Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 9
Samningur um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd strax á næsta ári? Jákvœð niðurstaða eftir ráðstefnu norrœnna þingmanna í Kaupmannahöfn umsíðustu mánaðamót. Framhald ákveðið Sósíaldemókrata munu hafa frumkvæði að því að stofna norræna vinnunefnd sem mun kanna alla möguleika og leiðir til þess að Norðurlöndin gæti orðið kjarnorkuvoþnalaus. Anker Jörgensen í ræðustól á ráðstefnu norrænna þingmanna i Kauþmannahöfn um síðustu mánaðamót. Það var heilbrigð skynsemi sem réð úrslitum á ráðstefnu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Ráðstefnan var haldin í Kaup- mannahöfndagana30. nóvem- berog 1. desember sl. Þátttak- endur voru frá öllum stjórnmála- flokkum sem eiga fulltrúa á þing- um Norðurlandanna, - auðvitað líka Færeyja, Grænlands og Á- landseyja. Ofstækismenn ysttil hægri áttu ekki upp á pallborðið á ráðstefnunni. Hún markarþví tímamót í umræðum um utan- ríkismál á Norðurlöndum. Með henni er vakin á ný hugmyndin um norrænt samstarf i öryggis- og varnarmálum. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins, skrifar Ráðstefnan var undirbúin af 10 manna nefnd sem var skipuð tveimur mönnum frá hverju fimm ríkja Norðurlanda. Undir- ritaður og Ólafur G. Einarsson voru í undirbúningsnefndinni af íslands hálfu. í nefndinni voru auk okkar fjórir sósíaldemókrat- ar frá öðrum Norðurlöndum, og fjórir fulltrúar hægri flokka og miðflokka. Formaður undirbún- ingsnefndarinnar var Anker Jörgensen formaður danska sósí- aldemókrataflokksins. Hann á fremur en aðrir stjórnmálamenn heiðurinn af því að ráðstefnan var haldin. „Heiðurinn“ vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem norrænir þingmenn frá öllum stjórnmálaflokkum ræða um öryggis- og varnarmál á sam- eiginlegri ráðstefnu, en ályktanir um þau efni hafa verið bannaðar í Norðurlandaráði eins og kunnugt er. Fyrir ráðstefnuna var ekki gert ráð fyrir öðru en umræðum, en í tengslum við ráðstefnuna urðu síðan til niðurstöður sem nánar verður fjallað um hér á eftir - niðurstöður sem fóru fram úr björtustu vonum okkar sem helst bindum vonir við uin- ræðuna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Hlutur íslendinga íslendingar sendu átta alþing- ismenn til ráðstefnunnar og tóku þeir allir til máls. í ræðu minni komst ég svo að orði meðal ann- ars: „í framhaldi af þessari ráð- stefnu væri eðlilegt að setja niður vinnuhóp stjórnmálamanna til þess að fara nánar yfir þau vanda- mál sem tengjast kjarnorku- vopnalausu svæði á Norður- löndum. Það væri eðlilegast að þingmenn frá Norðurlöndunum tækju þátt í starfi vinnuhópsins frá hinum ýmsu stjórnmálaflokk- um... Nú ber að fara yfir þau dæmi sem liggja fyrir um kjarn- orkuvopnalaus svæði, og síðan að leggja fram uppkast að samningi um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd til umræðna á Norður- löndum öllum. Eftir slíka um- ræðu er unnt að knýja frarn af- stöðu til málsins í endanlegu formi". íræðuminnibentiégáað þegar hafa um 40 ríki gerst aðilar að samningum um kjarnorku- vopnalaus svæði, þ.e. í Mið- og Suður-Ameríku og í Suður- Kyrrahafi. Rætt er auk þess um kjarnorkuvopnalaust svæði á Balkanskaga og í Mið-Evrópu. Umræðan um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd verður því að skoðast í tengslum við alþjóðlega umræðu um öryggismál. Um- ræðan er því ekki einangruð við Norðurlöndin eins og andstæð- ingar hugmyndarinnar um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd vilja stundum vera lát. Kristín S. Kvaran frá Banda- lagi jafnaðarmanna tók ákveðið undir þá kröfu að athugunum á hugmyndinni yrði haldið áfram. Hið sama gerði Guðrún Agnars- dóttir, Samtökum um kvenna- lista, sem flutti í ræðu sinni kveðju frá sex friðarsamtökum á íslandi og sérstaka kveðju frá Pétri Sigurgeirssyni, biskupi. Ingvar Gíslason, Framsóknar- flokki, dreifði á ráðstefnunni upplýsingum um afstöðu síns flokks til kjarnorkuvopnalausra Norðurlanda. Hafði þannig kom- ið fram eindreginn stuðningur fjögurra stjórnmálaflokka á al- þingi. Fundinn sóttu einnig þrír þing- menn Sjálfstæðisflokksins. Þeir lögðu allir áherslu á að athugun kjarnorkuvopnalausra Norður- landa yrði að gerast í tengslum við NATO, en aðalforsenda Íæirra var engu að síður þátttaka slands í þessum umræðum, eða eins og Birgir ísleifur Gunnars- son komst að orði: „Ég er ákveðið þeirrar skoðun- ar að við eigum að taka þátt í skoðanaskiptum og umræðum um þessi málefni, til þess að geta gert okkur Ijóst hvernig við best getum tryggt öryggishagsmuni ís- lands og Norðurlandanna og heimsfriðinn í heild. Það er til dæmis afar mikiivægt fyrir ís- land, að hvorki á Norðurlöndum eða annars staðar verði teknar ákvarðanir sem hefðu í för með sér aukningu á kjarnorkuvopn- um á íslenska hafsvæðinu“. Óiafur G. Einarsson og Eyjólf- ur Konráð Jónsson tóku í sama streng. Ég hef leyft mér að túlka ummæli þingmanna sem já- kvæðar undirtektir við málið. Einn þingmanna frá íslandi Jón Baldvin Hannibalsson, sner- ist öndverður og skipaði sér þannig hægra megin við íhaldið með flokkum sem eru lengst til hægri í litrófi norrænna stjórn- mála. Vakti hann athygli sem eini fulltrúi sósíaldemókrata á Norð- urlöndum sem þannig brást við. Yfirlýsing um áframhald Seinni ráðstefnudaginn hélt undirbúningsnefndin blaða- mannafund. Þar lögðu fulltrúar sósíaldemókrataflokkanna fram yfirlýsingu af sinni hálfu, sem hljóðaði á þessa leið: „Yfirlýsing frá norrænum sósíaldemókrötum. Sósíaldemókratar á Norður- löndum munu hafa frumkvæði að því að stofna norræna vinnu- nefnd, sem starfi áfram að því að fara yfir vandamál og möguleika við að Norðurlöndin verði kjarn- orkuvopnalaus. f vinnunefndinni verði þing- menn, sem eru fulltrúar fyrir flokkana í þjóðþingum Norður- landanna. Sósíaldemókratar á Norður- löndum skora jafnframt á ríkis- stjórnirnar að setja á stofn sam- eiginlega norræna embættis- mannanefnd, sem sömuleiðis - jafnvel í samstarfi við þing- mannahópinn - fari yfir vanda- mál og möguleika við það að Norðurlöndin verði lýst kjarn- orkuvopnalaus svæði. Sósíaldemókratar á Norður- löndum munu í sínum þingum hafa frumkvæði að því að fylgja umræðunum eftir. Sósíaldemókratar vilja einnig að í náinni framtíð verði haldinn annar fundur um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði". Þegar þessi yfirlýsing kom fram vakti hún mikla athygli og kallaði þegar á stuðningsyfirlýs- ingar frá hópum þingmanna. Þannig sendu fulltrúar níu stjórnmálaflokka tafarlaust stuðningsyfirlýsingu. Það voru fulltrúar Alþýðubandalagsins, Bandalags jafnaðarmanna og Kvennalistans, SF í Danmörku, SV í Noregi, Umhverfisverndar- flokksins í Finnlandi og Lýðræð- isbandalagsins þar, fulltrúi Rót- tæka vinstri flokícsins í Dan- mörku og Þjóðveldisflokksins í Færeyjum. Þá lá fyrir að mið- flokkarnir studdu yfirlýsinguna, ennfremur fulltrúar grænlensku flokkanna og vafalaust fleiri. Þar með er Ijós meirihluti í öllum norrænu þingunum fyrir hug- myndinni um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. 86% íslendinga styðja hug- myndina um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd. í Danmörku er sambærileg tala 72%. Yfirgnæf- andi meirihluti íbúa á Norður- löndum er hlynntur þessari hug- mynd og krefst nánari útfærslu hennar. Hvað svo? Nú má gera ráð fyrir að eftir áramótin hefjist á ný vinna að út- færslu tillögunnar um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Þegar liggja fyrir tillögur að samningi um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd. Þá liggur fyrir samningur tveggja ríkjahópa um kjarnorku- vopnalaus svæði. Þessi samnings- drög þarf nú að athuga ítarlega og komast að niðurstöðu sem fyrst, helst á árinu 1986. Með samningi um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum væru mörkuð þáttaskil; þá ættu Norðurlöndin öll á ný samleið í öryggismálum eftir áratuga aðskilnað. Ég er sannfærður um að alþingi íslend- inga tekur jákvætt á málinu og er hugmyndinni hlynnt að meiri- hluta til - yfirgnæfandi meiri- hluta. Það virðist því komið að þáttaskilum, ef svo heldur fram sem horfir. íslendingar hafa um árabil ver- ið ofurseldir vígbúnaði stórveld- anna á Norður-Atlantshafi sem við höfum dregist inn í vegna þess að hér er bandarísk herstöð og vegna þess að stjórnvöld hafa alltaf verið höll undir hina amer- ísku utanríkisstefnu. Ein leið til að breyta því er aðild landsins að kjarnorkuvopnalausum Norður- löndum. Vissulega eru hér ekki kjarnorkuvopn að sögn. Og mikilvægur var áfanginn á síðasta þingi er alþingi samþykkti að hér skuli ekki vera kjarnorkuvop. Aðild að kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum er næsta skref. Ég er bjartsýnn ef heilbrigð skynsemi fær að ráða úrslitum áfram, ef meirihluti al- þingis tekur eindreginn vilja þjóðarinnar fram yfir skipanir Bandaríkjastjórnar. Þriðjudagur 17. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.