Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 15
Tröllagil T röllagil og fleiri ævintýri heitir fyrsta bók Ellu Dóru Ólafsdóttur og kemur út hjá Skjaldborg. Ella Dóra er fædd 1944 í Vestmannaeyjum en flutti til Vestfjarða tólf ára og býr nú í Bolungarvík. í bókinni eru fimrn ævintýri og takmark þeirra segir höfundur á bókarkápu sé „að gleðja bæði unga og aldna, og ef það tekst er tilganginum náð“. Þórunn Elfa Á lcikvclli lífsins geymir fimmtán sögur eftir Þórunni Elfu. Þær eru samdar á löngu ára- skeiði og getur bókin talist nokk- urs konar sýnisbók af smásagna- gerð Þórunnar. Menningarsjóður gefur út. 46 ára bið Út er komin hjá Iðunni bókin Endurminningar læknis eftir Sigurð Magnússon, 46 árum eftir að ritun lauk. Sigurður var héraðslæknir á Ólafsfirði, Þingeyri og Patreks- firði. Vegna hvatningar Vil- mundar Jónssonar landlæknis hóf hann að skrá endurminningar sínar. Sigurður lést ári eftir að hann lauk endurminningum sín- um, og voru aðstandendur tregir að gefa þær út þótt Vilmundur hvetti til. Þær birtast lesendum nú óstyttar. Útgáfuna annaðist Hannes Pétursson. Fórnareldur Iðunn hefur gefið út bókina Fórnareldur eftir Mary Stewart. Þar segir frá Gianettu sem er fyrrverandi ljósmyndafyrirsæta og hittir fyrrverandi eiginmann sinn óvænt í sumarfríi á Þoku- eyjunni. Tilfinningareik grípur um sig, og magnast enn þegar eldar taka að loga í hlíðum Bláa fjallsins og undarlegir atburðir verða á áður friðsælu hótelinu. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Ástarvegur Setberg hefur gefið út Veg ást- arinnar eftir Danielle Steel, sjöttu bók hennar á íslensku. Kvensöguhetja bókarinnar er á hraðri leið framabrautarinnar þegar glæsilegur eiginmaður segir skilið við hana og tekur saman við aðra, - sem hafði það frammyfir að geta eignast barn. Samantha skiptir um umhverfi og kynnist ástinni enn á ný. Þýðandi er Skúli Jensson. Paafcest margt skemmtuegt i Alafossbuomm, t.a. stunrem matar- og kaffistell úr fivítu postulíni frá hinum þekkta framleiðanda Arzberg. Parna erauk þess aðfinna listilega fiönnuð vínglös, hnífapörog ýmsa skrautmuni. ^llafossbúöin VESTURGOTU 2. SIMI 13404 GJAFAVORUR ..Qj nidimuiNN STÓRA HUNDABÓK Ein veglegasta bók sem séð hefur dagsljósið (og jólaljósin) í áraraðir. Því er Stóra Hundabókin í sérflokki sem vegleg vinargjöf. En hún er auk þess geysilega efnismikil bók og því eru margir sem útvega sér hana til að gefa sjálfum sér í jólagjöf. Sannið til góðir hálsar, hún vekur athygli og verðskuldaða ánægju. 1' s t ts & STORA HUNDABÓKIN % 8 Hafsjór af fróðleik um hundana, þessa tryggustu vini mannsins. Lýsing í máli og myndum á 200 mismunandi hundakynum heims. Leiðbeiningar um hundahald, uppeldi og þjáifun hundsins, svo hanrr verði góður fé- lagi og vinur. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.