Þjóðviljinn - 14.01.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 14.01.1986, Qupperneq 2
SÉRSTÖK VIÐBÓTARHÖFUNDARLAUN FYRIR ÁRIÐ 1985 LÖGÐUST VIÐ UM ÁRAMÓT. Happdrœtti Þjóðviljans Þessir hljóta vinning Dregið var í Happdrætti Þjóð- viljans hjá borgarfógeta í gær og komu eftirtalin númer upp: Island PC tölva 27066, farseðl- ar með Samvinnuferðum-Land- sýn 8704, 19982 og 25174, hljóm- tæki 2154 og 3036, húsgögn frá Furuhúsinu 4614 húsgögn frá Ár- felli 18973, innréttingar 9465 og 27089, heimilistæki á 14576 og 19271, bókaúttekt á 1727, 2600, 3658, 7310, 15339, 19215, 22051, 23883, 31196 og 31629. Um leið og Þjóðviljinn þakkar öllum þeim sem festu kaup á mið- um skal vinningshöfum bent á að hafa samband við framkvæmda- stjóra blaðsins. - v- M Landsbanki | ;' íslands allra landsmanna B rið 1985 var óvenjulegagott bókaár,-ogekkisíst Kjörbókarár. Kjör- bókareigendur vissu að Kjörbókin var góður kostur til þess að ávaxta sparifé: Þeir vissu að hún bar háa vextí. Þeir vissu að samanburður við vísitölutryggða reikn- inga var trygging gagnvart verðbólgu. Þeir yissu að innstæðan var algjörlega óbundin. Þeir voru vissir um að þeir fjárfestu varla í betri bók. En þeir vissu samt ekki um vaxtaviðbótina sem lagðist við um áramótin. Svona er Kjörbókin einmitt: Spenn- andi bók sem endar vel. Við bjóðum nýja sparifjár- eigendur velkomna í Kjör- bókarklúbbinn. „Og bárujárnshús við Bergþórugötuna bíða þess að lifna eitt og eitt..." segir í kvæði Davíðs Oddssonar. Þetta bíður þess hins vegar að deyja samkvæmt ákvörðun borgarstjórans. Ljósm.: Sig. Reykjavík 10 hús bíða nióurrifs Borgin óskar eftir leyfi til að rífa síðasta „bárujárnshúsið við Bergþórugötu“ Afundi bygginganefndar sl. fimmtudag voru lagðar fram beiðnir um að rífa 7 gömul hús í Reykjavík, en auk þess bíða af- greiðslu nefndarinnar a.m.k. 3 beiðnir til viðbótar. Beiðnirnar 7 voru sendar umhverfismálaráði til umsagnar. „Og bárujárnshús við Berg- þórugötuna bíða þess að lifna eitt og eitt, af gleði og trú, bjartsýni og von, barna sem hefja lífið þar“, segir m.a. í ljóði Davíðs Oddssonar borgarstjóra á nýrri Reykj avíkurplötu Gunnars Þórðarsonar. Eitt af húsunum 7 er einmitt síðasta bárujárnshúsið við Bergþórugötu og það er Reykjavíkurborg sjálf sem óskar eftir leyfi til að rífa það! Auk Bergþórugötu 20 óskar borgin eftir að fá að rífa gamla Laugarnesbæinn, Grimsbý við Smyrilsveg 29, Eyvík við Laugarnesveg og Austurkot við Faxaskjól. Einstaklingar óska eftir að fá að rífa Laugaveg 20B (Náttúru- lækningafélagshúsið á horni Klapparstígs) og Fálkagötu 15. Þá bíða afgreiðslu bygginga- nefndar Vesturgata 20 og gamli steinbærinn við Bergstaðastræti 15. í farvatninu er ný beiðni um að rífa Ingójfsstræti 3. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sundhöllin Haukurfékk flest atkvæði í gær fjallaði íþróttaráð borgarinn- ar um 5 umsóknir um forstöðumanns- starf í Sundhöll Reykjavíkur, en frá- farandi forstöðumaður þar, Kristján Ögmundsson, var nýlega ráðinn for- stöðumaður í Sundlaugunum í Laugardal. Haukur Ottesen fékk 3 atkvæði á fundinum í gær, Marteinn P. Kristinsson 1 atkvæði og Stefán G. Kjartansson 1 atkvæði. Umsækjend- ur voru 5. Borgarráð tekur endanlega afstöðu til ráðningar í starfið. -ÁI. FRETHR Gámaútflutningur Óuppgert dæmi Margir erufarnir að efast um ágœti gámaútflutningsins. Leikið á kvótakerfið Mikið hefur verið látið af ágæti þess að flytja ferskan físk út í gámum og talað þar um gott verð. Ljóst er að þetta dæmi hefur ekki verið gert upp endanlega. Einnig er Ijóst að ef landað er beint úr bát í gáma og fiskurinn fluttur út, þá er leikið á kvótakerfið. Þegar fiski er landað beint úr bát í gám er fiskurinn ekki vigtað- ur fyrr en hann er tekinn úr gámi á markaði í Englandi. Talið er að fiskurinn rýrni að þyngd um 10% til 25% á flutningstímanum, sem er eðlilegt og fer nokkuð eftir hitastigi og veðurfari hve mikil rýrnunin er. Ef dæmi væri tekið af bát sem kemur með 10 tonn að landi og landar í gám þá er sá afli ef til vill orðinn aðeins 7,5-8,5 tonn þegar landað er í Englandi. Það er svo sú aflatala sem færist á kvóta viðkomandi báts og gert er upp við sjómenn samkvæmt þess- ari tölu. Ef sama afla væri landað í fisk- verkunarstöð, þá myndi hann vigta 10 tonn, en ef fiskverkunar- stöðin myndi svo setja aflann í gám og flytja út yrði hún að taka á sig rýrnunina sem fyrr er getið og tapa einu og hálfu til tveimur og hálfu tonni. Vegna þessa láta flestir bátinn eiga aflann þegar landað er í gáma. í reglugerðinni um kvótann fyrir árið 1986 er gert ráð fyrir 10% álagi á afla báts sem landar í gáma til útflutnings, þannig að kvótaplatið er ekki nema 10- 15%. Það er því ljóst, einnig vegna verðsveiflna á markaði í Eng- landi, að einungis hæsta mark- aðsverð gefur þann ágóða sem svo mjög er rætt um af gámaút- flutningi. - S.dór. .TORGHE). Eru forstjórar Hafskips ekki á lausu? KJÖRBÓKINA SEMUR ÞÚ SJÁLFUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.