Þjóðviljinn - 21.12.1985, Blaðsíða 1
Fjársvikin
Okrarinn aftur á stjá
Hermann Björgvinsson byrjaðurað innheimta okurlánin.
Fullvissar eigendur okurbankans um aðþeirfái allt til baka. Hallvarður Einvarðsson:
Afhentum Hermanni engin skjöl. Saksóknara að gera kröfu um upptöku skjalanna
Kolbeinsey
Hermann Björgvinsson okur-
lánari sem sat í rúman mánuð
í gæsluvarðhaldi fyrr í vetur og
varð laus úr haldi um sl. mánaða-
mót er með aðstoð lögmanns síns
byrjaður að innheimta okurkröf-
ur hjá skuldunautum og hcfur
jafnframt fullvissað þá sem lögðu
fram fé í okurstarfsemina um að
þeir fái allt sitt til baka.
Hallvarður Einvarðsson
rannsóknarlögreglustjóri ríkisins
sagði í samtali við Þjóðviljann í
gær að hann gæti ckki svarað því
hvort rannsóknarlögreglunni
væri kunnugt um þessi inn-
heimtustörf Hermanns.
Samkvæmt áreiöanlegum
heimildum Þjóðviljans hefur
Hermann undir höndum ná-
kvæma skrá yfir tékka og verðbréf
sem Rannsóknarlögreglan lagði
hald á á skrifstofu hans, samtals
að upphæð um 200 miljónir.
Hallvarður Einvarðsson vildi
lítið ræða þessi mál í samtali við
Þjóðviljann í gær en upplýsti þó
að Rannsóknarlögreglan hefði
ekki látið Hermanni í té nein
skjöl þegar honum var sleppt
lausum. Þau skjöl sem lögreglan
lagði hald á vegna rannsóknar
málsins yrðu fljótlega send sak-
Bráðum koma blessuð jólin, hafa krakkarnir í Melaskóla eflaust sungið þegar Ijósmyndari Þjóðviljans var þar áferð í gær.
Ljósm. Sig.
S
Ihaldið
Teikning:
Edda Hrönn Sveinsdóttir 8 ára,
Heiðarvegi 20, 730 Reyðarfirði.
3 dagar til\é\
i
arna er verið að hækka
lífsnauðsynleg þjónustugjöld
m.a. fólks sem í hópum leitar á
náðir Fclagsmálastofnunar um
fjárhagsaðstoð svo það eigi fyrir
salti í grautinn sinn. Það hljóta að
vera til breiðari bök fyrir meiri-
hlutann í borgarstjórn að græða
á, sagði Guðrún Ágústsdóttir
borgarfulltrúi í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
samþykktu í fyrradag að hækka
dagvistargjöld um 20% og tekur
hækkunin þá gildi 1. janúar n.k.
Tillaga um þessa hækkun kemur
frá stjórnarnefnd dagvista og var
samþykkt í félagsmálaráði nýlega
með fjórum atkvæðum gegn at-
kvæðum Guðrúnar Ágústsdóttur
og Ingibjargar Hafstað fulltrúa
Kvennaframboðs í ráðinu. Eftir
hækkunina munu dagvistargjöld
fyrir svokallaða forgangshópa
fara í 3.300 krónur á mánuði og
fyrir aðra 5.000 krónur á mánuði.
Þess má geta að í ársskýrslu
Félagsmálastofnunar borgarinn-
ar árið 1984 kemur fram að fjórð-
ungur einstæðra foreldra í
Reykjavík leitaði á náðir stofn-
unarinnar með fjárhagsaðstoð
það árið, og útgjöld vegna þess-
arar aðstoðar hefur aukist til
muna á þessu ári.
-gg
sóknara ásamt öðrum
rannsóknargögnum og það væri
hans að ákveða hvort lögð yrði
fram krafa um upptöku á þessum
innheimtubréfum.
Aðspurður hvort þeir sem
stóðu á bak við Herntann og
lögðu honum til fé í okurlánin
hefðu skilað kröfum sínum til
Rannsóknarlögreglunnar upp-
lýsti Hallvarður að lögreglan
hefði ekki allar þær kröfur undir
höndunt og aðeins ljósrit af
sumum þeirra. Frekar vildi liann
ekki ræða þau mál.
Rannsóknarlögreglustjóri vildi
ekki svara þeirri spurningu hvort
Hermanni Björgvinssyni væri
heimilt að innheimta okurlánin
þar sem kröfurnar hefðu ekki
verið gerðar upptækar. Hvort til
þyrfti að koma sérstök kæra svo
þessar innheimtuaðgerðir Her-
manns síðustu daga yrðu teknar
til rannsóknar, svaraði
Hallvarður því til að rannsókn
þessa okurmáls færi fram í hví-
vetna eins og sakarefni gæfu til
kynna og hann vonaði að það
kæmist í þeim efnum allt það til
skila sem rannsóknarvaldinu
bæri að taka til meðferðar.
-lg./-ÁI
Sex aðilar bjóða
Húsvíkingar fá samkeppni/
Húsvíkingar fá greinilega sam-
keppni varðandi tilboð í tog-
arann Kolbeinsey ÞH, sem Fisk-
veiðasjóður auglýsti eftir tilboð-
um í á dögunum. Fyrir utan Hús-
víkinga hafa fimm aðrir aðilar
boðið í skipið.
Fiskveiðasjóður hefur ekki
viljað gefa upp hvaða aðilar hafa
boðiðískipið, en Þjóðviljinn hef-
ur það eftir öðrum leiðum og
fullkomlega öruggum að tilboð
hefur borist í Kolbeinsey frá Ak-
úreyri, Kópaskeri, Olafsfirði,
Skagaströnd og Hafnarfirði.
Hvert þessara tilboða er hag-
stæðast fæst ekki uppgefið, en
Þjóðviljinn hefur heyrt að Akur-
eyrartilboðið sé hæst. Það mun
hafa verið ákveðið hjá stjórn
Fiskveiðasjóðs, að heimamenn,
þ.e. Húsvíkingar geta gengið inní
hæstaboðið. -S.dór
Dagvistargjöld hækka um 20%
Dagvistargjöld upp í5000 um áramót. Guðrún Ágústsdóttir og Ingibjörg Hafstað:
Oraunsœtt og óábyrgt. Þriðjungur lœgstu launa hjá borginni.
Fjórðungur einstæðra foreldra á fátœktarmörkurn