Þjóðviljinn - 17.12.1985, Síða 14

Þjóðviljinn - 17.12.1985, Síða 14
BvEKUR Rafvirkjar Rafveita Hafnafjaröar óskar eftir að ráöa rafvirkja í starf birgðavarðar nú þegar. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum fyrir 31. des. n.k. til rafveitu- stjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar Rannsóknaaðstaða við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) í Kaup- mannahöfn kann að verða völ á rannsóknaaðstöðu fyrir íslenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaastöðu fylgirstyrkurtileinsársdvalarviðstofnunina. Aukfræðilegra atómvísinda er við stofnunina unnt að leggja stund á stjarn- eðlisfræði og eðlisfræði fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræðilegri eðl- isfræði og skal staðfest afrit prófskírteina fylgja umsókn ásamt ýtarlegri greinargerð um menntun, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneyt- inu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík. - Umsóknir skulu sendar til: NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köbenhavn Ö, Danmark, fyrir 31. desember n.k. Menntamálaráðuneytið, 16. desember 1985. Frá menntamála- ráðuneytinu: Ritari óskast í hálft starf sem allra fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Bókafulltrúa ríkisins áð Hverfisgötu 26. Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Haustönn lýkur sem hér segir: Dagskóli Einkunnir verða afhentar þriðjudaginn 17. desember kl. 15-15.30. Prófúrlausnir verða sýndar sama dag kl. 15.30-17.30. Val fyrir vorönn 1986 fer fram miðviku- daginn 18. desember kl. 9-11. Öldungadeild Innritun og val eldri nema fyrir vorönn 1986: Þriðjudaginn 17. desember kl. 17-19. Miðvikudaginn 18. desember kl. 18-20 Fimmtudaginn 19. desember kl. 17-19. Nýnemargetaeinnig innritast 19. desemberkl. 17-19. Við innritun greiða nemendur 500 króna staðfesting- argjald og velja námsefni vorannar 1986 samkvæmt nýrri stundaskrá. Mikilvægt er að allir taki þátt í valinu, því að endanlegt framboð námsáfanga verður ákveð- ið fyrir jól í samræmi við val nemenda. Einkunnir verða afhentar og prófúrlausnir sýndar mið- vikudaginn 18. desember kl. 17-19. Kennarafundur verður þriðjudaginn 17. desember kl. 13. Brautskráning stúdenta verður föstudaginn 20. desember kl. 16. Rektor. Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJOÐVILJINN Faðir okkar, lengdafaöir og afi Sæmundur Þorláksson, Sandi, Eyrarbakka, lést 14. desember ( Landakotsspítala. Tómas Sæmundsson íris Björnsdóttir Olafur Sæmundsson Kristín Ásgrímsdóttir Guðmundur Sæmundsson ÞóreyStröm og barnabörn. Landið þitt Sjötta og síðasta bindið komið Út er komið sjötta og síðasta bindið af verkefninu Landið þitt ísland hjá Erni og Örlygi. í fyrri bindunum fimm eru ör- nefni á landinu í stafrófsröð, alls 2660, auk sérkafla um merkustu staði, og í lokabindinu sérkafla um Bessastaði eftir Einar Lax- ness, og kafli sem nefnist Leiftur frá liðnum öldum þarsem með ljósmyndum og teikningum er lýst mannlífi og verkmenningu fyrri alda. Þá er í síðasta bindinu lykill að verkefnu öllu, þarsem finna má tilvísanir til örnefna og mannanafna hvort sem þau eru á sínum stað í stafrófsröð fyrri binda eða nefnd undir öðru upp- sláttarorði. Mun staðanafnaskrá- Gestur Út er komið hjá Iðunni annað bindi safnritsins Gestur sem Gils Guðmundsson tekur saman. Efni Gests er ýmiskonar fróð- leikur um þjóðlíf fyrri tíma á ís- landi, og eru í þessu bindi meðal annars þessar frásagnir: „Bíttu á jaxlinn, Breiðfirðingur" um þrekraun lítils drengs sem hafðist við einn í beitarhúsum í stórhríð árið 1919, „Ömurleg nótt á Fróðárheiði“ um hrakninga ungrar stúlku árið 1937, bernsku- minning úr Viðey eftir miðja nítj- ándu öld og fleira og fleira. Efnið er að mestu sótt í gömul blöð og tímarit sem ekki liggja lengur á hvers manns borði. in í lokabindinu hin stærsta sem gerð hefur verið hérlendis. Þeir Asgeir S. Björnsson og Helgi Magnússon tóku skrárnar saman. Fyrri útgáfa af Landinu þínu kom út árin 1966 og 1968 í tveimur bindum, en í annarri út- gáfu, þeim sex bindum sem nú eru öll útgefin, jókst verkið þre- falt að síðufjölda, og uppsláttar- orð eru tæplega helmingi fleiri. Nær allar myndir í bindunum sex eru í lit. Aðalhöfundar hafa frá upphafi verið Þorsteinn Jóseps- son og Steindór Steindórsson. Lokabindi Landsins þíns fylgir sérprentuð litmynd úr baðstof- unni í Glaumbæ í Skagafirði, og er ætluð til innrömmunar þeim sem það kjósa. Hestar er nýútgefin bók hjá nýrri bókaútgáfu, Ysju, og fjallar um íslenska hestinn í myndum og máli. Aðalefni bókarinnar eru ljósmyndir Sigurgeirs Sigurjóns- sonar. „Bókin Hestar er óður til ís- lenska hestsins" segir í frétt frá útgáfunni. „Hún lýsir heima- högum hans, frjálsri og stórbrot- inni náttúru og fólkinu sem dáir hann og metur.“ lúskajmröaga i Skriöuhreppi forna Skriðuhreppur Skjaldborg hefur gefið út fjórða bindið í ritsafni Eiðs Guð- mundssonar á Þúfnavöllum, Bú- skaparsaga í Skriðuhreppi forna. Arni J. Haraldsson bjó bókina til prentunar og samdi nafna- skrár. Alls er 121 litmynd í bókinni, og að auki 15 tvítóna myndir, sumar allt að aldar gamlar. Ragn- ar Tómasson hefur skrifað stutt- an skýringartexta íslenskan, og hjálpartextar eru þaraðauki á ensku, dönsku og þýsku. Jón Sig- urðsson bóndi í Skollagróf hefur bætt bókina ferskeytlum sem til urðu við lestur og skoðun bókar- innar. Kristín Þorkelsdóttir er rit- stjóri bókarinnar. Óður til hestsins HLJÓMPLÖTUR Sannleikur Sannleikurinn í mínu lífi heitir fyrsta plata Hjalta Gunnlaugs- sonar og kemur út hjá Nýrri tón- list. Þarna eru tíu lög, öll eftir Hjalta, „í léttum rokkstiT' að sögn útgefanda, við texta þar sem „hann vitnar um trú sína á Krist Jesúm á hispurslausan hátt eins og nafn plötunnar gefur til kynna“. Meðal hjálparmanna við gerð plötunnar eru Páll E. Pálsson, Ásgeir Óskarsson og Magnús Kjartansson. Upptökur fóru fram í Hljóðrita undir stjórn Gunnars Smára Helgasonar. Einleikur Út er komin hljómplata með einleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi. Á plötunni eru verk eftir Bach, Galuppi, Sveinbjörn Svein- björnsson og Liszt. Meðal efnis er hinn þekkti sálmur Bach „Slá þú hjartans hörpustrengi", og „Idyl“ og „Vikivaki“ eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem unnin eru úr íslensku þjóðlögun- um i,Stóð ég úti í tunglsljósi“, „Hér er kominn Hoffinn“ og „Góða veislu gjöra skal“. Upptökur fóru fram stafrænt (digital) í Hlégarði og Háskólabí- ói og annaðist þær Halldór Vík- ingsson. Strumpajól Strumparnir bjóða gleðileg jól á plötu frá Steinum. Þeir tala ís- lensku einsog ekkert sé, með rödd eða röddum Þórhalls nokk- urs Sigurðssonar sem stundum er kallaður Laddi af samstrumpum sínum. Laddi stumpstoðaði Strum- pana við að strumpa 14 jólalög inná þessa strumpaplötu, og strumpaði vini sínum Björgvini Halldórssyni til að strumpa eina eða tvær bakraddir. Jónatan Helgason mun hafa strumpað textunum flestum yfirá íslensku úr frummáli strumpanna, sem er belgískan hans afa þeirra, Peyo. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.