Þjóðviljinn - 14.01.1986, Page 4
LEIPARI
Sækjum kjarabætur!
Kjarasamningar hafa verið lausir frá því um
áramótin og nú er þess að vænta að samninga-
gerð hefjist fyrir alvöru innan skamms. Að vísu
hefur furðu lítið frést af vettvangi samninga-
gerðarinnar og margur launamaðurinn er orð-
inn langeygður eftir varanlegum kjarabótum.
Hins vegar kann að reynast torvelt að sækja á
hendur ríkisstjórnar og atvinnurekenda, og
menn skulu gera sér Ijósa grein fyrir því að
framundan kann að vera hörð og erfið barátta
og undirbúa sig með tilliti til þess.
Ríkisstjórnin er þegar búin að gefa tóninn og
atvinnurekendur munu tæpast leika mjög úr
takti við hana. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, hefur kosið upphaf samningalotunnar til
að tilkynna skattahækkanir af ýmsu tæi, sem
hafa mælst afskaplega illa fyrir. Skattahækkan-
ir á jafn viðkvæmum tíma og þessum eru auðvit-
að ekkert annað en blautur vettlingur í andlit
launafólks. Með þessari úthugsuðu tímasetn-
ingu er verið að storka samtökum launafólks og
gefa þeim til kynna að fast verði staðið gegn
kjarabótum. Einmitt þess vegna er nauðsynlegt
að undirbúa baráttuna sem best, hafa sem mest
samráð við fólkið sjálft, og flasa ekki að neinu.
Hins vegar er alveg Ijóst að nú verður launa-
fólk að fá kjarabætur sem halda, vegna þess
einfaldlega að það þarf ekki að fjölyrða um þær
þrengingar sem margur hefur þurft að þola síð-
ustu ár af völdum ríkisstjórnarinnar, og það er
óumdeilt, að kjörin hafa versnað um næstum
því þriðjung á síðustu tveimur árum. Einungis
með því að stórauka yfirvinnu, og ofurselja sig
þannig vinnuþrælkun sem ekki viðgengst í sið-
uðum þjóðfélögum, hefur fólk ennþá getað
sneitt hjá fenjum fátæktarinnar. En í mörgum
tilvikum hefur það kostað upplausn og erfiðleika
innan fjölskyldna, þar sem bæði foreldri vinna
myrkra á milli og börnin alast upp á götunni.
Þannig hefur kjaraskerðingin líka eyðilagt ham-
ingju og samheldni fjölmargra fjölskyldna.
A síðasta ári hélt kjaraskerðingin áfram, þvert
ofan í það sem málgögn ríkisstjórnarinnar hafa
haldið fram. Þannig hækkaði framfærsluvísital-
an árið 1985 um 34 prósent en kaupmáttur
dagvinnutekna aðeins um 29 prósent. Þannig
rýrnaði hann um 5 prósent miðað við fram-
færslukostnaðinn.
Þetta gerðist þrátt fyrir að árferði var gott til
sjávar og sveita. í tonnum talið var 1985 met-
aflaár og verðlag fyrir útflutningsvörur var
ágætt, og að raungildi jukust útflutningstekjur,
um 7,5 prósent á árinu. Þrátt fyrir þetta
versnuðu þó kjörin eigi að síður.
í byrjun þessa árs er útlitið heldur ekki gott..
Verðbólgan hefur ekki lækkað þrátt fyrir fögur
loforð ríkisstjórnarinnar og var við upphaf ársins
í kringum 30 prósent á ársgrundvelli. En það
þýðir í raun að verðhækkanir verða 2 til 3 prós-
ent á mánuði, og meðan ekkert gerist í samn-
ingamálum jafngildir þetta auðvitað mánaðar-
legri kjararýrnun um svipaða prósentu. Þannig
er stefnt að enn frekari kjaraskerðingu, og raun-
ar hefur forsætisráðherra lýst því yfir að ekki
geti orðið um neinar kjarabætur að ræða á
þessu ári.
Auðvitað er það öldungis fráleitt að ætla að
koma í veg fyrir kjarabætur þegar meira að
segja er Ijóst að þjóðartekjur hafa hækkað. En
það er samt sem áður það sem ríkisstjórnin og
atvinnurekendur ætla sér. Þessvegna verður
launafólk nú að brýna sig til baráttu. Fólk hefur
of lengi orðið að þola skerðingar á skerðingar
ofan, nú er kominn tími til að sækja stéttinni
varanlegar kjarabætur. Verkalýðshreyfingin
verður að vera reiðubúin til þess að beita afli
sínu til þess, ef á þarf að halda. Það virðist, því
miður, vera það eina sem atvinnurekendur og
ríkisstjórn skilja.
-ÖS.
KUPPTOG SKORIÐ
Væntingarnar
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra hefur komið nokkuð á
óvart í ráðherratíð sinni. Áður en
hann settist í stólinn góða, voru
fylgismenn hans sannfærðir um
að hann væri yfirburðamaður í að
minnsta kosti einu tilliti. Hann
væri betri „byrokrat", vandaðri
skrifstofumaður heldur en for-
veri hans (en nafn þess manns og
ráðherradáðir eru nú að fá á sig
glýju gleymskunnar, - Albert
heitir sá).
Sannast sagna átti þetta við-
horf við um fleiri en Sjálfstæðis-
menn. Menn töldu einfaldlega að
Þorsteinn yrði „faglegri" en for-
verinn. Annað þótti og fræðilega
útilokað.
Klúður
En þegar Þorsteinn settist loks
í stólinn var það um seinan. Hann
virtist vera að þrotum kominn
eftir stólastríðið, - og ráðherra-
gjörðir hans hafa verið ótrúlegt
klúður. í yfirlýsingum hefur gætt
hringlandaháttar og við fram-
kvæmd mála er ekki hugað að
sjálfsögðustu framkvæmdaat-
riðum.
Þorsteinn varð ráðherra vegna
niðurskurðar á ríkisútgjöldum
sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi
framkvæma. Ekkert varð af
þeim. Hann ætlaði að skera niður
tekjuskattinn einsog áður hafði
verið samþykkt að gera, - en
rann á rassinn með það. Hann
hefur helgað pólitískt líf sitt bar-
áttunni gegn alls konar sköttum á
almenning, - en hefur gengið
lengra í því en nokkur annar ráð-
herra á jafn skömmum tíma að
leggja á aukaskatta. Og fram-
kvæmdin! Og framkvæmdin
maður, er einsog hjá Bakka-
bræðrum.
Morgunblaðs-
unginn
Þorsteinn Pálsson hefur haft
nokkurn meðbyr bæði innan
Sjálfstæðisflokksins og utan hans
vegna þess að hann er yngri og
ögn gæfulegri maður en gömlu
valdaklíkurnar í Flokknum. Þeg-
ar hann varð formaður Sjálfstæð-
isflokksins sýndi Matthías Jo-
hannesen fram á að Þorsteinn
hefði rætur á réttum stöðum, -
hefði unnið á Morgunblaðinu.
Þjóðinni varð ljóst, að Þorsteinn
naut velþóknunar Morgun-
blaðsklíkunnar - og skáldið í Að-
alstræti kallaði hann Morgun-
blaðsunga í útvarpsviðtali. Fleygt
á sinni tíð.
Misvindasamt
En það er álíka fallvalt að reiða
sig á velvild Morgunblaðsins og
stöðugt verð á hlutabréfum í Haf-
skip. Morgunblaðið er tækifæris-
sinnað á köflum, - og fyrir utan
stjórnarformann sinn Geir Hall-
grímsson, hefur það tröllatrú á
manni, sem er Morgunblaðsungi
með sama hætti og Þorsteinn,
nefnilega Davíð Oddssyni, sem
einnig hefur verið blaðamaður á
Mogga.
Morgunblaðið er þegar komið
í eins konar forvalsslag fyrir Da-
víð gegn Þorsteini, til for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Að vísu er þetta ekki afgreitt mál
hjá Morgunblaðsklíkunni, - en
Þorsteinn þarf oft lengi að bíða
byrjar þaðan úr húsinu, þar sem
valdataumar liggja í margar áttir.
Mótbyr
Nú hefur það gerst, að í rúmar
þrjár vikur hefur Þorsteinn átt
undir högg að sækja frá fjölmörg-
um aðiljum, sem gagnrýnt hafa
stjórnvaldsaðgerðir hans, og yfir-
lýsingar. Morgunblaðið hefur all-
an tímann hummað þetta fram-
anaf sér þartil um helgina - og þá
strengir Styrmir klóna heldur
betur.
Kökuskatturinn
Morgunblaðið gerir á laugar-
daginn í leiðara, að umtalsefni
nýjasta skattinn og framkvæmd
hans. í kersknistóni vitnar blaðið
í áramótagrein Þorsteins, þarsem
flokksformaður er að tala um
„markvissari vinnubrögð" m.a.
við skattlagningu.
Og blaðið hæðist að formann-
inum áfram: „Það eru auðvitað
neytendur, almenningur sem bera
þessar byrðar að lokum. Þor-
steinn Pálsson hefur réttilega bent
á, að allur almenningur hafi misst
trú og traust á tekjuöflunarkerfi
ríkisins“.
Og loks bindur Morgunblaðið
slaufuáformannsinn: „Pinklarn-
ir, sem voru lagðir á fyrirvara-
laust um áramótin, auka hvorki
þessa trú né traust. Pœr skatta-
hœkkanir sem ákveðnar voru um
áramót komu bœði þeim, sem
eiga að innheimta hinar auknu
álögurfyrir ríkissjóð og greiðend-
um í opna skjöldu. Framkvœmd-
in hefur ekki síður sœtt gagnrýni
en hin efnislega ákvörðun“.
Vantrúin
Ekki er allt búið enn. Daginn
eftir fjallar Styrmir Gunnarsson í
sunnudagsleiðara um „íslenskan
gjaldmiðil"; hugmyndir Ragnars
Halldórssonar formanns Versl-
unarráðsins um að leggja niður
íslensku myntina, sem Morgun-
blaðið náttúrlega mælir á móti.
Sammála.
í lok leiðarans segir: „Pað er
svo umhugsunarefni fyrir forystu-
rhenn þjóðarinnar, að maður í
stöðu formanns Verslunarráðs ís-
lands skuli yfirleitt setja fram
hugleiðingar af þessu tagi. í því
felst auðvitað megn vantrú á, að
þeir, sem hafa tekið að sér að veita
þjóðinni forystu hafi getu og
hœfni til þess. Sú vantrú er því
miður ekki bundin við forystu-
menn Verslunarráðsins eina“.
Þetta er nú öll trúin á Moggan-
Þjóðráöið
Það væri allt að því ódrengilegt
að Þjóðviljinn benti ekki Þor-
steini á bjargráð úr þessum vanda
öllum. Ráðið er fengið að láni frá
málvini Þjóðviljans, Guðmundi
gjaldkera Þórarinssyni, sem segir
í Mogganum á laugardaginn að
hann hafi selt eignarhlut sinn í
Þýsk-íslenska á sínum tíma „og
hefur engra hagsmuna átt að gæta
í þessu fyrirtæki síðan“, nema
einsog Guðmundur segir hann
„starfaði hjá fyrirtækinu sem
framkvæmdastjóri nokkra mán-
uði“ o.s.frv.
Þorsteinn gæti skrifað grein í
sama dúr um að hann hafi að vísu
gegnt ráðherrastörfum í nokkurn
tíma, en hafi ekkert með skatta
og framkvæmd þeirra að gera, og
hafi þar engra hagsmuna að gæta.
-óg.
DJOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulitrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamonn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjör-
leifsson, Lúðvík Geirsson,. Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason,
Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þórunn Sigurðar-
dóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Holgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 14. janúar 1986