Þjóðviljinn - 20.12.1985, Qupperneq 4
Míkhaíl Zosjenko
Nú á dögum skrifar enginn jóla-
ævintýri. Höfuðorsökin er að
lífið býður ekki lengur upp á
neina jólastemmningu.
Alls slags jóladraugagangur,
afturgöngur og kraftaverk heyra
svo að segja þjóðsögunni til.
Afturgöngurnar eru reyndar
enn við lýði. Ég get sannarlega
sagt ykkur, gott fólk, frá einni
slíkri afturgöngu.
Pessi sanna saga gerðist rétt
fyrir jól. í septembermánuði.
Hana sagði mér læknir sem var
sérfræðingur í barnasjúkdómum
og innanmeinum.
Læknir þessi var kominn á efri
ár og alveg gráhærður. Ekki veit
ég hvort það var þessi saga sem
hafði gert hann gráhærðan, eða
hvort hann bara hafði orðið
þannig. En gráhærður var hann
og röddin var hás og hryglu-
kennd.
Það er eins með röddina. Ég
veit ekki hvernig hann hafði
drukkið hana úr sér, hvort það
var út af þessum atburði eða ein-
hverjum öðrum.
En nóg um það.
Dag einn situr læknirinn á stof-
unni í þungum þönkum: Sjúk-
lingarnir - hugsar hann - eru
einskis nýtir nú á dögum. Menn
vilja endilega fá ókeypis þjónustu
út á sjúkrasamlagið, og engum
dettur í hug að líta við á einka-
stofu. Maður getur eins vel lokað
sjoppunni.
Én allt í einu hringir dyrabjall-
an.
Inn kemur miðaldra maður og
kvartar yfir vanlíðan. Hjartað,
segir hann, stoppar í sífellu, og
honum finnst hann eiga skammt
eftir ólifað.
Læknirinn skoðaði sjúklinginn
- ekkert að. Sterkur eins og uxi,
rjóður í vöngum og með bísperrt
yfirvaraskegg. Og allt á sínum
stað. Hreint engin feigðarmerki í
líffærunum.
Læknirinn skrifaði upp á anís-
dropa, tók sjötíu kópeka fyrir
viðtalið og hristi höfuðið. Með
því skildu leiðir þeirra.
Um svipað leyti næsta dag
kemur gömul kona í svartri kápu
til læknisins. Hún snýtir sér án
afláts, grætur og segir:
„Hann var víst hjá yður nýlega
hann frændi minn blessaður Vas-
ílíj Lédéntsov. Haldið þér ekki
að hann hafi fengið slag í nótt og
dáið. Gætuð þér verið svo vænn
að skrifa dánarvottorð?“.
Læknirinn segir:
„Andlát hans kernur mér mjög
á óvart. Menn hrökkva sjaldan
upp af anísdropum. Og hvað sem
öðru líður get ég ekki skrifað út
neitt dánarvottorð hér - ég verð
fyrst að líta á líkið“.
Gamla konan, þessi fífill guðs,
segir:
„Ágætt. t>á getið þér komið
með mér. Þetta er hér rétt hjá“.
Læknirinn tók með sér áhöld,
fór svo, gáið að, í skóhlífar og
gekk út með gömlu konunni.
Svo fara þau upp á fimmtu hæð
oginnumdyr. Ogstendur heima.
Þar angar allt af reykelsi. Hinn
látni liggur uppi á borði og kerta-
ljós í kring. Kella rýtir sorgbitin.
Lækninum fór að líða illa.
Bannsettur auli get ég verið -
hugsar hann - að skjátlast svona
um sjúklinginn. Þeir draga dilk á
eftir sér þessir sjötíu kópekar.
Hann sest við borðið og skrifar
dánarvottorð í snatri. Því næst
réttir hann konunni það og flýtir
sér út án þess að kveðja.
Þegar hann var kominn út að
hliði mundi hann allt í einu eftir
skóhlífunum - drottinn minn
dýri!
Meira vesenið - hugsar hann -
- fyrir sjötía kópeka. Nú verð ég
að drattast upp aftur .
Hann fer aftur upp alla stigana
og inn í íbúðina. Dyrnar standa
vitanlegá opnar. Og skyndilega
sér hann: hinn látni Vasílíj Lé-
déntsov situr uppi á borði og
reimar stígvélin. Reimar stígvélin
og þrasar um eitthvað við gömlu
konuna. En gamla konan, þessi
fífill guðs, gengur í kringum
borðið og slekkur á kertunum
með fingrinum. Sleikir fingurinn
og slekkur.
Lækninum brá heldur betur í
brún, lá við hann æpti af hræðslu
en svo náði hann stjórn á sér og
æddi út eins og hann stóð,
skóhlífalaus.
Hann hljóp heim, henti sér upp
í dívan og það glömruðu í honum
tennurnar. Síðan fékk hann sér
nokkra anísdropa, róaðist og
hringdi í lögregluna.
Daginn eftir hafði lögreglan
komist til botns í málinu.
Það kom í Ijós að Vasílíj Mítr-
ofanovitsj Lédéntsov, sem var
innheimtumaður á auglýsinga-
stofu, hafði svikið út þrjú þúsund
rúblur af almannafé. Með þessa
peninga ætlaði hann að stinga af
og byrja nýtt og glæsilegt líf.
Þannig fór það nú samt ekki.
Læknirinn fékk aftur skóhlífar
sínar að um þremur mánuðum
liðnum eftir miklar málalenging-
ar, umsóknafargan, bréfaskriftir
og bardús.
Satt að segja slapp læknirinn
nokkuð vel frá málinu og varð
ekki fyrir neinum vandræðum ef
frá er talið langvarandi skóhlífa-
leysi.
Þegar læknirinn hafði sagt mér
þessa sögu bætti hann við og varp
öndinni mæðulega:
„Fyrir sjötíu kópeka ætlaði
þessi kóni að stinga af úr þessum
heimi með þrjú þúsund, en lækn-
isfræðin kom í veg fyrir það. Og
þarna sést hvernig fer fyrir þeim
sem láta græðgina ráða gerðum
sínum“.
Frumtitill:
Svjatotsjnaja ístoríja
(1926).
Árnl Þór Sigurðsson þýddi
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ