Þjóðviljinn - 17.12.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 17.12.1985, Síða 15
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 ÝMSAR B/EKUP Togir skemmtíL-grj vpilakjpLi! I»,»ö l>arf cngum aft lciöast viö aft lcggja tapal . . KAPLABÓKIN Ásgeir Ingólfsson þýddi. Aögengileg handbók fyrir unga sem aldna um það hvernig hægt er að leggja ótrúlegan fjölda spil- akapla sem sumir vilja nefna einsmannsspil eða spilaþrautir. Spilakaplar hafa lengi verið vin- sælir hér á landi en heldur ein- hæfir að sögn kunnugra. Með þessari bók ættu margir aö geta spreytt sig á nýjum afbrigðum slíkra spila. 100 blaðsíður. Útg. Vaka - Helgafell. Verð: 695 kr. m. sölusk. mmm ÁSÖGUSLÓÐUM BIBLÍUNNAR Magnús Magnússon Hinn kunni sjónvarpsmaður í Bretlandi skyggnist að baki frægra þátta í breska sjónvarpinu og síðar því íslenska. „Magnús fléttar á mjög skemmtilegan hátt frásagnir úr Biblíunni og af rann- sóknum og árangurinn verður stórskemmtileg og fróðleg bók um fornaldarþjóðir og sögustaði í Austurlöndum nær.“ Jón Þ. Þór. 239 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 1.290 kr. m. sölusk. ÍSLENSKA LYFJABÓKIN Helgi Kristbjarnarson, Magn- ús Jóhannsson og Bessi Gíslason. Einkar handhæg og aðgengileg handbók um öll lyf sem voru á lyfjaskrá um síðustu áramót. í bókinni er greint frá því hvernig lyfin eru tekin, aukaverkanir þeirra og áhrif á vanfærar konur og fóstur í móðurkviði. Þá eru í bókinni upplýsingar um verkanir lyfjanna á líkamann, hvort eitthvað þarf að varast meðan átöku lyfjannastendurog skrá yfir framleiðendur. 336 blaðsíður. Útg. Vaka - Helgafell. Verð: 985 kr. m. sölusk. _ Jóhannes Sveinsson Kjarval Ævisaga eftír Indriða G. Þorsteinsson „ . . . bók Indriða um Kjarval fylgir í flestum tilvikum hinni næstum sígildu ævisagnaritun eða íslenskum bókum um merkismenn. Og sem slík er hún líklega sú besta sem ég hef lesið, ef ekki sú albesta. Stíll bókarinnar er tilgerðarlaus, sléttur og felldur . . . með einföidum orðum og skrúðlausum . . . Slíkt litleysi sem gætir í fari Indriða við gerð bókarinnar er afar sjaldgæft meðal rithöfur.da. f>ví það er nú einu sinni sú skoðun þeirra að þeim beri að hafavitfyriröðrum.líkasérfræðingum . . . Margar prýðilegar ljósmyndir eru í bókinni og ekki eru myndirnar af málverkunum síðri. Umhyggja fyrir myndunum er einstæð . . .“ (Guðbergur Bergsson í Helgarpóstinum 31. október 1985). „ . . . ég (kann) naumast annað en hrósyrði að segja um þessa sögu Indriða G. Þorsteins- sonar. Hann hefur gefið okkur frábærlega vel skrifaða og glögga mannlýsingu á mikilhæfum einstaklingi, og barmafulla af smellnum frásögnum í kaupbæti . . .“ (Dr. Eysteinn Sigurðsson í NT 15. okt. 1985) „Það fer ekki milli mála að það er gífurlegur fengur að lesa jafn vel ritaða ævisögu Jóhannesar Sveinssönar Kjarvals . . .“ (Jóhann Hjálmarsson skáld í Morgunblaðinu 15. október 1985) „Ég get . . . lýst því sem minni skoðun að höfundurinn hafi unnið hér þrekvirki . . .“ (Kristján frá Djúpalæk skáld í Degi 15. okt. 1985) AUÐVITAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SÍMI 25544. ÁRIÐ 1984 Stórvíðburðír í mYndum og máli með íslenskum sérkafla Hefur nú komíð út í tuttugu ár t Þetta frábæra bókmenntaverk er samsett af 480 fréttagrein- um og eru þær áréttaðar með jafnmörgum atburðamyndum og er helmingur þeirra prentað- ur í lítum í heilsíðustærðum á köflum. Annáll ársins skiptist í 12 aðalkafla. Auk þess fjallar verkið um einstök sérsvið, svo sem alþjóðamál - efnahags- mál - vísindi og tæfcní Frábært bókmenntaverk fyrir alia fjölskyiduna. AFIID 1984 .s.I?ny.'OOURO-«1 MVNOUM OG MAu með Islenzkum sérkafla Þessi bókaflokkur er orðinn ómissandi öllum þeim er láta sig samtíðina einhveiju skipta og vilja eiga möguleika á því að geta flett upp í óyggjandi heimildum um atburði hér á landi og um heim allan. Eldri árgangar eru á þrotum. ■Mllj Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Símar 13510—617059. Pósthólf 147.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.