann 30. kl. 16.00 ogíLangholtskirkju 2. jan. kl. 20.30. -mhg Ég var í snyrtingu strákar, sagði Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri VSf um leið og hann gekk til fyrsta fundar ASÍ-VSÍ með bundið um fingur. Það eiga fleiri um sárt að binda. Ljósm. E.ÓI. Viðrœður Frestun framyfir áramót í gær voru vinnuveitendum kynntar meginkröfur verkalýðs- hreyfingarinnar í komandi kjara- samningum, en sem kunnugt er eru samningar lausir um ára- mótin. Það sem ASÍ lagði fram í gær var það sama og kynnt var á formannafundinum á dögunum, en það eru sem fyrr segir megin- kröfurnar. Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambands iðn- verkafólks sagði eftir fundinn í gær að vinnuveitendur hefðu barmað sér að vanda er þeim voru kynntar kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar. Guðmundur sagði að vinnuveitendum hefði verið skýrt frá því að landssam- böndin innan ASÍ myndu leggja fram sérkröfur. Var ákveðið að fresta frekari fundahöldum fram yfir áramót, en þó voru menn sammála um að tæknivinna ýmis- konar gæti hafist fyrr. -S.dór ✓ Kl-úrsögnin Sundrung eða sameining? Kennararfara úr BSRB um áramótán samnings- eða verkfallsréttar. Valgeir Gestssonformaður KÍ: Höfuðverkefni okkar aðfá samningsrétt. Kristján Thorlacius formaður BSRB: Áfallfyrir kennara og verkalýðshreyfinguna íheild egar Kennarasamband íslands gengur úr BSRB um áramótin hljóta að vakna upp spurningar um hver framtíð þess verður og hvaða áhrif úrsögn sjötta hluta félagsmanna BSRB muni hafa á áhrifamátt þess í kjarabaráttu. Sameining kennara í eitt stéttarfé- lag hefur lengi verið áhugamál margra kennara, en það var ekki fyrr en eftir verkfall BSRB í fyrrahaust að úrsögn úr BSRB var íhuguð í alvöru. Gengið var til atkvæða um úrsögn í maí á þessu ári og töldu kennarar sig þá hafa fengið nægilegan meirihluta atkvæða fyrir úrsögn. Stjórn BSRB var á öðru máli og lyktir urðu þær að kennarar greiddu atkvæði enn á ný 9. og 10. desember. Þar voru tekin af öll tvímæli, mikill meirihluti félags- manna KÍ vill yfirgefa heildarsam- tökin og freista gæfunnar eftir nýjum leiðum án samnings- eða verkfalls- réttar. Stefnt er að sameiningu og samvinnu við Hið íslenska kennarafé- lag en ljóst er að af því verður ekki fyrr en árið 1987, en benda má á að félögin hafa þegar nokkra samvinnu sín á milli innan Bandalags kenna- rafélaga. Þó eru margir þeirrar skoð- unar að aldrei verði af þeirri sam- vinnu sem stefnt er að. En hvað segja formenn KÍ og BSRB? „Framtíðin er björt“ „Þessi úrslit eru ákaflega skýr. Það verður höfuðverkefni okkar nú á næstunni að fá samningsrétt og semja við ríkisvaldið og ég á ekki von á öðru en að það muni takast. Ég skal ekki um það segja hvort það verði átaka- laust, en þetta er spurning um hvort starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga er leyfð í þessu landi eða ekki. Úrsögn okkar er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir BSRB þar sem kenn- arar voru stór hluti félagsmanna bandalagsins. Það er unnið að sameiningu KÍ og HÍKogégá von á að endanlega verði gengið frá því samkvæmt áætlun 1987. Starf okkar verður erfitt í fyrstu en ég sé fram á bjarta framtíð kenn- ara,“ sagði Valgeir Gestsson formað- ur KÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. „Sigur atvinnurekenda" Kristján Thorlacius formaður BSRB hefur sem vonlegt er verið harðvítugur andstæðingur úrgöngu- manna. „Þetta er fyrst og fremst áfall fyrir kennara sjálfa. Úrsögnin veikir stöðu launafólks og ekki síst stöðu KÍ og BSRB í kjarabaráttunni. Ég iít þannig á að atvinnurekendur séu hin- ir raunverulegu sigurvegarar í þessu máli,“ segir Kristján. Þær raddir hafa heyrst að úrsögn kennara og reyndar fleiri eigi sér or- sök í skipulagi BSRB sem baráttu- tækis og BSRB hafi lengi verið að grafa sér sína eigin gröf hvað það snetir. Kristján svaraði því til að vissulega þyrfti að taka uppbyggingu samtakanna til endurskoðunar en það væri ekki hægt að benda á starf BSRB sem orsakavald í þessu efni. „Á þingi okkar í haust var samþykkt að setja á laggir skipulagsnefnd og í vor verður haldið aukaþing sem fjalla mun um skipulagsmál, þar sem ákveðið verður hvernig bregðast á við þessum nýju viðhorfum. Það sem að mínu mati þarf til að gera BSRB að hæfara baráttutæki eru aukin rétt- indi, t.d. verkfallsréttur um sérkjar- asamninga. Ákveðin viðhorf í þessu þjóðfélagi eru veikleiki verkalýðshreyfingarinn- ar sem stendur, en ég trúi á langlífi BSRB og vona að breytingar muni stuðla að því að BSRB nýtist enn bet- ur sem tæki í kjarabaráttu," sagði Kristján í gær. -gg Þriöjudagur 17. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.