Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 12
Atli Heimur Sveinsson: svo vantaöi eitthvað nýtt til aö fara meö til Japan... Hamrahlíðarkórinn syngur Atla Heimi Þriöja hljómplata Hamrahlíöar- kórsins undirstjórn Þorgeröar Ingólfsdóttur er komin út. Á henni syngur kórinn eingöngu verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Platan nefnist Haustmyndir. Hamrahlíðarkórinn var stofn- aður 1967 og hefur getið sér mikið orð heima fyrir og á tón- leikaferðum um heiminn fyrir vandaða og fjölbreytta söngskrá. Kórinn hefur áður gefið út plöt- una Ljós og hljóma með helgi- söngvum og Old hraðans sem á eru mörg dæmi um íslenska kórmúsík. Mörg tónskáld hafa samið fyrir Hamrahlíðarkórinn sérstaklega og eitt þeirra er Atli Heimir. Á þeirri plötu sem nú kemur út eru fjögur verk. Haustmyndir eru samdar við ljóðaflokk Snorra skálds Hjartarsonar. Ég reyndi að ná því, segir Atli Heimir, hvernig hver hending þessara tímalausu ljóðabarísér bergmál, minnti á málverk. Hann bætir því við að verkið hafi meðfram verið hugsað sem brúðkaupsgjöf til Þorgerðar og Knúts skálds Öde- gárd. Dansar dýrðarinnar eru samdir fyrir kórinn og gít- arsnillinginn Pétur Jónasson, en Pétur leikur einnig í öðru verki á plötunni, Japönskum Ijóðum. Það verk er gert við ljóðaþýðing- ar Helga Hálfdánarsonar. Atli Heimir samdi það verk fyrir kór- inn þegar hann bjó sig til Jap- ansferðar, og það er haft eftir Þorgerði söngstjóra, að Japanir hafi kunnað vel að meta lögin og jafnvel haldið að Atli Heimir hafi dvalið í Japan. Þá er á plötunni Haustljóð til Maríu, sem samið er við ljóð eftir próf. Einar Ólaf Sveinsson: „Máría ljáðu mér möttul þinn“. Þetta er, segir Atli, fagur vitnis- burður um mikinn lærdómsmann og skáld, vísurnar eru afrakstur mikillar þekkingar á miðalda- bókmenntum okkar og trú- arljóðum - á innileika þeirra ljóða og einfaldleika. Verkin eru öll samin á síð- astliðnum þrem árum. - áb. DÆGURMAL Safn- plöturnar gleðja (l)andann Ragga Gísla slaer í gegn með Fegurðardrottningunni; góður söngur í góöu lagi, en myndina tók Ari. Það er óþarfi að tíunda hvaða plötur „stela senunni“ á dægur- tónlistarsviðinu um þessar mund- ir og ganga best í landann; bless- aðar safnplöturnar. Undirrituð getur því miður ekki talist til meirihlutans í þessum efnum þótt ein, eða öllu heldur eitt lag á slíkri skífu, hafi glatt hana um- fram aðrar í öllu flóðinu; lag Ragnhildur Gísla Fegurðar- drottning kemur hér í fyrsta sinn út á plötu. Dúndur nefnist sú og hefur að geyma auk Fegurðar- drottningarinnar 14 „smelli", misvæna vitaskuld; bestir, auk fyrrnefnds lags, Alive and kick- ing með Simple Minds, When love breaks down með Prefab Sprout, Uncle Sam þeirra Mad- nessdrengja og Don’t break my heart með UB40. Þá má nefna að annar íslenskur aðili á áður óút- gefið lag á Dúndri, það er hljóm- sveitin Bogart og ágætt lag þeirra Sjá og sigra. Perlur er einnig 14 laga safn- plata gefin út af SPORI og/eða Steinari einsog ofannefnt Dúnd- ur og þær fjórar sem nefndar skulu næst héreftir. En á Perlum finnst mér gamla lagið hans Sonnys Bono, I got you babe, í flutningi UB40 og Chrissiar Hynde huggulegast. Ballöður, endurfundir tvö, er eitt stýkki rólegheita plata með gömlum og nýjum „ballöðum". Margt ágætt hér þótt sumt mætti gjarna missa sín. Bestu lög: Smo- oth operator/ Sade, That old de- vil called love/ Alison Moyet, alltaf gaman að lagi Jóhanns G. Don’t try to fool me, lag Friðriks úr Mezzó er ljúft og svo syngur Ellen Kristjáns ágætt lag nýtt af nálinni, í felum. Eigulegasta safnplatan að þessu sinni er alíslensk, reyndar tvær í albúmi með 28 lögum vin- sælum síðustu tíu árin og nefnist Með Lögum skal land byggja. í lagabálknum má m.a. finná löger varða Grýlurnar, Bubba Mort- hens, Stuðmenn, Ljósin í bæn- um, Þokkabót, Diabolus in mus- ica, Spilverkið, Egó og Utan- garðsmenn, Ladda og Bjögga o.fl.ofl.. Sumsé hið vænsta safn og útgáfa þess vel til fundin hjá Steinari h/f. Funkin Marvellous er níu laga fönkplata, þ.e. ef fyrsta „lagið“ getur kallast lag, þar er nefnilega um að ræða samansafn ágætra laga í einni runu og er útsetning í höndum Geoffs Calver, sem reyndar kemur hvað mest við sögu í útsetningum hér á plötu, einnig Chris Cameron og þá Mezzoforte. Mezzó á tvö heil lög, Garðveislu þeirra er að finna í áðurnefndri lagarunu, síðan This is the Night og Blue Ice. Jack Magnet alias Jakob Magnússon á eitt lag hér, Morning Chess, sem undirritaðri finnst besta lag plötunnar, þótt ekki sé það splunkunýtt, grípandi melódía. Chris Cameron syngur sín tvö lög sjálfur og meiraðsegja Shady Ówens kemst að til að kyrja Get right next to you. Aðdáendur Mezzoforte fara ekki í jólaköttinn í ár; saga þeirra pilta í músíkformi er nú fáanleg, ellefu bestu lög þeirra hér á The saga so far ætti að ylja einhverj- um. Greinilegt að Steinar gerir vel við sína menn. Skífan sendir frá sér safnplöt- una 14 faðmlög, og ótrúlegt en satt gengur væmnin ekki fram af manni; lög eins og What a wond- erful world með Louis Arms- trong, My cherie amour með Ste- vie Wonder, Love me tender með Elvis Presley og reyndar fleiri sjá fyrir því. Ágætlega lukk- uð og heildarsvipur laglegur. Einsog skepnan deyr er plata sem kemur einsog þruma úr heið- skíru lofti í ár, en hún ku standa í sambandi við kvikmynd Hilmars (fyrrum Melchiorsmann) Odds- sonar Eins og skepnan deyr. Ekk- ert slúður um þessa plötu hafði borist oss til eyrna áður en hún kom út og kemur því skemmti- lega á óvart. Á henni er m.a. að finna lagið sem Bubbi syngur svo ágætlega og heyrist oftlega í loft- inu um þessar mundir, Allur lurkum laminn. Öll lögin á plöt- unni eru eftir Hilmar og eru flest bara skrambi góð. Edda Heiðrún, Jóhann Sigurðarson og Karl Roth syngja og hér og gera það bara vel. Smartband er fyndið tiltæki þeirra Kjartans Ólafssonar sem nú nemur tónsmíðar í Hollandi og Péturs Grétarssonar tromm- ara sem nýkominn er frá námi í Bandaríkjunum. Texti við eitt laganna er lunkin smíð Illuga nokkurs Jökulssonar. Ég vil vera bláu augun þín, og mætti gjarna heyrast meira á Rás 2, sungið af Magnúsi Ragnarssyni leikara. Friðarjól er heiti á nýútkom- inni jólaplötu feðganna Pálma Gunnarssonar og Sigurðar Helga Pálmasonar og syngja þeir ýmist saman eða einir sér sígild jólalög, utan eitt sem er nýtt eftir Magnús Eiríksson, Gleði- og friðarjól. Meðleikarar Pálma sem spilar á bassa eru þeir Mezzofortepiltar Eyþór, Friðrik og Gunnlaugur, Gunni Þórðar á gítar, Óli Flosa á óbó, Martial Nardeau á flautu og Magnús Kjartansson á hljóm- borð og útsetur hann jafnframt öll lögin. Þá kemur einnig til sög- unnar sönghópur frá Langholts- kirkjukórnum og ljær plötunni eilítinn helgiblæ en hann er ann- ars ekki svo auðfundinn í sumum laganna. T.d. finnst mér hljóð- gerflalætin í laginu Jólanótt helsti ósmekkleg. Heyrist mérekki bet- ur en hér sé komin bein en verri stæling á Boney M útgáfunni á þessu lagi. Samsöngur þeirra feðga er ágætur, skemmta sér greinilega ágætlega saman. En það er ekki nóg. Það þarf meira til að gera góða jólaplötu. Bestu lögin tví- mælalaust þau minnst sölulegu, þ.e. þau sem fá að halda eilítlum hátíðleika og stemmningu, en sannast sagna er lítill heildarsvip- ur á plötu þessari. Oft hafa þessi lög hljómað betur en á Friðarjól- um, þó þessi plata sé síður en svo verri en aðrar poppjólaplötur sem koma nú út um hver jól og við liggur að sérhver poppari gefi út á ferli sínum. Þá get ég ekki setið á mér að nefna eitt atriði sem að mínu viti kastar rýrð á útgáfufyrirtækið kristilega Skálholt, en það eru auglýsingar fyrir fatafyrirtæki og óbeint fyrir Flugleiðir. Platan er semsagt gefin út með hjálp Mammons... Þrjár æði athyglisverðar og spennandi plötur bárust okkur því miður heldur seint til að fá dóm fyrir hátíðarnar og verður það að bíða betri tíma en þær eru: Sóleyjarkvæði í flutningi Háskól- akórsins, í góðu geimi með Stuð- mönnum, Stansað, dansað og öskrað með Grafík og plata kuklaranna holidays in europe. Dægur mála- og máldægursíð- an óskar svo öllum vinum og fénd- um nær og fjær árs og friðar. -2 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.