Þjóðviljinn - 17.12.1985, Page 4
ISLENSKAR SKALDSOGUR
// \«h(/utí.V<t
/
SKILNINGSTRÉÐ
Sigurður A. Magnusson
Heimsstyrjöld er að Ijúka,
Reykjavík orðin höfuðstaður lýð-
veldis, fjármagn hefur streymt til
þessa þorps „sem hafði ekki enn
uppburði til að kalla sig borg.“
Hvert skal halda? er spurningin
sem brennur á allra vörum. Þessi
vandi snertir Jakob einnig per-
sónulega: Hvaða leið á hann að
velja í þessu lífi?
Að baki er heimur saggafullra
bragga og harðneskju, upp eru
runnin menntaskólaárin með
margvíslegum hugðarefnum og
freistingum.
Skilningstréð er fjórða bindið í
uppvaxtarsögu Jakobs; hin fyrri
eru Undir Kalstjörnu, Möskvar
morgundagsins og Jakobsglím-
an. Bækur þessar hafa notið ein-
stakra vinsælda fyrir minnis-
stæðar mannlýsingar og næman
skilning á upplifun æskunnar.
Útg.: Mál og menning
Verð: 1290 kr. m. sölusk.
ELDUR OG REGN
Vigdís Grímsdóttir
Með nýju smásagnasafni leiöir
Vigdís Grímsdóttir þig um furður
veraldar þinnar, sækir óspart til
ævintýra þjóðsagna, biblíu og
goðsagna, kallar þig á fund
huldufólks, trölla, drauga og
djöfla, gefur þér kost á að glíma
við gátur og þrautir sem hvar-
vetna blasa við þér og sýnir þér
að dálítið liggur við hver svör þín
verða.
Vigdís kvaddi sér hljóðs sem
sagnaskáld með smásagnasafn-
inu Tíu myndir úr lífi þínu er út
kom 1983. Það hlaut einróma lof
bókmenntagagnrýnenda og
vakti hrifningu fjölda lesenda:
Nýja bókin hennar mun vekja at-
hygli og umtal.
BUND
VAKA-HHLGAFELl
LEITIN AÐ LANDINU FAGRA
Guðbergur Bergsson
í þessari bók Guðbergs Bergs-
sonar segir sögumaður, Hug-
borg vini sínum frá leit íslendinga
að landinu fagra, sem þeir halda
að sé eyja þar sem kartöflurnar
vaxaísnjó. Þettaerviðburðaríkur
leiðangur og fullur af óvæntum
uppákomum, og áður en yfir lýk-
ur hefur frásögnin tekið á sig blæ
nútímaævintýris, þar sem segir
af ástum Kallamalla og Krísurófu,
því „ástin, er sú kartafla sem vex í
snjó og ekkert fagurt land er tij
nema líkami þess sem elskar." í
Leitinni að landinu fagra hefur
Guðbergur af mikilli kunnáttu
fléttað saman sögu um leitina að
sæluríkinu, með ótal skemmti-
legum tilvísunum til viðburða og
hugmyndaátaka samtímans.
Útg.: Mál og menning
Verð: 1190 kr. m. sölusk.
GULLEYJAN
Einar Kárason
Sögusvið Gulleyjunnar er Thule-
kampur á sjöunda áratugnum. í
miðju sögunnar er þessi ein-
kennilega fjölskylda í Gamla hús-
inu: Karólína spákona og kaup-
maðurinn Tommi, Grettir, þessi
lágmælti og húmorslausi stritari í
vinnuskúrum höfuðstaðarins,
konan hans Dollí og börn hennar
þrjú, töffarinn Baddi og sá ofvax-
ni flugkappi Daníel, sem lúrir á
einhverju sem enginn skilur fyrr
en um seinan. Hér segir frá
mesta glæpamanni landsins,
Grjóna heyrnarlausa, frá för
Grettis og Dollíar á þjóðhátíð
austur á land og afrekum Badda í
byggingarvinnu. Hér segir frá ár-
unum gullnu í lífi fjölskyldunnar
og áfallinu mikla.
Gulleyjan er þriðja skáldsaga
Einars Kárasonar.
Útg.: Mál og menning
Verð: 1190 kr. m. sölusk.
BLINDÁLFAR
Páll H. Jónsson.
Blindálfar er fyrsta skáldsaga
Páls H. Jónssonar sem ætluð er
fullorðnum. Þetta er áhrifamikil
saga um örvæntingarfulla leit að
lífsfyllingu - skáldsaga um
drauma og leit að draumum. Páll
hefur tvívegis hlotið verðlaun fyrir
barnabækur sínar.
Blindálfar á eflaust eftir að vekja
athygli fyrir (Dað hve mannleg
sagan er og viðurkennd stílsnilld
höfundar nýtur sín þar til fulls.
176 blaðsíður.
Útg. Vaka - Helgafell.
Verð: 998 kr. m. sölusk.
OKTAVÍA
| VÉSTEINN
\ LÚÐVÍKSSON
OKTAVÍA
Vésteinn Luðvíksson
í þessu nýja verki Vésteins Lúð-
víkssonar segir frá því að félag
nokkurt hyggist ráða sér fram-
kvæmdastjóra, en meðal um-
sækjenda reynist vera umdeildur
félagsmaður, Oktavía að nafni.
Formaður félagsins gerir það að
tillögu sinni að stjórnin fjalli um
umsókn Oktavíu með þeim hætti
að hver hinna tólf stjórnarmanna
segi af henni átta stuttar sögur,
og rökstyðji þannig atkvæði sitt. í
bókinni eru því 96 stuttar sögur af
sömu konunni, og bregða þær
skemmtilegu og einatt óvæntu
Ijósi á tilveru okkar og samlíf. I
fyrra sendi Vésteinn frá sér bók-
ina Maður og haf, sem er önnur
þeirra bóka sem tilnefndar eru til
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs af íslands hálfu í ár.
Oktavía mun ekki síður vekja at-
hygli bókmenntaunnenda.
Útg.: Mál og menning
Verð: 875 kr. m. sölusk.
Ásta Sigurðardóttir
SÖGUR OG LJÓÐ
Ásta Sigurðardóttir varð fræg á
einni nóttu fyrir fyrstu smásögu
sína, Sunnudagskvöld til mánu-
dagsmorguns, sem birtist í tíma-
ritinu Líf og list 1951. Það var í
henni nýrtónn ögrandi hreinskilni
sem kom á óvart í smáborgar-
legri lognmollu höfuðstaðarins. Á
næstu árum birtust sögur eftir
Ástu í helstu tímaritum landsins
og tóku margir undir með Sverri
Kristjánssyni sem þótti að „nú
væri risin upp meðal vor penna-
færasta kona á íslandi." Þegar
hún lést skildi hún eftir sig safn
frágenginna smásagna, auk
nokkurra Ijóða, sem komið var til
varðveislu á Landsbókasafni. Nú
koma þessar sögur í fyrsta skipti
út í bók ásamt áður birtum smá-
sögum hennar, óvægnar lýsing-
ar á hlutskipti lítilmagna á óvenju-
lega auðugu máli. Einstakur bók-
menntaviðburður fyrir aðdáend-
ur Ástu Sigurðardóttur og nýja
lesendur hennar.
útg.: Mál og menning
Verð kr. 1190 m. sölusk.
FROSKMAÐURINN
Hermann Másson.
Hvað getur froskmaður gert þeg-
ar hann hittir hafmeyju sem
heimtar að hann yfirgefi konu og
börn og taki saman við sig? Verð-
ur hann ekki að hlýða þegar hún
hótar að leggja atvinnuvegi ís-
lendinga í rúst með því að flækja
net fiskiskipanna í skrúfuna. - Er
hafin neðansjávarbylting hér á
landi? Uppreisn hafsins gegn
rányrkju framsóknarblesanna?
Hermann Másson er ungur frosk-
maður sem kafar djúpt í djúp
samtímans og á eftir að synda
með heiður íslands víða um
heim.
158 blaðsíður.
Útg. Forlagið.
Verð: 850 kr. m. sölusk.
NÓTT í LÍFI KLÖRU SIG.
Stefanía Þorgrímsdóttir.
Klara Sig. - glæsileg kona, gift
öndvegismanni í góðri stöðu,
býður karlmanni með sér heim af
balli. En speglarnir, sem Klara
skoðar sig í, brotna og hún stend-
ur varnarlaus frammi fyrir nótt-
inni. í tíu ár hefur hún verið Klara,
sterk, sjálfbjarga, frambærileg.
Hún hefur bælt ótta sinn, agað
vilja sinn, unnið sigra. Gætt þess
að vega fremur en að vera vegin.
Af næmi hins þroskaða lista-
manns lýsir Stefanía ótta og ein-
semd þess sem reist hefur hús
sitt á sandi í einni eftirminnileg-
ustu kvenlýsingu íslenskra bók-
mennta á seinni árum.
125 blaðsíður.
Útg. Forlagið.
Verð: 850 kr. m. sölusk.
~’"f UGLÁ_____________......
SÓLA, SÓLA
Guðlaugur Arason
Skáldsögur Guðlaugs Arasonar
hafa notið mikilla vinsælda, og
má minna á bækur eins og Eld-
húsmejlur og Pelastikk í því sam-
bandi. í þessari nýju bók segirfrá
Hjálmari Hjálmarssyni: hann á
sér draum um að verða rithöf-
undur og skrifa stórvirki, en um
leið er hann maður sem helst vill
sleppa sem þægilegast frá hlut-
unum. Tveir atburðir verða til aö
gerbreyta lífi hans. Á elliheimili
hittir hann fyrir tilviljun Sólu, dul-
arfulla kerlingu sem rekur ættir
sínartil galdrafólks á 17. öld. Um
svipað leyti verður Ijóst, að kona
Hjálmars á von á barni.
Hjálmar ákveður að skrifa ætt-
arsögu Sólu fyrir barn sitt ófætt.
Mögnuð saga Sólu og forfeðra
hennar hefur djúpstæð áhrif á
hann.
Útg.: Máf og menning
Verð: (innb.) 981 kr. m. sölusk.
Ugluverð: 495 kr.
UNDIR MERKI STEINGEITAR
Snjólaug Bragadóttir
frá Skáldalæk
Spennandi bók um unga stúlku
sem fer til Los Angeles í Banda-
ríkjunum og verður þar heimilis-
vinur heimsfrægra poppstjarna.
Þar kynnist hún ótrúlegum fjöl-
skylduflækjum, eiturlyfjaneyslu
og miskunnarleysi samkeppn-
innar í háborg músíklífsins. Unga
stúlkan fékk tækifæri lífs síns,
hún sneri heim reynslunni ríkari
en eðli steingeitarinnar býður
henni að læra svo lengi sem hún
lifir.
180 bls.
Útg.: Örn og Örlygur.
Verð: 995 kr. m. sölusk.
ELDVÍGSLAN
Jónas Kristjánsson
Söguleg skáldsaga. Eldvígslan
er saga mikilla átaka og hrika-
legra örlaga, rituð á fögru og
kjarnmiklu máli sem ber hæfi-
legan svip af stíl fornsagnanna.
Spennandi saga sem menn
leggja ekki frá sér fyrr en þeir
hafa lesið sfðustu setninguna.
324 bls.
Útg.: Örn og Örlygur.
Verð: 785 kr. m. sölusk.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN