Þjóðviljinn - 17.12.1985, Síða 5
ÞYDDAR SKALDSOGUR
STRÍÐSVINDAR 1. og 2. bindi
Herman Wouk
Snjólaug Bragadóttir þýddi
Saga úr síðari heimsstyrjöldinni.
Stríðssaga - ástarsaga - örlaga-
saga. Senn hefjast í íslenska
sjónvarpinu sýningar á þáttum
sem gerðir voru eftir þessari
sögu. Þeir taka 18 klukkustundir í
sýningu og eru þeir dýrustu sinn-
ar tegundar sem enn hafa verið
framleiddir. Sá sem hefur lesið
bækurnar áður en þættirnir hefj-
ast munu njóta þeirra betur.
334 bls.
Útg.: Örn og Örlygur.
Verð: 706 kr. m. sölusk. hvort
bindi.
FAYWELDON
ÆVI&ÁSTIR
ÆVI OG ÁSTIR
KVENDJÖFULS
Fay Weldon.
Hvað gerir heiðarleg húsmóðir
þegar eiginmaðurinn kallar hana
kvendjöful og hleypur á brott með
annarri konu? Hvað getur hún
gert - ófríðari en amma skrattans
með undurfagra skáldkonu að
keppinaut? „Köld eru eru
kvennaráð". Söguhetjan leitar
allra leiða til að ná fram hefndum
og sigra andstæðinginn. En
hvaða tilgangi þjónar barátta
hennar og hverju fórnar hún?
Það er ein hinna miskunnarlausu
spurninga sem Fay Weldon spyr
lesendur sína í þessari meinfynd-
nu og miskunnarlausu satíru.
Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi
söguna.
MINNINGAR EINNAR
SEM EFTIR LIFÐI
Doris Lessing
Eitt þekktasta verk Doris Lessing
- rithöfundar sem nýtur vinsælda
og virðingar um allan heim. Hún
verður gestur Listahátíðar 1986.
Sagan lýsir sambandi konu og
unglingsstúlku sem mæta
breyttum þjóðfélagsaðstæðum á
ólíkan hátt. Þýðandi: Hjörtur
Pálsson. Úr erlendum blaða-
dómum: „Hrein snilld. Bók sem
grípur lesandann heljartökum”
(New York Times). „Ein ógn-
þrungnasta og mest sannfær-
andi bók sem ég hef lesið” (Daily
Mail). „Á okkar tímum er sagan
holl lesning” (Sunday Times).
243 blaðsíður.
Útg. Nótt, bókaútgáfa.
Verð: Innbundin kr. 1175, kilja
kr. 875 m. sölusk.
ÁSTKONA FRANSKA
LAUTINANTSINS
John Fowles
Ástkona franska lautinantsins er
tvímælalaust þekktasta skáld-
saga John Fowles, sem er ein-
hver fremsti og umtalaðasti
skáldsagnahöfundur Englend-
inga um þessar mundir.
Ástkona franska lautinantsins
er öðrum þræði mögnuð ástar-
saga um aðalsmanninn unga,
Charles Smithson, og kennslu-
konuna dularfullu, Söru Wood-
ruff, sem þorpsbúar kalla ást-
konu franska lautinantsins. Hér
segir frá ástríðuþrungnu sam-
bandi þeirra og því stríða og ólg-
andi regindjúpi sem skilur þau
að. Sögusviðið er England Vikto-
ríutímans.
Ástkona franska lautinantsins
er þýdd af Magnúsi Rafnssyni.
Eftir henni var nýlega gerð mjög
vinsæl kvikmynd með Meryl
Streep í aðalhlutverki.
Útg.: Mál og menning
Verð: 1.375 kr. m. sölusk.
ÞEGAR ÖRLÖG RÁÐAST
Georgette Heyer.
Ólgandi ástríður, leiftrandi kímni
og magnaður söguþráður eru
einkenni þessarar sögu breska
metsöluhöfundarins Georgette
Heyer.
Georgette Heyer hefur um árabil
veriö einn alvinsælasti höfundur
skemmtisagna erlendis og
bækur hennar seljast í
milljónaupplögum. Þegar örlög
ráðast er önnur bókin sem kemur
út eftir hana á íslensku, en fyrsta
bókin seldist upp á nokkrum vik-
um. Má því segja að hún hafi
strax slegið í gegn hér á landi.
265 blaðsíður.
Útg. Vaka - Helgafell.
Verð: 896 kr. m. sölusk.
flNN VIRTASTi £N UM l£® UMOtUMSTI RÍTHÓfUNOUR H£IMS
! fYRSTA SINN í ÍSlfNSKPI ÞV&NGU
HÖRKUTÓL STÍGA
EKKI DANS
Norman Mailer
Norman Mailer, einn virtasti en
jafnframt umdeildasti rithöfundur
samtímans, gefur lesendum sín-
um engin grið í þessari vel skrif-
uðu og hörkuspennandi bók um
Tim Madden, sem vaknar
minnislaus eftir 24 daga drykkju
og kemst að því að iíklega hafi
hann framið morð... Þýðandi er
Árni Ibsen. Úr erlendum blaða-
dómum: „Ein af 5 bestu skáld-
sögum ársins 1984” (Time).
„Stórbrotinn rithöfundur skrifar
sér til skemmtunar og býður les-
endum með” (People). „Tryll-
ingslegt, yfirgengilegt og klæmiö
meistaraverk” (Playboy). „Óút-
reiknanlegasti höfundur Banda-
ríkjanna og sífellt sá athygli-
sverðasti” (Vogue). Spennan er
eins fínstillt, ógnandi og ending-
argóð og í bestu myndum Hitch-
cocks” (Chicago Tribune).
328 bls.
Útg.: Bókaútgáfan Nótt.
Verð: Innbundin 1.250 kr. m.
sölusk., kilja 875 kr. m. sölusk.
ENDURFÆÐINGIN
Max Ehrlich,
þýðandi Þorsteinn Antonsson
Höfum við lifað áður? Er líf eftir
þetta líf? Hvað eru draumar? Er
mark takandi á þeim? í skáld-
sögunni Endurfæðingin er þetta
sérstæða efni tekið til meðferðar í
dulrænni spennusögu, stutt vís-
indalegum rannsóknaraðferðum
og gert aðgengilegt með góðri
frásagnartækni.
279 bls.
Útg.: ísafold
Verð: 975 kr. m. sölusk.
JÓLASAGAN
Jan Peinoewsky
Jólasaga er sagan af fæðingu
frelsarans eins og hún kemur
fyrir í guðspjöllunum. Hún er
prýdd gullfallegum myndum. Bók
sem allir ættu að eiga sem láta
sig varða hinn sanna boðskap
jólanna.
m
HROSSAKAUP
Dick Francis
Metsöluhöfundurinn Dick Franc-
is hefur lengi verið álitinn meðal
allra fremstu spennusagnahöf-
unda á Vesturlöndum, bæði af
gagnrýnendum og almenningi.
Söguhetjan í Hrossakaupum er
ungur bankastjóri sem lánar stór-
fé til kaupa á veðhlaupahesti til
undaneldis. Síðan dregur til ótíð-
inda... Þýðandi er Þuríður Baxter.
Úr erlendum blaðadómum:
„Besti spennusagnahöfundur
nútímans” (Atlantic Monthly).
„Dick Francis fer á hlemmiskeiði
um ritvöllinn enn einu sinni” (Da-
ily Mail). „Besta bók hans í þó
nokkurn tíma” (The Guardian).
„Öllu hugvitsamlegri atburðarás
og glæpafléttu hefur Dick Francis
trauðla samið” (Daily Express).
310 bls.
Útg.: Bókaútgáfan Nótt.
Verð: Innbundin 975 kr. m. sö-
lusk., kilja 775 kr. m. sölusk.
MEMED MJÓI
saga um uppreisn og ást
Yashar Kemal
Sagan um Memed mjóa, stiga-
manninn unga, er hörkuspenn-
andi ævintýri um alþýðu og út-
laga í Tyrklandi á fyrri hluta þess-
arar aldar eftir fremsta og fræg-
asta núlifandi höfund Tyrkja.
Yashar Kemal. Söguhetjan elst
upp í þorpi ríkismannsins Abdi
aga sem hefur sölsað undir sig
landareign fólks í fimm þorpum á
Tsjúkuróvasléttunni og drottnar
með harðneskju. Strax á unga
aldri gerir Memed misheppnaða
tilraun til að rísa gegn Abdi aga,
og þegar hann hefur fengið nasa-
sjón af annars konar lífi ákveður
hann að ræna unnustu sinni og
flýja. En armur valdsins er langur
og hefur lögin sín megin, þótt
Memed öðlist hins vegar ást og
aðdáun alþýðunnar.
Þórhildur Ólafsdóttir þýddi
bókina úr tyrknesku og skrifar eft-
irmála.
Útg.: Mál og menning
Verð: 1487 kr. m. sölusk.
Ugluverð: kr. 788.
Réoinc Dclcrocs
Stúlkan
á bíáa hjólk^.
STÚLKAN Á
BLÁA HJÓLINU
Régine Deforges
Dalla Þórðardóttir
íslenskaði
Árið er 1939. Lea Delmas er
sautján ára heimasæta á óðals-
jörðinni Montillac í hjarta vínrækt-
arhéraðs í nágrenni Bordeaux.
Hún er falleg, lífsgjöð og
áhyggjulaus og vefur karlmönn-
um um fingur sér. Hún hefur þeg-
ar ákveðið hvern hún vill. í undir-
búningi er mikill dansleikur...
Stríðið skellur á og fyrr en varnir
kasta örlögin Leu út í hringiðu
þess. Hún lendir í straumi flótta-
manna undir stöðugu kúlnaregni
og kemst f návígi við dauðann og
hernám Þjóðverja.
Brátt verður hún þekkt sem stúlk-
an á bláa hjólinu, mikilvægur
sendiboði á milli hins hernumda
og hins frjálsa hluta Frakklands.
Hættur, ábyrgð og sorgir þroska
þessa villtu og lífsglöðu stúlku en
temja hana ekki...
379 bls.
Útg.: ísafold
Verð: 1.375 kr. m. sölusk.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5