Þjóðviljinn - 28.12.1985, Side 10
Um samtengingu hinnar forngrísku kristinfrœði og postillu meistara Jóns Vídalíns
„Að fljúga með höndunun
og œða með fótunum
Eftir aö Vídalínspostilla séra
Jöns biskups Vídalínskom
fyrst út á prenti áriö 1720 varð
hún strax geysivinsæl og eftir-
sótt enda varð hún aöal hús-
lestrarbók íslendinga langt
fram á 19. öld. Predikanir
meistara Jóns voru nýstár-
legar í trúboðskap kristinnar
kirkju hérlendis. Jón réðistaf
miklum ákafa gefn löstum
hins mannlega samfélags
einsog öfundsýki, lygi,
ágirnd, drambi og ekki síst
reiði, en reiðilestur Jónserlík-
lega þekktasta predikun sem
nokkru sinn hefur verið flutt
hérlendis.
Löngum hefur verið vitað að
meistari Jón sótti nýstárlegar pre-
dikanarhugmyndir sínar til þýsk-
danska skólans og einnig töluvert
til enskra guðfræðirita.
Nú liggur hins vegar ljóst fyrir
að meistari Jón hefur leitað mun
víðar fanga og ekki síst í fornum
grískum guðfræðiritum. Séra
Kolbeinn Þorleifsson hefur með
athugunum sínum á kristnu lík-
ingamáli í íslenskum bók-
menntum komist að raun um það
að megin stofninn í hinni frægu
reiðipredikun meistara Jóns á
ættir að rekja til grísks kristilegs
leikrits eftir fræðimanninn Greg-
orius frá Nazianzenus sem uppi
var í kringum 400.
Náfrændi Jóns, séra Páll
Björnsson í Selárdal, einn merk-
asti kennimaður 17. aldar hér-
lendis, þýddi ógrynni af merkum
fræðum úr grísku þar á meðal áð-
urnefnt leikrit Gregoriusar, en
meistari Jón þá orðinn biskup í
Skálholti, erfði allar þýðingar og
önnur skjöl eftir Pál er hann lést
um aldamótin 1700.
En gefum séra Kolbeini orðið.
Afmyndar alla
mannsins limi
- Ég hafði orð á því á fundi í
Grikklandsvinafélaginu núna
fyrir nokkrum vikum, sem fram-
hald af ágætu erindi Kristjáns
Árnasonar, að á einum stað í
postillu Jóns Vídalíns væri að
finna tiivitnun í grískan kirkjuf-
öður sem hét Gregorius frá Nazi-
anz. Þessi kafli er sú fræga lýsing
áreiðinni í predikun Jóns, sunnu-
dag milli áttadags og þrettánda.
Þar er þessi lýsing svo:
„Hún, (þ.e. heiftin) afmyndar
alla mannsins limi og liði. Hún
kveikir bál í augunum, hún
hleypir blóði í nasirnar, bólgu í
kinnarnar, bræði og stjórnleysi í
tunguna, deyfur fyrir eyrum.
Hún lætur manninn gnísta með
tönnunum, fljúga með höndun-
um, æða með fótunum. Hún
skekur og hristir allan líkamann
og aflagar, svo sem þegar hafið er
uppblásið af stórviðri, og í einu
orði áð segja, hún gjörir manninn
að ófyeskju og holdgetnum djöfli
í augum þeirra sem heilvita eru
og ef þú svo afskræmir ásjónu
mannsins fyrir öðrum mönnum,
hvernig mun hann þá ekki af-
mynda sálina í guðs augliti."
- Nú er það svo að menn hafa
jafnaðarlega álitið svo, að þarna
rísi íslensk mælskulist meistara
Jóns hæst. Ég hefi komist að raun
um það, að að vrésu leyti þá er
þetta mjög hástemmd íslenska
sem við fáum þarna að lesa og
heyra, en engu af síður er þetta
þýðing úr kristiiegu leikriti sem
Gregorius þessi, heilagur Greg-
orius Nazianzenus skrifaði á sín-
um tíma og ætlaði til flutnings í
kirkju sinni. Þetta var einhvern
tímann á 4. öld, nálægt árinu 400.
Ménn sem fjalla um áhrif
grískrar menningar á íslenska
menningu, gleyma því oft á tíð-
um, að á 17. öldinni var óskap-
lega mikill áhugi á grískri menn-
ingu hér á íslandi og þar voru
auðvitað fremstir í flokki Brynj-
ólfur biskup Sveinsson og svili
hans, séra Páll Björnsson í Selár-
dal. Það vill svo til, að Séra Páll og
meistari Jón voru náfrændur,
þeir voru báðir Vídalínar, og þeg-
ar Jón hafði lokið námi í Skálholti
þá var hann sendur til séra Páls í
Selárdal til að læra meira og þar á
meðal predikunarfræði.
Þessi námsdvöl hjá séra Páli
varð m.a. til þess að meistaTÍ Jón
fékk í hendurnar öll rit séra Páls
til úrvinnslu eftir að hann féll frá
skömmu eftir aldamótin 1700 en
þá var Jón orðinn biskup í Skál-
holti. Mikill hluti postillu
meistara Jóns er einmitt með
biblíuþýðingum séra Páls í Selár-
dal. Hann hafði þýtt geysilega
mikið úr þesdum grísku ritum og
eftirlætishöfundar hans voru
Gregorius frá Nazians og Basi-
lius, þeir frægu menn.
Stundum bleikt,
stundum bólgið
í heimspekiriti sem séra Páll
Björnsson skrifaði og heitir „Um
þolinmæðina", er vitnað í Greg-
orius, þar sem hann lýsir reiðinni
á þennan hátt:
„Að vér síður reiðumst, getum
við til leiðar komið, ef vér alla
reiðina löstu oss fyrir sjónir
leiðum og sæjum sjálfa oss svo
sem í spegli, þá reiðir erum,
hversu óskaplegir og óguðlegir
að yfirliti og allri hegðan þá verð-
um, er reiðin hefur hertekið oss
undir sitt vald, klaga byrjar þann
óvin fyrir sjálfum oss framleiða,
svo sjáist hans lýti. Ekkert sinni
afmyndar svo andlitið, né flekkar
svo yfirlitin eður gjörir hann ill-
úðlegan. ÖIl augnanna hýra yfir-
gefur þá reiðu. Fötin á líkaman-
unt lætur reiðin flaka út í loftið.
Hárið flækist unt kinnarnar, æð-
arnar bólgna, brjóstið, másar,
hljóðaorgið grenjar, liðirnir
skjálfa, hendurnar aldrei kyrrar.
Allur líkaminn gengur upp og
niður. Augun sem brennist-
einseldur, yfirbragðið sem sót,
stundum bleikt, stundum bólgið.
Tennurnar gnísta sem þær væru
að gófla á seigu. Höndunum sam-
anbarið, varirnar skjálfa. Allt.
það illt djöfullinn kann hugsa á
tunguna, þá blístrað, þá bölvað;
þá brigslað. Allt hvað Satan getur
tilu'nt ber hann að þeim eldi
hvörn hann setur í þetta púður.
Hvílíkan ætlar þú þá innri mann-
inn og hjartað, hvörs svo herfileg
mynd sést svo úrvortis. Hvað óg-
uðlegra skal vera yfir bragðið
innvortis? Ákafari andi, gríðug-
legri umbrot, víst kroppinn
sprengjandi nema rennsli næðu.
Líka sem þeir gömlu uppmáluðu
gríðirnar, girtar ormum og eld-
gusum af munninum."
- Til þess að skilja hvað þarna
er um að ræða, þá verðum við að
athuga það að þessir gömju menn
hugsuðu sér kirkjuna í frum-
merkingu gríska orðsins „Ekkles-
ía“ - alþingi - í merkingunni
dómþing. Menn eru kallaðir fyrir
rétt dómarans, þeim ákærðu er
síðan lýst og þetta leikrit Gregor-
iusar um dyggðir og lesti er ein-
mitt af því taginu, þar sem reiðin
eða heiftin eru kölluð fram og
síðan lýsir ákærandinn reiðinni
með þessum orðum.
Eins og sjá má á þessum texta,
þá hefur meistari Jóns betrum-
bætt þessa þýðingu séra Páls og
gert hana fullkomnari. Þýðing
*,Jóns er mun Ijóðrænni enda er
hún þá búin að fara í gegnum
fleiri hendur.
Það er rétt að meistari Jón
komst yfir mikinn efnivið þar sem
voru þýðingar og önnur ritverk
séra Páls. Við megum ekki
gleyma því að séra Páll var mesti
ræðumaður Islands á 17. öld.
Menn hafa því miður haldið að
það eina sem hægt væri um séra
Pál í Selárdal að segja, væri að
hann hefði komið 7 menneskjum
á galdrabál, og fyrir það hefur
hann hlotið mikil ámæli í íslenskri
sögu. Það er hins vegar mikill
misskilningur uppi um séra Pál.
Hann var einn mesti framfara-
maður sinnar tíðar hérlendis,
mesti ræðumaður landsins og
skipasmiður góður. Svo frægur
var séra Páll fyrir lærdóm sinn að
konunglega breska vísindafé-
lagið var í bréfasambandi við
hann og þegar eygypskar hireó-
glýfur fundust suður í Karíó þá
voru þær sendar til ýmissa lær-
dómsmanna í Evrópu til þess að
reyna að ráða þær, og þar á meðal
til séra Páls. Hann var mikill
tungumálamaður og greinilega í
miklu áliti hjá vísindamönnum
erlendis. Páll botnaði ekkert í
þessu myndletri og játar það í rit-
um sínum að hann hafi ekkert
að rannsaka kristið líkingarmál í
íslenskum bókmenntum og m.a.
haldið háskólafyrirlestra um
þetta efni. Ég hef lesið þó nokk-
uð af handritum frá 17. öld sem
eru á söfnum hér og Íítið hefur
verið gert af að gefa út. Þar er Páll
í Selárdal ein auðugasta náman.
Hann er einmitt einn af þeim sem
mynda tengslin við fortíðina,
hann notar einmitt líkingarmálið
í sömu merkingu og menn gerðu
á miðöldum. í því sambandi lang-
ar mig til að segja frá dæmi s'em er
kannski einmitt tímabært nú, þar
sem Halley-halastjarnan er rétt
einu sinni á ferðinni hér við jarð-
arkringluna.
Arfasátan úr Njálu
og
Halley-halastjarnan
Séra Páll í Selárdal er eini mað-
urinn sem ég veit um sem notað
hefur hugtak úr Njálu sem lýs-
ingu á merkilegri halastjörnu
semi birtist hérna í desember árið
1680. Þetta er einmitt sú fræga
Halley- halastjarna. Páll grípur
til líkingarinnar í Njálu um arfa-
sátuna sem eldur Njálsbrennu
var gerður af. Til þess að skilja
þessa samlíkingu Páls þurfum við
að átta okkur á því, hvað orðið
„arfasáta" getur verið margþætt.
Það veldur okkur oft töluverðum
vandræðum, þegar við erum að
velta fyrir okkur þessari blessaðri
arfasátu frá náttúrufræðilegu
sjónarmiði, að það er ekki hægt
að þurrka arfa nægilega vel til að
hægt sé að kynda af honum bál.
En orðið arfi er hins vegar látið
merkja það sem gengur í arf frá
manni til manns, kynslóð til kyn-
slóðar, og orðið sáta látið merkja
Meistari Jón Vídalín.
Séra Páll Björnsson í Selárdal,
skilið; en þetta var þó tilraun
mestu vísindamanna álfunnar að,
senda afskrift af egypska helgi-
letrinu vestur í Árnarfjörð til að
fá Pál til að líta.á þetta.
í bréfasambandi
við konunglega
breska
vísindafélagið
- Það sem fyrst og fremst kom
mér á sporið varðandi þann efni-
við sem meistári Jón hefur stuðst
við þegar hann skrifaði postillu
sína, var það að á undanförnum
árum hef ég lagt mikla áherslu á
nokkurn veginn það sama og
lagasetning, af því að sáta og set
er rótarskylt, þá er þarna komið
eitt mikilvægasta hugtak guð-
fræðinnar þ.e. upprunasyndin
sem erfist frá manni til manns.
Þannig verður Halleys- hala-
stjarnan í orðum séra Páls í Selár-
dal að arfasátunni, og hún er
þarna í ljósum loga á himninum.
Einmitt vegna þess að séra Páll
var mikill náttúrufræðingur, þá
var þetta efni honum hugleikið,
og ég hef undir höndum tilvitnun
í predikun sem hann flutti föstu-
daginn langa árið 1681 en þá
hafði halastjarnan sést greinilega
um veturinn á himinhvolfinu. í
þessari predikun lýsir Páll fyrst
eldi í bæjarhúsum og talar síðan
um heimsbálið, heimseldinn og
lýsir halastjörnunni, og þá sér
maður hvaða kraftur er í ræðum
séra Páls, en það var sagt, að fólk
gæti ekki ógrátandi úr kirkju hjá
honum komið. Það er einnig rétt
að taka fram að séra Páll flutti
allar sínar ræður blaðalaust og af
mikilli ástríðu og lék innihald
ræðunnar eins átanlega og hann
gat Eldur
dómsdags
„Ef kominn væri eldurinn í
göngin húsa vorra, en móðirin og
reifastrangarnir í baðstofunni
innanfrá, mundi þá ekki hið
fyrsta taka oss að orna undan tein
að beini, mundi þá ekki slitna í
sundur með oss vorar hjartaræt-
ur, og aukast ákefð allra b'ragða
að leita sjálfir út að komast, og
veinandi börnum, sem þá mundu
einatt kalla á föður sinn og
hlaupa upp í faðminn hans af
hræðslu, fríun og frelsi að veita úr
bálinu. Mundum vér ekki sökkva
hjarta og hendi í lækinn, ef þess
heldur kynnum fleiri skjólurnar í
eldinn hella.
Sjáið, nú tekur að bálast sú
arfasátan vorrar synda slyðru; sá
brennisteininum, sem er sú
eitraða ístra holdlegra girnda,
hefur sig dregið saman á himn-
um, hvorri vér í vind slóum. En sá
fortærandi eldur hefur kveikt þar
í einn Vítaeld yfir oss og vor
börn, hús og heimili. Ég segi:
Ógnarligan Cometen, líka sem
glóandi axarfaxi að oss sé snúið,
og reitt Guðs reiðfax.
Dagur Drottins er í nánd, dag-
ur myrkurs og þoku. Framundan
honum gengur eldur, og eftir
honum logandi bál, foreyðandi
eldur af hans munni, brennandi
eldsglóðir út af hönum. Einn
sjóðandi pottur mun víst upp-
látinn og dauðinn mun vera í
hönum, tekinn er ofan lukku-
potturinn, því sýður á seyðinum
synd feitingja jarðarinnar.
Þessi Cometes sindrar eins og
neistaflug vors hjarta, kaldur ís,
fljúgi úr hönum, og hann stærir
sig í loftinu eftir drambi vors
hjarta. Hann er allareiðu kominn
að næsta bæ. Menn heyra þar
eldsormablístrið, fallbyssurnar
og fýrverkin. Sverðsengillinn fer
að sínu og stendur yfir Jerúsalem.
Óþúland, gjörekki nasalæti úr
þessu, gakk ekki í forsmánaranna
ráð, sem þykjast hafa gjört sátt-
mála við dauðann. Vert ei líkur
þeim börnum, sem sitja á torgi.
Guð hefur um stundir dillað oss
með hörpu gleðinnar. Munu vor
hjörtu hafa dansinn stigið hans
lofgjörðar? Nú tekur hann að slá
langspilið dapurt. Munu hjörtun
vikna? Seg ekki í þínum huga:
Það verður því svo að vera. Er
hann ketillinn svo erum vér
stykkin, því hvör kann búa hjá
foreyðandi eldi?.“
Um 250 ritgerðir
Páls til á söfnum
Ég hef talið um 250 ritgerðir
eftir séra Pál á söfnum. Aðallega
er þetta frumsamið og margs
konar efni. Hann er endur-
reisnarmaður í hugsun, en hann
stóð á gömlum merg, og við get-
um því ekki búist við því að hann
sé einn af forgöngumönnum
nýrrar hugsunar. Það var einmitt
þegar þessi halastjarna birtist
1680, að franski húgenottinn Pi-
10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. desember 1985