Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 2
Um áramótin losnar staða
bankastjóra við Seðlabank-
ann, þar sem Davíð Ólafsson fer á
aldursmörkin 29. apríl 1986. Da-
víð getur hætt um áramót en hann
getur líka setið út árið. Tveir
menn eru helst orðaðir við seðla-
bankastjóraembættið, Geir Hall-
grímsson, sem nú er hættur sem
utanríkisráðherra um áramótin
og Matthías Á. Mathiesen al-
þingismaður sem stóð upp fyrir
Þorsteini Pálssyni í ríkisstjórn-
inni og gerðist fríherra.
Þjóðviljinn hefur fyrir því ör-
uggar heimildir að Geir Hall-
grímssyni var boðin þessi seðla-
bankastjórastaða þegar hann
ákvað að hætta ráðherradómi um
áramótin, svo Þorsteinn gæti
haldið stólnum. Geir hefur enn
ekki gefið ákveðið svar, enda
hefur hann hug á að halda áfram í
pólitík, þrátt fyrir allt.
Matthías Á. Mathiesen hefur
einnig verið orðaður við þetta
embætti og að Geir frágengnum
getur hann fengið embættið. Þá
er eftir að vita hvort Matthías vel-
ur heldur að taka nú aftur við
ráðherradómi í þá 16 mánuði sem
þessi ríkisstjórn getur setið fram
að kosningum, eða að taka þarna
vellaunað og afar róleg embætti,
sem hann gæti setið í makinda-
lega í mörg ár, þar sem Matthías
er ekki nema 55 ára gamall.
-S.dór
Hvenær fæ ég þriðja bílinn?
FRETTIR
Seðlabankinn
Geir eða Matthías?
Geir Hallgrímssyni hefur verið boðin bankastjórastaða við
Seðlabankann. MatthíasÁ. Mathiesen kemur næstur að
Geir frágengnum
TORGtÐ'
Tónlist
Tónlistarsaga
íslands
Viðamikil sýning í Norrœna húsinu um sögu
tónlistar á íslandi
Útvegsbankinn
Jólahraðskák
á sunnudaginn
18 þátttakendur þar á
meðalfremstu skákmenn
landsins
Jóiahraðskákmót Útvegsbank-
ans verður haldið í aðalbankan-
um við Lækjartorg á sunnudag-
inn og hefst kl. 14.00. Meðal þátt-
takenda verða fremstu skákmenn
landsins, þeirra á meðal, Helgi
Ólafsson, Friðrik Ólafsson, Guð-
mundur Sigurjónsson, Jón L.
Árnason og Karl Þorsteins, en alls
taka 18 skákmenn þátt í mótinu.
Þetta er í 5. sinn sem jólahrað-
skákmót Útvegsbankans er hald-
ið. Mótið hefur ávallt vakið mikla
athygli og er áhugamönnum vel-
komið að fylgjast með keppn-
inni.
-•g-
Amorgun verður í Norræna
húsinu sýning sem nefnist
Tónlist á íslandi og er þetta viða-
mesta sýning sem sett hefur verið
upp í því húsi.
Sýningin spannar sögu tónlist-
ar á íslandi og er í báðum sölum
hússins. í sýningarsölunum niðri
er stiklað á ýmsum helstu við-
burðum í tónlistarsögu íslands í
ljósmyndaröð. Þar má sjá elstu
ljósmynd sem til er á Norður-
löndum, en hún er frá 1848. Á
myndinni sést fyrsti barnaskóli í
Reykjavík, sem var til húsa í
gamla lóskurðarhúsinu, þar sem
Pétur Guðjohnsen kenndi söng.
í sýningarsölunum eru einnig
ýmsir sögufrægir munir sem kom-
ið hafa við sögu tónlistarinnar.
Sem dæmi má nefna leifar af elsta
orgeli Dómkirkjunnar, píanó úr
eigu Péturs Guðjohnsen frá 1855,
flauta Sveinbjarnar Sveinbjörns-
sonar, kornett Helga Helga-
sonar, ferðaorgel Jóns Leifs
o.m.fl.
JÓLATRÉS-
SKEMMTUN
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
heldur jólatrésskemmtun að Hótel
Sögu Súlnasal, föstudaginn 3. janúar
1986 kl. 15.00.
Aðgöngumiðar verða seldir á skrif-
stofu félagsins á 8. hæð húss verslun-
arinnar á skrifstofutíma. Miðaverð kr.
300 fyrir börn og kr. 175 fyrir fullorðna.
Miðar verða ekki afhentir við inn-
ganginn.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur.
Einnig má sjá þar gömul
hljómflutningstæki, t.d. spilasós
úr fórum Péturs biskups Péturs-
sonar sem hann eignaðist rétt
eftir miðja síðustu öld og hand-
trekktan'grammófón með geysi-
stórum lúðri frá Árbæjarsafni.
Þessi grammófónn mun hafa ver-
ið notaður til að leika danslög á
böllum og er því eins konar fyrir-
rennari nútímadiskóteka.
Þá geta gestir hlustað á margs
konar tóndæmi í hljómflutnings-
tækjum, elstu stef sem dæmi eru
um, grallarsöng, einsöngs- og
kórlög, hljómsveitarverk, popp-
tónlist, jass og elekróníska tón-
list.
í tengslum við sýninguna byrj-
ar þann 11. janúar, 1986 fyrir-
lestraröð þar sem tónlistarsögu
íslands verða gerð skil með er-
indum og tóndæmum. Norræna
húsið hefur fengið sérfræðinga á
ýmsum sviðum til þess að ræða
um m.a. íslensk þjóðlög, rímna-
kveðskap, hljómsveitarleik á ís-
landi, íslenska píanóleikara,
djass á íslandi, dægurtónlist o.fl.
IH
Fyrirrennari diskótekanna. Þessi var áður fyrr notaður á dansiböllum til að
halda uppi fjörinu. Mynd. Sig.
Bíladella
Tveir bílar á tveimur árum
Matthías Á. Mathiescn, nú
utan ráðuneytis,fékká þessu ári
nýjan Audi fyrir tæpa miljón sem
ríkissjóður greiddi. Á árinu 1983
fékk Matthías nýjan Toyota
CreSsida fyrir tæp 550 þúsund
með sama hætti.
Þetta kemur m.a. fram í svari
við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur um bifreiðafríðindi ráð-
herrra sem dreift var á alþingi
fyrir jólahlé. Á árinu 1983 fengu
5 ráðherrar sér nýja bíla á kostn-
að ríkissjóð fyrir samtals 3,7 milj-
ónir króna á verðlagi þessa árs..
Auk Matthíasar voru það Alex-
ander Stefánsson, Jón Helgason
og Sverrir Hermannsson. Enginn
ráðherrabíll bættist í flota ríkis-
sjóðs á árinu 1984 og á þessu ári
aðeins nýi Audíinn fyrir Matthí-
as. _ÁI
Urvalið aldrei
fjölbreyttara
Ánanaustum Grandagarði 2
Símar 28855 og 13605