Þjóðviljinn - 14.01.1986, Page 8
Skák
Keppnisskap
r
a
taflborðinu
Litið við í keppni unglingaflokks
Skákþings Reykjavíkur
Það vantaði ekki keppnis-
skapið í húsakynni Taflfélags
Reykjavíkur þegar blaðamenn
Þjóðviljans litu inn um helgina
þegar tefldar voru fyrstu þrjár
umferðirnar í unglingaflokki á
Skákþingi Reykjavíkur. 95
manns skráðu sig til þátttöku og
að sögn Ólafs H. Ólafssonar er
það metaðsókn, en þeir sem tefla
eru 14 ára og yngri.
Teflt er eftir Monrad-kerfi, alls
9 umferðir og mun mótinu ljúka
laugardaginn 25. janúar. Sigur-
vegarinn hlýtur titilinn Ungling-
ameistari Reykjavíkur 1986 en
auk þess munu allir þátttakendur
frá viðurkenningarskjal og þeir
fimm efstu fá verðlaunagripi og
bækur. Núverandi unglingaskák-
meistari er Hannes Hiífar Stef-
ánsson.
HUGMYNDAr
Framkvæmdamenn og
hugmyndasmiðir hittast
Iðnaðarráðuneytið heíur ákveðið að gangast fyrir
hugmyndastefnu ef næg þátttaka fæst.
Fyrirhugað er að sýna á hugmyndastefnunni upp-
finningar og framleiðsluhæfar hugmyndir, sem til-
búnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda.
Sýningunni er fyrst og fremst ætlað að miðla fram-
leiðsluhugmyndum til þeirra sem hafa hug á að fram-
leiða, fjármagna eða setja á markað nýjungar í iðn-
aði en einnig er henni ætlað að veita upplýsingar um
þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra aðila við ný-
sköpun í atvinnulífinu.
Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hugmynda-
stefnunni er bent á að snúa sér tii Iðnaðarráðuneytis-
ins er veitir allar nánari upplýsingar. Þátttökutilkynn-
ingum ber að skila til Iðnaðarráðuneytisins fyrir 10.
febrúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í
ráðuneytinu. Þátttökugjald verður auglýst síðar.
Ólafur Vídalín Halldórsson teflir við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.
Fjórir kátir sveinar við taflborðin. í fremri röð teflir Gunnar Örn Hannesson til vinstri við Kjartan Dagbjartsson en fyrir aftan
leiðir Páll Hjálmarsson hvítu mennina gegn þeim svörtu Óskars Harðarsonar. Ljósm. Sig.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 14. janúar 1986