Þjóðviljinn - 28.12.1985, Síða 20
FRÉTTIR
Veiði
Risableikja
Á síðasta sumri veiddist risa-
bleikja í Skorradalsvatni. Hún vó
22 pund og var 87,5 sm löng. Jón
Kristjánsson hjá Veiðimálastofn-
un áætlaði að bleikjan væri um 15
til 20 ára gömul.
Ekki er vitað til þess að stærri
bleikja hafi veiðst hér á landi.
Aður munu hafa veiðst í Skorra-
dalsvatni, sem er þekkt fyrir stór-
ar bleikjur, 17 punda bleikja og
Davíð hreppstjóri Pétursson á
Grund telur að þar hafi einnig
veiðst 18 punda bleikja áður.
(Ur ,,Veiðimanninum“).
Alþingi
Jón Baldvin
á móti LÍN
Formaður
Alþýðuflokksins lagðist
gegn hækkun áframlagi
til LÍN. 30% skerðing
lána staðreynd
Formaður Alþýðuflokksins,
Jón Baldvin Hannibalsson,
greiddi atkvæði með stjórnarlið-
um gegn hækkun á framlagi til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
þegar tiilaga frá Ragnari Arnalds
og fleirum var felld með nafna-
kalli á alþingi fyrir jólahlc.
Pað vakti athygli að annar
þingmaður Alþýðuflokksins,
Kjartan Jóhannsson, sat hjá við
þessa afgreiðslu en aðrir þing-
menn krata svo og allir aðrir
þingmenn stjórnarandstöðunnar
studdu tillöguna. Sem kunnugt er
þýða skert framlög til LÍN á
næsta ári annað tveggja: Að lánin
verða skert um 30% frá áramót-
um, eða að sjóðurinn verður upp-
urinn á miðju ári.
- ÁI.
Bókagerðarmenn
Bíða dóms
Magnús E. Sigurðsson
formaður FBM: Höfum
frestað aðgerðum gegn
þinginu þar til dómur
fellur
Biðstaða er nú í deilu Félags
bókagerðarmanna við Alþingi
um tölvusetningu á texta. Að sögn
Magnúsar E. Sigurðssonar for-
manns félagsins hefur aðgerðum
verið frestað samkvæmt beiðni
frá Alþingi.
„Við bíðum bara eftir dómi í
málinu og sáum ekki ástæðu til
annars en að verða við beiðni al-
þingis um trestun", sagði Magnús
ígær.
Eins og kunnugt er kærði VSÍ
aðgerðir félagsins fyrir hönd FÍP
og átti Magnús von á að dómur
félli fljótlega á næsta ári.
Félagið hefur fastmótað kröfur
sínar fyrir næstu kjarasamninga.
„Við höfum þetta í svipuðunt
farveg og ASI, leggjum megin-
áherslu á aukningu kaupmáttar
og verðtryggingarákvæði. Annað
sem okkur er mikið kappsmál er
réttur foreldra til að vera heima
hjá börnum sínum í veikindum".
sagði Magnús. Flann átti von á að
kröfumar yrðu kynntar FÍP
innan skamms.
-gg-
jr m
3r t ' )•*
£ :' m .
Allir geta verið með, bara
að tásér miða og leikurinn er hafinn.
Þetta er æsispennandi leikur.
vinningshlutfallið hefur aldrei verið hærra
- nú er það meira en fjórði hver miði
sem vinnur. Hundrað og tíu milljónum króna
verður dreift til nítjári þúsund miðaeigenda
á riæstu 12 mánuðúm
og þremur bifreiðum svona aukreitis:
PAJERO SUPERWAGONIFEBRÚAR
VOLVO 740 GLE fSEPTEMBER
PEUGEOT 205 GR í JÚNf
MIÐIÍ Sf BS - OG Í>Ú ERT MEÐ
NÝTT
HAPPDRÆTTISÁR SÍBS,
GLÆSILEGRA
EN NOKKRU SINNIFYRR
-DREGIÐ
14. JANÚAR-
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. desember 1985