Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663.
DJOÐVHJINN
Priðjudagur 17. desember 1986 291. tölublað 50. örgangur.
Grandi hf.
400 sagt upp um jólin
Uppsagnir 400 starfsmanna Grandahf taka gildi á Þorláksmessu.
Ragna Bergmannformaður Framsóknar: Höfum mótmælt þessum uppsögnum.
Hörð jólagjöftilfiskvinnslufólks. Uppsagnir fiskvinnslufólks á Akranesi og víða um land
Um 400 starfsmenn fiskvinnslu-
fyrirtækisins Granda hf. hafa
fengið uppsagnarbréf og munu
uppsagnirnar taka gildi að viku
liðinni, á Þorláksmessu. Búist er
við að atvinnuleysi muni vara
fram yfir áramót.
„Þetta er fjórða árið í röð sem
gripið er til jólauppsagna hér í
Reykjavík og þætti mörgum hörð
jólagjöf. Það skýtur skökku við
Forgangsverkefni
Brennivín
eða
böm?
HluturÁTVRí
Hagkaupshúsið er
jafnhár öllum
framkvœmdum við
dagvistarstofnanir á
nœsta ári
Framlag ríkisstjórnarinnar til
ÁTVR vegna byggingar í Nýja
miðbænum í Reykjavík nam sem
kunnugt er 40 miljónum króna en
það er jafn mikið og á næsta ári
verður varið úr ríkissjóði til
framkvæmda við allar dagvistar-
stofnanir í landinu.
Geir Gunnarsson rifjaði upp í
ræðu sinni á Alþingi s.l. föstudag
að á sama tíma og félagslegar
framkvæmdir eru skornar niður
við trog, hafa stjórnvöld afsalað
ríkinu tekjum með sérstökum
ívilnunum til fyrirtækja og fjár-
magnseigenda. Á sama tíma og
niðurskurðurinn er afsakaður
með því að draga verði úr fjár-
festingum til að hamla gegn er-
lendri skuldasöfnun, sé hins veg-
ar ekkert lát á framkvæmdum í
þjónustugreinum í einkarekstrin-
um á þéttbýlissvæðinu.
Síðan sagði Geir: „Og þegar
ráðamenn í ríkisstjórninni taka
að hafa áhyggjur af því að ekki sé
nógu tryggur framgangur á upp-
byggingu 28 þúsund fermetra
verslunarmiðstöðvar í Nýja mið-
bænum í Reykjavík - þá eru án
þess að það þurfi að samþykkja á
Alþingi lagðar í púkkið 40 miijón-
ir úr ríkissjóði sem er hlutur
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins. Það er jafnhá upphæð og
ríkið veitir á næsta ári til fram-
kvæmda við allar dagvistarstofn-
anir á landinu“.
„Þessi afstaða stjórnvalda ann-
ars vegar til samfélagslegra fram-
kvæmda og hinsvegar einkabrasksi-
ins sýnir hvaða hagsmunum
stjórnarflokkarnir þjóna,“ sagði
Geir.
-ÁI
að þetta komi upp á meðan
Verkamannasambandið og VSÍ
eru að vinna að samkomulagi um
aukið atvinnuöryggi fiskverkun-
arfólks. Mér er ekki kunnugt um
að önnur fiskvinnslufyrirtæki hafi
sagt sínu fólki upp fyrir jólin, en
við höfum mótmælt þessum upp-
sögnum," sagði Ragna Bergmann
formaður verkakvennafélagsins
Framsóknar í Reykjavík í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Jón Rúnar Kristjánsson hjá
Granda sagði í gær að uppsagn-
irnar stafi af hráefnisskorti þar
sem togarar fyrirtækisins stöðv-
ast nú yfir hátíðirnar.
Atvinnuástand í fiskvinnslu er
mjög ótryggt víða um landið. í
gær fengu um 100 starfsmenn
Haraldar Böðvarssonar á Akra-
nesi uppsagnarbréf sín og er það
einnig að sögn vegna hráefnis-
skorts. Nær öllu fiskverkunar-
fólki á Akranesi hefur þá verið
sagt upp störfum yfir jólin, og má
ætla að það séu hátt á þriðja
hundrað manns. Uppsagnarfrest-
urinn er vika.
Bent hefur verið á tvífyrstingu
sem hugsanlega lausn á þessum
vanda sem er landiægur hér og í
skýrslu um iaun og launakostnað
í Noregi, Danmörku og Englandi
segir að þess séu dæmi í Noregi að
frystihús hafi ekki stöðvast vegna
hráefnisskorts í tíu ár. Þá segir
um atvinnuöryggi fiskvinnslu-
fólks í Danmörku að hægt sé að
segja fiskvinnslufólki upp fyrir-
varalaust, en það fari þá strax á
atvinnuleysisbætur er nema um
90% af launum.
-gg
„Okkur sýnist vera einhver feluleikur í gangi hjá ráðamönnum varðandi LÍN",
segja þeir Björn Rúnar Guðmundsson (t.v.) og Högni Eyjólfsson (t.h.).
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Á að skera niður
um þriðjung?
Samkvœmtfjárlagafrumvarpi vantar 600-700
miljónir króna til að fjárþörf sjóðsins séfullnœgt.
„Öbragð afþessu, “ segjafulltrúar námsmanna
Af þeim upplýsingum sem nú
eru handbærar virðist mega
ráða að skera eigi niður framlög
til Lánasjóðs íslenskra náms-
manna fyrir næsta ár um 1/3 af
áætlaðri fjárþörf, eða tæplega
40%, sögðu þeir Björn Rúnar
Guðmundsson og Högni Eyjólfs-
son hjá SÍNE (Samband íslenskra
námsmanna erlendis) í samtali
við Þjóðviljann í gær.
Þeir Björn og Högni sögðu að
samkvæmt nýjustu áætlun LÍN sé
fjárþörf sjóðsins fyrir árið 1986
um 1.800 miljónir króna. í því
fjárlagafrumvarpi sem nú liggur
fyrir Alþingi eru honum hins veg-
ar ætlaðar 1.100 miljónir króna.
„Það vantar því 600 til 700 milj-
ónir króna og ef þetta á að ganga í
gegn verður að breyta lögum um
lánasjóðinn, siíkar áætlanir hafa
ekki komið fram í stjórn lána-
sjóðsins," sagði Björn Rúnar.
Högni sagði að í sumar hefði
verið skipuð nefnd til að endur-
skoða ýmislegt varðandi starf-
semi lánasjóðsins en sú endur-
skoðun snerti ekki fjárþörf sjóðs-
ins og nefndarmenn hefðu neitað
því að nokkuð slíkt væri rætt á
fundum nefndarinnar.
Ýmsir stjórnarþingmenn hafa
hins vegar sagt að þeim fyndist
það vera hlutverk þessarar
nefndar að koma þessum málum í
eðlilegt horf. „Nú spyr maður sig
hvort það séu einhverjar aðrar
hugmyndir í gangi um þetta mál, “
sagði Högni. „Það hefur komið
fram í fréttum að menntamála-
ráðherra hafi sagt að hugmyndir
um lausn þessara mála verði
lagðar fram eftir jólaleyfi þing-
manna. Hverjar eru þessar hug-
myndir? Þær hafa ekki komið
fram í stjórn lánasjóðsins og okk-
ur finnst eitthvert óbragð af þessu
öllu,“ sagði Högni.
Þeir Björn Rúnar og Högni
sögðu að því hefði verið lýst yfir
hátíðlega í haust að ekki ætti að
skera niður framlög til mennta-
mála og að nú ætti að lána 100%
af áætlaðri framfærsluþörf. „Það
verður fylgst vel með því hvort
ráðamenn standa við þessi orð
sín,“ sögðu þeir Björn Rúnar og
Högni.
IH
íslandslax
125 lúður í fóðureldi
Fyrsta tilraun sem gerð ermeð lúðueldi. Rannsóknaverkefni
Islandslax, Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins
Fiskeldisstöðin íslandslax við
Grindavík hefur I samvinnu
við Hafrannsóknastofnun og
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins sett af stað 6 mánaða rann-
sóknaverkefni á lúðueldi. Á ann-
að hundrað smálúður eru komn-
ar í eldisker og una sér hið besta
að sögn Jóns Þórðarsonar stöðv-
arstjóra hjá íslandslaxi.
Farnar voru tvær veiðiferðir
með dragnótarbát frá Keflavík í
lok síðustu viku og veiddust alls
132 smálúður. í gær voru 125 lúð-
ur á lífi og mikill skvettugangur í
eldisbúrinu. Innan um lúðurnar
voru fimm aðrar fisktegundir,
þorskur, ýsa, sólkoli, sandkoli og
rauðspretta. „Það gengur vel að
fóðra þorskinn og það er spurn-
ing hvort hann getur ekki kennt
lúðunni að taka tilbúið fóður,“
sagði Jón Þórðarson.
Tilraun sem þessi, að ala upp
smálúðu hefur aldrei verið gerð
áður. „Við erum mjög spenntir
fyrir þessu. Það er óvíst hvað við
ölum lúðuna upp í stóra stærð.
Það verður fyrst að koma í ljós
hvernig hún tekur við fóðrinu en
framtíðarhugmyndin er að kaupa
smálúðu af dragnótarbátum helst
sem allra smæsta og ala hana hér
upp,“ sagði Jón.
->g-
Forstjórar
í skugganum
Lítið hefur fjölmiðlum orðið
ágengt við að fá skýringar for-
stjóra og annarra forystumanna
Hafskips á þeim kollhnís sem fyr-
irtækið hefur tekið að undan-
förnu.
Björgúlfur Guðmundsson
hafði lofað viðtaii í Sunnudags-
blað Þjóðviljans fyrir skömmu en
hætti við á síðustu stundu. í gær
barst svo Helgarpóstinum bréf
frá Ragnari Kjartanssyni þar sem
hann dregur til baka loforð um
viðtal í HP. Kvaðst hafa ráðfært
sig við lögmenn og þeir talið að
best væri að segja sem minnst.
T
Happdrætti Þjóðviljans - Dregið 13. janúar - Gerið skil!