Þjóðviljinn - 28.12.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 28.12.1985, Qupperneq 13
Ásgeir Matthíasson ritari í fyrstu stjórn Blikksmiðafélagsins og Einar Gunnarsson núverandi Þrír á tali frá v.: Hannes Alfonsson, Hörður Helgason og Guðjón H. Þorvaldsson. Mynd: Sig. formaður þess. Mynd: Sig. Afmœli Hefur ekki brugðist brautryðjendunum Félag blikksmiða 50 ára A þessu ári er liðin hálf öld síð- an Félag Blikksmiða í Reykjavík var stofnað. Ástæðan til þess að því var komið á fót mun ekki hvað síst hafa verið óánægja með kauþ og kjör. Um þessar mundir voru nokkrir blikksmíðanemar búnir að Ijúka námi. Þeim sóttist hinsvegar seint að komast af lærlingskaupinu, sem var mjög lágt en þeir févana eftir námsár- in. Loforð voru gefin um leiðrétt- ingu en efndirnar létu á sér standa. Og „hvað má höndin ein og ein?“. Eina leiðin til þess að knýja fram breytingar sýndist sú, að taka höndum saman um stofn- un félagsskapar. Undirbúnings- fundur var haldinn í Iðnskólan- um í Reykjavík 25. maí 1935. Þar var m.a. kosin nefnd til þess að undirbúa og boða til stofnfundar og semja drög að lögum fyrir væntanlegt félaga. Stofnfundur var svo haldinn í Iðnskólanum 12. júní 1935. Var þá endanlega gengið frá stofnun félagsins, því kosin stjórn, sam- þykkt lög fyrir það og því geíið nafn. Stofnendur voru átta. For- maður var kosinn Kristinn Vil- hjálmsson, ritari Ásgeir Matt- híasson og gjaldkeri Helgi Hann- esson. Félagið samþykkti samnings- tilboð í nokkrum liðum. Kaupið skyldi vera kr. 1,50 á klst. en því höfðu sumir félagsmenn þegar náð, aðrir ekki. Voru kaupkröfur þannig í upphafi miðaðar við það að koma á samræmingu og hækka þá í launum, sem minnst báru úr býtum. Vinnuvikan væri 56 stundir, 10 tímar 5 daga vikunnar og 6 tímar á laugardögum eða til kl. 1. Væri unnið umfram það yrði tímakaupið kr. 2,00. Sumar- leyfi 1 vika á fullu kaupi. Tilboðið var sent vinnu- veitendum sem svöruðu með gagntilboði, er um sumt þótti frá- leitt. Samningar tókust ekki og boðaði félagið verkfall. Eftir viku tókust samningar en jafnframt var tveimur félagsmönnum til- kynnt að nærveru þeirra á vinnu- stað væri ekki óskað eftirleiðis. Var annar þeirra formaður fél- agsins. Lýsti félagið því þá yfir að verkfalli yrði ekki aflétt fyrr en uppsagnirnar væru dregnar til baka. Lyktir urðu þær, að svo var gert og jafnframt gengið að kröf- um félagsins. Hér er auðvitað ekki hægt að rekja 50 ára sögu þessara merku samtaka. Mjór er mikils vísir. Fé- lag áttmenninganna stóðst sína fyrstu eldraun. Þar með hafði það sannað tilverurétt sinn og þýð- ingu. Síðan hefur félagið marg- faldast að afli og áhrifum. Á þess- um tímamótum getur það með stolti litið yfir 50 ára sögu. Það hefur ekki brugðist brautryðj- endunum. Minnt skal á að fyrir 10 árum síðan var Gunnar M. Magnúss rithöfundur ráðinn til þess að rita Blikksmiðasögu íslands. Hún kom út í tveimur bindum árið 1980, og var hennar þá getið all- rækilega hér í blaðinu. Þar er m.a. rakin saga allra blikksmiðja á landinu, og birt blikksmiðatal auk þess sem Gunnar grefur upp margskonar fróðleik, sem áður lá utan alfaraleiða. Er bók Gunnars ómetanleg heimild um iðn- greinina og þá, sem þar hafa komið við sögu með einum eða öðrum hætti. Félagið minntist 50 ára afmælis síns með myndarlegu hófi í risinu á Hverfisgötu 105 þann 30. nóv. sl. Við það tækifæri var m.a. nokkrum gömlum félögum veitt sérstök viðurkenning fyrir vel unnin störf. í Félagi blikksmiða eru nú 109 fullgildir félagsmenn. Félagið er aðili að Málm- og skipasmiðas- ambandinu og í Alþýðusambandi íslands. Skrifstofa þess er nú flutt að Suðurlandsbraut 30 og er opin allan daginn á venjulegum skrif- stofutíma. Allir stjórnarmenn félagsins eru í fullri vinnu en augljóst er að erfitt er að reka, jafnvel hin fámennari félög, án þess að hafa sérstakan skrifstofu- mann, sem sinnt getur daglegum störfum í þágu félagsins. Meðal helstu verkefna félags- ins á síðustu árum eru útgáfa Blikksmiðasögunnar og bygging tveggja sumarbústaða fyrir fé- lagsmenn. Eru þeir í landi Klausturhóla í Grímsnesi. í örstuttu spjalli við Einar Gunnarsson, formann Blikk- smiðafélagsins, lét hann þess get- ið, að eitt brýnasta verkefni iðn- aðarmannafélaganna yfirleitt, væri að efla og auka menntun iðnaðarmanna og bæri þá að hafa hvorttveggja í huga, Iðnskólann og endurmenntunina. Þá væri og mjög nauðsynlegt að menn fengju góða þjálfun í verkalýðs- og félagsmálum og þar gæti þátt- taka í félagsmálaskóla alþýðu í Ölfusborgum komið að ómetan- legu gagni. Stjórn Félags blikksmiða skipa nú: Einar Gunnarsson, formað- ur, Guðjón H. Þorvaldsson, varaformaður, Friðbjörn Steins- son, ritari, Hallgrímur Atlason, gjaldkeri og meðstjórnendur Konráð Ægisson, Guðmundur Jónsson og Friðrik Guðmunds- son. -mhg Ungir blikksmiðanemar lyftaglösum. Frá v.: Guðmundur Einarsson, Ævar Örn Ævarsson, Finnur E. Finnsson og Agúst Sumarliðason. Mynd: Sig. Laugardagur 28. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.