Þjóðviljinn - 28.12.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1985, Blaðsíða 5
Hryðjuverk 16 féllu og100 særðust í árásum á tvo flugvelli El Salvador Stjórnarher- inn virðir ekki vopnahlé San Salvador — Uppreisnar- menn í El Salvador hafa sakað stjórnarherinn um að brjóta gegn vopnahléi sem ríkja átti í landinu yfir jól og áramót. Segja þeir að flugvélar og stór- skotalið hafi gert árásir í fjór- um héruðum yfir jólin og vald- ið töluverðu mannfalli. Vopnahléið sem á að standa fram til 2. janúar var gert að til- lögu kaþólsku kirkjunnar. Upp- reisnarmenn féllust á tillöguna og talsmaður stjórnarhersins sagði á aðfangadag að sveitir hans myndu virða vopnahléð. Yfir- maður hersveita í Morazan hér- aði kannaðist hins vegar ekki við neitt vopnahlé þegar fréttamenn ræddu við hann í gær. Rómaborg — I það minnsta sextán manns létust og 100 særðust í árásum hryðju- verkamanna á skrifstofur ísra- elska f lugfélagsins El Al á flug- völlunum í Róm og Vínarborg í gærmorgun. Árásirnar voru greinilega sam- hæfðar því þær hófust samtímis á báðum flugvöllunum. Á Fiumic- ino flugvellinum í Róm réðust að því er virðist sex menn á af- greiðslu E1 Al. Einn þeirra varp- aði handsprengju inn í stóran hóp farþega sem var á leið til Tel Aviv. Síðan hófu mennirnir skot- hríð og var henni svarað af óeirðalögreglu. Þegar bardagan- um lauk lágu 13 manns í valnum, þar af þrír árásarmenn, og 68 voru særðir. Tveir árásarmann- anna voru handteknir. Á Schwechat flugvellinum í Vínarborg réðust tveir byssu- menn inn í flugafgreiðslu E1 A1 þar sem margir biðu afgreiðslu. Mennirnir fleygðu handsprengj- um og hófu skothríð, 3 féllu og uþb. 30 slösuðust. Árásarmenn- irnir komust undan og í bíl sem þriðji maðurinn ók. Lögregla veitti þeim eftirför og náði þeim. Þá hófst skotbardagi sem lyktaði með því að einn byssumannanna var felldur en hinir tveir særðust alvarlega og tók lögreglan þá í sína vörslu. Ekki er vitað hverjir stóðu að þessum árásum en stjórnvöld í ís- rael fordæmdu þær og hótuðu hefndum. Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins gaf í skyn að þarna hefðu liðsmenn PLO verið að verki en talsmaður PLO í Vínarborg fordæmdi atburðina og kvað þá til þess eins fallna að skaða samskipti PLO og austur- rísku stjórnarinnar. Stjórnvöld í Egyptalandi, Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu brugðust einnig hart við og fordæmdu árásirnar. Talsmaður flugvallaryfirvalda á Schiphol flugvelli í Amsterdam greindi frá því í gær að yfirvöld helstu flugvalla í Evrópu hefðu fengið um það viðvaranir fyrir jól að vænta mætti árása arabískra hryðjuverkamanna yfir hátíðarn- ar. Sovéskir hermenn í Afganistan. Sagt er að þeim hafi vegnað betur að undanförnu en samt er ekki talið líklegt að endir verði bundinn á stríðið í landinu. Afganistan Suður-Afríka Tugir falla í ættbálkastríði Umbogentweni — Um jólin kom til blóðugra átaka milli tveggja ættbálka blökkumanna í ná- grenni bæjarins Umbog- entweni sem er ein af útborg- um Durban. í það minnsta 58 féllu í óeirðunum sem 5 þús- und blökkumenn af ættbálkun- um zulu og pondo tóku þátt í. Þessir ættbálkar hafa löngum eldað grátt silfur saman en ástæð- an fyrir því að upp úr sauð nú um jólin mun hafa verið sú að pondó- svæði ekki síðar en í dag, laugar- dag. Einnig kom til óeirða á stöku stað í landinu milli blökkumanna og lögreglu en jólin voru þó með friðsamlegra móti rniðað við það sem gengið hefur á undanfarna mánuði. Rúmlega 6.500 manns hafa verið handteknir í krafti her- laga sem sett voru í nokkrum hér- uðum 21. júlí í ár. Að sögn lög- reglu er þó aðeins 452 þeirra enn haldið í fangelsum. 6 ár frá innrás sovétmanna Islamabad og víðar—ígærvoru liðin sex ár frá því Sovétríkin sendu hersveitir inn í Afganist- an til að styðja við bakið á Ba- brak Karmal forseta í baráttu hans við uppreisnaröfl úr röðum múslima. Nú er talið að 115 þúsund sovéskir hermenn séu í landinu og engar horfur eru á að friður komist á. Stjórn Karmals hélt upp á dag- inn með því að skipa nokkra menn sem ekki eru félagar í kommúnistaflokki landsins í valdastöður í Kabul, höfuðborg- inni. Þetta er í fyrsta sinn sem óflokksbundnir menn eru skipað- ir í valdastöður eftir að Karmal komst til valda og er talið að til- gangur hans sé að friðmælast við ýmsa þjóðernisminnihluta lands- ins. Einnig er talið næsta víst að hann muni lítinn árangur hafa af þeirri viðleitni. Erlendir sendimenn og frétt- askýrendur segja að sovéska hernum hafi orðið heldur meira ágengt í bardögum gegn upp- reisnarmönnum að undanförnu. Til marks um það er bent á að lítið hafi verið um árásir á höfuð- borgina síðan sovéski herinn eyddi þorpum í nágrenni Kabul en uppreisnarmenn gátu áður leynst í þeim. Öryggisvarsla í Ka- bul sjálfri hefur einnig verið hert til muna og má víða sjá sovéska hermenn á eftirlitsgöngu. Ekki var minnst á afmæli innrásarinnar í sovéskum fjöl- miðlum í gær en lítillega greint frá skipun embættismannanna. Á laugardaginn var birtist leiðari í Prövdu þar sem hvatt var til við- ræðna milli stjórnar og stjórnar- andstöðu í Afganistan. Þar var einnig sagt að stjórnin í Kabul væri reiðubúin að taka upp sam- starf við atvinnurekendur og auð- menn í Afganistan. Erlendir sendimenn túlka þetta sem Barist Abidjan — Síðan á jóladag hef- ur geisað stríð milli tveggja iandluktra ríkja í suðurjaðri Sahara-eyðimerkurinnar, Malí og Burkina Faso sem áður hét Efri-Volta. Vopnahléi var lýst yfir í gærmorgun en það stóð ekki lengi. Ríkin tvö hafa lengi deilt um 160 km langa spildu á landamær- unum en þar er talið að vinna megi ýmis verðmæt jarðefni, svo sem úran, mangan, títan og jarð- gas. Árið 1974 háðu ríkin stríð um svæðið. Orsök átakanna nú var sú að Burkina Faso sendi manntals- menn studda herliði inn í fjögur landamæraþorp sem tilheyra Malí. Yfirvöld í Bamako, höfuð- borg Malí, skipuðu mönnunum að hafa sig á brott en þegar þeir fóru hvergi sendu þau herlið á vettvang og gerðu síðan loftárásir á tvo bæi í Burkina Faso. Þeim var svarað með loftárásum á borgina Sikasso sem er í 500 km fjarlægð frá hinu umdeilda svæði. Ýmis afríkuríki hafa reynt að miðla málum og í fyrrinótt skýrði utanríkisráðherra Líbýu frá því að honum hefði tekist að koma á vopnahléi. Stjórnvöld í Malí féll- áherslubreytingu í stefnu sovét- manna í Afganistan en telja ólík- legt að hún boði miklar breyting- ust ekki á vopnahlésskilmálana og sendu herlið inn í bæinn Ko- loko sem er nærri Sikasso en handan landamæranna. Emb- ar höfðu sest að á svæði sem zulu- mönnum hefur verið úthlutað til búsetu. Eftir að öryggissveitir höfðu stillt til friðar hófust samn- ingaviðræður leiðtoga ættbálk- anna en þær gengu stirðlega í gær. Leiðtogi zulumanna setti pondóum þá úrslitakosti að þeir hefðu sig á brott af hinu umdeilda ættismenn frá Alsír, Ghana, Ní- ger, Togo og Nígeríu hafa verið í höfuðborgum ríkjanna til skiptis til að reyna að miðla málum. ar. Afríka í eyðimörkinni Og þetta Uka... ...Tveir marokkóbúar voru myrtir og 7 særðust i borginni Le Puy í Frakkiandi í fyrrakvöid þegar ná- grannar þeirra kvörtuðu undan há- vaða úr íbúð marokkóbúanna og hófu skothríð þegar þeim fannst kvörtunum sínum ekki sinnt. Um 40 marokkóbúar voru í fjölskyldu- boði í íbúðinni þegar sonurinn í íbúðinni á næsta hæð kom vopn- aður riffli og bað þá um að hafa ekki hátt. Hann var afvopnaður en þá birtist faðirinn einnjg með riffii og hóf hann skothríð inn í íbúðina með fyrrgreindum afleiðingum. Atburður þessi hefur verið for - dæmdur af andstæðingum kynþátt- ahaturs í Frakklandi... ...235 pólverjar tóku þá ákvörðun um jólin að snúa ekki aftur til skipa sem þeir höfðu komið með til Hamborgar í Vestur-Þýskalandi. 28 höfðu í gær beðist hælis sem pólitískir flóttamenn. Fréttamenn ræddu við hópa flóttamanna sem kváðust flýja vegna yfirvofandi verðhækkana, takmarkana á ferðafrelsi og orkuskorts. Enginn þeirra sagðist yfirgefa Pólland af pólitískum ástæðum... ...Frönsku bílaverksmiðjurnar Renault hafa innkallað 1,5 miljónir bíla af gerðunum Renault 9 og 11 vegna galla sem komið hafa fram og geta varðað öryggi bílanna. I Ijós hefur komið að tæringar hefur gætt í stýrisvélum bila af þessum gerðum sem framleiddir voru fyrir mitt árið í ár... ERLENDAR FRÉTTtR haraldsson/R EUIER Laugardagur 28. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.