Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 3
FRE1TIR
Aldraðir
Ibúðir fyrir
storeignafolk
Meirihluti borgarstjórnar: Greiðsluskilmálar
íbúðafyrir aldraða við Hjallasel
óaðgengilegir. Ibúðirnar ofdýrar.
Sigurjón Pétursson: Ekkifyrir reykvískan
almenning. 1100 á biðlista hjá borginni
Húsin viö Hjallasel eru dýr, svo dýr að mati Sigurjóns Péturssonar aö það er
ekki á færi reykvísks almennings að kaupa þau. Ljósm. E.ÓI.
Við þcssar aðstæður og mcð
þessum söluskilmálum er það
aðeins á færi æðstu embættis-
manna þjóðarinnar að fela eftir-
launasjóði að kaupa íbúðirnar
við Hjallasel. Þetta eru ckki hús
fyrir reykvískan ahnenning,
sagði Sigurjón Pétursson borg-
arfulltrúi Abl. á borgarstjórnar-
fundi á flmmtudagskvöldið þegar
rætt var um sölu 19 íbúða fyrir
aldraða við Hjallasel.
Miklar og langar umræður
urðu um málið og skoðanir voru
mjög skiptar. Um er að ræða 9
parhús við Dvalarheimilið Selja-
hlíð og er gert ráð fyrir að þjón-
ustan þar standi íbúum parhús-
anna til boða. Aætlað er að húsin
veröi afhent í vor eða sumar á
næsta ári. Hver íbúð er 69 fer-
Landssöfnun kirkjunnar
12 miljónir
hafa safnast
Hljómplata íslensku
hjálparsveitarinnar að
verða uppseld
Alls hafa nú safnast um 12 milj-
ónir í landssöfnun Hjálparstofn-
unar kirkjunnar. Þar af hafa
komið inn 4,5 miljónir -fyrir sölu
hljómplötu „íslensku hjálpar-
sveitarinnar“ Hjálpum þeim.
Hljómplatan er nú að verða upp-
seld en alls voru gefin út 17 þús-
und eintök.
Gunnlaugur Stefánsson hjá
Hjálparstofnuninni sagði í gær að
undirtektir almennings væru
mjög góðar. í dag, laugardag og á
Þorláksmessu verða söfnunarbíl-
ar við helstu verslunarstaði og
flestar kirkjur verða opnar á
sunnudag og Þorláksmessu þar
sem tekið verður á móti fram-
lögum. -Ig
metrar og á að seljast á 3,2
miljónir sem er kostnaðarverð.
Mikið var deilt á óaðgengilega
söluskilmála íbúðanna og komu
fram breytingartillögur bæði frá
Alþýðubandalagi og Kvenna-
framboði. Tillaga Alþýðubanda-
lagsins sem flutt var af Guðmundi
Þ. Jónssyni var á þá leið að borgin
tæki íbúðir fólks upp í söluverð ef
þess væri óskað og gerðist borg-
arsjóður þannig meðeigandi að
íbúðinni, en kaupandi greiddi
hæfilega leigu fyrir eignahlut
borgarinnar. Kvennaframboðið
lagði til að íbúðirnar verði áfram í
eigu borgarinnar en leigðar út, en
báðar tillögurnar voru felldar.
„Það sem gerst hefur er að
íbúðirnar eru orðnar allt of dýrar,
auk þess sem verð á gömlum
Borgarstjórn samþykkti á
limmtudagskvöldið tillögu
þar sem borgarstjórn mótmælir
harðlega árásum stjórnarinnar á
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem
hafa valdið mörgum sveitarfé-
lögum verulegum tekjumissi.
í greinargerð með tillögunni
segir að samkvæmt lögum eigi
Jöfnunarsjóður ákveðna hlut-
deild í innheimtum söluskatti og
verðtollstekjum. Á árinu 1984
setti ríkisstjórnin þak á þessa
hlutdeild þegar verið var að
stoppa upp í fjárlagagatið það
árið, en jafnframt tekið skýrt
fram að þessi skerðing myndi að-
íbúðum hefur fallið verulega í
verði. Þessi tillaga okkar er lögð
fram til að sem flestir eigi kost á
að kaupa íbúðirnar. Nú eru um
1100 aldraðir á biðlista hjá borg-
inni og líklega á enginn þeirra
kost á að kaupa þessar íbúðir.
eins taka til ársins 1984. Stjórnin
hefur svikið þetta fyrirheit sitt því
árið 1985 var aftur sett þak á hlut-
deild sjóðsins í söluskatti og toll-
um. Borgarstjórn telur það rétt-
mæta kröfu sveitarfélaga að
Jöfnunarsjóur fái lögmætan hlut í
þessum tekjum og átelur að ríkið
bæti sífellt sinn hag á kostnað
sveitarfélaganna.
Þessum aðgerðum stjórnvalda
hefur margsinnis áður verið mót-
mælt. í nóvember sl. mótmæltu
samtök sveitarstjórnarmanna Al-
þýðubandalagsins þessu harð-
lega.
Sigurjón Pétursson borgarfull-
trúi Abl. sagði í samtali við blaði í
60% þeirra sem eru á biðlistanum
á enga húseign", sagði Adda
Bára Sigfúsdóttir í samtali við
blaðið í gær.
Dvalarheimilið Seljahlíð er
eina byggingin fyrir aldraða á
þessu kjörtímabili. -gg
vikunni að þessar árásir ríkisins á
sjóðinn skertu tekjur borgarinn-
ar verulega sem og annarra
sveitarfélaga. í fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir næsta ár er gert
ráð fyrir 270 miljón króna fram-
lagi úr Jöfnunarsjóði, en sama
framlag á fjárhagsáætlun 1982
framreiknað samkvæmt bygging-
avísitölu var 393 miljónir. Mis-
munurinn er 123 miljónir og stór
hluti af því sem Sigurjón kallar
jólakveðju stjórnarinnar til borg-
arbúa í þetta sinn. Gera verður
ráð fyrir að skerðing tekna sjóðs-
ins komi enn verr niður á minni
sveitarfélögum.
-gg
Bankaráðin
Nær eins
hjá AB
Aðal- og varamaður í
Búnaðarbanka hafa
sœtaskipti. Annað
óbreytt.
Ragnar Arnalds: Síst
eðlilegtað bankaráðs-
maður AB sé látinn
gjalda Hafskipsmálsins
I dag fara fram á alþingi kosn-
ingar í bankaráð ríkisbankanna
og verða menn kjörnir til fjög-
urra ára í samræini við ný lög um
viðskiptabanka scm taka gildi um
áramót. Þingtlokkur Alþýðu-
bandalagsins gckk frá tillögu um
fulltrúa sinn í bankaráð ríkis-
bankanna ■ gær og eru einu
breytingarnar þær að Þórunn
Eiríksdóttir frá Kaðlastöðum
verður aðalmaður í bankaráði
Búnaðarbankans og Helgi Seljan,
alþingismaður varamaður en
Helgi hefur verið aðalmaður og
Þórunn til vara.
Samkvæmt þessu verða fulltrú-
ar AB í Útvegsbankanum Garð-
ar Sigurðsson, alþingismaður og
Haukur Hclgason til vara og í
Landsbankanum Lúðvík Jóscps-
son og Olafur Jónsson til vara.
Ragnar Arnalds formaður
þingflokks AB sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að aðeins þessi
eina tillaga um skipan í bankaráð
hefði komið fram á fundinum í
gær og hefði hún verið samþykkt
samhljóða. Fyrr í mánuðinum
hefði þingflokkurinn hafnað til-
lögum frá Guðrúnu Helgadóttur
um að kjósa ekki í bankaráð að
sinni og til vara að kjósa ekki
þingmenn í þau. Ragnar sagði
vegna samþykktar framkvæmda-
stjórnar AB að þingflokkurinn
hefði talið að allir kæmu til greina
í bankaráð án tillits til annarra
starfa þeirra. Hann sagðist ekki
eiga von á átökum í flokknum af
þessu tilefni. „Það eru sjálfsagt
skiptar skoðanir um hvernig
skipa á í bankaráð", sagði hann.
„Hafskipsmálið snýr fyrst og
fremst að bankastjórunum og
það er síst af öllu eðlilegt að
bankaráðsmaður Alþýðubanda-
lagsins í Útvegsbankanum sé
látinn gjalda sérstaklega fyrir
það. Hann á engan hlut að þeim
ákvörðunum sem deilt hefur ver-
ið á enda fjalla bankaráðin ekki
um lánveitingar sagði Ragnar
Arnalds að lokum.
-ÁI
Sveitarfélög
Ríkið matar krókinn
Borgarstjórn mótmœlir árásum stjórnarinnar á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Veru-
leg skerðing tekna sveitarfélaga. Ríkissjóður bœtir sinn hag á kostnað þeirra
VIÐTALSBÓK VIÐ RITHÖFUNDINN,
ÞINGMANNINN OG HÚMORISTANN
ÞJÓÐKUNNA JÓNAS ÁRNASON
í bókinni segir Jónas opinskátt
frá æsku og uppvexti. Hann
talar af mikilli hreinskilni um
átök við samherja jafnt sem
andstæðinga á syórnmálasvið-
inu. Hann segir frá kynnum af
skemmtilegu fólki og leikhúslífi.
Bókin er ekki aðeins merkileg
heimild um mikilhæfan mann
og litríkan persónuleika, pví
húmorinn óborganlegi er á
sínum stað og gerir viðtalsbók-
ina við Jónas Árnason að
sérstakri skemmtun.
^vart á ftvítu
Vörumerki verðmæta