Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 5
ÞJÓÐMÁL
UN
Námslánin
skorín
200-250 miljónir vantar upp áfjárveitingu
nœsta árs. Sverrir undirbýr breyttar lánaregl-
ur til að lœkka lánin
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra og ríkisstjórnin
hafa í bígerð að breyta iánaregl-
um og iækka lán til námsmanna
um 200-250 miljónir króna á
næsta ári. Til verksins hefur
Sverrir skipað ýmsa forkólfa
Sjálfstæðisflokksins í mennta-
málum og er ætlunin að sú nefnd
ijúki ekki störfum fyrr en eftir
lokaafgreiðslu fjárlagafrum-
varpsins.
Geir Gunnarsson vakti athygli
á því á föstudag aö framlög til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
eru 200-250 miljónum króna
lægri í fjárlagafrumvarpinu en
óbreyttar lánareglur sjóðsins
gefa til kynna. „Þegar spurt er
hvaða breytingar sé fyrirhugað
að gera á lánareglum sjóðsins,
fást engin svör,“ sagði hann.
Pálmi Jónsson, formaður fjár-
veitinganefndar sagði að LÍN
biði afgreiðslu nefndarinnar við
3. umræðu. Hann rifjaði upp orð
sín frá í fyrra um að gott væri að
geta búið vel að námsmönnum en
nauðsynlegt væri að staldra við
og hugleiða hversu langt ætti að
ganga í því efni. „Nú er ég enn
sannfærðari um að orð mín fyrir
ári síðan um nauðsyn þess að
endurskoða lög sjóðsins og reglur
um lánveitingar voru tímabær,"
sagði Pálmi.
Pálmi sagði að lánveitingar til
sjóðsins hefðu á s.l. árum hækk-
að um 450% á sama tíma og fram-
færsluvísitalan hefði hækkað um
215%. Lánveitingarnar hefðu því
hækkað um 75% að raungildi á
undanförnum 4 árum og næmu í
ár rúmlega einum miljarði króna.
-ÁI
Geir Gunnarsson: Engin svör fást þegar spurt er hvað eigi til bragðs að taka
varðandi fjárvöntun Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Ríkisfjármálin
Aukin erlend
lantaka
Ný lán 3,7 miljarðar, af-
borganir afgömlum 2,9
miljarðar
Ríkisstjórnin stefnir að því að
erlendar lántökur á næsta ári
verði hærri en nemur afborgun-
um á eldri lánum.
Geir Gunnarsson hrakti þær
fullyrðingar sem raktar eru í
greinargerð með fjárlagafrum-
varpinu en þar segir að eitt af
meginmarkmiðum frumvarpsins
sé að „nýjar erlendar lántökur
opinberra aðila verði ekki meir
en nemur afborgunum eldri
gengisbundinna lána.“
Hann benti á bréf Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar frá 2. desemb-
er þar sem staðfest er að þessar
fullyrðingar eru rangar. Þvert á
þær munu erlendar lántökur op-
inberra aðila á næsta ári nema 3,7
miljörðum króna en afborgir af
eldri lánum íslendinga eru 2,9
miljarðar.
-Á1
Vítahringur
Erlend lán til
að borga vexti
Vextir affjárlagahalla
þessa árs eru hœrri en öll
framlög til skóla og
sjukrah ússbygginga.
Launakostnaður
Hæpinn spamaður
Heimildir fyrir 156 nýjum stöðum en skera á 230 skv. frumvarpinu
Ríkisstjórnin
Báknið
blómstrar
Aukning ríkisútgjalda
nemur sjöfölduframlagi
til félagslegrafram-
kvæmda á nœsta ári
Ríkisútgjöld á næsta ári verða
að raungildi 2.500 miljónum
króna hærri en þau voru á árinu
1984 og nemur þessi hækkun sjö-
faldri þeirri upphæð sem á næsta
ári verður varið samanlagt til
dagvistarheimila, grunnskóla-
bygginga, bygginga sjúkrahúsa
og heilsugæslustöðva og hafnar-
framkvæmda sveitarfélaga og
flugvallargerðar.
Geir Gunnarsson minnti á að
stjórnarflokkarnir hafa keppst
við að reyna að festa það í hug
manna að í stjórnartíð þeirra hafi
síaukið aðhald verið viðhaft í rík-
isrekstri og dregið úr heildarút-
gjöldum með ári hverju. Þetta
væri m.a. sú skýring sem þeir
gæfu á stórfelldum niðurskurði
nauðsynlegustu framkvæmda.
„Þetta er alrangt,“ sagði Geir.
„Ríkisútgjöld jukust stórlega að
raungildi milli áranna 1984 og
1985 og enn gerist sama sagan við
þá fjárlagaafgreiðslu sem nú fer
fram.“
Hann sýndi fram á að samtímis
því að heildarútgjöld ríkissjóðs
hafa hækkað verulega að raun-
gildi hafa framlög til verklegra
framkvæmda verið markvisst
skorin niður á stjórnartímanum.
Það væri því alrangt að niður-
skurður framkvæmdaframlaga
væri þáttur í heildarniðurskurði
ríkisútgjalda. „Þau hafa aukist og
aukast enn að raungildi á næsta
ári þegar samtímis er gengið
lengra en nokkru sinni fyrr í nið-
urskurði framlaga til nauðsynleg-
ustu samfélagslegu fram-
kvæmda," sagði hann.
„Það er ástæða til að taka fyrir-
ætlunum um sérstakan sparnað í
launaútgjöldum ríkissjóðs með
nokkurri varúð,“ sagði Geir
Gunnarsson m.a. um fjárlaga-
frumvarp næsta árs, þar sem gert
er ráð fyrir að launaútgjöld verði
lækkuð um 130 miljónir króna
með því m.a. að endurráða ekki í
störf sem losna og minnka yfir-
vinnu.
Geir benti á að ríkisstjórnin
hefur nú haft ríflega 2 og hálft ár
til að beita þessari aðferð við
sparnað í ríkisrekstrinum og
sagði að einkum hefði verið
ástæða til að huga að framkvæmd
hennar á þessu ári, þegar við
blasir stórfelldur hallarekstur á
ríkissjóði. Það hefði ekki verið
gert, heldur hefði þvert á móti
verið samþykkt 61 nýtt stöðugildi
umfram fjárlög á árinu 1985.
Fyrir þeim og 95 nýjum stöðum
til viðbótar skv. frumvarpinu
fyrir næsta ár þyrfi að áætla á fjár-
lögum framvegis.
Þessar 156 nýju stöður, sem
Geir benti á eru 68% af fyrirhug-
uðum sparnaði, en 130 miljónir á
ári, sem spara á jafngilda 230
stöðugildum.
Geir sagði einnig ástæðu til að
efast um framkvæmd sparnaðar-
tillagna sem byggðust á því að
draga úr yfirvinnu á sama tíma og
aðalvandi ríkisstofnana væri að
halda starfsfólki vegna þess hve
bág launakjörin væru. Hann
sagði að sér væri ekki grunlaust
um að launagreiðslur vegna unn-
innar og óunninnar yfirvinnu
hefðu aukist upp á síðkastið,
þvert ofaní ítrekaðar sparnaðar-
yfirlýsingar stjórnvalda á þvi
sviði. „Er það vorkunnarmál
miðað við launakjör ríkisstarfs-
manna en þeim mun óraunhæf-
ara að flytja breytingartillögu
sem gengur í þveröfuga átt ein-
ungis til að reyna að ná saman
Fjárlagahallinn á þessu ári er
talinn munu nema allt að 2500
miljónum króna eða ríflega þref-
aldri þeirri upphæð sem fjárlög
gerðu ráð fyrir. Þessi aukni halli
hefur verið fjármagnaður með
seðlaprentun eða eins og það
heitir á máli Þorsteins Pálssonar,
„með lánum fyrir milligöngu
Seðlabankans.“
Geir Gunnarsson benti m.a. á
það í ræðu sinni fyrir helgi að fjár-
lagahallinn í ár er ríflega sex-falt
gjaldþrot 'Hafskips eða 8000
krónur á hvert mannsbarn í
landinu. í septemberlok voru
skuldir ríkissjóðs hjá Seðlabank-
anum orðnar yfir 4 miljarðar
króna en voru í upphafi árs rúmur
1,2 miljarður.
Geir rifjaði upp varnaðarorð
endum á pappírnum við
fjárlagaafgreiðsluna," sagði
hann.
-Á1
sín og annarra stjórnarandstæð-
inga við fjárlagaumræðuna í fyrra
en þá spáði hann að fjárlagahall-
inn yrði ekki 750 miljónir eins og
fullyrt var, heldur 2 miljarðar
króna. Ekki hefði verið hlustað á
þau varnaðarorð heldur tekin ný
lán og prentaðir nýir seðlar og
loks látið vaða á súðum í auka-
fjárveitingum langt fram á haust
a.m.k.
Afleiðingin væri sú að nú væri
gert ráð fyrir 10% aukningu á
lántökum ríkissjóðs á næsta ári
og erlendar lántökur munu
aukast um 42% Fyrirsjáanlegt
væri að þessar tölur myndu
hækka, þar sem fjárlagahallinn á
þessu ári og því næsta væri vaná-
ætlaður í fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar.
Vaxtagreiðslur af auknum
fjárlagahalla þessa árs eru hærri
en öll framlög ríkissjóðs í ár til
grunnskólabygginga, sjúkrahús-
bygginga og bygginga heilsugæsl-
ustöðva í landinu.
Þetta upplýsti Geir Gunnars-
son m.a. í ræðu sinni um fjárlag-
afrumvarp ríkisstjórnarinnar á
föstudag. Hann sagði að einu við-
brögð ríkisstjórnarinnar við tæpri
þreföldun fjárlagahallans á þessu
ári hefðu verið að taka ný lán í
Seðlabankanum. Af þeim þyrfti á
næsta ári að greiða 860 miljónir
króna í afborgarnir en auk þess
þarf líka að taka a.m.k. 200 milj-
ónir króna í lán fyrir vöxtum af
þessum sömu lánum! Hér er að-
eins um að ræða lán til að brúa
þann aukna halla, sem fjárlög
ársins gerðu ekki ráð fyrir. I heild
nemur lántaka á næsta ári 1500
miljónum króna vegna fjár-
lagahallans í ár.
„Lántakan vegna vaxta-
greiðslu af hallanum veldur síðan
nýjum vaxtaútgjöldum," sagði
Geir. „Þannig er vítahringurinn
sem verið er að stofna til. Aðeins
vaxtagreiðslurnar vegna aukins
halla á þessu ári er hærri fjárhæð
en veitt er til bygginga grunn-
skóla, sjúkrahúsa og heilsugæsl-
ustöðva í landinu.“
-ÁI
Sjónvarpið
Þorsteinn á
beininu
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra mun sitja fyrir svörum í
sjónvarpinu í kvöld. Páll
Magnússon fréttamaður stýrir
skothríðinni á ráðherrann en
honum til aðstoðar verða þeir
Óskar Guðmundsson og Elías
Snæland Jónsson. Fjárlagafrum-
varpið verður að sjálfsögðu til
umræðu og fróðlegt að fylgjast
með hvernig ráðherranum tekst
að stoppa upp í gatið.
Ríkisfjármál
Lausn stjómvalda
er seðlaprentun!
Hallinn á ríkissjóði fjármagnaður með nýjumseðlum
ognýjumlánum
Þriðjudagur 17. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5